Morgunblaðið - 08.02.1957, Qupperneq 9
Föstudagur 8. febrúar 1957
MORCUNBLAÐIÐ
9
Hörb kosningabarátta þegar
hafin í Vestur-Þýzkalandi
Almenningur hallast að
tveggja flokka kerfi
ÍZOSNINGABAR- ]
** ÁTTAN er nú'
þegar hafin af miklu
kappi í Vestur-Þýzka-
landi, þótt kosningar
fari ekki fram fyrr en
í september n. k. Höf-
uðbaráttan stendur
milli tveggja stærstu
flokkanna, flokks Ad-
enauers, CDU og
Jafnaðarmannaflokks
ins, SPD.
FLEIRI OG FLEIRI VILJA
TVEGGJA-FLOKKA-KERFIÐ
Eins og stendur, eru auk
hinna tveggja stóru flokka nokkr-
ir smærri flokkar í vestur-þýzka
þinginu. En meðal almennings er
vaxandi hreyfing í þá átt að
skipta sér upp milli tveggja aðal-
flokkanna við kosningarnar. „Við
höfum lært það af reynslu Wei-
mar-lýðveldisins á árunum frá
1918—1933 hvílík bölvun smá-
flokkarnir eru“, segja margir
Vestur-Þjóðverjar. Skoðanakann-
anir staðfesta, að kjósendur leita
mjög frá smáflokkunum. f janú-
ar s.l. var talið, samkvæmt slíkri
könnun, að 84% mundu kjósa ann
að hvort CDU eða SPD en árið
Rheinhold Meier
Gifting eftir kosningar
1953 fengu þessir flokkar 75%
atkvæða og 1951 aðeins 61% við
kosningarnar, sem fóru fram á
þessum árum. Smáflokkarnir virð
ast því eiga erfiðara uppdráttar
eftir því sem lengra líður. Skoð-
anakannanirnar sýna, að hlutfall
þeirra meðal kjósenda hefur að
undanförnu lækkað um 1% á
hverjum mánuði Haldi þessi þró-
un áfram, er ljóst, að það er ekk-
ert rúm fyrir neitt „þriðja afl“
1 þýzkum stjórnmálum. Eftir
verða aðeins tvö öfl, CDU og
SPD.
SMÁFLOKKARNIR
Um skeið leit svo út sem flótta-
mannaflokkurinn, BHE yrði öflug
ur, en nú hafa flóttamennirnir
eða flóttafólkið komið sér fyrir
í Vestur-Þýzkalandi, fengið þar
fastar stöður 1 atvinnuvegum
landsins og hefur þessi flokkur
því mjög dregizt saman. Hinn
svonefndi „Þýzki-flokkur“ og
„Bayjara-flokkurinn“ hafa aðeins
staðbundna þýðingu. Það ákvæði
er 1 lögum Vestur-Þýzkalands, að
til þess að ná þingsetu verði flokk
ur að fá að minnsta kosti 5%
atkvæða og þrjá þingmenn kosna
í kjördæmi. Þetta ákvæði er nú
talið orðið hættulegt „Þýzka-
flokknum" og „Bayjara-flokkn-
um“, sem búizt er við að vel geti
fallið burt við næstu kosningar.
En SPD hafði einmitt byggt
nokkrar vonir á sambræðslu með
þessum smáflokkum, ef ekki tæk-
ist að fá hreinan meirihluta
jafnaðarmanna við kosningar.
Hafa jafnaðarmenn borið fram
tillögu í þinginu, til að milda
ákvæði laganna varðandi smá-
flokkana til þess að hjálpa þeim.
„FRJÁLSIR
L¥ÐRÆÐISSINNAR“
En það er einn flokkur, sem
mjög er undir komið, hvort
tveggja flokka kerfið kemst í há-
sætið eftir kosningarnar, en það
eru hinir svonefndu „Frjálsu
lýðræðissinnar“ eða FDP. Þessi
flokkur er ekki í neinni hættu
að falla burt úr þinginu, en
spurningin er, hvort honum tekst
að halda þeim 10% af kjósend-
um, sem flokkurinn fékk við
kosningarnar 1953 eða hvort hann
tapar nú verulega til stærvi
flokkanna. Færi svo, mundu
frjálsir lýðræðissinnar óhjá-
kvæmilega hætta að hafa þýðingu
í stjórnmálum landsins og loks
flosna upp. Ef flokkurinn tapaði
miklu, mundi hann ekki geta
farið í hrossakaup um fylgi sitt,
I eftir kosningar. Og þá væri end-
anlega séð að ekkert „þriðja afl“
á sér framtíð í þýzkum stjórn-
málum.
„Frjálsir lýðræðissinnar" hafa
mjög tekið að óttast örlög sín
eftir kosningarnar og hefur verið
óróasamt í flokknum. Hefur nú
verið kosinn nýr flokksforingi,
sá þriðji á tveimur árum. Er það
Reinhold Maier, sem tók við af
Thomas Dehler, sem mjög var
umdeildur í flokknum. Undir
stjórn Dehlers varð sprenging
innan flokksins og gekk hann þá
til andstöðu við stjórn Adenauers.
Skyldi það verða honum til bjarg-
Ollenhauer
Smáflokkarnir þrautalenðing
ar í kosningunum. En almenning-
ur leit svo á að stefna Dehlers
væri mjög óljós og því var Maier
kosinn formaður til að rétta álit
flokksins við. Maier er 67 ára að
aldri og varð viðskiptamálaráð-
herra seint á lýðveldistímanum,
en við valdatöku Hitlers hætti
hann stjórnmálaþáttöku. Árið
1945 var hann gerður forsætisráð-
herra í Wúrtenberg og var það
til ársins 1953 er flokkur hans
tapaði fyrir flokki Adenauers og
dró Maier sig þá út úr stjórn-
málum í annað sinn. „Frjálsir
lýðræðissinnar“ hafa lengstum
þótt hafa fremur fátæklega stefnu
skrá, þannig að ekki væru vel
ljós mörkin á milli þeirra og
hinna flokkanna stóru. í efna-
hagsmálum hafa þeir helzt verið
til hægri við CDU en í utanríkis-
málum nærri SPD. Þeir hafa lagt
áherzlu á nánara samband við
Undanfarna daga hafa í blöðunum verið birtar myndir af bílum í kafi í snjó og öngþveiti í um-
ferðinnl — en snjórinn hefir einnig sína töfra. — Þessi skemmtilega mynd, sem tekin er að kvöldlagi
sýnir það glögglega. Textinn, sem átti að vera undir þessari mynd, lenti óvart undir aðra mynd, er
birtist í blaðinu í gær. (Ljósm.: Árni B. Bjainason).
Adenauer
Treystir velmeguninni
„bræðurna í austri“, eða Austur-
Þjóðverja, svipað og SPD. Nú
er spurningin hvort kjósendum
finnst, að þeir hafi nokkuð til
„frjálsra lýðræðissinna" að
sækja, sem ekki er hægt að fá
hjá hinum flokkunum. Það er
ekki talið að persónuleiki Maiers
hafi mjög mikið aðdráttarafl fyr-
ir kjósendur, enda er hann lítt
þekktur utan Wúrtemberg. En ef
„Frjálsir lýðræðissinnar“ halda
velli og verða lóðið á metskálinni,
hvorum megin verða þeir þá að
kosningunum loknum? „Maður
kemst ekki í giftingarþanka fyrr
en eftir kosningar", sagði Maier
á dögunum. En hvernig sem það
fer, er talið, að SPD byggi miklar
vonir á sambræðslu við „Frjálsa
lýðræðissinna,“ ef jafnaðarmenn
ná ekki meirihluta við kosning-
arnar.
HÖRÐ BARÁTTA
Kosningabaráttan er hörð og
koma flokkarnir þannig fram, að
þar er „um lif og dauða að tefla“.
Hvorugur hinna stóru stjórnmála
flokka vægir fyrir hinum. Þeir
gera ekki ráð fyrir því í barátt-
unni að til neinnar sambræðslu
geti komið á milli þeirra eftir
kosningarnar. Annaðhvort verða
þeir að standa eða falla í kosn-
ingunum. SPD byggir aðalvon
sína á því, að almenningi þyki
flokkur Adenauers hafi verið hæg
fara í sameiningarmálunum og
menn Adenauers treysta því mjög
að þjóðin vilji ekki tefla efna-
hagslegri velgengni sinni í hættu
með því að selja sig í hendur
jafnaðarmönnum og áætlunarbú-
skap þeirra. Talið er að flokkur
Adenauers hafi nokkuð treyst
fylgi sitt eftir Ungverjalands-
byltinguna en að öðru leyti eru
margir þeirrar skoðunar, sem vel
þekkja til þýzkra stjórnmála að
óvissan um kosningaúrslitin sé
nokkuð mikil.
Presley er ekki
uf boki dottinn
MARGIR hafa verið þeirrar
skoðunar, að „rock and roll“-
æðið væri í rénun í Bandaríkjun-
um. Nýjustu fregnir staðfesta
hins vegar hið gagnstæða. Elvis
Presley hefur að undanförnu ver-
ið einn vinsælasti sjónvarpsmað-
ur Bandaríkjanna — og fyrir
nokkru fór fram skoðanakönnun
meðal sjónvarpsáhorfenda um
það — hvaða sjónvarpsefni væri
vinsælast og flestir horfðu á. —
Kom þá úr kafinu, að 73%
þeirra, sem spurðir voru, telja
Presley það bezta, sem sjónvarp-
ið hefur upp á að bjóða — og
vilja fyrir allan mun ekki missa
af þáttum hans.
Er þetta barst út fór Presley
rakleitt á fund forstjóra þeirra
tveggja sjónvarpsstöðva, sem
hann hefur haft samninga við,
og krafðist aukaþóknunar vegna
þess hve hann var orðinn stöðv-
unum mikil lyftistöng. — Krafa
hans hljóðaði samtals upp á
142,857 dollara. Ef forstjórarnir
verða við kröfum hans, hefur
Presley slegið öll fyrri launamet
hjá bandarískum sjónvarpsstöðv-
um, en skemmtikraftar þeirra
eru með hæst launuðu einstakl-
ingum þar í landi.
SIAKSTEIMR
Kostnaðaráætlunin“
orðin úrelt
Undir þessari fyrirsögn birlir
Þjóðviljinn í Bæjarpósli sínum, í
fyrradag, svoliljóðandi pistil:
„Nú er svo komið, að „kostnað-
aráætlunin“, sem pósturinn gerði
um daginn þarfnast rækilegrar
endurskoðunar, vegna þeirra hækk
ana, sem orðið hafa á ýmsum lið-
um, er þar voru taldir upp, t. d.
áfengi og tóbak. Við skulum til
að byrja með segja sem svo, að
áfengi sé hreinn „óþarfa lúxus“ og
hækkun á því komi ekki þungt við
buddu alls þorra manna. En það
er varla hægt að segja slíkt um tó-
bakið, það er orðið svo almenn
„neyzluvara‘% bæði karla og
kvenna, að hækkunarinnar á því
gætir talsvert í daglegri eyðslu
fólks. Auðvitað má segja, að tóbak
sé óþörf munaðarvara, og fólk geti
hætt að nota það, ef því ofbýður
verðið á því, en allir vita þó, að
þeir eru sárafáir, sem hætta að
nota tóbak af þeim sökum. Auk
þess er hæpið að segja sem svo um
jafn almenna „neyzluvöru“, og,
ja, má þá ekki alveg eins benda
fólki á að hætta eða eta kjöt og
smjör ef því finnst verð þeirra
vara fara fram úr hófi? Póstinum,
sem er mikill reykingamaður,
finnst fyrir sitt leyti, að tóbakið
hafi verið yfrið nógu dýrt, áður
en það hækkaði núna, eða hvað
finnst ykkur?“
Kjöt-verkfall?
Flestum mun finnast ofmælt
að ráðgert sé að benda mönnum á
„að hætta að eta kjöt og smjör“
vegna hins háa verðlags. Hitt sýna
þessi ummæli aðalblaðs stærsta
stjórnarflokksins, að eftirfarandi
orð Hannesar á horninu í Alþýðu-
blaðinu fá ekki staðizt: ,,— og
aukaatriðin, til dæmis verðhækk-
un á brennivíni og tóbaki, skipta
alls ekki máli í augum liennar“.
Raunar er þess að gæta, að
Hannes á horninu á það til að vera
hálfgerður hrekkjalómur. Þess
vegna gerir hann sér það stundum
til gamans, að skrifa alger öfug-
mæli með fullkomnum alvörusvip.
Sá gállinn hefur auðsjáanlega ver-
ið á honum, þegar hann skrifaði
þættina sína eftir útvarpsumræð-
urnar.
Með því að þykjast gera lítið úr
verðliækkunum ríkisstjórnarinnar
sjálfrar, er hann því sennilega á
sinn veg að vara vini sína við því,
að þegar þeir bæta þessum liækk-
unum ofan á 15 milljón króna
olíuflutninga-okrið, þá sé fordæmi
þeirra í baráttunni fyrir verðlækk-
unum orðið býsna óburðugt*
Eigin raun almennings
Útvarpsumræðurnar urðu áreiðan-
lega til þess að skýra margt fyrir
alnienningi. Ráðherrarnir reyndu
að bjarga sér með orðaflaumnum
og spöruðu ekki ósannindin, þar
sem þeim varð við komið. Slíkt
veitir þeim þó skammvinnt skjól
á flóttanum. Alþjóð mun áður en
langir tíma líða finna af eigin
raun, livernig jólagjöfin bitnar á
henni og hvað orðið hefur úr full-
yrðingunum um að álagningar-
lækkun vegi upp á móti sköttun-
um. Allur tölulestur ráðlierranna
mun þess vegna hitna á þeim sjálf
um og gera sitt til að sannfæra
kjósendur um óheilindi þeirra og
ótrúverðugleika.
Lítill hlutur Gylfa
Hlulskipti Gylfa Þ. Gíslasotiar
verður einna bágast svo sem oft
áður. Hann slær sig til riddara
með því að lesa upp ógnþrungnaif
tölur úr „skýrslu þingkjörinnar
nefndar“. Sannleikurinn reynist
svo vera sá, að skýrslan er einka-
framleiðsla Bergs Sigurbjörnsson-
ar!