Morgunblaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 8
8
MORGZJTSBT/AÐIÐ
Fimmtudagur 17. jan. 1957
mtMðMfr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Kosningar í verka-
lýðsfélögunum
Um bessar mundir eru að hefj-
ast stjórnarkosningar í verka-
lýðsfélögunum víðs vegar um
land. Af því tilefni er ástæða til
að lítast um og athuga ástand og
horfur innan þessara þýðingar-
miklu samtaka verkafólksins.
Þegar kosningar fóru fram til
Alþýðusambandsins á sl. hausti
var það skoðun margra lýðræðis-
sinna innan samtakanna, að lýð-
ræðisöflunum bæri að standa
saman við þessar kosningar gegn
kommúnistum. — í mörgum
verkalýðsfélögum varð niðurstað
an einnig sú, að allir lýðræðis-
sinnar, hvar í flokki sem þeir
stóðu, snéru bökum saman og
báru fram sameiginlega lista við
fulltrúakjörið á þing Alþýðusam
bandsins. Þar sem slík samvinna
tókst urðu kommúnistar yfirleitt
undir.
Kommúnistar ráku upp rama-
kvein mikið fyrir þessum sam-
tökum lýðræðissinna. Töldu þeir
vinstra samstarfinu um ríkis-
stjórn jafnvel stefnt í bráða
hættu ef svo færi fram, að lýð-
ræðissinnar hefðu með sér sam-
tök gegn þeim innan verkalýðs-
samtakanna. Skeðu þá þau und-
ur, að einstakir ráðamenn Fram-
sóknarflokksins og Alþýðuflokks-
ins tóku ráðin af flokksmönnum
sínum í verkalýðsfélögunum og
fyrirskipuðu þeim samvinnu við
kommúnista!
Niðurstaðan af þessurn kloín-
ingi lýðræðissinna varð svo sú, að
kommúnistar náðu nokkurra at-
kvæða meirihluta á Alþýðusam
bandsþingi.
Hvers konar vinstra
samstarf“ buðu komm-
únistar upp á?
Það er athyglisvert að minn-
ast þess nú, þegar kosningar
fara á ný fram innan verka-
lýðssamtakanna, hvers konar
„vinstra samstarf“ kommúnist
ar buðu upp á innan Alþýðu-
sambandsins þegar á þing þess
kom. Þeir gerðu hinum sam-
starfsflokkum sínum í ríkis-
stjórn tiiboð um þátttöku í
stjórn Alþýðusambandsins,
sem var í því fólgið að hún
skyldi verða nokkurn vegin
einlit kommúnistastjórn. Al-
þýðuflokkurinn átti til mála-
mynda að fá að hafa þar örfáa
fulltrúa.
Þessu tilboði kommúnista um
„vinstra samstarf" var vitanlega
hafnað. í raun og veru var það
alls ekki tilboð um samstarf, held
ur um algera yfirdrottnun komm
únista yfir heildarsamtökum
verkalýðsins.
Þegar kosið var um stjórn sam-
bandsins urðu kommúnistar þar
yfirleitt ofan á með örfárra at-
kvæða mun. Sáu þá allir heilvita
menn, hversu ömurlegar afleið-
ingar klofningur lýðræðissinna í
kosningunum til Alþýðusam-
bandsþings hafði haft. En megin
ábyrgðina á honum bar sjálfur
forsætisráðherra vinstri stjórnar-
innar, sem kommúnistar höfðu
krafizt að skærist í leikinn til
þess að hindra þá samvinnu, sem
hinn lýðræðissinnaði verkalýður
í hinum ýmsu félögum hafði talið
eðlilega og sjálfsagða í barátt-
unni gegn kommúnistum.
UTAN UR HEIMI
£flir 7 vilznci ótrit
jjelv' lohó á flalzL
^ydndvea «2\
i/oni
E
Óháð samvinna
lýðræðissinna
Nú er að nýju gengið til kosn-
inga innan verkalýðssamtakanna
Aftur reka kommúnistar upp óp
mikið og lýsa því yfir, að vinstri
samvinnan í ríkisstjórn hljóti að
hafa í för með sér stuðning Al-
þýðuflokksmanna og Framsóknar
manna við kommúnista innan
Jaunþegasamtakanna. Ef slíkur
stuðningur verður ekki veittur
hóta þeir öllu illu.
Óhætt er að fullyrða, að það
sem gerðist í Alþýðusambands
kosningunum og á þingi sam-
bandsins í haust hafi gert flest
um ef ekki öllum lýðræðis-
sinnum það Ijóst, að þeitn ber
nú að vinna saman gegn
kommúnistum.
Það liggur nú fyrir fullsannað
að með vinstra samstarfi, sem
kornmúnistar sífellt klifa á, meina
þeir ekkert annað en einhliða
yfirdrottnun sína innan san.tak-
anna.
Þetta sannar margra ára
reynsla af einingarhjali komm-
únista.
Það sem nú liggur þess
vegna beint við, að hafizt
verði handa um er einhuga og
falslaus samvinna lýðræðis-
sinna innan verkalýðssamtak-
anna, hvar i flokki sem þeir
standa. Þessi samvinna verður
ekki hafin vegna neinna flokks
fyrirmæla heldur vegna skiln-
ings verkalyðsins á nauðsyn
þess, að lýðræðissinnað fólk
efli samstarf með sér gegn
einræðis- og ofbeldisstefnu
kommúnista.
Allur heimurinn horfir í dag á
hinn alþjóðlega kommúnisma af-
hjúpaðan og grímulausan. Frelsis
unnandi fólk innan íslenzkra
verkalýðssamtaka getur ekki lýst
trausti sínu á kommúnistttm með
því að styðja þá til valda og á-
hrifa innan félagasamtaka þess.
Fyrir nokkrum dögum hefur for-
maður kommúnistaflokksins hér
á landi lýst yfir aðdáun sinni á
þeim sósíalisma, sem verið sé að
framkvæma í „þriðjungi“ heims-
ins, þar á meðal í Ungverjalandi.
Heiðarlegt samstarf þótt
margt beri á milli.
I.ýðræðissinnað fólk innan
veikalýðssamtakanna greinir
vafalaust á um margt, einnig um
afstöðuna til núverandi stjórnar-
sarnstarfs. En það á engu að síður
að geta tekið upp heiðarlegt og
einlægt samstarf um að eyða á-
hrifum kommúnista innan laun-
þegasamtakanna. Slík samvinna
tókst árið 1948 með þeim árangri
að kommúnistar voru rcknir frá
völdum í Alþýðusambandinu.
Sama sagan verður að ger-
ast nú. Innan hvers einasta-
verkalýðsfélags Iandsins verða
frjálslyndir menn að taka jjpp
sameiginlega baráttu gegn
kommúnismanum.
kki voru liðnir nema
tveir dagar frá því að Andrea
Doria sökk eftir áreksturinn við
Stockholm, er nokkrir menn
komu saman í New York og
ákváðu að gera út leiðangur og
freista þess að kafa niður að flaki
Doriu og taka kvikmynd af því.
Kafarar voru 11 talsins — og
meðal þeirra tveir af frægustu
og reyndustu köfurum og neðan-
sjávar kvikmyndatökumönnum
heims. Voru það Bandaríkjamað-
urinn Dumas og Frakkinn Malle.
Alls voru þeir 50, sem að leið-
angrinum stóðu.
Svo sem kunnugt er sökk
Andrea Doria skammt fyrir utan
New York, undan eyjunni Nan-
tucket. Liggur skipið þar á stjórn-
borðshlið — á um 240 feta dýpi.
Ei
inn leiðangursmanna
átti bát, sem hafði hin nauðsyn-
legustu tæki — svo sem berg-
málsdýptarmæli. Bækistöðvum
var komið upp á eyjunni Nan-
tucket, því að þeðan var stytzt
á gtrandstaðinn. Er allt var til-
búið — og halda átti af stað,
skall á ofsaveður, sem hélzt í
tæpa viku — svo að ekki var
látið úr höfn fyrr en slotaði. Enda
þótt nákvæm staðarákvörðun
hefði verið gerð á strandstaðnum
var viðbúið, að nokkurn tíma
tæki að finna flakið.
Jona
— og hélt hann til New York —
með bát sinn.
N<
ú voru góð ráð dýr.
Var allur hinn kostnaðarsami
undirbúningur nú til einskis orð-
inn? Áttu þeir að hætta við —
bláfátækir — eftir þetta brölt?
Þeir höfðu fundið flakið — og
ekki vantaði nema herzlumuninn
— gott veður — þá voru þeir
orðnir ríkir. Nei, kafararnir vildu
ekki hætta tilraunum. Nýr bátur
var leigður, og enn var beðið
byrjar. Brátt voru nú liðnar sex
vikur síðan undirbúningur var
hafinn — og gátu þeir varla hald-
ið áfram lengur, ef ekki rættist
brátt úr — hvað veðrið snerti.
En öll óveður styttir upp um
síðir — og svo var einnig að
þessu sinni. Báturinn lét úr höfn
— og kafararnir bjuggust við
langri köfun, enda höfðu þeir lát-
ið fylla alla stálgeymana súr-
efni á ný. Enda þótt „baujurnar"
væru horfnar, veittist þeim félög-
um jafnauðvelt að finna flakið
nú og í fyrra sinnið. Þungum
dreka var sökkt til botns og í
hann fest lína sú, er kafararnir
ætluðu að fika sig eftir niður í
djúpið.
En
hæfni og reynsla
kafaranna kom skjótt í ljós. —
Veittist þeim auðvelt að finna
hvar hið sokkna skip lá á
botni vegna olíubrákarinnar, sem
stöðugt barst frá flakinu — og
hins jafna straums, sem er á
þessum slóðum. Áður en varði
sýndi bergmálsdýptarmælirinn,
að þeir voru yfir flakinu og
„baujum" var varpað út til þess
að auðkenna staðinn. Kafararnir
fóru niður til þess að venjast
þrýstingnum á djúpsævinu og
búa sig undir myndatökuna. Þó
fóru þeir ekki alla leið niður að
skipsflakinu í fyrstu atrennu, en
starfið átti að hefjast árla næsta
dag. En enn voru veðurguðirnir
óhliðhollir leiðangursmönnum —
og óveður skall á að nýju og
hindraði allar aðgerðir. í viku var
legið í vari — og þá var þolin-
mæði bátseigandans, sem einnig
tók þátt í leiðangrinum, þrotin
D.
umas fór á undan, en
Malle kom fast á eftir. Sjórinn
var hlýr og tær og hugsuðu þeir
gott til glóðarinnar. Malle var
með kvikmyndavél, sem ein
göngu var ætluð til töku neðan
sjávarmynda — og einnig hafði
hann sterkan ljóskastara með-
ferðis til þess að lýsa upp mynda
tökusviðið, ef ráðizt yrði til inn-
göngu í skipið. Á 70 feta dýpi
komu þeir skyndilega niður á
kaldara lag í sjónum. Straumur
verið, en hins vegar varð nú óð
var engu minni en ofar hafði
um myrkara. „Þetta var eins og
að drekka fryst kaffi — að koma
í þetta kalda lag. Skyggni var
nú aðeins 10 fet. Ég leit oft upp
til þess að fylgjast með Malle,
sem kom á eftir mér. Hann virt-
ist reikull skuggi, sem bar við
daufgula dagskímuna að ofan.
Þetta var ekki uppörvandi“ —
Þannig fórust Dumas orð síðar,
er hann kom aftur upp á yfir-
borðið.
160 feta dýpi áttu
kafararnir að koma niður á lá-
Þannig sýndi bergmálsdýptarmælirinn skipsflakið, sem lá á hlið
á tiltölulega jöfnum botni.
Dumas fór á undan upp og úr 70
feta dýpi birti skjótt.
rétta bakborðshlið Andrea Dorea,
en enn kom ekkert í ljós. Það
sýndi, að þeir höfðu ekki hitt
beint niður á flakið. „Ég var
hræddur við að fara lengra niður
í myrkrið", sagði Dumas. Hann
þekkti hafdjúpið of vel til þess
að vera líklegur til að leika ein-
hvern kappa undir þessum kring-
umstæðum. „Ég óttaðist að flækj-
ast í vírum eða einhverju slíku
drasli á hafsbotni — og geta ekki
losað mig þar eð ég sá nú ekki
lengra frá mér en fjögur fet“. Á
175 feta dýpi höfðu þeir enn ekki
orðið varir við flakið — og þeir
fóru niður fyrir 200 fet.
rlndartaki síðar fundu
þeir eitthvað hart undir fótum
sínum. Er kveikt var á ljósker-
inu komust þeir að raun um að
þeir höfðu komið niður á kjöl
skipsins — og munaði litlu að
þeir færu framhjá — niður til
botns. Kafararnir fundu til sljó-
leikans, sem lagðist þungt á þá
vegna hins mikla þrýstings. Þeim
virtist skipsskrokkurinn umvaf-
inn dimmri þoku — og þeir
greindu aðeins örlítinn blett —
þar sem þeir stóðu. „Þetta hefði
getað verið í þurrkví í London,
því að hvergi verður þokan jafn
svört og þar“ — sagði annar
þeirra síðar. Er þeir voru að
þreifa sig áfram — upp á bak-
borðshliðina — greindi Dumas
skyndilega í skímunni við andlit
sitt — aflangt ferlíki með mjúk-
ar útlínur. Hann stanzaði sam-
stundis og horfði á þetta með eft-
irvæntingu. Hann bjóst við að
það hreyfðist. Honum virtist það
vera hákarl, stór hákarl. En fer-
líkið haggaðist ekki — og Dumas
hætti á að rannsaka dálítið betur
hvað þetta var. Þá sá hann, að
þetta var skrúfublað, eitt hinna
risastóru skrúfublaða hafskipsins,
sm aldrei mundi hreyfast framar.
* eir voru nú komnir
upp á hliðina. Skyggni var lítið
— og jókst ekki nægilega mikið,
þó að ljósið væri tendrað, til þess
að hægt væri að taka kvikmynd,
sem gagn yrði að. Er Dumas var
að rjála við borðstokkinn á báta-
pallinum, kveikti Malle á ljósker-
inu og lét kvikmyndatökuvélina
ganga andartak. Hann vissi, að
þetta var árangurslauSt, leiðang-
urinn hafði orðið til einskis. Menn
irnir tveir gerðu enga tilraun til
þess að fara inn í skipið. Þeir
héldu af stað og fóru hægt. Þeir
höfðu varið sjö vikum til þessa
starfs, en nú héldu þeir heim með
tvær hendur tómar. Tuttugu
sekúndna filmu — og það slæma
filmu — var ekki hægt að sýna
neinum.