Morgunblaðið - 13.12.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1956, Blaðsíða 24
r Yeðrið Vaxandi norðanátt. Skýjað, en víðast úrkomulaust. 297. tbl. — Fimmtudagur 13. desember 1956 dagar til JÓLA 5.Í.5. CRÆDIR - ALMENNINCUR BORGAR Stærsta okurmálib, sem enn hefur komið upp ÞAÐ er nú komið í ljós, að ríkisstjórnin hefur „samið við“ S.Í.S. og Olíufélagið h.f. um að greitt verði 160 shill- inga farmgjald fyrir hverja smálest olíu, sem flutt er með „Hamrafellinu" enda þótt upplýst sé að rekstrarkostnaður- inn svari aðeins til 60—70 sh. Er eigendum skipsins þarna opnuð leið til stórgróða á kostnað neytenda. „Tíminn“ í gær telur að Sjálfstæðismenn hafi komið í veg fyrir að olíuskip yrði fýrr kéypt til landsins og segir að öðru leiti rangt frá og er rétt að leiðrétta þar einstök atriði. Fyrir fjórum árum höfðu „Shell“, Olíuverzlun íslands og Olíufélagið h.f. komið sér saman um að kaupa olíuskip sameiginlega. Þegar allt virtist undirhúið strandaði málið á því að S.f.S. vildi sjá um allan rekstur skipsins, hafa skipið undir fána Sambandsins og ráða því að öllu leyti. Ef S.f.S. hefði ekki tekið þessa afstöðu hefðu olíufélögin eignazt olíuflutningaskip fyrir fjórum árum síðan. 1953 sækir Olíufélagið um leyfi til þess að leigja skip og nota hagnaðinn, sem kýnni að verða af leigunni til þess að verða eigandi að skipi. Beiðni þessi var samþykkt í Fjárhagsráði og stóðu Sjálfstæðismenn þar ekki á móti. 1954 er flutt stjórnarfrumvarp á Alþingi um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgjast lán til kaupa á tveimur olíuflutningaskipum. Fjárhagsnefnd Nd. fékk þetta mál til athugunar. Jón Pálmason Jlutti tillögu í nefndinni um það, að farmgjöld með skipunum skyldu aldrei verða hærri en gerðist í alþjóðaflutningum. Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason tjáðu sig samþykka tillögunni, en Skúli Guðmunds- son og Páll Þorsteinsson töldu sig ekki reiðubúna til að taka afstöðu til málsins. Þegar séð var að meirihluti Al- þingis vildi hafa þennan fyrirvara fyrir ríkisábyrgðinni misstu Framsóknarmenn allan áhuga á málinu og var það ekki útrætt á Alþingi. 1955, 25. okt. sækir S.Í.S. og Olíufélagið svo um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir olíuskipi. Var það fyrsta og eina formlega umsóknin, sem borizt hefur um kaup á slíku skipi frá S.Í.S. og Olíufélaginu. Leyfið var veitt 6. des. 1955, eða rúmum mánuði eftir að leyfisbeiðnin kom. Þeir, sem kynnu að rengja þetta geta leitað upplýsinga hjá Innflutningsskrifstofunni um málið. Það er mikill ódrengskapur þegar Tíminn og Framsókn- armenn eru að reyna að bera sök á hendur Ingóifi Jónssyni og öðrum Sjálfstæðismönnum fyrir það að hafa tafið fyrir ’því að olíuskip væri keypt. Það þarf ekki að taka fram, að án samþykkis Sjálfstæðismanna var ekki mögulegt að kaupa olíuskip. An margs konar fyrirgreiðslu Sjálfstæðis- manna á annan hátt var ókleift fyrir S.f.S. og Olíufélagið að ráðast í skipakaupin. Landsbanki fslands gekk í ábyrgð fyrir annars veðréttar láni vegna skipakaupanna, að öðrum kosti hefði S.Í.S. og Olíufélagið ekki fengið nægilegt lán til skipakaupanna. Landsbanki fslands gaf yfirlýsingu um að bankinn ábyrgðist yfirfærzlu á vöxtum og afborgunum af láninu á hverjum tíma. Að öðrum kosti var lánið ófáanlegt. Tímamenn viðurkenna, að allt sé rétt, sem Ingólfur Jóns- son sagði í grein sinni. Þeir játa á sig glæpinn kinnroða- laust, en skrökva því að lesendum blaðsins, að Sjálfstæðis- menn hafi tafið fyrir því að íslendingar gætu eignazt olíuskip. S.Í.S. GRÆBIR — ALMENNINGUR BORGAR Stjórnarblöðin hafa upplýst að Hamrafellið fær 160 shill- inga í flutningsgjald fyrir hverja smálest, enda þótt rekstr- arkostnaðurinn svari aðeins til 60—70 sh. Ríkisstjórnin hefur ekki notað heimild í lögum til þess að ákveða flutn- ingsgjald Olíufélagsins í samræmi við nauðsynlegan kostnað eins og gert er við Eimskipafélag íslands. Ríkisstjórnin afliendir þannig Olíufélaginu og S.Í.S. tugmilljónir króna að óþörfu og lætur almenning greiða með hækkuðum skött- um, sem nú mun vera fyrirhugað að færa almenningi í jóla- gjöf. Bændur, verkamenn og aðrir landsmenn, sem hafa tekjur aðeins til nauðþurfta verða þannig að greiða fyrir hvert olíutonn, sem notað er, hátt á þriðja hundrað kr. vegna olíugróðans, sem S.f.S. og Olíufélaginu er gefinn á þennan hátt. Sjálfstæðismenn fagna því að skipastóll landsmanna eykst. Sjálfstæðismenn ætlast til að þjóðin öll njóti góðs af því eins og verið hefur með eflingu Eimskipafélagsins. Sjálfstæðis- menn ætlast til að í landinu gildi ein lög. Almenningur í landinu hefur fylgzt mcð því sem gerzt hefur og fordæmir þetta stærsta okur- og hneykslismál, sem fram hefur komið á fslandi til þessa og ríkisstjórn fslands stendur að. f kvöld: Körfuknattleiks- mótið KÖRFUKNATTLEIKSMÓT fs- lands stendur yfir þessa dagana og er þriðja leikkvöldið í kvöld að Hálogalandi. Leika þá ÍR og Stúdentar; Gosi og IKF; Ármann og KR. Fyrst var leikið á sunnudags- kvöld og vann þá ÍR Ármann með 48:40. IKF vann KR með 40:24 og Stúdentar unnu Gosa með 31:1 Annað leikkvöldið var á þriðju- dagskvöld. Þá vann IKF Stúdenta með 42:22, Gosi vann Ánnann með 39:26 og ÍR vann KR með 54:34. Leikirnir hafa verið skemmti- legir og allmargir áhoffendur verið bæði kvöldin, en nú fer spenningurinn vaxandi. Kertasníkir, hinn fljúgandi jóla- sveinn Flugfélags fslands, sem undanfarna vetur hefur verið á ferð og flugi, í fyrravetur á Ak- ureyri, hyggst nú bregða sér í loftið og lieimsækja Vestmanna- eyjabörn á sunnudaginn kemur. Að sjálfsögðu fer þetta allt eftir flugveðri. — Mjög hefur verið stormasamt að undanförnu og hafa þá Vestmannaeyingar fengið að finna fyrir því hversu einangr aðir þeir eru. En nú vonar maður að flugveður verði á sunnudag- inn, svo Kertasníkir geti glatt Vestmannaeyjabörn litla stund. en hann mun ekki gleyma því að hafa þá pokann sinn með sér. — Vetrarhjálpin í Hafnar- firði tekin til starfa ¥^ETRARHJÁLPIN í Hafnarfirði hefur hafið starf sitt og starfar * eins og undanfarin ár. — í fyrra safnaðist meðal bæjarbúa alls kr. 26.300,00, auk nokkurs af fatnaði, en bærinn lagði fram kr. 15.000,00. Alls var þá úthlutað til 139 heimila og einstaklinga kr. 39.300,00 auk fatnaðar. Það er álit stjórnar vetrarhjálp arinnar, að nú sé sízt minni þörf, en undanfarin ár, fyrir starfsemi vetrarhjálparinnar. Er því heitið á bæjarbúa alla að styðja þessa starfsemi ríflega nú, eins og jafn- an óður, svo að unnt verði að veita öllum þeim, sem við skarð- an hlut búa, dálitla hjálp og gleði á jólunum. Skátar munu fara um bæinn í þessari viku, væntanlega fimmtu- dags- og föstudagskvöld, og heim- sækja yður, góðir bæjarbúar. — Takið vel á móti þeim og gerið för þeirra sem bezta. Stjórn vetrarhjálparinnar tek- ur einnig á móti gjöfum, en hana skipa: Garðar Þorsteinsson, pró- fastur, Kristinn Stefánsson, frí- kirkjuprestur, Guðjón Gunnars- son, framfærslufulltrúi, Ólafur H. Jónsson, kaupm., og Guðjón Magnússon, skósmiður. Forðumst slysin í jóla- ösinni. Hliðrum til fyrir börnunum NÚ ER JÓLASVIPUR að færast yfir höfuðborgina. Það er jafnvel búið að kveikja á stórum jólatrjám. Miðbærinn er orðinn eitt haf jólaljósa. Klukkur og stjörnur skreyta borgina. Umferðin eykst og fólksmergðin margfaldast á götunum. Búðirnar standa fullar af fólki og börnin hópast fyrir framan mörgu skemmtilega skreyttu jólagluggana. FULLORÐNIR VERÐA AÐ HAFA VIT FYRIR BÖRNUNUM En það er margs að gæta í þess ari miklu ös. Sérstaklega skal at- hygli vakin á börnunum. Menn mega ekki gleyma því að þetta er fyrst og fremst hátíð barn- anna. Það er ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á aðvör- unum lögreglustjóra í sambandi við hina miklu umferð. En það eru ekki aðeins bílarnir, sem verða að gæta varúðar. Bílstjór- arnir verða þó að vera á stöðugu varðbergi þar sem börnin eru á ferð og þau munu áreiðanlega eiga margar férðirnar ofan í bæ- inn fyrir jólin. Og börunum er nú einu sinni ekki gefið að kunna að fara varlega. Þess vegna verð- ur fullorðna fólkið að hafa vit fyrir þeim. HLIÐRIÐ TIL FYRIR BÖRNUNUM En það er ekki aðeins í um- ferðinni, sem hliðra verður til fyrir börnunum. Það hefur marg- oft skeð að þessum litlu skinnum er ýtt til og stjakað frá í búðun- um, þegar ös er mikil. Hinir full- orðnu verða að vera þess minn- ugir að litla hnokkana langar líka til þess að kaupa jólagjöf handa mömmu, pabba, bróður eða systur. Auk þess að gefa gjöfina er það ef til vill þeirra mesta ánægja að fá að kaupa hana sjálf. Gerið því ykkar til að þau fái líka að komast að afgreiðsluborðinu. HÁTÍÐ GLEÐI OG GÖFGI Verum þess minnug að jólin eru hátíð gleði og göfgi. Forð- umst því að skyggja á jólagleði nokkurs manns. Komi slys fyrir vitum við ekki hve jólagleðin er eyðilögð fyrir mörgum. Látum ekki kaupæðið hlaupa með okk- ur í gönur. Hliðrum til fyrir þeim, sem eru minni máttar. Forðumst slysin í jólaösinni. Síðustu to£?ara- c laudanir Undanfarna daga hafa fjórir ís. lenzkir togarar landað í útlönd- um og í dag landar togarinn Þor- steinn Ingólfsson í Grimsby. Á mánudaginn landaði Gylfi í Cux. haven alls 201 smálest og var verðið 92.200 mörk. Harðbakur landaði i gær 2883 kittum í Ab- erdeen og var verðið 7.955 sterl- ingspund. Skúli Magnússon land- aði í Hamborg 192 lestum fyrir 97.532 mörk, og Röðull landaði 243 lestum í Hamborg fyrir 121. 146 mörk. Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 5. Rgl—f3 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness,- Sv. Kristinss.) ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 4..........e7—e5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.