Morgunblaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. desember ’56 MORGUNBLAÐIl 13 i\lemendatónleikar í Gamla bíói ÞAÐ VAKTI að vonum athygli og eftirvæntingu er það fréttist að ítalski óperusöngvarinn Vin- cenzo María Demetz, ætlaði að tefla fram 7 söngvaraefnum á nemendatónleikum í Gamla Bíói 23. þ.m. Demetz hefur dvalið hér, sem söngkennari nokkuð á ann- að ár. Fólk lét það ekki hamla sér, þó það yrði af kvöldverðinum að þessu sinni. Húsið mátti heita fullskipað. Ég hefi áður heyrt þau: Eygló Victorsdóttur, Sigurveigu Hjalte- steð og Hjálmar Kjartansson syngja. Ekki er um að villast, að þau hafa tekið miklum framför- um hvað raddbeitingu og radd- fegurð snertir. Þau eiga það öil sameiginlegt að röddin er orðin mýkri og sveigjanlegri en áður, liggur jafnara og framar. Jón Sigurbjörnsson hefi ég einnig heyrt syngja nokkrum sinnum. Hann gat, því miður, ekki sung- ið með þetta kvöld vegna veik- inda, en hann sýndi það á Páska- vöku Félags ísl. einsöngvara s.l. vor, að hann er í örum vexti sem söngvari. Þar var því skarð fyrir skildi áð hann skyldi vanta. Hljómleikarnir byrjuðu með því að Hjálmar Kjartansson söng 3 lög. Hann hefur mjúkan og allhljómmikinr, bassa, sem hann beitti oft vel. Beztum tökum náði hann á rödd sinni í seinni hluta lagsins: Der Tod und das Mádchen, eftir Schubert, sem hann túlkaði einnig af smekk- vísi. Næst söng Sólveig Sveinsdótt- ir 2 aríur. Hún hefur sópranrödd með frekar ljósum blæ. Eitthvað virtist hún miður sín í fyrri ar- íunni, missti oft vald yfir rödd- inni svo að hún féll aftur og varð dálítið ójöfn. Þegar leið á seinni aríuna, Selva opaca eftir Rossini, lagaðist þetta mikið og söngur- inn varð mýkri og fallegri á- ferðar- Ólafur Jónsson hefur bjartan tenór. Hann söng aríuna úr Tosca (E lucevan le stelle) létt og átaka laust. Hæðin virtist ekki vera honum neitt vandamál. Meðferð hans á Musica proibita eftir Castaldi, var hin snotrasta. Tæp- lega var það til bóta að hann breiddi út faðminn og hljóp til á pallinum til áherzlu söng sínum. Bezt er að láta þá um það, sem hafa náð fullkomnu valdi yfir rödd sinni og hreyfingum og halda öllum listarinnar þráðum örugglega í hendi sér. Annars er framkoma Ólafs á söngpallinum frjálsleg og drengileg. Leynir sér ekki að hann er þegar nokkuð sviðsvanur, enda hefur hann lok- ið prófi við leikskóla Þjóðleikhúss ins og leikið nokkur hlutverk á sviði þess. Ég víl í þessu sam- bandi minnast á þá staðreynd, að hver sá, sem ætlar sér inn á svið óperunnar og vill helga sig henni, verður jafnframt söngnáminu að tileinka sér leiklist, líkamsþjálf- un, góða textameðferð og mála- kunnáttu. Án slíkrar menntunar verður flestum sú leið næsta tor- sótt, jafnvel þó þeir hafi frábæra rödd og mikla söngkunnáttu. Sigurveig Hjaltesteð hefur messo sópranrödd, er hefur vaxið í seinni tíð, bæði að þrótti og blæ- fegurð og stundum beitir hún henni af talsverðri öryggi. Sjálfsagt hefur það verið ó- viljandi að hún felldi niður kafla úr aríunni eftir Gluck: „Che faro senza Evridice." En lofsvert var að hún lét það hvergi fipa sig og dr. Urbancic brást svo fimlega við að varla varð annað greint en það væri af ráðnum huga gert. Röddin naut sín víða vel í arí- unni, en þó mun betur í hinni seinni: „O, mio Fernando", eftir Donnisetti. Dúettinn úr: „II Trovatore“, sungu þau Ólafur og Sigurveig slétt og smekklega. Eygló Victorsdóttir hefur létta og þjala sópranrödd. Hún söng fyrst aríuna: „Der Hölle Rache,“ úr Töfraflautunni eftir Mozart. Var henni þar mikill vandi á höndum, því hætta er á að arían verði kátbrosleg í flutningi þeirra, sem ekki hafa smekk og raddþjálfun til að syngja hana. En 'Eygló tók létt og fimlega á viðfangsefninu og stýrði skemmti lega fram hjá öllum hættulegum skerjum. í coloratursöngnum hlýddi röddin mjög vel. Framkoma hennar á söngpall- inum var frjálsleg viðfeldin og tilgerðarlaus. Hjálmtýr Hjálmtýsson hefur ljósan tenór, sem liggur þegar nokkuð vel. Hæðin virðist honum hreinasti leikur og píanósöngur hans hljómaði oft mjög þægilega. Hljómleikarnir enduðu á dúett úr óperunni Maddame Butterfly, eftir Puccini.Eygló og Hjálmtýr sungu hann á köflum mjög á- heyrilega. Yfirleitt báru þessir skemmti- legu hljómleikar hinum ungu söngvurum og meistara þeirra gott vitni. Hann leiðir þá sýni- lega með öryggi og varfærni, leggur áherzlu á létta og óþving- aða raddbeitingu. Var áberandi hvað sumt af söngfólkinu var vel á verði gegn því að ofbeita rödd- inni. Það vill þó mjög brenna við hjá lítt reyndum söngvurum þeg- ar glímuskjálftinn grípur þá, frammi fyrir áheyrendum. Full ástæða er til að óska Demetz og nemendum hans til hamingju með fyrsta áfangann á sönglistarinnar löngu torsóttu og villugjörnu leið. Undirleikur dr. Urbancic hafði á sér öll einkenni hins góða og hlédræga listamanns. Söngvurum, undirleikara og söngkennara var mjög fagnað af áheyrendum. — Vikar. Oss vantar stúlkur vanar saumaskap. Uppl. gefur Björn Guðmundsson, Andersen & Lauth Vesturgötu 17 Huiniírðmgar! Stúlka óskast nú þegar til jóla og unglingsstúlka eða eldri kona óskast til að gæta barns síðari hluta dags. Upplýsingar í síma 9971. AR1Ð 1895 byrjuðu íslendingar að kaupa jólagjafir sínar í Edinborg — ogþað gera þeir enn þann dag í dag — vegna þess að þar eru vörurnar vandaðar og við allra hæfi. Betri meðmæli getur engin verzlun óskað sér. Aldrei hefur úrval jólagjafanna verið fjölbreyttara en í ár — þar er eitthvað fyrir alla. < Vefnaðarvörudeild Kjólaefni, í fjölbreyttu úrvall. Spegilflauel — svart og mislitt. Vönduð gardínúefni, s ótal tegundir. J Stores-efni. ^ Náttkjólar, náttjakkar, ) Undirkjólar og buxur, s úr nælon og prjónasilki. j Hanzkar — SlæAur og nælonsokkar. i Kvensloppar, vatteraðir, i Kven- og barna frotte-sloppar. s — Og svo ótal margt annað — sem ^ of langt yrði upp að telja. S s s i i í Búsáhaldadeild Smekkleg matar- og kaffistell. Fallegar kristalvörur, skálar — vasar — kökudiskar. Postulínsmunir, 50 tegundir, „Kunst“-gler, Ölsett — Vínsett — Ávaxtasett Handmálaðir bollabakkar, Plastikvörur í miklu úrvali. Oskubakkar og sígarettubakkar, Ávaxta, og kökuhnífar. Tertuspaðar — Pipar og saltglös, Stundaglös. Kökudiskar. Skálar, gler, Skrautdósir, Borðbúnaður o. fl. Með öðrum orðum allt það, sem góð húsmóðir óskar sér í jólagjöf. JÖLABAZARINN opnar í dag Krakkar mínir Fetið í fótspor foreldra ykkar, óskið ykkur leikfanga úr Edinborg. Það gerðu þau og voru ánægð. Sjén er sögu ríkari Kontið sjálf og sjáiö ^ólaóueinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.