Morgunblaðið - 30.12.1956, Blaðsíða 8
MORCUNfíT 4ÐIÐ
Sunnudagur 30. des. 1056
*
Úr endurminníngum Hertogaftáarinnar af Windsor:
ÞEGAR ÉG HITTI PRINSINN AF WALES
ÞAÐ hefir mikið verið um það I
ritað og rætt hvar og hvenær
eg hafi hitt prinsinn af Wales
fyrst. David heldur því fram |
að það hafi verið haustið 1931, I
en það er ekki rétt. Við hittumst
í fyrsta sinn í október 1930, og
þetta man eg greinilega vegna
þess að nokkru áður, eða sum-
arið 1930, gerðist atburður, sem
mér er æ í fersku minni.
Bessie frænka mín heimsótti
okkur Ernest í London og með
henni fórum við til meginlands-
ins og ferðuðumst þar um okkur
til skemmtunar. Meðal annars
komum við til Haag og settumst
að á Hotel des Indes.
MINNISSTÆÐ NÓTT
Fyrstu nóttina, sem vio dvöld-
um þar, vaknaði eg skömmu eft-
ir miðnsetti við það að hlaupið
var eftir ganginum og borið á
dyrnar hjá okkur. „Eldur, eldur“,
heyi'ðist hrópað. Eg vakti Ernest
í skyndi, smeygði mér í kápu ut-
an yfir náttkjólinn og flýtti mér
inn til Bessie.
Reykjarlykt var í ganginum og
fólk streymdi niður stigann.
Bessie var komin á fætur og
við hröðuðum okkur fram gang-
inn. Þegar við fórum fram hjá
herbergisdyrum okkar hjónanna
sá eg að Ernest var að brjóta
saman skyrturnar sínar og láta
þær niður í tösku. Eg hrópaði
til hans að flýta sér og vera
ekki að hugsa um fötin.
„Farið þið bara niður, eg kem
á eftir“, svaraði hann hinn róleg-
asti. Anddyrið var fullt af fá-
klæddu fólki og brunaliðið var
komið á vettvang. Eldurinn hafði
komið upp á efstu hæðinni.
Tíminn leið og ekki kom Ern-
est. Eg ætlaði að leggja af stað
upp stigann aftur, en brunaliðs-
rnaður, sem nærstaddur var,
hindraði för mína. Eg var alveg
að tryllast af hræðslu en þá
birtist Ernest í stiganum, al-
klæddur, með ferðatöskuna í
annarri hendi og regnhlífina í
hinni.
„Guð sé oss næstur", varð
Bessie að orði.
Til allrar hamingju varð lítið
úr þessum bruna og síðar um
nóttina gótum við horfið aftur
til herbergja okkar.
Frá Haag ókum við gegnum
Vestur- og Suður-Þýzkaland og
til Parísar.
OF MJKIti FREISTING
Fram að þessu hafði eg ekki
notað neitt af fé því er Solomon,
föðurbróðir minn, arfleiddi mig
að. Nú ákvað eg að heimsækja
fjögur frægustu tízkufyrirtæki
Parísarborgar og kaupa mér sinn
alklæðnaðinn hjá hverju þeirra.
En til þess að mér væri þetta
kleift varð eg að skerða arfinn.
Ernest og Bessie réðu mér bæði
frá þessu og töldu að mér bæri
að verja fénu til einhvers ann-
ars en þessa. En freistingin var
of mikil fyrir mig. Eg þróði
falleg föt og nú hafði eg tæki-
færi til að veita mér ^au. Eg
fór mínu fram.
Vegna þessara atvika, sem eg
hefi nefnt, er eg viss um að
það var haustið 1930, sem við
David hittumst fyrst.
Eins og ég áður hefi minnzt
á voru þau hjónin Consuelo og
Benjamín Thaw orðin mjög góð-
ir vinir okkar. Benny var full-
trúi í ameríska sendiráðmu í
London.
Systur Consuelo voru mark-
greifafrú Thelma Furness og frú
Gloría Vanderbilt.
Eg vissi að T'nelma og prinsinn
aí Wales voru góðir kunningjar.
Hvarvetna var um það talað að
prinsinn væri mjög hrifinn af
henni.
BOÐIÐ TIL BURROUGH
COURT, ÁSAMT PRINSINUM
Dag nokkurn í október 1930
hringdi Connie í mig og bað mig
I fyrir alla muni að gera sér
greiða. Henni virtist vera mikið
niðri fyrir. Svo var mál með
I vexti að Thelma hafði boðið
I prinsinum af Wales og fleiri gest-
um til helgardvalar á Burrough
Court, en það var óðal hennar
í Leicestershire. Veiðilendur
voru þar góðar og prinsinn var
rnikill veiðimaður.
Connie og Benny höfðu lofað
að vera þaraa sem velsæmis-
verðir Thelmu en riú vildi svo
illa til að móðir Bennys hafði
veikzt í París. Hann þurfti að
sinna skyldustörfum sínum í
sendiróðinu svo að það var ekki
um annað að ræða en Connie
færi til Parísar. Erindi hennar
var því að vita hvort við Ern-
est vildum vera svo góð að fara
til Burrough Court í hennar stað.
Benny ætlaði að hitta okkur á
járnbrautarstöðinni í Melton og
styðja okkur með ráðum og dáð.
... EN ÉG VAR Á BÁÐUM
ÁTTUM
Mér varð ógreitt um svör. Auð-
vitað langaði mig, eins og alla,
til að hitta prinsinn af Wales
en eg vissi að við myndum eng-
an þekkja þama nema Benja-
mín Thaw. Thelmu Furness hafði
eg hitt tvisvar sinnum, en við
þekktumst ekkert. Hún var ákaf-
lega fögur kona, dökkhærð og
brúneyg.
— Eg þakka þér kærlega fyr-
ir boðið, Connie, svaraði eg, en
eg er ókunnug öllu þessu fólki
og veit ekki hvað eg ætti að segja
við prinsinn. Þar að auki kann
eg ekki einu sinni að hneigja
mig fyrir honum.
— Hvaða vitleysa, svaraði
Connie, þá mátt ekki svíkja mig
núna, þegar mér liggur mest á.
Og þú verður ekki í neinum
vandræðum með prinsinn. Hann
er ákaflega látlaus í framkomu
og svo er hanr. hrifinn af Am-
eríkönum. Má eg ekki segja
Thelmu að þið komið?
— Nei, eg þori þetta bókstaf-
lega ekki.
— Benny segir ykkur nákvæm-
lega hvað ykkur ber að gera
þarna, hringdu ttl Ernest og
segðu honum frá heimboðinu.
Þegar eg sagði Ernest frá
þessu varð hann glaður við.
— Okkur er mikill sómi sýnd-
ur með þessu, sagöi hann.
— En Ernest, eg kvíði fyrir.
Eg veit ekki hvernig eg á að
haga mér.
— Þú skalt bara vera eins og
þú átt að þér, svaraði hann og
hló.
Eg lét nú Connie vita hverju
Ernest hefði svarað og hún varð
hin ánægðasta.
— Þú skemmtir þér áreiðan-
lega vel, sagði hún. Eg gleymdi
að segja þér að prins Georg
kemur líka.
— Connie, stundi eg, hvernig
fer þetta?
— Prýðilega, svaraði hún hlæj-
andi.
Skömmu síðar hringdi Thelma
Furness og þakkaði mér fyrir
að eg skyldi ætla að koma í stað1
systur sinnar. Hún var afar
elskuleg í viðmóti, en ekki hvarf
taugaóstyrkur minn að heldur.
Síðari hluta föstudagsins hitt-
um við Benny á jámbrautar-
stöðinni í St. Pancras og hann
slóst í förina með okkur til
Melton.
HAFÐI SJALDAN LIÐIB VER
Eg held mér hafi sjaldan liðið
ver en þá. Ofan á kvíða minn
hafði nú bætzt slæmt kvef. Mér
var illt í höfðinu og eg var orðin
rám. Eg myndi sannarlega ekki
! verða prinsinum né öðrum gest-
um Thelmu Furness til mikillar
ánægju.
Þegar lestin var komin af
stað, sagði eg við Benny.
— Eg kvíði svo mikið fyrir
i að eg vildi að eg væri dauð. En
; þó að það verði mitt síðasta
í New York, á Rivierunni og í Þýzkalandi.
verk í þessum heimi, þá skal eg
þó hnéigja mig rétt fyrir prins-
inum. Sýndu mér nú hvemig
eg á að fara að því.
— Hvernig í ósköpunum ætti
eg að geta það?
— Konan þín lofaði mér því
að þú skyldir kenna mér það.
Þess vegna tók eg boðinu. Eg
hendi mér út um vagngluggann
ef þú hjálpar mér ekki.
Benny kímdi, en stó ðupp og
fór að reyna að hneigja sig eftir
öllum listarinnar reglum.
— Eg held að þú eigir að setja
vinstri fótinn aftur fyrir þann
hægri og hneigja þig svo djúpt,
sagði hann.
— Gerðu þetta aftur, svo reyni
eg, svaraði ég.
Ef öðru vísi hefði staðið á
mundi eg hafa hlegið mig mótt-
lausa að þessum tilburðum okk-
ar þarna í vagninum, en nú var
mér ekki hlátur'í hug. Eftir að eg
hafði æft mig nokkrum sinnum,
sagði Ernest að sér fyndist eg
hafa náð ágætum árangri en
ekki fannst mér það sjálfri. Við
komum til Melton kl. 5. Þangað
hafði verið sendur bíll til að
sækja okkur og flyíja til Burr-
ough Court.
KOMIÐ TIL BURROUGH
COURT
Stjúpdóttir Thelmu tók á móti
okkur er þangað kom. Húsið
var byggt sem veiðimannaskáli
og var nýlegt. Það var rúmgott
og þægilegt. Okkur var boðið
inn í dagstofuna, en þar stóð
stórt borð fyrir framan arininn
og var það dúkað til tedrykkju.
Ekki batnaði mér kvefið. Mér
fannst eg vera að fá hita. Við
töluðum saman um hitt og þetta
og drukkum teið, en ekki bólaði
á fleira fólki. Þjónustustúlka
kom inn og dró tjöld fyrir glugg-
ana og kveikti ljós.
Enn sátum við og biðum og eg
sá að Ernest var farinn að gefa
klukkunni auga.
Loksins kl". 7 heyrðum við
raddir fraiömi á ganginum.
Thelma kom inn og með henni
báðir prinsarnir. Hún kynnti mig
■ fyrir þeim. Eg tók í mig kjark
og hneigði mig fyrst fyrir prins-
inum af Wales. Við Ernest vor-
um sammála um það seinná að
það hefði tekizt framar öllum
vonum. Thelma bauð okkur að
teborðinu og við byrjuðum aft-
ur að drekka. Þá fyrst þorði eg
að líta á prinsana. Mér duldist
ekki að prinsinn af Wales var
mjög líkur myndum þeim sem
birzt höfðu af honum í blöðun-
um. Hann var Ijóshærður og hár-
ið örlítið liðað. Nefið var lítið
eitt hafið upp að framan og
augnatillitið alvarlegt. Hann var
fremur lágur maður. Mér fannst
hann myndi ekki vera meira en
4—5 sentimetrum hærri en eg
og eg var 165 cm. Georg var
töluvert hærri, með arnarnef og
aökkblá augu. Hann var fjörleg-
ur og glaðlegur.
AÐLAÐANDI FRAMKOMA
PRINSANNA
Það sem mér fannst mest til
um við fyrstu kynni af þeim
bræðrunum var hve framkoma
þeirra, og þá sérstaklega prins-
ins af Wales, var fullkomlega
eðlileg og blátt áfram. Eg hafði
alltaf haldið að konunglegar per-
sónur teldu sig svo hátt hafnar
yfir annað fólk að þess hlyti að
gæta í fasi þeirra. Nú sá eg, mér
til mikillar ánægju, að þetta var
ekki rétt skoðun,
Thelma hlýtur að hafa sagt
prinsinum að eg væri amerísk
og að Ernest væri uppalinn þar,
því að þeir létu strax talið ber-
ast að lífinu vestan hafs. Prins-
inn af Wales lét í ljós aðdáun
sína á Ameríkönum og lífsvið-
horfi þeirra. Viðmót hans var
svo alúðlegt að taugaóstyrkur
minn þvarr óðum.
Georg prins sem ætlaði í heim-
sókn til vina sinna þarna í ná-
grenninu, kvaddi von bráðar.
Klukkan var nú orðin átta og við
fórum til herbergja okkar og
höfðum fataskipti fyrir miðdeg-
isverðinn. Ernest hældi prins-
unum á hvert reipi og var
ánægður yfir þessu tækifæri, sem
boðizt hafði til að kynnast þeim.
Eg var eiginlega alveg á sama
máli og við hlökkuðum til
kveldsins.
MIÐDEGISVERÐUR —
POKERSPIL
Fyrstu gestirnir birtust
skömmu eftir að við komum nið-
ur. Þeim smá-fjölgaði og að lok-
um var þarna samankomið um
30 manns. Það fór eins og mig
hafði grunað, við þekktum enga
manneskju. Og samtalið snerist
að mestu um veiðar og hesta-
mennsku, sem við Ernest höfðum
litla þekkingu á.
Thelma sat við hliðina á prins-
inum við miðdegisverðinn. Eftir
matinn voru spil tekin fram og
íarið að spila poker og bridge.
Ernest var lítill spilamaður og
hvíslaði að mér: „Þú verður að
bjarga heiðri fjölskyldunnar, eg
vil helzt vera laus við spil.“
Þeir, sem ætluðu að spila pok-
er fóru inn í aðra stofu með
Thelmu og prinsinn í farabroddi.
Eg lenti við eitt af bridgeborð-
unum og uppgötvaði að spilað
var um svo hóar upphæðir að
eg mundi fljótt eyða því fé, sem
Ernest hafði ætlað mér til mán-
aðarins. Til allrar hamingju
vannst ekki tími til að spila nema
tvær rúbertur og eg tapaði að-
eins 8 pundum og þóttist sleppa
vel. Prinsinn bauð nú góða nótt
og bað afsökunar á því að hann
væri þreyttur og þyrfti auk þess
á veiðar með morgunsárinu.
Gestirnir hurfu fljctlega á braut
eftir að prinsinn var farinn.
Næsta morgun svaf eg lengi
fram eftir og fékk morgunverð-
inn í rúmið. Eg kom niður
skömmu fyrir hádegisverð og rétt
í það mund er prinsinn og
hestavörður hans, Trotter, komu
inn. Trotter var meðalmaður á
hæð, gráhærður og hafði misst
annan handlegginn í Búastríðinu.
Honum þótti auðsjáanlega vænt
um prinsinn aí Wales.
RÆDDI UM MIÐSTÖÐVAR-
HITUN VIÐ PRINSINN
AF WALES
Við hádegisverðarborðið sat
eg við hlið prinsins. Hann hefir
seinna sagt mér að við höfum
talað mest um miðstöðvarhitun
og hverjum augum væri litið á
það mál austan og vestan meg-
in hafsins. Méi er óskiljanlegt
hvers vegna það umtalsefni hef-
ir borið á góma. Sannleikurinn
er nefnilega sá að eg þorði eig-
inlega ekkert að segja, nema
hvað eg svaraði prinsinum þeg-
ar hann spurði mig einhvers,
Maud Kerr Smiley hcifði ein-
hvern tíma sagt mér að konung-
legt fólk ætti alltaf að róða um
hvað væri talað og hverja stefnu
samræðurnar tækju. Eg, sem er
bæði opinská og fljótfær, var
stöðugt hrædd um að eg segði
einhverja vitleysu og taldi að
fæst orð hefðu minnsta ábyrgð.
Um kveldið var aftur haldin
veizla og spilað. Eg spilaði gæti-
lega og var heppin í þetta sinn.
Vinningur minn nam töluvert
meiru en þeim 8 pundum, sem
eg hafði tapað kveldið áður.
Við Ernest fórum snemma á
fætur morgunmn éftir, því að
nú skyldi haldið aftur til Lond-
on. Prinsinn kvaddi okkur. Hann
var einnig á förum frá Burrough
Court.
LEIÐIR SKILJAST AÐ SINNI
í járnbrautarlestinni, á leið-
inni til London, hugsaði eg fram
og aftur um allt þáð, er skeð
hafði síðustn tvo dagana. Eg
var ákaflega ánægð yfir að hafa
hitt og talað við tvo meðlimi
konungsfjölskyldunnar. Mér
fannst prinsinn af Wales einn
hinn allra geðfelldasti maður,
sem eg hafði Kynnz.t. Og þung-
lyndislegur .alvarlegur svipur
hans var mér stöðugt umhugs-
unarefni. Bros hans brá birtu á
Frh. á bls. 9.