Morgunblaðið - 08.02.1957, Side 8

Morgunblaðið - 08.02.1957, Side 8
8 MORCUNBLAmrt Föstudagur 8. febrúar 1957 fHiOiCgmííl&foifo títg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarai Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Áraj Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritsíjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Ríkisstjórn húöflett í útvarpi ALLIRjfslendingar urðu vitni að því s. 1. mánudagskvöld að ríkis- stjórn landsins var húðflett í út- varp. Má segja að þetta hafi ver- ið all-sérkennilegur atburður. Engin ríkisstjórn hefur nokkru sinni fengið slíka útreið í út- varpsumræðum. Það sannaðist á stjórnina við þetta tækifæri, að hún hefur svik- ið loforð sín og yfirlýsingar í öll- um meginatriðum. Einn af ráðherrum vinstri stjórnarinnar hefur lýst þeirri skoðun sinni, að stjórn, sem þannig hagaði sér bæri að segja af sér. Orðaði hann þá skoðun á þessa leið: „Sú stjórn, sem gerir slíkt á að fara“. En þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu og þá staðreynd að þessi stjórn hefur svikið ÖH sín Iof- orð á rúmiega hálfu ári situr hún sem fastast. Og hún fellir meira að segja tillögur Sjálf- stæðismanna um að gefa þjóð- inni kost á að kveða upp dóm sinn að nýju. í útvarpsumræðunum reyndi vinstri stjórnin ékki einu sinni að sanna að hún hefði efnt loforð sín. Þvert á móti reyndi hún að nota sinn þrefalda ræðutíma til þess að skamma Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að bera ábyrgð á verðbólgunni. Allir viti bornir menn vita þó, að á henni ber stærsti stjórnarflokkurinn, komm únistar, mesta ábyrgð. Það voru þeir, sem hrundu af stað hinum pólitísku verkföllum árið 1955. En í kjölfar þeirra sigldi taum- laust kapphlaup milli kaupgjalds ©g verðlags. Af því leiddi síðan aýja sleatta og tolla til þess að afla útflutningsframleiðslunni aukins stuðnings. „Prófsteinninn á stjórnina“ Það er ástæða til þess að minna enn einu sinni á yfirlýsingar vinstri stjómarinnar, er hún settist að völdum. Forsætisráð- herrann komst þannig að orði að ástandið í efnahagsmálunum væri „helsjúkt". í öðru lagi var því lýst yfir að „niðurgreiðsluleiðin er engin frambúðarlausn heldur hættuleg svikaleið, sem brátt hefnir sín“. í þriðja lagi væru bráðabirgða- ráðstafanir þýðingarlausar. Síðan sagði forsætisráðherrann: „Nú þarf meginþorri þjóðar- innar að vera samtaka um að búa sig undir þær ráðstafanir, sem til frambúðar mega verða. Ef það tekst og því aðeins að það takist mun þjóðin skapa sér heilbrigða atvinnuvegi". Síðar komst forsætisráðherr- ann þannig að orði, að það væri „prófsteinninn á stjórnina“, hvort henni tækist þetta. Takist þetta ekki sé stefnt út í glötun, segir hinn mikli veiðimaður. Hvert hefur veiðimað- urinn leitt þjóðina? Upp á fyrrgreindar yfirlýsing- ar tók Hermann Jónasson ís- lenzku þjóðina við hönd sér. En hvert hefúr hinn mikli veiðimað- ur, sem veit hvernig litum klæð- um menn eiga að klæðast í veiði- landinu, leitt hana? Hvað hefur hann gert? Hefur hann snúið við af „svikaleiðinni" eða hefur hann leitt sinn hjart- fólgna „almúga" lengra fram á f eigðarbr autina ? Hvernig svara sjálfar stað- reyndirnar og reynslan, sem er ólygnust allra málflytjenda, þess- um fyrirspurnum? Þannig, að aldrei hafa uppbótargreiðslurnar til framleiðslunnar verið hærri, aldrei hefur veldi uppbótarstefn- unnar verið meira, aldrei fleiri bráðabirgðaúrræði, aldrei hærri skattar og tollar lagðir á „almúg- ann“. Þetta eru þá efndirnar á hin- um glæstu fyrirheitum um „ráðstafanir, sem til frambúð- ar mega verða". Þannig „brýt- ur“ hinn mikli veiðimaður „í blað í efnahagsmálunum“. Þannig snýr vinstri stjórnin burt frá „svikaleið“ uppbótar- stefnu og skattálaga á alþýðu manna!! Myllusteinninn mikli Hin „varanlegu úrræði“ vinstri stjórnarinnar, sem áttu að verða prófsteinninn á getu hennar hafa þannig orðið að miklum og þung- um myllusteini um háls hennar. Stjómin stendur uppi berskjöld- uð og berstrípuð. Það er marg sannað á hana, bæði í útvarpi frammi fyrir alþjóð og alls staðar annars staðar, þar sem opinber mál eru rædd, að hún hefur ekki staðið við eitt einasta af aðal- loforðum sínum. Hún hefur meira að segja etið þá yfirlýsingu ofan í sig, að betra væri að vanta brauð en hafa her í landinu. Á engin fordæmi í íslandssögunni Það er nú „prófsteinn" á póli- tískan þroska íslendinga, hvort hægt er að bjóða þeim slíka framkomu, hvort vinstri- stjórn- inni á að haldast það uppi að segja það hvítt sem áður var svart og telja það, sem áður átti að leiða til hruns og glötunar, bjargráð og hreina sáluhjálp. Þess eru engin fordæmi í íslandssögunni, að nokkrir stjórnmálaleiðtogar hafi hag- að sér þannig. Má raunar segja að það sæti mestu furðu að leiðtogar vinstri stjórnar- innar skuli þora að líta <upp á nokkurn mann eftir allt sitt ofaníát og svik á loforðum sín- um gefnum frammi fyrir ai- þjóð. Útvarpsumræðurnar hreinsuðu andrúmsloftið verulega. Eftir þær er enginn í minnsta vafa um það, að vinstri stjórnin stendur uppi eins og þvara, úrræðalaus og berskjölduð. UTAN UR HEIMI Pri nnóeóócin ven Éur ieiL^imiL i enncin Birgitta prinsessa getur stokkið höfuðstökk eins og hver annar. F yrir 30 árum birtist grein í einu Stokkhólmsblaðanna þar sem konungsfjölskyldan og hirðsiðir voru tekin til umræðu. Greinarhöfundur áleit, að á næstu áratugum yrðu miklar breytingar á lífi konungborins fólks. Sýnt væri, að þjóðhöfð- ingjar — ekki eingöngu sænski konungurinn — heldur og flest- ir þjóðhöfðingjar Evrópu, væru óðum að tileinka sér siði og venj- ur almúgans. Bilið milli þjóð- höfðingja og þjóðar væri að styttast. Mörgum lesendum þótti það ganga næst guðlasti, er greinarhöfundur spáði því, að sænsku prinsessurnar yrðu farn- ar að sauma kjóla sína sjálfar eftir 100 ár. Þá gegndu þær ef til vill almennum störfum — og ættu jafnvel sæti á þingi. 0 irgitta prinsessa, elzta dóttir Sibyllu prinsessu — og systir sænska ríkiserfingjans, Karls Gústafs, er nú tvítug að aldri. Hún er þegar byrjuð að sauma kjóla sína og brátt mun hún brautskrást úr íþrótta- kennaraskóla í Stokkhólmi og hyggst á næstunni gerast í- þróttakennari. Er fyrrgreind blaðagrein var rituð, fyrir 30 árum, þótti slíkt óhugsandi og óviðeigandi. Nú þykir það sjálfsagt — já, tímarnir breyt- ast — og mennirnir með. Indverjar eru nú óðum að semja sig að siðum og háttum Evrópumanna. Það nýjasta á þessu sviði er það, að Indverjar hyggjast nú taka upp metrakerf- ið — og einnig ætla þeir að inn- leiða Celsiushitamæli í stað Fahr- enheit, sem þeir hafa notað hing- að til. Þessi skipti á hitamælakerfi hafa heldur en ekki komið róti á hugi Indverja. Hitinn er nefnilega yfirleitt aðalumræðu- efni þeirra. Fáir eiga hitamæla, en dagblöðin birta ávallt hitastig dagsins — og það er það fyrsta, sem lesendurnir leita að í blöð- únum. í 50 stiga hita (á Fahren- heit) hafa menn yfirleitt skolfið — og þið getið ímyndað ykkur hvernig mönnum líður þar suð- ur frá, er þeir sjá í blöðunum, að hitinn sé nú allt í einu kominn niður í — ja, 8—10 stig. Þeir gætu beinlínis króknað af til- hugsuninni um þetta lága hita- stig. Eitt af stærstu blöðum Indlands hefur birt forystugrein um hið mikla vandamál, sem skapazt hefur við breytingu þessa og segir, að fyrstu dagana hafi fólk ekki áttað sig á þessu og hafi það haft mjög truflandi áhrif á daglegt líf manna. Fjöldinn all- ur hafi ekki þorað að fara út fyrir dyr, vegna þess að blöðin sögðu allt í einu frá miklu lægra hita- stigi, en áður hafði verið. Margir héldu sig fárveika og sendu eftir lækni vegna þess að þeir fundu ekki þá „hitabreytingu“, sem blöðin skýrðu frá. Kenndi blaðið mönnum einfalt ráð til þess að breyta Celsiusgráðunum í Fahren heit til þess að þeir gætu gengið úr skugga um hve hitinn væri í rauninni mikill. Heyrzt hefur, að Saud konungur Saudi Arabíu, sem nú ?r staddur í Bandaríkjunum, hafi ^ert mikla pöntun hjá General Motors bifreiðaverksmiðjunum í Bandaríkjunum. Talsmaður verk- Saud kaupir Cadillaca smiðjustjórnarinnar hefur hvorki fengizt til þess að staðfesta né neita orðrómnum, sem segir, að hér sé um að ræða 60 Cadillac- bifreiðir. Eiga þær að vera sérstakrar gerðar — skotheldar og með rúð- um, sem ekki sést inn um held- ur aðeins út um. Sumar verða með skotraufum fyrir lífverði konungs, aðrár sérstaklega útbún ar til eyðimerkur- og veiðiferða, Að innri gerð munu þær verða mjög íburðarmiklar — og segir m. a. í fréttinni, að sígarettu- kveikjarar verði lagðir smarögð- um — bvað þá heldur annað. * Fyrir nokkru lauk árlegri fegurðarsam- keppni karl- manna í Mai- son de Chinie 'í París. í þess- ari keppni tóku þátt karlmenn frá allflestum Evrópulöndum. Að þessu sinni var tvítugur Frakki, James Mathe, kjörinn fegursti karl- maður Evrópu. Hvernig lízt ykkur á hann — stúlkur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.