Morgunblaðið - 13.12.1956, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.12.1956, Qupperneq 3
Fimmtudagur 13. des. 1956 MORGVNBLAÐIÐ 3 Námssfjóri fyrir bind- indisfrœðslu í skólum 25. ÞING Sambands bindindis- félaga í skólum,-S.B.S., var hald- ið í Reykjavík 24. og .25. nóv. s.l. Þingið sóttu rösklega 50 full- teúar frá 10 sambandsfélögum. Formaður S.B.S., Valgeir Gests son, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þingforsetar voru kjörnir Hörður Gunnarsson, Verzlunarskólanum og Messíana Tómasdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík. Þingritarar voru Krist fríður Björnsdóttir, Héraðsskólan um, Laugarvatni, og Krlstján Guðmundsson, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík. Skemmtisamkoma Blindraféi. í kvöld BLINDRAFÉLAGIÐ heldur í kvöld skemmtisamkomu í Silf- urtunglinu í fjáröflunarskyni vegna húsbyggingar sinnar. Sam. komuhúsið hefur sýnt félaginu þá miklu rausn að lána því sam- komusali sína og hljómsveit end- urgjaldslaust. Auk þess býður það öllu blindu fólki, sem þang að kemur, ókeypis veitingar, með an skemmtunin stendur. Skemmtiatriði annast þau Sig- ríður Hannesdóttir, Emelía Jón- asdóttir og Valdimar Lárusson. Bæjarbúum gefst þarna gott tækifæri til þess að njóta góðrar skemmtunar og leggja jafnframt nokkuð af mörkum til þess að styrkja blinda fólkið. Blindra- heimilið, sem nú er verið áð und- irbúa byggingu á, verður stórt og myndarlegt hús, sem bæta mun mjög aðstöðu hinna blindu. Blindrafélagið hefur beðið Morgunblaðið að flytja Sigurgeir Jónssyni í Silfurtunglinu og starfsfólki hans kærar þakkir fyrir rausn hans og vinsemd. í stjórn voru kosin: Form.: Hörður Gunnarsson, Verzlunar- skólanum; varaform.: Einar Már Jónsson, Gagnfræðaskóla Austur bæjar; gjaldkeri: Jón Gunnlaugs- son, Kennaraskólanufn; ritari: Messíana Tómasdóttir, Kvenna- skólanum; meðstjórnandi: Birna Björnsdóttir, Kvennaskólanum. í varastjórn voru kosnir: Sigurður Þórðarson, Flensborgarskólanum Hofnarfirði og Örlygur Geirsson, Verzlunarskólanum. Bynleifur Tóbíasson áfengis- varnaráðunautur og Pétur Sig- urðsson erindreki heimsóttu þingið og fluttu sambandinu árn- aðaróskir. Auk þess bárust þing- inu nokkur heillaóskaskeyti. Hér verður greint frá helztu samþykktum þingsins: Þingið samþykkti að fela sam- bandsstjórninni að rannsaka, hvort grundvöllur sé fyrir mynd- un landssambands gegn tóbaks- nautn, og — ef svo reynist — að beita sér þá fyrir stofnun slíks sambands, svo fljótt sem auðið verður. Þingið skoraði á ríkisstjórn og bæjaryfirvöld að sýna æskunni fordæmi í bindindismálum, með því að veita eigi áfenga drykki í opinberum veizlum. Þingið skoraði á ráðamenn fræðslumála að skipa svo fljótt sem auðið verði sérstakan náms- stjóra fyrir bindindisfræðslu í skólum. Þingið taldi að lítill vafi léki á því, að margir unglingar byrj- uðu að neyta áfengis á dansleikj- um til að ráða bug á feimni sinni, sem oftast stafar af vankunnáttu í dansi. Fyrir því heitir þingið á fræðslumálastjórn að gangast fyrir því að hafin verði almenn danskennsla í skólum landsins, án þess þó að tími til þeirrar kennslu sé tekinn af þeim fáu stundum, sem leikfimikennslu eru ætlaðar. Þingið gerði samþykkt þar sem heitið er á yfirstjórn fræðslumála að taka jafnan nægilegt tillit til félagslífs nemenda, þegar skólar eru reistir, og bæta eftir megni skilyrði til slíkrar starfsemi, þar sem þau eru ófullnægjandi. Þá taldi þingið æskilegt að í hverj- um skóla sé einum kennara eða fleirum falið að hafa umsjón með félagslífi nemenda innan skólans og gert kleift að helga sig því starfi eftir þörfum. Þingið skoraði á bæjarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir þvi, að allar „sjoppur" verði fjar- lægðar úr nágrenni skóla í Reykjavík, eða sjái til þess á ann- an hátt, að nemendur geti ekki sótt þær í skólatíma. Þingið skoraði á bæjarstjórn Reykjavíkur að sjá til þess, að komið verði upp hið bráðasta fé- lags- og tómstundaheimilum á nokkrum stöðun; í bænum. Þingið beindi þeim tilmælum til viðkomandi stjórnarvalda, að gerðar verði tafarlaust ráðstaf- anir er tryggi viðunandi fram- kvæmd áfengislaganna frá 24. apríl 1954. Sextugur: Karl Guðmundsson skipstjóri KARL GUÐMUNDSSON, skip- stjóri, Öldugötu 4, Rvík, varð sextugur í fyrradag 11. þ.m. Hann er fæddur og uppalinn hér í Vest- urbænum og hefur átt hér heima allan sinn aldur. Foreldrar Karls voru hjónin Bigríður Beinteins- dóttir Vigfússonar hreppstjóra á Torfastöðum í Fljótshlíð af Vík- ingslækjarætt, en Beinteinn var talinn einhver mesti kraftajötunn á Suðurlandi, stór og þrekvax- inn, og svipar Karli til hans að því leyti, og Guðmundur sjómað- ur í Reykjavík, Sigurðsson, Skip- hyl í Hraunhreppi, Pálssonar í Einholti í Miklholtshreppi. Ungur byrjaði Karl að stunda sjómennsku, um 12 ára að aldri, fyrst á skútum og mótorbátum, en síðast á togurum. Skipstjóra- og eimvélaprófi lauk hann við Stýrimannaskólann árið 1916. Fyrst var hann skipstjóri á mót- orbátnum „Harry“, en frá árinu 1919 og til 1941, eða í 22 ár, var Blindrafélagið gefur út jólakort BLINDRAFÉLLAGIÐ hefur fyr- ir þessi jól gefið út smekklegt Ný unglingabók eftir Armann Kr. Einarsson KOMIN er út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri ný unglingasaga, eftir Ármann Kr. Einarsson, Undraflugvélin. Ármann er nú orðinn einn víðlesnásti Unglingahöfundur hérlendis og njóta bækur hans geysimikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. Hann hefur gefið út sjö unglingabækur og er Undraflugvélin hin áttunda. Hún er framhald af þremur næstu bókum á undan, Falinn fjársjóður, Týnda flugvélin og Flugferðin til Englands, en er þó algjörlega sjálfstæð, þó að aðalpersónurnar séu hinar sömu og í fyrri bókunum. Flestir unglingar þekkja þessar persónur, Rúnu í Hraunkoti, Gussa á Hrauni og Árna Torfason, aðalsöguhetjuna sem er, að sögn höfundar, rétt kominn yfir fermingaraldur. — Undra- flugvélin er 179 blaðsíður, prýdd 10 myndum, sem Halldór Péturs- son hefur teiknað. Atli Már teiknaði kápuna. LENTI Á JÖKLI Undraflugvélin segir frá námi Árna í flugskólanum og ýmsum sevintýrum sem hann lendir í. Fer hann m.a. r rannsóknarflug inn á jökul, lendir þar í ýmsum krakningum kemur nauð- stöddum vísindamönnum til að- stoðar. Allt fer vel að lokum en verður ekki rakið hér til að spilla ekki ánægju yngstu lesendanna. HEFUR SKRIFAÐ FJÖLMARGAR BÆKUR Ármann Kr. Einarsson er kenn- ari hér í bæ, en skrifar unglinga- bækur sínar í hjáverkum. Hann segist hafa mikla ánægju af rit- höfundastarfi sínu í þágu yngstu lesendanna og segir að þeir séu beztu lesendurnir. Þeir lifa sig inn í atburðarásina og taka þátt í „baráttu" jafnaldra sinna, segir Ármann, gleðjast yfir sigrum þeirra og harma ósigrana. Ár- mann bendir á að mikið sé rætt um það að unglingarnir hneigist til lestrar svonefndra „hasar- blaða“, en bætir við: „Það er skoðun mín að boð og bönn séu einskis nýt. Það eina sem dugar er að gefa út góðar og skemmti- legar og þá gjarnan spennandi bækur, sem unglinggrnir hafa áhuga á að lesa. Ég hef skrifað bækur mínar m.a. með þetta í huga“. Ein af unglingabókum Ár- manns hefur verið þýdd á norsku og stendur til að hún komi út á næsta ári. jólakort, sem selt verður til á- góða fyrir byggingarframkvæmd ir félagsins. Eggert Guðmunds- son listmálari teiknaði kortin og gaf félaginu teikninguna. Jóla- kortin verða tii sölu í öllum bókabúðum bæjarins og hjá fé- laginu sjálfu á Grundarstíg 11.. Þar fást einnig keypt samúðar- kort félagsins. Blindrafélagið ge^kst nýlega fyrir merkjasölu með betri ár- angri en nokkru sinni fyrr. Margir manu áreiðanlega verða til þess að kaupa jólakort Blindrafélagsins og styrkja þann. ig hina blindu samborgara sína í baráttu þeirra. ;,Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar". (Sendimenn Gísla hitta Véstein á Gemlufallsheiði). Teikning: Kjartan Guðjónsson. Gísla saga Súrssonar sem unglingabók Merkileg nýjung ENDA ÞÓTT við íslendingar teljum hinn forna bók- menntaarf okkar dýrmætasta menningarverðmæti er nú svo komið, að íslendingasögurnar eru ekki lengur lesnar og lærðar eins og fyrr á árum. Þjóðin á nú völ á miltlum bókakosti og fjölbreytt- um, innlendum og erlendum. Æskan kýs „léttara" lestrarefni og margþættar skemmtanir lteppa um tómstundir hennar. En hvað stoðar okkur að eiga merkilegar bókmenntir frá liðn- um tíma ef æskan vill ekki muna þær eða lesa? Jú, þær geta verið yndi fræðimanna og skrautfjöð- ur í hatti okkar við hátíðleg tækifæri segir e. t. v. einhver. Er það nóg? Nei, íslendingasögurnar verða því aðeins þjóðarfjársjóður og lífsbrunnur íslenzkrar tungu, að þær lifi áfram í hugum og á vörum fólksins. Æskan verður þess vegna að lesa þær, kynnast Gunnari á Hlíðarenda og Njáli, Ingimundi gamla, Hrafnkeli Freysgoða, Gretti Ásmundssyni, Kjartani Ólafssyni, Gísla Súrs- syni og fleiri söguhetjum forn- aldarinnar. Öll viðleitni, sem miðar í þessa átt er skynsamleg og verðskuld- ar stuðning. Nú hefur Bókaútgáfan Forni ráðizt í þá nýbreytni að gefa ís- lendingasögur út sem unglinga- bækur. Hefur útgáfan fengið tvo ágæta íslenzkumenn, þá Guðna Jónsson magister og Tómas Guð- mundsson skáld, í lið með sér til þess að búa sögurnar undir prentun. Hafa þeir riðið á vaðið með Gísla sögu Súrssonar í fal- legri útgáfu, sem skreytt er mynd hann skipstjóri á togurunum „Menju“, „Ólafi“ og „Kára“, e* hætti þá skipstjórn að eigin ósk, og tók það ár við verzlunarstjórn við timburverzlun Slippfélagsin* í Reykjavík h.f., og hefur þann starfa enn með höndum. Hann hefur lengi verið hluthafi í því félagi og nýtur þar trausts og álits. Karl var í 12 ár skipstjóri 4 togurum Fiskveiðahlutafélagsin* Alliance og var heppinn, fiski- maður góður, fór vel með all* hluti er hann hafði með höndum, enda er hann mesta snyrtimenni, bæði á sjó og landi, og er vipsæll meðal allra er af honum hafa ein- hver kynni, enda drengur góður. Kvæntur er Karl Maríu Hjalta dóttur konsúls og skipstjóra Jóns- sonar, hinni beztu konu og hefur hjónaband þeirra verið hið ástúð- legasta. Heimili þeirra er fagurt, enda hafa þau bæði kappkostað að búa það sem bezt, og óska að dvelja þar sem flestum stundum. Þau eiga 3 uppkomin börn. Á þessum merku tímamótum vildi ég fyrir mína hönd, sam- starfsmanna og f jölda vina, senda Karli, og konu hans, beztu kveðj- ur og árnaðaróskir, en þau dvelja nú um skeið í Skodsborg í Dan- mörku. Ó. H. J. um eftir Kjartan Guðjónsson list- málara. Tómas Guðmundsson kemst m. a. að orði á þessa leið í formála, sem hann ritar fyrir sögunni: „Bókafélagið Forni, sem stend- ur að þessari útgáfu, er til þess stofnað að koma á framfæri við unga lesendur ýmsum úrvalsrit- um þjóðlegra bólunennta og mun leita um það samráðs við góða menn og fjölfróða. Ég þykist einnig mega treys ta því, að ís- lenzkir myndlistarmenn fái þarna með tíð og tíma skemmtíleg við- fangsefni, og vona ég að forráða- menn útgáfunnar slái þar ekki slöku við.“ Enn segir Tómas í formála sín- um: „Gísla saga Súrssonar hefur löngum verið íslenzkri alþýðu minnisstæð, og tel ég vel ráðið, að hún skuli fara fyrir í þessum bókaflokki. Að þessu sinni hefur örfáum köflum sögunnar verið sleppt, en dr. Guðni Jónsson hef- ur dregið meginefni þeirra sam- an, og er það prentað með smærra letri. Þessar úrfellingar hafa komið harðast niður á þeim skáldskap, sem sagan eignar Gísla Súrssyni, en skýringar á vísum, sem fyrir koma eru prent- aðar í bókarlok." Við þessi ummæli þarf aðeins að bæta því, að stafsetning er færð til nútíma ritháttar. Þessari nýju útgáfu af Gísla sögu Súrssonar verður áreiðan- lega vel tekið. Sérstaklega verð- ur að vænta þess að börn og unglingar ,sem hún er einkum ætluð, eignist hana og lesi. Gísla saga Súrssonar er útlaga saga, þar sem örlagatrúin er hin þunga undiralda. En hún er jafn- framt harmsaga, ofin sterkum þráðum vináttu og haturs, dreng- skapar og undirferlis, tryggðar og svika. Bókaútgáfan Forni og þeir Guðni Jónsson og Tómas Guð- mundsson hafa unnið gott verk og nytsamlegt með hinni nýju útgáfu þessarar vinsælu og merki legu sögu. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.