Morgunblaðið - 13.12.1956, Síða 14
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 13. des, 1956
Pólska þjóðin afneitar allri þjóðfélags-
stefnu sósíalismans eftir áratugs reynslu
Kalkr hann „ríkiskapitalisma” og leysir
samyrkjnbú npp í eignarjarðir
Samfal við Einar Ásmundsson í Sindra,
sem er nýkominn frá Póílandi
ÉG HEF OFT komið til Póllands undanfarin 10 ár og ferðazt um
landið, sagði Einar Ásmundsson forstjóri Sindra er frétta-
maður Mbl. hitti hann að máli. — í þetta skipti var sérstaklega
áaægjulegt að koma til Póllands og vera sjónar- og heyrnarvottur
að þeirri stórkostlegu þjóðernisvakningu, sem þar á sér stað nú.
o« hann hélt áfram:
— Það sem gerzt hefar er að pólska þjóðin hefwr risið
sem einn maður upp gegn þjóðfélagsstefnu sósíalismans, sem
hún telnr að eig: alla sek á ófarnaði hennar undanfarin ár.
-Ég gat ekki að því gert, að við það að heyra Pólverjana
afneita þjóðfélagsstefnu sósíalismans, (sem þeir oft kalla ríkis-
kapitalisma) varð mér hugsað heim til fslands og mér varð á að
ihuga, hvort efnahagsvandamál okkar heima stafi ekki að miklu
leyti af því að sósíalisminn eða ríkiskapitalisminn sé þegar of
mikill. Pólverjum er þetta vandamál mjög vel kunnugt. í>eir
hafa nú í meira en áratug orðið að búa við þjóðfélag sífelldra
rlkisfyrirtækja, sem eru undir yfirstjórn friðhelgra og ábyrgðar-
lausra herra eða embættismanna.
Og nú spyr ég, segir Einar Ásmundsson, hvort sama
meinið sé ekki farið að þjá okkar þjóðfélag í of ríkum
mæli?
BORGtN SEM BREYTTI UM
WAFN
Ég ræddi við Einar góða stund,
uis hvað hefði borið fyrir augu
hans á hálfsmánaðar ferð um Pól-
land. Hann kom þangað þann 14.
nóvember eða um máuði eftir að
Gomúlka tók við völdum og fór
þaðan rétt eftir síðustu mánaða-
mót.
— Ég ferðaðist um landið í
eigin bíl. Hef ekið á annað þús-
und kílómetra. Ég kom til Pozn-
an, Wroclaw eða Breslau og Kra-
kow en dvaldist lengst í höfuð-
borginni Varsjá og Katowice í
Slésíu, sem nýlega er húin að fá
aftur sitt gamla heiti.
— Nú? segi ég. Ég man ekki
betur en að borgin héti það, þegar
ég var í skóla og var að læra
landafræði.
— Jú, hún hét það fyrir
strið, — en í millitíðinni ákvað
pólski kommúnistaflokkurinn,
að þessi borg skyldi bera nafn
höfuðtákns og leiðtoga flokks-
ins á liðnum og komandi árum.
Borgin var nefnilega skirð
Stalinogrod, en nú hefnr henni
nýlega verið aftur gefið sitt
gamla heiti, því ekki var boð-
iegt lengur að láta hana bera
heiti yfirlýsts afbrotamanns.
HÁTALARAR OG RAUÐIR
FÁNAR HVERFA
— Jæja og nú er búið að loka
grafhýsinu hans á Rauða torgi,
og þú segir, að þér hafi fundizt
miklar breytingar orðnar á Pól-
landi nú upp á síðkastiS.
— Já, ég skal nefna dæmi.
í>egar*ég hef ferðazt þar á síð-
ustu árum á eigin bil, þá var
ætíð verið að stöðva mig með
skömmu millibili til vegabréfa-
skoðunar og athugunar, en í
þetta skipti ók ég á annað
þúsund kílómetra án slíkra tafa,
nema að sjálfsögðu er vegabréfið
skoðað þegar maður fer inn í
landið og úr því.
Áður fyrr var það svo í öllum
borgum og bæjum, sem ég kom
til, að allt var uppfullt af stórum
myndum af leiðtogum kommún-
ista, rauðum flöggum og áróðurs-
spjöldum fyrir sósialisma fyrir
friði, fyrir 5 ára áætlun, fyrir
meiri afköstum verkamanna o.fl.
o.fl. Ofan á þetta bættist geysi-
legur hávaði frá útvarpshátðlur-
um á hverju götuhorni, þar sem
þrumaðar voru yfir fólkinu áróð-
ursræður og haldið fram ágæti
hins sósíalíska skipulags.
Allt þetta er horfið í dag,
engar myndir af leiðtogum,
áróðursspjöldin hafa verið rif-
in niður, enginn hávaði frá há-
tölurum og engir rauðir fán-
ar — heldnr aðeins pólski fán-
inn hreinn og óflekkaður. Enn-
fremur er nú fullyrt við mig,
að engar pólitískar handtökur
eigi sér lengur stað. Með öðr-
um orðum, hið kommúniska
lögregluríki er ekki lengur til
a. m. k. í bili.
ÞJÓÐERNISVAKNING —
AFNEITUN SÓSÍALISMANS
— Já, það er nú svo. Þetta
er stórfelld breyting. Ég man líka
eftir hátölurunum á götuhornun-
um og þessum aragrúa af áróð-
ursspjöldum, sem þöktu alla
veggi og húsarústir í Austur-
Berlín, þegar ég kom þangað
1952. En hvað er það sem veldur
svo stórfelldri breytingu?
— Það er í stuttu máli, að
mikil þjóðernisvakning hefur átt
sér stað, sem hefur afneitað þjóð-
Einar Ásmundsson
félagsstefnu sósíalismans. Mér
virðist einhuga þjóðernishreyf-
ing Pólverja beinast aðallega
gegn skipulagi sósíalismans, sem
hefur verið ríkjandi í landinu
á annan áratug og hefur
rænt, þrælkað, svelt og pyndað
þjóðiria. Að mínu áliti er of mik-
ið gert af því að binda þessa
þjóðfélagsstefnu við þær þjóðir,
sem hafa verið þvingaðar til að
lifa undir henni.
Mér finnst að það eigi að
vara við þessn skipulagi og
hvetja til baráttu gegn því, en
ekki að kenna það endilega við
neina sérstaka þjóð, því að ég
þykist vita, að hinir raunveru-
legu kommúnistar þar austur
frá hafi verið og séu sárafáir.
Pólverjar kalla sósíalisma nú
oft „ríkiskapitalisma“ og er
það réttnefni, því að rikið hefur
reynzt miklu harðdrægara í óll-
um viðskipttim en nokkur ein-
stakur atvinnurekandi á Vestur-
löndum. Og það sýnist mönnum
óhjákvæmileg afleiðing af víð-
tækum ríkisrekstri að ríkisvaidið
taki að grípa inn á fleiri svið,
sem lyktar með skerðingu ninna
einföldustu persónulegra réttinda
manna.
Það sem ég sá og heyrði í
Póllandi fannst mér bera vott ura
miklar breytingar og ráðgerðir
um mjög stórfelldar skipulags-
breytingar, sem allar fela í sér
fordæmingu á því skipulagi sem
ríkt hefur. Talað er opinberlega
um þetta, hvar sem menn hitt-
ast og blöðin taka undir þessa
kröfu fólksins. Sum kalla þetta
að vísu þjóðernissósíalisma, en
það var mér sagt að það væri
meira af pólitískum klókindum
en að nokkuð sé meint með þvL
Fólkið segir: — Burt með
þetta sósíalíska skipulag í
hvaða mynd sem er. Og það
segir að sósíalisminn sé
hundrað ára hugaríósturi
og rugl manna, sem liðið
hafa af sama sjúkdóminum
og Stalín sálugi leið síð-
ustu árin.
BÆNDUR EEYSTIR ÚR FJÖTR-
UM SÓSÍALISMANS
— Er þá þegar farið að bera á
því, að ríkisrekstur sé afnuminn?
— Já, þá skal ég segja þér, að
einmitt þennan síðasta ínánuð,
þegar ég dvaldist í Póllandi, hef-
ur það skeð, að bændurnir hafa
fengið leyfi stjórnarinnar til að
velja á milli samyrkjubúa og
einkarekstrar í búskap.
Áraisgurinn af þessu hefur
orðið stórkostlegur á skömm-
um tíma. Af eitthvað yfir 10
þús. samyrkjubúum, sem voru
í landinu hafa nú á rúmum
mánuði yfir 5 þús. verið leyst
upp og bændurnir losnað frá
hinu sveltandi skipulagi sósíal-
ismans.
Pólland var og er enn eitt
þeirra landa, sem bezt er fallíð
til ræktunar og landbúnaðar. Ein
af höfuð-útflutmngsvörum lands-
ins voru landbúnaðarafurðir.
Eftir að sósíalisminn var fram-
kvæmdur, var öllum bændura
gert að skyldu að vera í sam-
yrkjubúum. Árangurinn af þessu
var ekki aðeins stöðnun, heldur
mikil afturför í landbúnaðinum.
í staðinn fyrir, að landbúnaðar-
afurðir voru áður fluttar út í stór-
um stíl, varð nú að taka upp stór-
felldan innflutning á ýmsum
landbúnaðarvörum.
Með einkabúskap gerir þjóðin
sér vonir um, að landbúnaðurinn
komist aftur í sitt fyrra horf,
þjóðin fái nægar matvælabirgðir
til neyzlu innanlands, sem skort
hefur undanfarin ár sósíalismans
og jafnframt að útflutningur á
landbúnaðarafurðum geti aftur
hafizt. — í beinu sambandi
við fráhvarf sósíalismans hlýtur
að verða meira frjálsræði og frá-
hvarf frá sósíalisma á mörgum
skyldum sviðum, eins og í verzl-
un með landbúnaðarafurðir á
innanlandsmarkaðnum.
VERKAMANNARÁÐISTAÐ
KÚGUNAR VERKAEÝÐSINS
— Heyrðirðu nokkurn tíma
minnzt á þessi svonefndu verka-
mannaráð, eins og getið er svo
mjög um í Ungverjalandi? Er
skipulag þeirra einhver sérstakur
þáttur í verkalýðsmálum Austur-
Evrópulanda?
— Já vissulega heyrði ég þeirra
getið. Fyrsta verkamannaráðið í
Póllandi, sem ég man eftir, var
kosið í sambandi við verkfallið
og óeirðirnar í Poznan. Þá kusu
verkamenn í einni verksmiðju í
Poznan nefnd til þess að fara á
fund stjórnarinnar í Varsjá og
bera fram kröfur sínar.
Verkamannaráðin vlrðast
skjóta upp kollinum. vegna
þess að í skipulagi sósíalis-
mans eru hin venjulegu verka-
lýðsfélög hætt að gegna hlut-
verki sínu til að berjast fyrir
réttindum og bættum lífskjör-
um verkamanna. Þau eru orð-
in pólitískt tæki valdhafanna
til að kúga vgrkalýðinn. T.d.
voru stjórnendur og starfs-
menn verkalýðsfélaganna ekki
raunverulega kjörnir af verka
mönnum, heldur skipaðir eða
tilnefndir af ríkisstjórninni.
Vegna þessa var verkamönn
um nauðugur einn kostur,
þegar þeir vildu nú halda fram
réttindum sínum, að kjósa sín
sérstöku verkamannaráð fyrir
utan hina löggiltu verkalýðs-
hreyfingu. Oftast var þá kjör-
ið eitt verkamannaráð í hverri
stórri verksmiðju. 1 Fóllandi
hefur það þó einnig gerzt, að
starfsmenn hinna gömlu verka
lýðsfélaga sögðu af sér og nýir
fulltrúar voru kjörnir i þeirra
IMVJAR
• w
O
U
ÉG VEIT AÐ
ÞÚ KEMUR.
ÞEGAR HLJÓTT
í HÚMI NÆTUR
KÖTUKVÆÐI
VORKVÖLD
Adda Ömólfs syngur.
Smárakvartettinn í Reykjavík.
Þetta eru óskalögin, sem þeir þurftu að esdurtaka á hverri söng-
skemmtun víðsvegar um landið sl. sumar. — Lögin, sem hinir
fjölmörgu aðdáendur þessa kvartetts hafa beðið eftir.
Hl|óðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur
EINAR ÁSMUNDSSON forstjóri Sindra er löngu orðinn
víðkunnur maður vegna ötullar starfsemi sinnar við efnis-
útvegun til járniðnaðarins í landinu. En fyrirtæki hans,
SindrS, er eitt þýðingarmesta fyrirtækið í sinni grein,
sem oft hefur eitt birgðir eða útvegar það járn og stálefni,
sem nauðsynleg eru til að hin ýmsu jámsmíðaverkstæði geti
starfað hindrunarlaust.
Allt frá árinu 1946 hefur fyrirtæki Einars átt verzlunar-
viðskipti við Pólland, sem aukizt hafa verulega á síðustu
árum. I sambandi við þessi viðskipti hefur Einar farið í
viðskiptaerindum austur til Póllands nær því árlega og stund
um oftar en einu sinni á ári. Hann var eins og menn muna
staddur á vörusýningunni í Poznan í lok júní-mánaðar s. 1.
þegar allsherjarverkfaliið var þar og var eini íslendingur-
inn, sem var sjónarvottur að þeim atburðum. Skýrði hann
lesendum Mbl. frá því í ýtarlegu samtali á sínum tíma
hvernig sósíaliskir valdhafar bregðast við kiröfum verka-
lýðsins með skriðdrekum og véJbyssum.
Einar er nýlega kominn heim eftir hálfsniánaðar dvöl í Pól-
landi og skýrir hann í þessu samtali frá þeim stórfelldu breyt
ingum, sem orðið hafa í þessu landi á skömmum tíma, eftir
að Gomúlka tók við stjórnartaumunum.