Morgunblaðið - 24.11.1956, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.11.1956, Qupperneq 9
Laugardagur 24. nóv. 1956 MORCUNULAÐIÐ 9 Bertrcmd Russell hinn strangi þjónn sannleikans HV A Ð er sannleikur? spurði Pílatus forðum. Sú spurning var ekki runnin af rótum ein- lægrar sannleiksleitar, heldur sprottin af hræðslu hins lífs- þreytta Rómverja við þær stað- reyndir, sem við honum blöstu í persónu fangans, sem stóð frammi fyrir honum. Á öllum öldum hefur sann- leiksleitin verið aðall hinna miklu hugsuða mannkynsins. — Þeir hafa leitað sannleikans í þeirri trú, að hann einn geri manninn frjálsan. En þrátt fyr- ir hlífðarlausa leit skálda og heimspekinga er spurningu Pílatusar enn ósvarað. „Sann- leikur er fegurð, fegurð sann- leikur", sagði Keats. „Sannleik- urinn felst í blæbrigðunum“, sagði Renan. „Sannleikurinn lif- ir í andstæðunum“, segir Niels Bohr. Platon hélt því fram, að hinn eiginlegi sannleikur væri handan þessa heims og skilning- arvita okkar, og að við yrðum að gera okkur að góðu daufan skugga hans hér á jörðinni. William Wollaston sagði, að sið- ferðilegar staðreyndir væru ekki annað en rökrænar staðreyndir, hið góða væri satt, hver rangur verknaður væri í einhverjum skilningi lygi, og viðleitnin til að vera góður væri ósk um að þjóna sannleikanum. „Pragmat- istar“ nútímans telja, að það eitt sé satt, sem er hagnýtt. Og Marxistar lialda því fram, að sannleikurinn sé valdið, hnefa- rétturinn. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp skil- greiningar hinna ýmsu heim- spekiskóla og einstaklinga á sannleikanum. MÆLSKA OG SKÝRI.EIKI Sá heimspekingur samtímans, sem einna ótrauðast hefur haldið á loft merki sannleikans, er án efa Bertrand Russell, hinn aldni (84 ára) þúsundþjalasmiður, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels ásamt William Faulkner árið 1950. Russell hefur skrifað ó- grynni bóka um heimspeki, þjóð- félagsmál, stjórnmál, stærðfræði, uppeldismál, siðfræði og heim- spekisögu, auk þess sem hann gaf út á áttræðisafmæli sínu smásagnasafnið „Satan í útborg- unum“, sem hafði að geyma margar frumlegar og vel gerðar sögur úr nútímaiífi. Hann hef- ur verið kallaður stórvirkasti og fjölhæfasti rithöfundur á enska tungu síðan Shakespeare leið. Nýlega sendi Russell frá sér ritgerðasafn, sem hefur að geyma ýmsar svipmyndir úr lífi hans og ritgerðir um hugðarefni hans. Eina þeirra kallar hann „Hvern- ig ég skrifa“ og gerir þar grein fyrir þeim stílbrögðinn sínum, sem hafa unnið honum hylli og öfund allra skriffinna. Stíll hans hefur tekið miklum breytingum frá því hann ritaði fyrstu bók sína um stærðfræði árið 1903. Þá var hann undir sterkum á- hrifum frá John Stuart Mill; hann var þurr og greinilegur. Síðan hefur hann tamið sér meiri mælsku og safaríkari stíl án þess að láta nokkurn skugga falla á skýrleikann, sem er hans íeðsta takmark. Bezta dæmið um glæsileg stílbrögð hans er e. t. v. bókin „Dýrkun frjálsra manna“, sem nefnd hefur verið mesta stílafrek nútímaheimspeki. STAÐREYNDIR LÍFSINS Orsök þess, að skýrleikinn hefur jafnan verið æðsta hugsjón Russells, er sú, að hjá honum skipar sannleikurinn einn æðst- an sess. Hann er fáorður um feg- urð og enn fáorðari um gæzku eða réttlæti. Þessi einstrengings- lega dýrkun sannleikans greinir Russell frá ýmsum af kunnustu heimspekingum þessarar aldar, t. d. Heidegger, Sartre, Santay- ana og Unamuno. Tveir hinir síðast nefndu voru fagurkerar og skáld, sem voru gagnteknir af hin órökræna og tragíska í mann lífinu. Enda þótt Russell hafi skrifað smásögur, á hann harla lítið af dulúð og hugarfari skálds- ins. Hann lifir og hrærist í andar takinu, og það sem máli skiptir fyrir hann eru staðreyndir lífs- ins, þeir hlutir sem sagðir verða skýrt og afdráttarlaust. Að þessu leyti er hann í ætt við William Wollaston, Whitehead, sem var kennari hans og síðar samstarís- maður, og „pragmatistana". HVORKI EFNI NÉ ANDI Rökhyggja Russells á að sjálf- sögðu rætur sínar í stærðfræði- iðkunum hans, sem hann hefur lagt rika rækt við. í bók sinni um stærðfræðilega heimspeki kom hann fram með kenningar um „margar tegundir raka“, sem kollvarpa áttu kenningunni um „rökrænar þverstæður“, sem um skeið var í tízku. Þá hafa kenn- ingar hans í náttúruheimspek- inni einnig vakið athygli. Hann segir, að hinn efnislegi heimur sé ekki annað en sköpunarverk skilningarvitanna: heimurinn er „hlutlausir" atburðir, sem hvorki eru efnislegir né andlegir. Bæk- ur hans um þjóðfélags- og upp- eldismál hafa vakið mikla at- hygli og oft hatrammar deilur. Þykir hann mjög frjálslyndur í skoðunum og oft bregður fyrir sósíalistiskum kenningum, enda þótt Russell sé einn skeleggasti stuðningsmaður persónufrelsis og einstaklingsframtaks. Hefur hann t. d. varað við múgmennsku og einstaklingskúgun Sovétríkjanna, sem hann hefur gist og skrifað margar bækur um. AFSTABA TIL STYRJALDA Hin einarða sannleilcsdýrkun Russells þykir koma skýrt fram í afstöðu hans til heimsstyrjald- anna tveggja. í fyrri heimsstyrj- öld var hann fangelsaður fyrir áróður gegn þátttöku Breta í henni. í síðai'i heimsstyrjöld var hann heitur stuðningsmaður við þátttöku Breta. í báðum tilfellum má ætla, að hann hafi látið stjórn ast af hlýðni við sannleikann — STAKSTEINAR BERTRAND RUSSELL þann sannleika, að það er miklu auðveldara að vita, að allar styrjaldir eru rangar, en að vita, að nokkur styrjöld sé réttlætan- leg. Hann viðurkennir, að föður- landsást sé djúpstæð ástríða, en hún verður að þjóna sannleik- anum, þ. e. a. s. koma fremur frá höfðinu en hjartanu. Það var kannski af þessum sökum, að Russell sagði skilið við ástríðu fjölskyldu sinnar á stjórnmálum (föðurafi hans var margsinnis forsætis- og utanrík- isráðherra Breta) og sneri sér að stærðfræði. I henni fann hann hinn „hreina“ sannleika, sem gat staðið óstuddur og bætt honum upp skortinn á trúarlegum sann- færingum. Hvernig vissi hann, hvað var rétt og hvað rangt, að því marki, að hann gæti gert upp á milli tveggja styrjalda? Við því höfum við engin svör. En í sambandi við fangelsun sína og óvinsældir í fyrri heimsstyrj- öld segir hann: „Eg var aldrei í nokkrum vafa um, hvað ég átti I að gera“. RÖKHYGGJA OG HUGBOÐ Russell er enn óþreytandi í leit sinni að sannleikanum, þrátt fyr ir háan aldur. Það má til sanns vegar færa, að hann sé flestum mönnum betur búinn til slíkrar leitar, því hann er feikilega víð- lesinn og hefur komið víðar við én obbinn af * samtíðarmönnum hans. Það sem er öðru fremur athyglisvert við Russell er, að hér er rökhyggjumaður, sem hef- ur, að því er virðist, óbifanlega trú á hugboði sínu. Að því er snertir hugsun, er hann strang- ur við sjálfan sig og aðra eins og hinir helgu menn fortíðar- innar. En þegar kemur til verka, er hann jafnörlátur við aðra og hann er við sjálfan sig. Bertrand Russell er í rauninni „veraldleg- ur dýrlingur", sem alla sína ævi hefur verið dyggur þjónn í hinni ströngu reglu sannleikans. Sem slíkur verður hann eitt af stóru nöfnunum andans. Tillaga, sem vekur mikla athygli. Áki Jakobsson hefur nú stað- fest frásögn Mbl. um aff hann hafi lagt til í flokki sínum að stjóruarsamstarfi skuli slitiff við kommúnista. Mun sú frétt áreiff- anlega vekja mikla athygli. — Kommúnistar hafa affeins setið nokkra mánuffi í stjórn þegar andrúmsloftið í stjórnarlier- búffunum er orffiff svo fúlt, að naumast er vært þar lengur fyr- ir lýffræffissinnaff fólk. Þaff er engin tilviljun, aff Ákl Jakobsson verffur fyrstur leiff- toga Alþýffuflokksins til að kveffa upp úr um þaff, aff komm- únistar séu ekki samstarfshæfir. Af löngu samstarfi viff þá þekk- ir hann bezt allra innræti þeirra og vinnubrögff. En hann hafffi kjark og manndóm til þess að segja skiliff viff hinn fjarstýrffa ílokk og segja þjóffinni sannleik- ann um effli hans. Aff því leyti hefur honum fariff eins og mikl- um fjöida fólks í nágrannalönd- um okkar, sem yfirgefiff hafa kommúnistaflokkana á undan- förnum árum. Eftir er nú aff vita, hverjar undirtektir tillaga Áka Jakobs- sonar fær í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Á Alþýðusambands- þingi. í leitarsögu manns- s-a-m. 99 KlnnarhvoEssystur** sýndar á Selfossi SELFOSSI, 20. nóv. — Kvenfélag Selfoss hefur að undanförnu sýnt sjónleikinn Kinnarhvolssystur eft ir C. Hauch, í þýðingu Indriða Einarssonar. Leikstjóri er Hulda Runólfsdóttir, leikkona úr Hafn- arfirði. Sjónleikinn Kinnarhvolssystur er óþarft að kynna lesendum, þetta er gamalt en vinsælt leik- rit, er sýnt hefur verið víða um land, t.d. Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, ísafirði og víðar. Leikurinn í heild er vægast sagt mjög góður, þegar tekið er tillit til þess, að hér er um nýliða á sviði að ræða, nema í hlutverki Ulrikku, er leikstjórinn fer með. Hefur Hulda Runólfsdóttir sýnt mikinn dugnað og árvekni, ásamt ótviræðum leikstjórnarhæfileik- um við uppsetningu á leik þess- um, þar sem mjög hlýtur að vera erfitt að stjórna og leika jafn- framt aðalhlutverkið um leið með óvönu fólki með sér. í leik sínum í hlutverki Ulrikku sýnir Hulda, að hún er mikil leikkona, eru skil hennar á hlutverkinu öll með miklum sóma og glæsibrag. í hlutverki Jóhönnu systur hennar, er Svava Kjartansdóttir, fer hún mjög vel með hlutverk sitt. Virðist hún vera alls óþving- uð á sviðinu og framburður henn- ar mjög skýr og er það óvanalegt hjá nýliðum. Jón bónda, föður þeirra, leikur Gunnar Guðmundsson. Er leikur Gunnars heldur þungur, en þó íhugull og góður karl. Bergkonunginn leikur Eyvind- ur Erlendsson. Leikur hans er mjög áhrifaríkur. Kemur hann fram í þrem gervum, er hann sér- staklega góður í gervi beininga- mannsins. Jóhann unnusti Ulrikku er leik inn af Óla Guðbjartssyni, og Axel unnusti Jóhönnu af Halldóri Magnússyni. Fara þeir báðir mjög laglega með hlutverk sín, einkum ÓIi. Aðrir leikarar eru: Hanna Hofsdal, Árni Einarsson, Ólafur Ólafsson, Guðlaugur Thoraren- sen, Egill Thorarensen, Drífa Pálsdóttir, Sigríður R. Sigurðar- dóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Margrét Hjaltadóttir, Margrét Lúðvígsdóttir og Elín Arnolds- dóttir. Eru hlutverk þeirra öll smá en þokkalega með þau farið. Gervi og búningar voru yfir- leitt mjög góðir. Eftirtektarverð voru ljósin er tókust fullkomlega, en þeim stjórnaði Matthías Sveinsson rafvirkjameistari. Á kvenfélagið á Selfossi þakkir skilið fyrir hið mjög svo mynd- arlega framtak, að koma af stað leiksýningu við þau skilyrði sem Selfyssingar eiga við að búa í þessum efnum. Fyrir utan svo alla þá fyrirhöfn er konur þær er sæti í eiga í leiknefnd félags ins hafa lagt á sig._ Formaður nefndarinnar er frú Áslaug Sím- onardóttir. Er vonandi að félag- ið láti ekki staðar numið við svo búið, er svo myndarlega var af stað farið. E. 25. þing S.8.S. holdið um helgina SAMBAND bindindisfélaga í skól um, S.B.S., heldur 25. þing sitt í Kennaraskólanum í Reykjavík n. k. laugardag og sunnudag, 24. og 25. nóvember. Búizt er við, að um 60 fulltrúar komi til þings- ins. Helzti hvatamaður að stofnun Sambands bindindisfélaga í skól- um, og fyrsti formaður þess, var menntaskólaneminn Helgi Schev- ing frá Vestmannaeyjum. Sambandið var stofnað 16. marz 1932, en fyrsta þing þess var haldið 24. og 25. nóv. sama ár. Starfaði það með miklum blóma, sérstaklega fyrstu tíu árin. Nú eru í sambandinu 12 félög með um 1400 félagsmönnum. í tilefni þessara tímamóta hyggst sambandið gangast fyrir stofnun bindindisfélaga í nokkr- um gagnfræða-, framhalds- og sérskólum. Núverandi stjórn S.B.S. skipa: Valgeir Gestsson, form. Ragnar Tómasson, Jón Gunnlaugsson, Lilja H. Sævar og Jóhamia Krist- jónsdóttir. Á þingi Alþýffusambands fs- lands, sem stendur nú yfir, hafa línurnar nokkuff skýrzt. Menn- irnir, sem ekki þykjast vera kommúnistar en ganga þó erinda þeirra í öllu hafa komiff út úr þokunni. Þetta á sérstaklega viff um Hannibal Valdemarsson. Hann hefur á þessu þingi legiff undir hörðum ádeilum fyrir þjónustu sína viff kommúnista. Er nú flest- um fyrrverandi flokksmönnum hans að verffa fullljóst, að á hon- um og Einari Olgeirssyni og Kristni Andréssyni er enginn munur. Hinir siffarnefndu eru að- eins töluvert hreinskilnari. Þeir játa og viðurkenna aff þeir séu kommúnistar. Hannibal er hins vegar stöðugt aff reyna aff villa á sér heimildir. Meff því hefur honum tekizt að kljúfa allstóran hóp út úr Afþýffuflokknum í verkalýffshreyfingunni og fá kommúnistum undirtök á þingl Alþýðusambandsins. Er þó c-ktd séð fyrir endan á þv« ennþá. Heimsmet í „ofaníáti“. Um þessar mundir er mikiV rætt um met. Ný heimsmet eru sett á Olympíuleikunum í Ástra- líu í fögrum íþróttum. En einnig hér heima hjá okk- ur er stöðugt veriff aff setja met, og þaff heimsmet, á vettvangi stjórnmálanna. — Kommúnistar hafa t. d. undanfarið sett heims- met í „ofaníáti“. Fyrst átu þeir ofan I sig af- stöffu sína til hinna fjögurra upp- bótarþingsæta Alþýffuflokksins. Síffan settu þeir Iöggjöf um fest- ingu kaupgjalds. Þá samþykktn þeir lausn löndunardeilunnar viff Breta á sama grundvelli og fyrr- verandi stjórn hafði lagt en þá með skilyrffum, sem eru var- hugaverff og ástæða er til aff at- huga nánar. Þá samþykktu þeir öli tekjuöflunarfrumvörp Ey- steins, sem þeir hafa barizt gegn í líf og blóff áffur. Loks tala þeig nú um bátagjaldeyri og gengis- lækkun, sem einu „úrræffi" sín í efnahagsinálunum. Þaff er sann- arlega engin furða þótt kommún- istar séu sæmilega saddir um þessar mundir eftir allt þetta „ofaníát“ — og er þá ekki alls getiö!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.