Morgunblaðið - 30.12.1956, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. des. 1956
MORCVTSnr 4ÐIÐ
lí
Óla/ur Thors.
ÁRAMÓT
CVO SEM venja hefir verið
^ síðustu árin munu í dag
og næstu daga birtast hér í
blaðinu skýrslur ýmissa þjóð-
kunnra sérfræðinga um af-
komu þjóðarinnar á sviði efna
hags- og atvinnulífsins árið
sem nú er að enda. Hygg ég,
að þær muni sanna, að ís-
lendingum hefir vel farnast
um flest það, er við litlu eða
engu ráðum um sjálfir, svo
sem tíðarfar, aflabrögð, gras-
sprettu, verðlag og annað
svipað.
Um það, hversu okkur sjálf-
um hafi tekizt að smíða eigin
hamingju, eru dómarnir enn
eitthvað misjafnir. Dregur
þó saman með sjónarmiðun-
um, því þeim fer nú óðum
fækkandi, sem telja að Völ-
undar hafi verið þar að verki.
Er það mjög að vonum eftir
atburði síðustu vikna, er vald-
hafarnir hafa rétt stuðnings-
mönnum sínum steina fyrir
brauð, brigðmælgi í stað
efnda og með því staðfest
spádóma okkar, sem frá önd-
verðu töldum að valdabröltið,
er olli því, að Framsóknar-
flokkurinn rauf stjórnarsam-
starfið snemma á þessu ári,
stefndi til ófarnaðar.
★ ★ ★
Það yrði of langt mál að
rekja sæmilega ýtarlega'
stjórnmálaannál ársins 1956,
enda margra mál, að „Ára-
móta hugleiðingar“ íslenzkra
stjórnmálamanna séu svo
langar, að menn endist ekki
til að lesa þær.
Hér skal því reynt að fara
hratt yfir, þótt eigi verði um-
flúið að staldra við það
stærsta.
★ ★ ★
Hinu langvarandi verkfalli,
sem forystumenn kommún-
ista ginntu verkalýðinn út í
vorið 1955, lauk með svoköll-
uðum kauphækkunum, er í
lok þess árs námu 22%. Hér
var þó eigi um að ræða kjara-
bætur verkalýðnum til handa,
heldur krónuskerðingu. A-
hrifin urðu hins vegar enn
ný atvinnustöðvun, því for-
svarsmenn bátaútvegsins
neituðu að verða við tilmæi-
um ríkisstjórnarinnar um að
hefja róðra um síðustu ára-
mót og stöðvuðu bátaflotann
þar til um 20. janúar, að náðst
hafði endanlegt allsherjar
samkomulag um aðgerðir út-
veginum til stuðnings. Hafði
þá verið ákveðið að leggja
nýja skatta á þjóðina, alls að
upphæð yfir 150 millj. kr.,
ýmist til beinna þarfa ríkis-
sjóðs eða til hækkaðs fram-
lags til stuðnings landbúnaði,
fiskveiðum og fiskiðnaði
landsmanna, vegna kauphækk
ana kommúnista. Voru laun-
þegar með þessum hætti
sviptir miklu af því, er þeir
höfðu krafizt af framleiðsl-
unni umfram gjaldgetu henn-
ar, enda ekki annarra kosta
völ eins og þá stóðu sakir.
Öllum þessum ráðstöfunum
Olafur Xhors
var tekið með fullum fjand-
skap af kommúnistum. Töldu
þeir, að útveginum væri of-
rausn sýnd og egndu með því
almenningsálitið bæði gegn
útvegsmönnum og ríkisstjórn-
inni, en einkum voru þeir þó
harðorðir út af þeim fjand-
skap, sem þeir töldu almenn-
ingi sýndan með því að skatt-
leggja hann í þessu skyni.
Fé til þessara þarfa bæri að
sækja þangað sem það hafi
hrúgast upp, — til milljóna-
mæringanna og okraranna, en
þar væru fremstir í flokki
olíuhringarnir, skipafélögin,
bankarnir og vátryggingafé-
lögin. Er þessa hér getið svo
hægara sé að átta sig á orð-
um og efndum þessara manna,
sem nú fyrir jólin sönnuðu
þjóðinni í verki hvern trún-
að ber að leggja á orð þeirra,
er þeir sóttu að heita má
hvern eyri af þeim 250—300
millj. kr., er þá vanhagaði um,
til að hæta fyrir afbrot sín
gegn framleiðsluatvinnuveg-
unum, í vasa almennings, en
öllum „okrurum“ og „auð-
kýfingum“ var steingleymt.
Alþýðuflokksins er hér
ekki sérstaklega getið, þótt
um flest sé hann samsekur í
þessum efnum. Hans synd er
sú, að hann hefir oftast
heykst til þess hlutskiptis að
sigja í kjölfarið fremur en
stýra förinni.
★ ★ ★
Framsóknarflokkurinn tók
að sjálfsögðu þátt í og með-
ábyrgð á ráðstöfunum fyrr-
verandi stjórnar til að tryggja
rekstur framleiðslu-atvinnu-
veganna.
En er því var lokið kvað
formaður flokksins upp þann
dóm, að nú hefðu skapazt ný
viðhorf í stjórnmálunum, nú
kæmi til kasta þjóðarinnar.
Þótti sumum það spaklega
mælt, en aðrir sögðu, að á
sviði landsmálanna sköpuðust
alltaf ný viðhorf, sem stjórn
og þing yrðu að ráða fram úr.
Var Hermann Jónasson
minntur á gengisfellinguna
1950, bátagjaldeyrinn 1951,
togarastyrkina 1954 o. fl.,
sem allt væru engu þýðingar-
minni ráðstafanir en þær, er
gerðar voru um síðustu ára-
mót. Hefði hann þó þá ekk-
ert munað eftir, að þjóðin
þyrfti að segja álit sitt, enda
ýmist verið sjálfur í stjórn
eða talið vonlaust að koma
bragði á ríkisstjórnina.
Var nú kvatt saman flokks-
þing Framsóknarflokksins
snemma í marzmánuði.
Reynslan sýndi, að því var
ætlað það tvennt að egna til
fjandskapar gegn Sjálfstæðis-
flokknum og að draga lokur
frá hurðum og opna gáttir
fyrir kommúnistum. Var það
sem kunnugt er gert með því
að samþykkja að senda varn-
arliðið úr landi svo skjótt sem
Vppsagnarákvæði varnarsamn
ingsins frekast heimiluðu.
Var megin áherzla lögð á að
samherjarnir í Atlantshafs-
bandalaginu yrðu í engu að-
spurðir, enda þótt með því
væru brotnir skýlausir samn-
ingar. Allt gekk þetta að ósk-
um. Sjálfstæðismenn voru
vegnir og léttvægir fundnir,
dæmdir og fordæmdir sem
óalandi og óferjandi og í
engu samstarfshæfir. Lauk
svo þeirri hallelúja sam-
kundu. Verður það aldrei
nógsamlega vítt, að Fram-
sóknarflokkurinn lét hafa sig
til að rjúfa samstarfið um
utanríkismálin og gerði þessi
viðkvæmustu mál þjóðarinn-
ar að heitustu deilumálum
kosninganna. Var með þessu
settur flekkur á skjöld íslend-
inga og þjóðin svipt því
trausti og áliti, er hún með
viturlegri stjórn utanríkis-
málanna undir farsælli for-
ystu Bjarna Benediktssonar
hafði áunnið sér.
Er enn óséð, hvort eða
hvenær tekst að endurreisa
það traust. En ekki gerist það
í einni svipan, og ekki af því
einu að fjárskortur þjóðarinn-
ar, morðið á ungversku þjóð-
inni og óslitin, markviss og
skelegg barátta Sjálfstæðis-
manna, hefir knúið núverandi
valdhafa til hlýðni við al-
menningsálitjð og neytt þá til
þess að snúa af ógæfubraut-
inni a.m.k. í bili, meðan fjár
er aflað til þeirrar nýsköpun-
ar, sem stjórnin og ekki þá
sízt kommúnistarnir hafa
boðað og ríður lífið á að efna
eftir öll brigðmælin fram að
þessu.
Enginn sómakær flokkur
getur leyft sér að leika svo
gráan leik með fjöregg þjóð-
arinnar. Og Framsóknarflokk-
urinn á eftir að sanna það,
að þótt honum með þessum
hætti tækist að ná stjórnar-
forystu af náð kommúnista og
losa sig við Þjóðvarnarflokk-
inn, þá er það fleira en Þjóð-
vörn ein, sem eftir liggur í
valnum. Þar liggur líka sjálfs-
virðing sumra Ieiðtoga Fram-
sóknarflokksins og án efa
traust flestra íslcndinga til
þeirra.
Hinn 28. marz s.l. sam-
þykktu svo allir flokkar Al-
þingis nema Sj álfstæðisflokk-
urinn að gera ísland varnar-
laust, hvort sem menn að
fengnum upplýsingum, teldu
ófriðarhættuna meiri eða
minni en hún var, þegar ís-
lendingar báðu um, að varn-
arlið yrði sent hingað til
dvalar. Rauf nú Framsóknar-
flolckurinn stjórnarsamstarf-
ið, þótt enn væri ár eftir af
kjörtímabilinu, enda ekki
auðið að hafa varnir og sjálf-
stæði landsins og þau fyrir-
heit, sem íslendingar höfðu
gefið frjálsum og frelsjsunn-
andi vestrænum bræðra- og
vinaþjóðum, að fíflskaparmál
um á ábyrgð Sjálfstæðis-
flokksins.
Baðst nú stjórnin lausnar
svo sem samningar stóðu til,
en starfaði þó áfram sam-
kvæmt ósk forseta íslands,
þar til 24. júlí, að ný stjórn
var mynduð.
Var nú þing rofið og kosn-
ingar látnar fram fara hým
24. júní.
★ *★ ★
sóknarmenn voru í góðu sam-
starfi við Sjálfstæðismenn um
löggjöf og stjórn landsins,
fóru að koma í ljós ávextir
af iðju formanns Framsókn-
arflokksins hin síðustu árin.
Var nú stofnað hið svonefnda
Hræðslubandalag, en því var
ætlað með algjöru samstarfi
Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins að hagnýta til
hins ýtrasta veilurnar í úr-
eltri og ranglátri kjördæma-
skipun landsins, í því skyni að
tryggja þessu bandalagi með
„svikum og prettum“ og
„þingmannaráni“, svo notuð
séu orð stærsta stjórnar-
flokksins, fleiri uppbótar-
þingsæti en lög stóðu til. Var
athæfi þetta allt stór víta-
vert og beinlínis hættulegt
lýðræði og þó kannske eink-
um valdi strjálbýlisins í land-
inu, en auk þess ólöglegt að
dómi meirihluta landskjör-
stjórnar, þótt ekki yrðu menn
á eitt sáttir um ógildingu
hinna ólöglegu uppbótarþing-
»nanna, vegna ágreinings um
forsendurnar.
Var þessu athæfi illa tek-
ið bæði fyrir og eftir kosn-
ingar, jafnt af Sjálfstæðis-
mönnum sem kommúnistum,
sem nú höfðu valið sér heitið
Alþýðubandalagið, og kváðu
hinir síðarnefndu einkum
sterkt að orði og sögðust
aldrei mundu una slíkum
„svikum og prettum11.
★ ★ ★
Samfara þessu gerðust þau
tíðindi, að Hannibal Valde-
marsson og nokkrir félagar
hans gengu opinberlega til
samstarfs við kommúnista,
misnotuðu völd sín í Alþýðu-
sambandi Islands, til þess að
láta það beita sér fyrir póli-
tískum samtökum svokall-
aðra vinstri manna og stofn-
uðu síðan til kosningabanda-
lags undir nafninu Alþýðu-
bandalag. Kom það sér vel
fyrir kommúnista að geta
hulið sig undir þessu nýja
nafni vegna óvæntra upplýs-
inga austan frá Moskvu, þess
efnis, að skurðgoð kommún-
ista, Stalín, hefði verið brjál-
aður fjöldamorðingi og það
stjórnarfyrirkomulag, sem
kommúnistar höfðu boðað ís-
lenzkri alþýðu sem dýrðar-'
ríki, væri hið versta harð-
stjórnar- og kúgunarskipulag.
★ ★ ★
Nú er að segja frá því, að
haustið 1955, meðan Fram-
Kosningaúrslitin urðu, sem
kunnugt er, stórkostlegur sig-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hlaut flokkurinn 35027 atkv.
og 42,37% allra greiddra at-
kvæða, miðað við síðustu
kosningar. Hefur fylgi flokks-
ins þannig aukizt um nær
6300 atkvæði og hlutfallstala
hans hækkað úr 37,i% í
42,37%. Hefur flokkurinn
ekki haft haft svo háa hlut-
falls tölu atkvæða síðan 1933.
Hins vegar tapaði bandalag
Framsóknarflokksins og Al-
þýýðuflokksins nær 1000 at-
Framh. á bls. 12