Morgunblaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 6
8
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. jan. 1957
HLUSTAÐ Á ÚTVARP
UNGIR OG GAMLIR
Umsjónarmenn páttarins „Um
helgina“ eru nokkuð fundvísir á
að finna skemmtileg viðfar.gs-
efni og skemmtilegt fólk að
rabba við. Tökum til daemis hið
eftirminnilega samtal við frú
Hlín í Herdísarvík, áttræða,
heimsóknina til Jóns Þórðarson-
ar, sem glaður í bragði söng
svo ljómandi vel „Nú árið er lið-
ið“ og „Víst ertu Jesú, kóngur
klár“, 100 ára að aldri. Og nú
síðast er farið var í heimsókn til
hinnar síungu og dáðu leikkonu
okkar, Gunnþórunnar Halldórs-
dóttur, á 85 ára afmæli hennar.
Var þar glatt á hjalla. Þetta
voru allt skemmtilegir fulltrúar
eldri kynslóðarinnar, sem virðist
yngjast upp með hverjum ára-
íugi sem líður.
En þeir félagar láta einnig
málefni æskunnar til sín taka.
Gestur hafði til dæmis í fylgd
með kvenlögreglunni o. fl., hend-
ur í hári snáða, sem voru að
hanga aftan í bíl. Nú ættu börn-
, in að vita, hve þessi leikur getur
verið hættulegur. Því að, eins
og lögreglan, sem yfirheyrði
sökudólgana, sagði: Þeir geía orð
ið undir bílnum, fest sig í hon-
um, flækt sig í keðjunum, ef
um þær er að ræða, orðið undir
öðrum bíl, sem á eftir kann að
koma, og fleira hættulegt getur
komið fyrir í þessum háskalega
leik. Hitt ættu foreldrar og börn
líka að gera sér ljóst, að það
er lögum samkvæmt bannað, að
böm séu úti ein síns liðs eftir
vissan tíma á kvöldin, og lög-
reglan er jafnan í eftirlitsferð
um bæinn að gæta þess, að sett-
um reglum sé hlýtt. Lögregla og
barnaverndamefnd reynir eftir
megni að bægja frá börnunum
hættum á götum borgarinnar, er
geta stafað af umferð, nætur-
rölti eða „sjpppu“-heimsóknum.
Á Þjóðminjasafnið höfðu
nokkrir unglingar lagt leið sína
um helgina, og þar hitti Bjöm
Th. Bjömsson, listfræðingur þá
og notaði tækifærið og fræddi
þá og hlustendur þá um leið, um
ýmsa hluti. M. a. var skoðuð
þarna hin þéttofna karfa Fjaþa-
Eyvindar, og i framhaldi af því
flutti Bjöm Þorsteinsson, sagn-
fræðingur, erindi um þá „sögu-
hetju“. Var erindið hið fjör-
legasta, og eins og sagnfræð-
ingurinn orðaði það, sjáifsagt
holJt þeim, sem aldrei hætta á
neitt og ganga jafnan hálfvolgir
til starfa.
BRÚÐARGJAFIR
Það virðist borga sig fyrir
hjónaefni að taka þátt í Brúð-
kaupsferð Sveins Ásgeirssonar,
þó ekki hljóti þau að lokum hina
þráðu ferð til Suðurlanda. Þama
rignir gjöfunum niður. Væntan-
legur brúðgumi fær „töfragripi“.
eins og pott, sem ekki brennur
við í (Stálumbúðir), svo að hann
geti eldað hinn söguríka hafra-
graut ósangan, annan pott, sem
ekki sýður upp úr (Agnar Breið-
fjörð), svo ekki sjóði upp úr hjá
ungu hjónunum — og svo í til-
bót bleyjupott. Fleira fá hjóna-
efnin frá hinum ágætu kaup-
sýslumönnum, eins og til dæmis
myndaramma, utan um þann
heitt elskaða, skyrtu og albúm.
Og Kjartan Ásmundsson,- sem
á hringana fyrir þá, sem eiga
stúlkuna, býður að velja hring-
ana ókeypis hjá sér.
Það var reyndar ekki nema
von, að Sveinn þyrfti að afsaka
ósk brúðarinnar síðast, því að
engin brúðurin blíð kærir sig um
að vera nein bomba eða sprengja,
ekki einu sinni kynbomba. Orð-
ið sjálft er ógeðfellt. Hin íslenzka
tunga er í eðli sínu svo rök-
föst og kröfuhörð, að hún þolir
ekki ósærð að vera bendluð við
slík erlend „sexy“ tízkuorð, eins
og „sexbomb" og „sex appeal“.
Það síðarnefnda er þó illu heilli
all algengt orðið, og oft heyrist
sagt, að þessi eða hinn hafi sex-
appeal, eða sé svo sexy. Viðkom-
andi þykir þá girnilegur. Það
fagra orð yndisþokki, færi betur
ungri brúður. Sú brúður, sem
hefur bara kynþokka, eins og
kynbomba, væri varla meira en
rétt þokkaleg! En þetta var nú
að bregða sér nokkuð langt úr
„Brúðkaupsferðinni" sem er
ágætur skemmtiþáttur og kepp-
ir við „Um helgina“ hvað vin-
sældir snertir. Enda er þátturinn
gott dæmi þess, að sumir fslend-
ingar geta búið yfir hinum sjald-
gæfa eiginleika í skapgerð fs-
lendinga, að kunna að fara með
og taka léttu gamni eða kímni.
Þó mættu hinir ágætu snilling-
ar, háttvirtir formenn hinna ó-
líkustu nefnda og ráða, vara sig
á því að fara ekki út í öfgar
með glettnina, því að öllu gamni
fylgir nokkur alvara.
ALLT BEZT í HÓFI
Endurtekið efni er á laugar-
dögum, og er þá, eins og nafnið
bendir til, fluttur einhver þátt-
ur, er áður hefur heyrzt í út-
varpinu. Það getur verið gott og
blessað. Einhverjir, sem misst
hafa af góðu efni, fá það þá bætt
upp. Á sunnudögum er endur-
tekið leikrit (síðast „Pí-pa-ki“,
eða söngur lútunnar, eftir Kao
Tongia), sem einnig má gott
heita, að leika af gömlum stál-
þræði gott leikrit, sem Ríkis-
útvarpið á í fórum sínum. En er
ekki full-mikið af því góða að
flytja líka á laugardagskvöldi
endurtekið leikrit, jafnvel þó að
það sé leikrit Þjóðleikhússins og
í eðli sínu mikið og gott leikrit
(sbr. í deiglunni. eftir Arthur
Miller, í þýðingu Jakobs Bene-
—- -------- barnatímanum á sunnudaginn getraun fyrir hlustendur, þann-
ig, að sex þekktir útvarpsmenn
kynntu fyrir hann nokkrar dans-
plötur, og áttu hlustendur að
ráða þá gátu, hverjir hinir mætu
menn væru. Nú er eftir að vita,
hvort hlustendur eru eins næm-
ir fyrir góðum röddum í út-
varpinu, eins og þeir vilja oft
vera láta.
Þ. J. H.
diktssonar. Leikstjóri Lárus
Pálsson). Það væri hressandi að
fá að minnsta kosti stundum eitt-
hvert fjörugt og skemmtilegt leik
rit á laugardagskvöldi, eiíthvað
alveg nýtt á nálinni.
4-H-KLÚBBAR
í Búnaðarþætti minntist Agn-
ar Guðnason, ráðunautur, á starf
semi 4-H-klúbba, þessa félags-
skapar, sem upprunninn mun
vera í Ameríku, og hefur breiðzt
þaðan út víða um lönd. Þessi
félagsskapur virðist vel þess
verður, að honum sé nokkur
gaumur gefinn einnig hér á
landi, enda getur hann víða kom-
ið við, bæði hvað snertir alls
konar störf, heimilislíf og
skemmtanir. Hin fjögur H munu
merkja, ef rétt er hevrt, hugur,
hjarta, hönd og heilsa. Ef allt
þetta fylgist að í einhverju á-
hugamáli, ætti árangur að vera
góður, undir öruggri forustu dug-
mikilli áhugamanna.
HUGSJÓNIR RÆTAST
í Daglegu máli þykir Arnóri
Sigurjónssyni fallegra að segja,
hugsjónir rætast, draumar ræt-
ast, heldur en verða að veru-
leika. Og hann vill, að fólk sé
heitbundið, en ekki trúlofað.
Heitkona, heitmey, þykir honum
og fallegra en kærasta, þó að
allir geti um það verið sammála,
að heitkonan eigi fyrir sínum
heitbundna manni ávallt að vera
(sú) kærasta.
SPURNINGAR í BARNATÍMA
Getraunir og spurningar eru
vinsæl skemmtiatriði um þessar
mundir í útvarpi og víðar. í
hafði Skeggi Ásbjarnarson, kenn
ari, fjörugan spurnarþátt með
nokkrum bömum. Stóðu þau sig
vel, og er líklegt, að bömin, sem
á hlýddu, hafi haft skemmtun
af. —
ÞEKKTUÐ ÞEÐ RÖDDINA?
Um kvöldið lagði Ólafur
Stephensen í danslagaþættinum
Frú Eba Friðriksson
Mifiningarorð
F. 28. apríl 1902 — D .11. jan. 1957
NÚ ERTU HORFIN — þú sem
haíðir verið mér trygg vina meira
en 20 ár. Ég á erfitt með að átta
mig á þessu. Þegar ég heimsótti
þig í veikindum þínum, fannst
mér þú vera alltof ung og lífs-
glöð og eiga svo margt ógert, áð-
ur en þú hvarfst héðan. Þú, sem
alla tíð meðan lífið entist, varst
þrungin orku og athafnamætti,
starfaðir ár og síð meðan dagur
var á lofti og ávallt svo að af bar,
bæði á vinnustað og í heimahús-
um og kunnir aldrei að hlífa
sjálfri þér.
Það eru ekki liðnir nema fá-
einir mánuðir síðan ég sá hið
innilega og glaða bros þitt, og
fann ylinn af fórnarlund þinni,
sem ávallt var reiðubúin að vinna
öðrum gagn, ýmist þeim sem þú
unnir eða hinum, er þú taldir
þaifnast aðstoðar þinnar. Aldrei
léztu neinn synjandi frá þér fara.
Ef þú gazt á nokkurn hátt leyst
vandann, þá varstu ætíð reiðu-
búin til hjálpar. Sumir þurftu
aðeins að sækja til þín góð ráð,
aðrir höfðu komizt í bráðan
vanda í lífsbaráttunni, og enn
aðrir lágu einmana ,sjúkir, svang-
ir, án aðhlynningar, og þú komst
til þeirra, þú gafst þeim gjafir af
ríkri og hlýrri samúð með bág-
sbrifar ur
daglega lífinu
Hs
ÉR birtist bréf frá Hauki
Kristjánssyni, sem er yfir-
læknir á Slysavarðstofunni í
Heilsuverndarstöðinni.
Hjálpin berst.
Iheiðruðu blaði yðar 13. jan. ’57,
er sagt frá tveim umferðarslys
um frá 12. jan. sl. Hið fyrra varð
á Hafnarfjarðarvegi og stendur
eftirfarandi meðal annars í frá-
sögninni:
„ ... en er lögreglumenn komu
á vettvang var búið að flytja öku-
manninn í Slysavarðstofuna.
Ekki er vitað hver héf kom mann
inum til „hjálpar". Sem kunnugt
er getur verið lífshættulegt að
einhver og einhver taki slasað
fólk og flytji það lengri eða
skemmri leið“.
Um síðara slysið segir svo:
... Bílstjóranum varð það á
að taka drenginn beint upp af
götunni og flytja hann að órann-
sökuðu máli í Slysavarðstofuna".
í flestum tilfellum verður sú
hjálp bezt slösuðu fólki, að koma
því sem fyrst í læknishendur og
tel ég furðulegt, er menn fá ávít-
ur fyrir slíkt og talað um að þeim
„verði á“ eða hjálp þeirra skreytt
háðsmerkjum í frásögn blaðanna.
Því fer fjarri að ég mæli bót
óþörfu óðagoti er slys ber að
höndum, því vitaskuld getur slíkt
verið lífshættulegt. Séu aðstæður
þannig, að hægt sé um vik að ná
í hjálp, t.d. sjúkrabíl, er það
sjálfsagt.
Hitt ætti öllum að vera ljóst, að
slasaður maður á götum eða þjóð
vegum úti í kalsaveðri þarf á
bráðri hjálp að halda, og er þá
afsakanlegt þótt svo kunni að
fara, að hann verði fluttur „að
órannsökuðu máli i Slysavarð-
stofuna“.
B
Tilmælí lögreglu.
LAÐIÐ er yfirlækninum fylli-
lega sámmála am það, að vita
skuld er það höfuðnauðsyn, að
koma slösuðum mönnum undir
læknishendur hið allra fyrsta. En
hitt ber líka að athuga, að blöðin
hafa iðulega brýnt það fyrir al-
menningi samkvæmt tilmælum
lögreglu, að komi einhver
að slösuðum manni liggjandi á
götu getur verið varhugavert í
meira lagi að troða hor.um inn í
venjulegan bíl og aka á sjúkra-
hús. Hafa blöðin bent á að undir
slíkum kringumstæðum eigi að
bíða sjúkrabifveiðar og sjúkra-
liða sem til sjúkraflutninga slas-
aðra kunna, en meðan beðið er
eftir sjúkrabílnum að hlúa á allan
hátt að hinum slaðaða og hreyfa
hann sem allra minnst, Við það
var átt í þeirri fregn blaðsins,
sem læknirinn gerir sérstaklega
að umtalsefni.
Hlé hljómlistarmanna.
ÞÁ hefi ég fengið bréf frá hljóð-
færaleikara. ípjallar hann
um það sem stúdentinn ungi sagði
hér í dálkunum á sunnudaginn,
um það, hve lengi tónlistarmenn-
irnir á Hótel Borg tækju sér hlé
frá vinnu sinni, nær hálftíma á
hverju kvöldi, þótt vinnutími
þeirra sé ekki nema tveir og hálf-
ur tími.
„Bréf-höfundur yðrr „ungi
stúdentinn“ í Morgunbl. 13. jan.
er óánægður yfir því að hljóm-
pípumenn er leika á öldurhúsum
í tvo og hálfan klukkutíma, taki
sér nær hálftíma hlé. (25 mín.)
Ég er honum alveg sammála,
þetta er kannske óþarílega iangt.
En, hví þarf þetta að vera svo?
Svarið við þessu og reyndar
ýmsu öðru er betur rnætti fara
í sambandi við hljóðfæraleik er
ofur einfalt. Veitingamannasam-
bandið vill enga samvinnu né
samninga við hljóðfæraleikara.
íslenzkir hljóðfæraleikarar eru
ekki til, segja þeir, og hljóm-
áfram að hvíla sig í nær hálftíma
á kaffikvöldi þar til veitinga-
menn viðurkenna og semja við
isl. hljóðfæraleikara. Hlutur sem
&
yrði áreiðanlega báðum aðilum til
hagræðis og góðs.
Varðandi þetta bréf er þó aug-
ljóst, að það á svo sannarlega
ekki að koma niður á gestunum
þótt einhver deila kunni að
standa á milli veitingamanna og
tónlistarmanna og það er fráleitt
að ætla sér að knýja fram samn-
inga á þennan hátt.
Ritiff bréf.
AÐ þessu 3Ínni vil ég hvetja les-
endur þessaia dálka til þess
að skrifa mér bréf, þegar þeim
finnst tilefni gefast, um allt sem
þeim dettur í hug eða liggur á
hjarta. Bréfin eru vel þegin og ef
þau varða einhver þau mál, sem
athyglisverð eru þá verður þeirra
án efa getið hér í dálkunum.
Helzt séu þau sem stytzt og vél-
rituð. Ef þau eiga að birtast, þá
þarf nafn að fylgja sem auðvitað
pipumaðurinn á Borginni heldur verður haldið leyndu, ef óskað er.
stöddum, þú fjarlægðir skamm-
degismyrkrið úr sálum þeirra
með brosi þínu. Þú gafst
sjálfa þig og meira er
ekki á valdi neinnar mann-
legrar veru. Ég mæli bæði
af eigin reynslu og fyrir hönd
ar.narra, sem eiga þér mörg góð-
verx að gjalda. Líklegt þykir mér
þó, að þú hafir stundum orðið fyr
ir vonbrigðum, sökum þess að sú
hjálp, sem þú hafðir látið í té,
bar ekki tilætlaðan árangur, en
þú varst alltaf söm, því hatur og
óvild var óþekkt í skapgerð þinni.
Þegar ég heimsótti þig undir
lokin, og farið var að syrta i
lofti, leitaði ég enn eftir gamla,
kunna brosinu þínu, þarna var
það ennþá, en það var orðið
dauft, þreytulegt og fjarlægt. Ég
er ekki viss um að þér hafi verið
ljóst að hverju stefndi, kæra,
góða vina, en góður Guð var
miskunnsamur, þegar hann lét
þig sofna blítt til hinztu hvíldar,
hlífði þér við þjáningum og frek-
ari orrustum við dauðann.
Ég hugsa með samúð til gam-
allar móður þinnar í Danmörku,
sem legið hefur veik í nærfellt
þrjú ár. Hvílíkur harmur hlýtur
ekki að vera að henni kveðinn,
þegar hún fregnar, að eina barnið
hennar sé horfið úr þessum
heimi.
Eba Friðriksson fæddist í Dan-
mörku 28. apríl 1902 og lézt 11.
janúar 1957. Eftir hana lifa mað-
ur hennar, Dr. Árni Friðriksson,
og dóttir þeirra, Anna. tengda-
sonur og þrjú börn.
Með síðustu kveðju,
þín Grethe Skúlason.
Húnvetningar hylla
Huldu Á. Slefáns-
dóltur
SEXTUGSAFMÆLI átti frú
Hulda Stefánsdóttir, skólastýra
Kvennaskólans á Blöndósi á nýj-
ársdag. Skólaráð, Kvenfélags
Sveinsstaðahrepps og margir aðr-
ir vinir og nágrannar frú Huldu
heimsóttu hana í skólann að þessu
tilefni og færðu henni heillaósk-
ir og heiðursgjafir, en skólan-
um eirmynd af frúnni.
Var þar lengi setið að borðum
í góðum fagnaði, margar ræður
fluttar til að minnast starfs af-
mælisbarnsins bæði sem hús-
freyju á frægasta höfuðbóli hér-
aðsins, Þingeyraklaustri, og skóla
stýru við þennan elzta húsmæðra
skóla utan Reykjavíkur, en frú
Hulda svaraði fyrir sig að lokum
með snjallri ræðu. — Fréttaritari.