Morgunblaðið - 30.12.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1956, Blaðsíða 10
10 morgvisblaðið Sunnudagur 90. des. 1950 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Við áramót ÁRIÐ 1956 er senn liðið. Það hef- [ Árið 1956 hefur verið íslenzku ur eignast rúm á spjöldum sög- unnar. Atburðir þess hafa flétt- ast inn í líf einstaklinga og þjóða. Það hefur verið bæði gott og illt, fært mannkyninu gleði og ham- ingju og böl og harma. Þannig eru öll ár. í hinni stöð- ugu rás tímans skiptast á sl. f i og skuggar í lífi mannkynsins. En þrátt fyrir allt liggur leið þess þó fram á við, til aukins þroska og þekkingar á dulrúnum tilver- unnar. Maðurinn, homo sapiens, er i stöðugri leit að nýjum sannind- um. Hann sættir sig aldrei við þá vitneskju og þá þekkingu, sem hann hefur aflað sér. Hann gerir sér Ijóst, að frumskilyrði vaxandi þroska og vísdóms er viðurkenning þeirrar staðrcyndar að mcunnleg þekking er ófullkomin og að fjöl- mörg svið mannlegs lífs, efnis og anda eru ennþá í móðu vanþekk- ingarinnar. Það er við þessa móðu vanþekk- ingarinnar, sem barátta mannsins hefur staðið um aldir og stendur enn. Afrek vísindamanna og hugs- uða varpa o,ð vísu Ijósi yfir ný og ny svið. En aukin þekking lýkur ekki aðeins upp dularheimum. Hún kennir manninum að þekkja tak- mörk þekkingar sinnar og gera sér Ijóst, hversu skammt hann er á veg kominn, hversu óralanga bar áttu og leit hann á ennþá fyrir höndum. Þegar litið er yfir atburði árs- ins 1956 á sviði alþjóðamála kem- ur það í Ijós, að margir stórvið- burðir hafa gerst og merkilegar hræringar átt sér stað í andlegu lifi. í byrjun ársins var því t.d. lýst yfir í Moskvu af leiðtogum hins alþjóðlega kommúnisma, að stærsti spámaður hans, Jósef Stalín hefði verið glxpamaður og múgmorðingi. Hann hefði nær tor- týmt rússnesku þjóðinni og valdið hyldjúpu böli utan Sovétrikjanna. 1 þessari yfirlýsingu fólst ekki aðeins að skurðgoði kommúnista um víða veröld var steypt af stalli. Hitt var miklu mikilvægara og leið togar Sovétríkjanna lýstu því rrieð afneitan Stalíns, að hið kommún- iska skipulag, sjálfar fræðikenn- ingar kommúnismans hefðu reynst óframkvxmanlegar og væru að hrynja. 1 kjölfar þessara yfirlýs- inga hafa svo leppþjóðir Sovét- ríkjanna risið upp. Fyrst Pólverj- ar og síðan Ungverjar. Uppreisn- in i Ungverjalandi er markverð- asti atburður ársins. Hún er tví- mxlalaus sönnun þess að upphafið að endi ógnarstjórnar kommúnista i Evrópu er hafið. öll Austur- Evrópa, að Rússlandi sjálfu með- töldu er ein púðurtunna, sem hlýt- ur að springa fyrr eða siðar. Nokk u timi getur liðið þangað til sprengingin verður. En hún hlýt- ur að gerast. Kommúnisminn i Evrópu hefur gengið sér til húð- ar. Þjóðirnar bíða aðeins tækifær- is til þess að hrinda okinu af sér. Því miður bendir margt til þess að í kjölfar þeirra átaka kunni að sigla stórkostleg vopnavið- skipti. Sannast enn, að megin- hættan, sem steðjar að heimsfriðn- um er frá hinu kommúníska ein- ræði og ofbeldi. þjóðinni um ýmsa hluti hagstætt. Framleiðsla hennar hefur verið mikil, atvinna stöðug og góð um land allt og framkvæmdir og upp- bygging örari en ooftast áður. Rafvæðingunni, sem ríkisstjóm Ólafs Thors hófst handa um hef- ur verið lialdið áfram af fullum krafti. Umbætur í húsnxðismálum hafa verið miklar og fjöldi fólks hefur eignast varanleg og góð húsakynni. Vaxandi dýrtíð og verðbólga hef ur hins vegar þröngvað kosti út- flutningsframleiðslunnar en að mun. ★ Ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum í landinu. Þrátt fyrir fög- ur fyrirheit hefur sú stjórn eng- ar nýjar leiðir fundið til lausnar efnahagsvandamálum okkar. Hún hefur aðeins átt þau úrræði að vaða ennþá lengra út í ófæru styrkja- og uppbótastefnunnar og leggja sligandi skatta og álögur á almenning. Sjálf myndun stjórnarinnar með þátttöku kommúnista fól i sér stórkostleg svik við þjóðina. En segja má að myndun þessar- ar „vinstri“ stjómar sé að ýmsu leyti gagnleg. Nú fá hinir svo- kölluðu vinstri flokkar tækifæri til þess að sýna úrræði sín. Þjóð- in fær nú tækifæri til þess að bera þau saman við leiðir fyrrverandi ríkisstjórna. Þetta tækifæri hefur hún þegar fengið í mörgum mál- um. Og niðurstaðan er sú, að stjórnin hefur svikið kosningalof- orð flokka sinna um nýja stefnu og úrræði gersamlega. ★ Stjórnmálatökin í íslenzku þjóð- lífi hafa verið óvenjulega hörð á þessu ári. Vonir standa til þess að þau muni skýra margt og veita þjóðinni bætt tækifæri til þess að velja og hafna. Á þvi fer vissu- lega vel. En þrátt fyrir hin hörðu átök á stjórnmálasviðinu er það þó stað reynd að það er fleira, sem sam- einar þessa sundurleitu og deilu- gjömu þjóð en hitt sem sundrar henni. Við skulum vona að þannig verði það einnig á komandi ár- um. Með þeirri ósk árnar Morgun- blaðið lesendum sinum og öllum Islendinggum 1 LkL e9ó aró UTAN UR HEIMI P‘i nclincýCU' póióLu leyniiöc^recf l- unncie Lomu ebhi ciHtci^ cnf cj.cicjni réttaritari brezka viku blaðsins „The New Statesman and Nation“, K. S. Karol, skrifar nýlega: „Þegar ég heimsótti Varsjá nýlega, eftir 7 ára fjar- veru, reyndi ég að fá nákvæma mynd af ógnum stalinismans í Póllandi með því að spyrja vini mína þar út í æsar um ástandið sem ríkt hafði. Z — er t.d. bjgg- ingaverkfræðingur, sem verið hef ur í kommúnistaflokknum síðan 1930. Hann barðist með alþjóða- herdeildinni á Spáni og tók virk- an þátt í pólsku andstöðuhreyfing unni. Frá 1945 hafði hann minni háttar embætti í ráðuneytinu sem fór með er.durreisnarmál Póllands. 0, g' rú var tónninn allur annar. Honum var sagt: „Við gef um þér 48 klukkustundir til að teikna á ný í klefa yðar uppdrátt- inn að öllu miðstöðvarkerfinu í byggingu forsætisráðherrans". — Þegar hann sagði, að það væri óframkvæmanlegt, var hann sleg- mn utan undir. Eins og góðum kommúnista sómdi, hóf hann strax að játa, að e.t.v. væru mis- tök 1 uppdrættinum, sem hann ætti sök á. Hann bað um frelsi iil að fá tækifæri til að bæta fyrir „mistök“ sín. Lögreglumenn irnir hlógu: það sem hann hafði gert, sögðu þeir, var pbætanlegt; þess vegna vnen honum fyrir beztu að segja allan sannleikann núna, vegna flokksins. Z — var nú algerlega ruglaður í ríminu. Þá sagði lögreglan honun, af- dráttarlaust, að hún hefði kornizt I janúar 1949 var hann kallaður fyrir leynilögregluna, sem spurði hann kurteislega, hvort hann kynni utan að mið- stöðvar-kerfið í byggingu forsæt- isráðherrans. — Að sjálfsögðu kvaðst hann ekki þekkja það svo vel, en hins vegar gæti hann svarað öllum spurningum varð- andi það með því að athuga skjalasafn sitt, Lögreglan þakk- aði honum fyrir og baðst afsök- unar á að hafa ónáðað hann. — Viku síðar var hann aftur kall- aður fyrir leynlögergluna og spurður sömu spurninga. I þetta skipti fór hann rakleiðis a akrif • stofu sína til að líta á skjölin, en þá var honum sagt, að leynilög- reglan hefði fjarlægt þau. u, m svipað leyti fór hann að veita því eftirtekt að sam verkamenn hans voru byrjaðii að forðast hanh. Mánuður leið, og enn var hann kallaður fyrir lög- regluna. f þetta skipti var har.n spurður, hvurt hægc væ.i að nota miðstöðvarkerfið til að sprengja byggingu forsætisráðherrans í loft upp. Hann svaraði, að hugs- anlegt væri, að einhver tæknileg mistök hefðu orðið á byggingu kerfisins, en það gæti aldrei leitt til svo alvarlegra afleiðinga. Enn var honum sleppt, tn nú li:u vin- ir hans á hann sem grunsamlega persónu. Loks var hann handtek- inn á skrifstofu sinni kl. 5 e. h. dag einn tveimur vikum siðar. Komar hershöfðingí stóðst ’eynilögreglunni snúning á snoðir um, að hann heiði lagt drcg að því að sprengja byggingu forsætisráðherrans í lo't upp, meðan á ráðuneytisfundi stæði. Lj — neitaði að játa þessa fjarstæðu sakargift. Þá var hann pyndaður í nokkra daga og síðan leiddur fyrir „vitni“, aðal- lega samstarfsmenn hans úr ráðu neytinu, sem héldu því fram, að hann hefði reynt að fá þá til að taka þátt í samsærinu með sér. Eftir nokkurra daga algera ein- angrun var honum sagt: „Sann- anirnar gegn þér eru órækar; ef þú játar'strax og segir okkur frá vitorðsmönnum þinum, verður lífi þínu þyrmt“. Á næstu 6 mán- uðum var sömu reglu fylgt: pyndirgar og alger emangrun — þangað til hann féll saman, ját- aði sekt sína og ákærði nokkra af vinum sínum og samverka- mönnum. Jafnvel eftir að hann var látinn laus 1954, truði hann því enn um skeið, að hann hefði skipulagt samsæri til að sprengja í loft upp ráðherrabú- staðinn. Hann varð loks að fá raf- högg til að ná andlegu jafnvægi aftur. Mr etta dæmi er aðeins eitt af fjölmörgum sömu tegund- ar. En nokkrir einstaklingar gátu staðizt allar pyndingar leynilög- reglunnar með því að sannfæra sig um, jafnskjótt og þeir voru handteknir, að ofsækjerdur beirra væru ekki kommúnistar, heldur fasistar. Strax og þeir höfðu þessa sannfæringu, voru allar aðferðir lögreglunnar gagns lausar, því hún rak á brott hverja minnstu efasemd í hugskoti fang- ans þess efnis, að kannski hefð: hann á röngu að standa. Fræg- asta dæmið um þetta var Komar hershöfðingi. Hann hafði verið undirforingi í alþjóða-herdeild- inni og var gerður hershöfðmgi í pólska hernum eftir 1945. Árið 1948 var hann handtekinn, og leynilögreglan sakaði hann um að hafa undirbúið valdatöku títóista í Póllandi. Koroar kvað þetta rétt vera, en hann væri ekki einn um þetta. Lögreglan varð glöð við og bað hann um nöfn vitorðsmann- arma. Þá hóf Komar að telja upp nöfn allra meðlima í æðsta ráði pólska kommúnistaflokksins og byrjaði á Rokossovsky marskálki og Bierut forseta. Þetta bjargaði honum ekki frá margra mánaða pyndingum, en það gerði honum kleift að varðveita þrjózku sína og komast hjá þeirri siðferðilegu þvingun, sem er svo snar þáttur í tækni kommúnista við að knýja fram „játningar“. Hann er einn hinna fáu fyrrverandi fanga, sem aðeins ber merki líkamlegra þjáninga eftir áralangar pynding- ar, en er heiil andlega. J. Kæruieysi Islendinga í fjármáium Við íslendingar erum miklir fjármálamenn, að minnsta kosti ef miðað er við það, hve margir menn og ólíkra stétta vafsast í fjármálum sínum, stórum og smáum án aðstoðar. Og það er geysilegur fjöldi fólks, sem stendur í stórkost- legum fjármálaútréttingum vegna íbúðabygginga, íbúða- kaupa o.s.frv. Menn, fróðir um banka- og fjármál hafa sagt, að fólk sé næsta kærulaust á stundum um þessi mál. Húsbyggjandinn fær útgefin skuldabréf og sel- ur og selur — ef hann getur, en það er næsta algengt að viðkomandi gleymi gjalddag- anum, þegar afborgana og vaxtagreiðslur eiga að fara fram. Slíkt er ef til vill eðli- legt, þegar fólk sem næsta lítið þekkir til fjármála á í hlut. Úrbóta er sannarlega þörf. Og því skjótum við því hér fram, þingmönmim og öðrum til íhugunarefnis, að þessu verði komið í fastar skorður með því að ákveðið verði eða lögfest, að öll skuldabréf, sem útgefin eru hafi t.d. tvo gjald- daga árlega t.d. 1. maí og 1. nóv. Bankanrenn telja, að þetta gæti orðið til mikils góðs í sambandi við mikil skulda- bréfaviðskipti, sem á þessum tímum lánserfiðleika, eiga sér stað á íslandi. erzy Borejsza blaða- maðurinn og rithöfundurinn, er annað slíkt dæmi. Hann var fyrir pólsku nefndinni á friðarþinginu í París 1949. Borejsza tókst líka að standast tækni lögreglunnar — þrátt fyrir það að hans eigin bróðir, Rosanski, pyndaði hann — en hann lézt af völdum pynding- anna. Bróðir hans bíður nú dóms, og er búizt við, að réttarhöldin yfir honum varpi íýju ljósi yfir aðferðir pólsku lögreglur.nar á blómatíma stalinismans. J. „ afnframt er vert að minnast þess, að á fundi, sem haldinn var í Varsjá nýlega í samúðarskyni við ungverska verkamenn, hrópaði einn að verkalýðsleiðtogunum: „Jafnvel á tímum Horthys pynduðu ung- versku fasistarnir ekki jafr— marga kommúnista og stalinist- arnir gera nú!“ Honum var ekki andmælt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.