Morgunblaðið - 01.12.1956, Qupperneq 2
1
MOTtCr\Pr <PTfí
Laugardagur 1. ctesember ’58
Tímabundið afnám
aðflutningsgjalda af
fiskflökunarvélum
ÞEIR BJÖRN Ólafsson og Sigurður Ágústsson flytja í Neðri deild
Alþingis frumvarp til laga um tímabundið afnám aðflutnings-
gjalda af fiskflökunarvélum.
Frumvarpið hljóðar svo:
Á árunum 1956 og 1957 skal
.'ella niður verðtoll, söluskatt og
framleiðslusjóðsgjald af fiskflök
unarvélum, sem fluttar eru inn
at eigendum frystihúsa með að-
stoð Framkvæmdabanka íslands.
Lög þessi cðlast þegar gildi
Greinargerð.
Vegna sívaxandi samkeppni á
erlendum mörkuðum um sölu á
frystum fiski og ört hækkandi
vinnslukostnaðar hér er mönnum
nú orðið Ijóst, að örðugt verður
að standast samkeppni annarra
þjóða í þessari framleiðslugrein,
nema frystihúsin geti tekið nýj-
ustu vélatækni í sína þjónustu
fjármagn af skornum skammti, til
að gera eina aðalútflutningsfram-
leiðslugrein landsins samkeppnis-
hæfa, sýnist ekki eðlilegt, að rík-
issjóður skattleggi slíka fram-
kvæmd og sízt jafngífurlega og
hér hefur verið sýnt. Slíkan toll
á nauðsynlega vélvæðingu út-
flutningsframleiðslunnar er ekki
hægt að verja.
kessi innflutningur er óvenju-
legur, og rýrna þvi ekkert hinar
venjulegu tolltekjur ríkissjóðs,
þótt tollar af flökunarvélunum
verði látnir falla niður. Flestum
frystihúsunum mun verða nógu
þungt í skauti að standa í skilum
með kaupverð vélanna, þótt þau
Þess vegna var í það ráðizt á Þurfi ekki að stofna skuldir til
þessu ári af einstakl. og félögum,
sem annast rekstur frystihúsa, að
festa kaup á fiskflökunarvélum
1 Þýzkalandi fyrir milligöngu
Fromkvæmdabanka íslands. Vél-
ar þessar eru mjög stórvirkar og
spara mikinn vinnslukostnað. Vél
arnar eru af þremur gerðum, og
er innkaupsverð hverrar vélar
cif., sem hé segir:
I............... kr. 728346.00
II.............. kr. 468323.00
III. ............ kr. 435739.00
Þetta eru afar dýr tæki, sem
frystihúsin neyðast til að kaupa
til að standast samkeppnina. Nú
þegar hafa verið pantaðar 56 vél-
ar, og má búast við, að með því
sé þörfinni ekki fullnægt Kaup-
endum hefur verið gert fært að
kauga þessar vélar með því, að
þeir fá á þeim gjaldfrest fyrir
miHigöngu Framkvæmdabank-
ans.
En til viðbótar hinu háa verði
vélanna verða frystihúsin að
greiða gífurlega háa aðflutnir.gs-
tolla, svo sem hér ssgir, á hverja
vél:
I.........'.... kr 251637.00
II............. kr. 161887.00
III............. kr 150555.00
Hér er ekki meðtalinn vöru-
magnstollur Af þessu má sjá, að
tollar af vélunum nema rúmlega
þriðjungi vélaverðs hér á höfn
(rif.).
Andvirði þeirra véla, sem nú
hafa verið pantaðar, er rúmlega
30 millj. kr., en tollar til ríkis-
sjóðs nema til viðbótar 10% millj.
kr.
Þegar verið er með aðstoð hins
opinbera að gera stórátak, með
þess að greiða ríkissjóði stórfé
fyrir að mega flytja þær inn.
Þess vegna er lagt til með frv.
þessu, að aðflutningsgjöldin verði
felld niður.
Eisenhower forseti afhentl nýlega nokkram flugköppum helðursverolaun fyrir unnin flugafrek. At-
höfn þessi fór fram í Hvíta húsinu. Flughetjurnar voru: Jacqueline Auriol frá Frakklandi, John
Cunningham frá Bretlandi og Charles Mills frá Bandarikjunum. Á myndinni sést, er forsetinn
óskar frönsku stúlkunni til Jhamingju með verðlaunin. Til vinstri stendur Cunningliam, en til luegri
Milis.
Dularfullar ferðir a-þýzkra togara
við Noregsstrendur
Mkið særok
1 gær<
dag
í VESTAN-storminum í gær-
kvöldi, er stórstreymt var, gerði
hér í bænum „saltstorm", sjávar-
seltu rigndi yfir bæinn allan, allt
úr vestustu bæjarhverfunum til
þeirra, sem lengst standa frá
sjónum, inni í Sogamýri. Særokið
var með allra mesta móti vegna
þess hve stórstreymt var. Það má
því öruggt telja að verði ekki að-
eins annadagur við laugardags-
hreingemingar heima, heldur
líka á þvottastöðvunum í dag, er
bílaeigendur koma með bíla sína
til þvotta og á saltið dugar ekki
neinn kattaþvottur!
í gærkvöldi var fárviðsi i Vest-
mannaeyjum með hafróti og gekk
á með dimmum éljum. Veður-
stofan sagði Mbl. í gærkvöldi, að
þessu ofviðri myndi ekki slota
fyrr en með morgni í dag.
Hvað tekur við þá?
Svarið var: Þykknar upr með
suðaustan átt síðdegis!
0SLOARFHÉTTIR herma, að undanfarið hafi norski sjóherinn
orðið var vIB grunsamlegar ferðir austur-þýzkra togara undan
ströndum Noregs. Stjórnarvöldin hafa nú gefið út opinbera yfir-
lýsingu um mál þetta — og segir þar, að hluti þeirra a-þýzku
togara, sem verið hafi undan ströndinni upp á síðkastið, hafi verið
í alit öðrum erindagjörðum en að fiska.
Yfirstjórn sjóhersins upp-
lýsir m. a., að fiskiskip, „Ro-
bert Koch“ frá Rostock hafi
varpað akkerum í Halvards-
vik hinn 24. þ. m. Staður þessi
mun vera undan Rogalandi.
Sást til sex skipsmanna, er
gengu á land og klifu Bokn-
fjallið. Frá tindinum skiptust
landgöngumennirnir og skips-
menn á ljósmerkjum, en
nokkra síðar hurfu mennirnir
Meðferð mólsins oi hólfa
ríkiss^árnarinnar mjðg göllnð
Onnur umr. um festingu verðl. og kaupgjalds.
GÆR fór fram í Neðri deild Alþingis 2. umræða um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um festingu verðlags og kaupgjalds.
Urðu fremur litlar umræður um nefndarálit fjárhagsnefndar.
I
Floti víkingaskipa
smíða&ur til kvik-
myndunar
Oslo, 30. nóv.
SVO sem kunnugt er mun bandarískt kvikmyndafélag vera að
undirbúa töku kvikmyndar, sem fjalla á um norræna víkinga.
Mun taka myndarmnar fara fram í Noregi — og fer hinn þekkti
leikaii, Kirk Douglas, með aðalhlutverkið.
★ ★ ★ *
Einn af forráðamönnum kvik-
myndafélagsins er nú kominn til
Noregs — og það fyrsta, sem
hann gerði var að tryggja kaup
á flota víkingaskip>a. Munu bæði
verða keypt skip í fullri stærð og
eftirlíkingar.
Bandaríkjamaðurinr. upplýsti
norsku blöðin um það, að senni-
lega mundi verða reynt að afla
3—5 vxkingaskipa í fullri stærð
í líkingu við Gaukstaðaskipið,
sem er um 23 m að lengd. Verð-
ur útbúnaður þeirra allur fuli-
kominn — og skortir þar hvorki
Járnplöfur fuku
HAFNARFIRÐI — í óveðrinu,
sem geisaði í gær, losnuðu nokkr-
ar járnplötur af byggingu þeirri,
sem Sjúkrasamlagið er til húsa í.
Ekki var vitað um að annað tjón
hefði orðið af veðrinu, en það
var á köflum svo vont, að fólk
lcomst vart milli húsa.
Sem dæmi um hinn mikla veð-
urham, skal þess getið, að bílar,
sem fóru um Strandgötu urðu
fyrir svo miklu sjóregni, að bíl-
stjóramir urðu að stöðva þá þeg-
ar komið var út fyrir bæinn til
þess að þurrka sjóseltuna af rúð-
segl né annað. Eitt skip af ann- um þeirra. Gekk sjórinn látlaust
arri gerð verður einnig keypt í I yfir kafla af Strandgötunni,
fullri stæ-rð auk fjölda af minni j þannig að fólk komst leiðar sinn-
skipum. i ar á þeim kafla. — G. E.
Skúli Guðmundsson gerði
stutta grein fyrir nefndarálitinu.
Ólafur Björnsson lýsti í stuttu
máli áliti hinna tveggja Sjálf-
stæðismanna í nefndinni, sem
hafði athugað málið og nefndar-
nenn verið sammála um að mæla
með því að frv. yrði samþykkt.
Þeir Ólafur Björnsson og Jó-
hann Hafstein tóku fram eftir-
farandi í nefndarálitinu:
VERÐFESTINGARÁKVÆBI
ÓÞÖRF
„Meginefni frv. þessa er ann-
ars vegar ákvæði um almennt
bann við verðhækkunum, hins
vegar ákvæði um það, að eigi
skuli greidd hærri dýrtiðarupp-
bót á kaup en nemur 78% grunn-
launa og verð landbúnaðarafurða
ákveðið í samræmi við það.
Ákvæði frv. um verðfestingu
eru að því leyti óþörf, að full
heimild er til slíkra ráðstafana
í eldri lögum, sbr. 1. nr. 35 1950,
um verðlag, verðlagseftirlit og
verðlagsdóm. Megintilgangur frv.
virðist því sá að koma í veg fyrir
áframhaldandi verðhækkanir
með því að ákveða með lögum,
að greitt skuli lægra kaup en
launþegum ber samkvæmt gild-
andi samningum við atvinnurek-
endur og lækka verð landbúnað-
arvara í samræmi við það.
Hér er vissulega um gagngera
og örlagarika breytingu að ræða
frá núverandi skipan þessara
mála, sem grundvallast á frjáls-
um samningsrétti launþegasam-
takanna um kaup og kjör með-
lima sinna. Við teljum varhuga-
vert, að þeirri skipan verði breytt,
nema alveg óvenjulegar kring-
umstæður séu fyrir hendi.
Að áliti ríkisstjórnarinnar eru
ráðstafanir þessar óhjákvæmileg-
ur undirbúningur síðari aðgerða
til úrlausnar efnahagsvandamál-
unum. Hvort svo sé, verður eigi
um dæmt fyrr en vitað er, hverj-
ar ráðstafanir eru fyrirhugaðar
í því efni.
En meðan eftir því er beðið,
teljum við eftir atvikum rétt, að
Alþingi staðfesti þessar bráða-
birgðaráðstafanir, þótt við telj-
um meðferð málsins af hálfu ríkis
stjórnarinnar mjög gallaða. Það
er og í fullu samræmi við fyrri
afstöðu Sjálfstæðismanna, að
unnið sé gegn verðbólgu með
hverjum þeim úrræðum, sem til-
tækileg eru“.
aftur um borð — og báturinn
lét í haf.
dk dk dk.
„Robert Koch“ virðist mjög
nýlegt skip, á að gizka 1000
smálestir að stærð. Norskir
sjómenn, sem skipið sáu, segja,
að það sé allt of vel útlítamU
til þess að hægt sé að ímynda
sér, að það stundi veiðar.
Norski sjóherinn npplýstt
svo á þriðjudaginn, að austur-
þýzkur togari hefði komið til
Koparvíkur 25. þ. m. Hafi
skipshöfnin stigið á land til
þess að skoða sig um. Flestir
höfðu Ijósmyndavélar meðíerð
is og tóku mikiö af myndum.
Er þeir voru í óða önn að
ljósmynda höfnina og um-
hverfi hennar, kom norska
lögreglan á vettvang og vísaði
Þjóðverjunum burt.
Gegn vissum
skilyrðum
PARÍS, 30. nóv. — Það er haft
eftir áreiðanlegum heimildum
að Pinaeu og Lloyd muni gefa
út sameiginlega yfirlýsingu í
nafni brezku og frönsku stjórn
arinnar eftir umræðurnar í
London, sem lýkur sennilega
á morgun. Er ætlað, að þar
verði því lofað, að herir Breta
og Frakka verði á brott úr
Egyptalandi um miðjan des-
embermánuð — gegn vissum
skilyrðum. í ræðum Pineau
og Lloyds undanfarna daga
hefur það berlega komið fram,
að þeir hyggjast ekki yfirgefa
Súez-svæðið nema að tryggt
sé, að alj jóðlegt eft.irlit verði
framvegir með Súezskurðin-
um, en það þýðir ekkert ann-
að en það, að hersveitir S.Þ.
' verði þar áfram. Leikur því
enginn vafi á því hver hin
„vissu skilyrði“ eru.
Eindregin stefna til varðveizlu
friðarins
WASHINGTON, 30. nóv. — Radford aðmíráll, forsetl herforlngja-
ráðs Bandaríkjanna gerði í gærkvöldi grein fyrir meginstefnuatrið-
um Bandaríkjanna — á meðan hættan á rússneskri ofbeldisárás
er yfirvofandi:
1. „Vinna skal að því með ráðum og dáð að komast hjá hernað-
arátökum og stuðlað að því að treysta friðargrundvöliinn".
2. „Sýna í verki kjark til þess að framkvæma það, sem réttast
telst".
3. „Vera framvegis nægilega vopnum búinnM.