Morgunblaðið - 24.11.1956, Qupperneq 8
8
M ORC.TnVFT/AÐlÐ
Laugardagur 24. n<3v. 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Fanginn í Alþýðnbósinn
ÞAÐ er ekki unnt að segja að
margt mjög merkilegt hafi enn
gerzt á þingi Alþýðusambandsins
en vafalaust er það eftir, sem
mestu skiptir. Forseti þingsms
hefur boðað að þetta verði hið
þýðingarmesta Alþýðusambands
þing, sem nokkru sinni hafi verið
háð, enda velti á því um lausr.
efnahagsmálanna og þar með t.’.l-
veru ríkisstjórnarinnar, eins og
kom fram í orðum ráðherrans og
forsetans.
Verða vafalaust af ríkls-
stjórnarinnar hálfu lagðar
fyrir Alþýðusambandsþing,
þær tillögur, sem zíkisstjórnin
hefur í huga um efnahags-
málin. enda var því lofað að
samráð skyldi haft við samtök
launþega um það, sem gera
skyldi.
Þetta er ekki enn komið
fram á þinginu en vafalaust
verður það innan tíðar.
Ádeila lýðræðissinna
En það hafa gerzt önnur tíð-
indi á þessu þingi, sem hljóta að
vekja athygli. Það hefur komið í
ljós að allmikil átök eru milli
kommúnista annars vegar og lýð-
ræðissinna hins vegar á ýmsum
sviðum. Kommúnistar komu í
veg fyrir að lögð yrði fram á
þinginu tillaga um að það lýsti
afdráttarlaust samúð sinni með
frelsisbaráttu ungversku þjóðar-
innar. Jafnframt lýstu kommún-
istar því yfir að þeir ætluðu að
hafa samráð við minnihluta sam-
bandsstjórnar-lýðræðissinna áð-
ur en frekara væri aðhafzt í þessu
efni. Þetta var þó brotið og
kommúnistar lögðu fram mála-
myndaályktun, sem vakti harð-
ar deilur. Lýðræðissinnar töldu
það ASÍ til vansa ef það gæti
ekki tekið afdráttarlausa afstöðu
til ungversku frelsisbaráttunnar,
eiris og fjöldamörg verkalýðs-
samtök hefðu gert um heim allan
og eins og mörg íslenzk laun-
þtgasamtök hafa þegar gert. Um
þetta urðu miklar deilur. Komm-
únistar vildu ekki láta sig en nið-
urstaðan varð sú að kosij* var
nefnd til að útbúa nýja tillögu.
Þjóðviljinn fer þeim orðum
um andmæli eins af lýðræðis-
sinnum, að þau væru „mark-
laust geip eliiærs brautryðj-
anda“, ræður þeirra væru
„æsingaræður“ o. s. frv. —
Þannig snúast kommúnistar
við, þegar til orða kemur að
anda á Rússa og glæpi þeirra.
Þessu skylt voru svo þær vítur,
sem komu fiíim á stjórn Alþýðu-
sambandsins fyrir að hafa ekki
orðið við tilmælum Alþjóðasam-
bands frjálsra verkamanna um
að hafa vinnustöðvun í sam-
úðarskyni við frelsisbaráttu Ung-
verja. Út af þessu spunnust einn-
ig harðar deilur. En það sem
mestu máli skiptir eru þó deil-
urnar út af því að kommúnistar
hafa gert Alþýðusambandið að
pólitísku tæki sínu. Þeir hafa
flutt herbúðir sínar fyrst inn í
Alþýðusambandið og síðan inn í
sjálft stjórnarráð íslands. Deil-
unum um misnotkun Alpýðu-
sambandsins lauk með því að
rtjórn þess lagði fram værnna
þakkartillögu til sjálfrar sín, sem
kommúnistar síðan sarnþykktu.
Undanhald Alþýðu-
flokksins
Lýðræðissinnaðir fulltrúar á
þingi Alþýðusambandsins halda
þar uppi andróðri gegn komm-
únistum en lýðræðisáhangendur
eru þess ekki megnugir að fylgja
málum sínum til sigurs með
nægilegu atkvæðamagni. En af
hverju er það?
Orsökin er sú að Alþýðuflokk
urinn lét undan kröfu Her-
manns Jónassonar um að lýð-
ræðissinnar, hvar í flokki sem
þeir standa, hefðu ekki sam-
starf með sér I'yrir kosning-
arnar. Þetta gerði Hermann
Jónasson til þess eins að
tryggja kommúnistum sigur-
inn. Alþýðuflokkurinn er í
stjórnarsamvinnu við komm-
únista og þess vegna brast
hann kjark til að rísa upp gegn
kommúnistum ásamt öðrum
lýðræðissinnum. Nú sýpur AI-
þýðuflokkurinn seyðið af því
að hann brást sínum eigin mál
stað.
Hann er þess ekki umkominn,
þrátt fyrir harðar ádeilur og
sköruleg ræðuhöld, að koma
vilja sínum fram. Alþýðuflokk-
urinn er fangi í sínu eigin húsi,
fangi Hermanns Jónassonar og
stjórnarsamvinnunnar. — Þess
vegna standa menn flokksins
máttlausir á þingi Alþýðusam-
bandsins og eru af kommúnist-
um kallaðir „marklausir", „elli-
ærir“ og „æsingamenn".
En Alþýðuflokkurinn verð-
ur að gera sér það ljóst að ef
hann brestur kjark til að
standa með lýðræðissinnum
innan samtaka launþega eru
áhrif hans þar að fullu og öllu
á enda. Og enginn þekkir það
betur en Alþýðufiokkurinn
hvað undanhald gagnvart
kommúnistum kostar.
UTAN UR HEIMI
Krúsjeff færist i veizluhaminn
\Jeiz iu Cjle&i ^JJrúóje^ó
Di
OCý
ictnct
2b,
oró
i eizlur frönsku konung
anna í Versölum eru taldar bera
hæst, þegar litið er aftur til síð-
ustu alda. í dag eru það ekki
íslenzk „reisugildi“ eða töðu-
gjöld, sem ber hæst á þessu
sviði — heldur eru það veizl-
urnar í Kreml — eða yfirleitt
veizlur þær, sem höfðingjarnir í
Kreml taka þátt í. Veizlur Loðvík
anna í Versölum voru frægar fyr-
ir íburð og glæsileik, en veizlur
höfðingjanna í Kreml eru frægar
fyrir drykkju.
Þar þykir sá mestur, sem mest
drekkur — og vitanlega drekkur
Krúsjeff alltaf mest. Einnig þyk-
ir það sérstakt hraustleikamerki
að hvolfa glasi sínu við eftir að
skálað hefur verið og drukkið úr
því í einum teig, því að vesal-
menni ein drekka úr glasi sínu
í mörgum teygum — að áliti
höfðingjanna austur þar. Með því
að hvolfa glasinu færa menn
óyggjandi sönnur fyrir því, að
glasið sé tómt — og þá er það auð
vitað fyllt strax aftur Þannig eru
þeirra veizlur — og ekki mun það
óalgengt vera, að Krúsjeff drekki
25—30 skálar í sömu veizlunni.
Jtægar dregur að veizlu-
lokum mun mesti hátíðarblærinn
vera horfinn af samkvæmisgest-
um undir slíkum kringumstæð-
um og bera sögurnar um Krúsjeff
gleggstan vott um það. Heldur
hann þá gjarnan margar ræður
er stórorður við andstæðinga sína
— og talar einnig oft á tiðum upp-
hátt við sjálfan sig. í veizlu þeirri
í sumar, sem bandaríski herfoi -
inginn Twinning var viðstaddur,
féll Krúsjeff í orösins fyllstu merk
ingu, undir borðið — og hreyfði
hvorki legg né lið. Bað Búlganin
Bandaríkjamannin afsökunar á
framferði „félaga Krúsjeffs“. En
þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
Búlganin reynir að bjarga félaga
sínum, því hann — ásamt Zhukov
— bar Krjúseff eitt sinn út úr
veizlu hjá Tito í Belgrad. Er út
kom, rankaði Krjúseff við, og
það kostaði Búlganin og Zhukov
margra mínútna þref og stimp-
ingar að koma honum inn í bif-
reiðina, sem flytja átti þá til
náttstaðar.
iana Dors heitir hún
— Marilyn Monroe Englands. Nú
er hún nýkomin úr Bandaríkja-
för — og Englendingar biðu með
ondina í hálsinum eftir að sjá
hana og heyra eftir utanförina.
„Hún er eldri, hún er reyndari“
-— sögðu Lundúnablöðin — og
Diana bjóst til þess að segja eitt-
hvað. Og það, sem hún sagði —
ja — það vakti jafnmikla athygli
í Englandi og þegar Margrét
prinsessa tók ákvörðunina um að
ganga ekki í heilagt hjónaband.
„Nú ætla ég að skilja við mann-
inn minn — hann Dennis Hamil-
ton“. Hamilton hefur verið nefnd-
ur „heili Diönu“, því honum á
Diana að þakka alla frægð sína.
Hamilton er nefnileþa sérfræð-
ingur í auglýsingatækni. Það
ber ekki svo að skilja, að Diana
eigi engan hlut að máli. Langt
í frá. Hún vann sinn fyrsta sigur,
er hún var 15 ára. Vann hún þá í
fegurðarsamkeppni einni mikilli.
Lágmarksaldur stúlknanna í
þeirri keppni var 18 ár, en Diana,
enda þótt hún sé auðvitað hin
mesta heiðurskona, ja — hún
sagðist bara vera 18 ára.
N;
Umskipti hjó kommúnistam ú Ítalíu
★ ★ ★
ÞEGAR sendiherra Rússa í Róm,
Bogomolow hvarf aftur til sendi-
ráðsins eftir langa útivist þann
7. nóvember sl., hefur honum
hlotið að bregða í brún, því að
mjög hafði breytzt um til hins
verra fyrir kommúnistum þar í
landi á þeim 5 mánuðum. sem
hann er búinn að vera í burtu.
Rómverjum hnykkti einnig tals-
vert við, því að þeir bjuggust við
að þessi gamli Btalinisti, sem
hafði stjórnað rússnesku sendi-
sveitinni, væri nú horfinn fyrir
fullt og aílt.
Almenningsálitið á ítaliu er
mjög andsnúið Rúsum, vegna at-
burðanna í Ungverjalandi. Sósíal
istaflokkurinn undir forustu
Nennis hefur slitið sambandúau
¥ ¥ ¥
við kommúnistaflokkinn. Hingað
til hefur kommúnistaflokkur
ftalíu verið hinn sterkasti utan
Rússlands sjálfs, en á honum er
nú mjög alvarleg brotalöm. Sá
maður, sem framar öðru veldur
þessu, er Nenni, en hann vai
einu sinni sérstakur trúnaðarvin-
ur Stalins, og fékk Stalin-verð-
launin. Nenni var foringi hinna
svonefndu sósíalista, sem var sér-
stakur flokkur, og gekk til sam-
starfs við kommúnista.
Nú eiga kommúnistar engan
hættulegri andstæðing en ein-
mitt Nenni. Þegar hann nú
heldur hvítglóandi ræður um
heimsveldisstefnu kommún-
ista og kúgun þeirra, þá trúa
verkar»ennirnir, leiguliðarnir
★ ★ ★
og smábændur honum miklu
betur, heldur en ef að það
væri einhver borgaralegur
stjórnmálamaður, sem þannig
talaði. Eins og nú stendur er
talið að kommúnistaflokkur
Ítalíu sé á mjög hröðu undan.
haldi.
Þegar sendiráðið í Róm hafði
móttöku iyrir ítalska stjórnmála-
menn á byltingarafmælinu, þá
lét Nenni ekki sjá sig, enda
þótt honum væri boðið, og hef-
ur það vafalaust orðið sendiherra
kommúnista mjög mikil von-
brigði. — Klofningurinn innan
hinna róttæku flokka á Ítalíu
hefur orðið til þess að styrkja
lýðræðisflokkana mjög þar í
landi en veikja kommúnista að
sama skapi.
U — og hvað svo? Jú,
hún giftist auglýsingasérfræð-
ingnum — og hafði það upp úr
krafsinu, að hún er nú ein tekju-
hæstakona Bretaveldis Fyrir leik
sinn í kvikmyndum er hún sögð fá
nokkrar milljónir króna árlega.
En hvað verður þá um Diönu,
ef hún skilur við „heilann“? Get-
ur hún haldið sömu braut án
aðstoðar sérfræðingsins? Eða er
þetta kannske aðeins auglýsing
— útbúin af Hamilton? — hann
er slunginn karlinn sá.
K.
ona nokkur ítölsk,
Luisa Ficini, reyndi fyrir nokkru
að fremja sjálfsmorð, en var
bjargað á síðustu stundu. Luisa
er hvorki meira né minna en
101 árs. Er hún hafði náð sér að
fullu var hún tekin til rannsókn-
ar — og reyndu sálfræðingar að
grafast fyrir um það — hver á-
stæðan til þessa óyndisúrræðis
hennar hefði verið. Ef til vill
haldið þið, að Luisa hafi verið
orðin þreytt á lífinu sakir hins
háa aldurs. Onei. Ekki var því
svo farið. Sálfræðingarnir kom-
ust að þeirri niðurstöðu, að ástæð
an hefði verið sú, að aumingja
Luisa átti ekkert sjónvarp.
J
á, piltar mínir — úrið
á að vera á hægri handlegg. —
Framh. á bls. 15