Morgunblaðið - 08.02.1957, Side 13

Morgunblaðið - 08.02.1957, Side 13
Föstudagur 8. febrúar 1957 MORCUNBL4Ð1Ð 13 í DAG verður til moldar borinn Jón Ólafsson, Laufásvegi 48 hér í bæ. Jón var fæddur að Óttars- stöðum í Garðahreppi þann 21. júní 1875. Voru foreldrar hans hjónin Guðný Jónsdóttir frá Lambhaga í Mosfellssveit og Ólafur Magnússon, bóndi að Óttarsstöðum. Ungur að árum fluttist Jón með foreldrum sín- um að Lónakoti, næstu jörð sunnan Óttarsstaða. Á áttunda ári Jóns varð faðir hans fyrir slysaskoti, sem dró hann til dauða. Við fráfall föður og maka hófst þungur reynslutími fyrir bláfátæka ekkju og fjögur ung föðurlaus börn. Á þeim tíma, þegar líkl stóð á eins og hér, varð oft að grípa til þess sára ráðs að leysa heimilið upp, og varð sú raun á með Lónakots- heimilið. Börnunum öllum komið fyrir hjá vandalausum, en móð- irin varð að sjá um sig sjálf. Jóni var komið fyrir hjá Jósep Sveinssyni bónda að Hvaleyri og var þar til fermingaraldurs. Þá fór hann í vinnumennsku að Kotferju í Flóa, til dóttur Jóseps. Árið 1898 fluttist Jón til Reykja- víkur og gerðist þá sjómaður undir stjórn Páls Hafliðasonar skipstjóra, og jafnframt heim- ilismaður hans. Undi Jón þar vel hag sínum. Sagði Jón síð- ar, að það heimili hefði síðan verið sér lýsandi og leiðbein- andi í öllu þvi bezta og heil- brigðasta. F,ftir að Jón hætti að stunda sjóinn, gerðist hann seglagerðar- maður og jafnframt fiskimats- maður. Árið 1904 giftist Jón Ólafíu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. I>au lifðu sarnan í góðri sambúð, unz hún lézt 1942. Alldökkur skuggi lagðist þó yfir þeirra ágtæa heimili, þar eð húsfreyjan var mjög heilsu- tæp um margra ára skeið, en Jón reyndist henni bezt, þegar mest þurfti við. Ekki varð þeim barna auðið. f>að má segja, að við Jón mfsst- um sjónar hvor á öðrum um all- langt árabil. Eg leitaði því, áður en ég skrifaði þessi minningar- orð til eins af samstarfsmönnum Jóns og næsta nágranna um ára- tugi, Kristins Jónssonar að Lauf- ásvegi 50, að hann segði mér nokkuð frá Jóni á þeim tíma úr ævi hans, sem ég þekkti minnst. Kristni fórust orð á þessa leið: „Við Jón Ólafsson byrjuðum að vinna saman hjá Milljónafé- laginu, sem hafði sína aðalstarf- semi þar sem Reykjavíkurapótek er nú. Þegar það félag hætci starfsemi, fylgdum við Jón Jó- hannesi Hjartarsyni til Eim- skipafélags íslands, þar sem Jó- hannes tók við verkstjórn, og unnurn þar saman upp frá því, svo lengi sem báðir gátu unnið. Þegar ég byggði hús mitt við Laufásveg 50 árið 1926, hvatti ég Jón til að byggja nú hið næsta mér, sem hann og gerði. Allan þennan tíma hefur okk- ur ætíð komið vel saman, og höfum við hjón aldrei mætt nema því bezta hjá þeim hjónum, og þannig var það á meðan við unnum saman“. Þannig farast þessum sam- verkamanni Jóns og nágranna orð. Svo sem fyrr segir, starfaði Jón við Eimskipafélag íslands samfleytt nær fjörutíu ár, eða frá upphafi starfsemi þess, þar til fyrir einu ári, að heilsa og Fjárhagsáætlun Keflavíkur 1957 KEFLAVÍK, 5. febr. — Fjárhags- áætlun Keflavíkurbæjar fyrir ár- ið 1957 var samþykkt nokkru eft- ir áramótin. Niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar eru 10 millj. kr. — Helztu tekjuliðir eru útsvör og lánataka, kr. 9,235,000,00, fast- eignaskattur 300 þús., tekjur af vinnuvélum 100,000 kr. og ýmsar endurgreiðslur. Helztu gjaldalið- ir eru lýðtryggingar og lýðhjálp 1,369 millj. kr., menntamál 1,063 millj., löggæzlukostnaður 550 þús. kr., heilbrigðismál 450 þús. Til brunavarna eru áætlaðar 70 þús. kr. og gatnalýsingar 90 þús. Þá eru áætl. rúmar 4 milljónir til ýmissa framkvæmda, svo sem skipul. og fegrunar bæjarins, 170 þús., götur og viðhald þeirra, 900 þús., vatnsveita 550 þús. holræsi 250 þús., til vatnsgeymis 400 þús., til leikfimishúss 400 þús., til byge ingar lögreglustöðvar 500 þús. og til gagnfræðaskólans 300 þús. — Eru þetta aðeins stærstu liðirmr til framkvæmda. Til samanburð- ar má geta þess að niðurstöðu- Saud tölur fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 1956 voru kr. 9,166,000,00. — Ingvar. kraftar þrutu. Jón lézt að sjúkra- húsinu Sólheimum þann 29. jan. þ. árs, nær 82 ára, og hafði þá starfað í Reykjavík 59 ár. Jón lifði lengst sinna alsyst- kina, sem voru auk hans tveir bræður og ein systir. Tvo hálf- bræður átti Jón, þá Guðmund trésmíðameistara að Miðtúni 20 og Ólaf, einnig trésmið, að Njarðargötu 25. Ólafur lézt þann 19 des. s.l. Með fráfalli Jóns sér Guðmundur bróðir hans á bak sínu síðasta systkini, en sjálfur nú svo þrotinn heilsu, að eltki getur hann fylgt honum síðasta spölinn. Oft minntist Jón þess, hve gott var að lcoma til Krýsuvíkur og hvílast þar um stund hjá bróður sínum Magnúsi, leita þar róandi friðar í faðmi fjallanna. Þá hefur sveitamaðurinn í kaúpstaða- manninum sagt til sín, enda af því bergi brotinn. Jón var grandvar maður í hví- vetna, drengur góður, trygg- lyndur og vinfastur, en dulur og fáskiptinn, svo sem margir þeir frændur. Hjól tímans rennui', en svo lengi sem nokkur Reykvíkingur man þessa þrjá bræður, sem eyddu allri sinni löngu starfsævi þar, í dáð og trúmennsku, munu þeir blessa minningu þeirra. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju. Far þú svo í friði, forni vinur. Gamall vinur og sveitungi. Til sölu Við Rauðalæk 130 ferm. 1. hæð, 5 herb. og eldhús. Sérhiti og inngangur. Málning og hluti af tréverki eftir. Tilboð merkt: „íbúð — 7666“ sendist Mbl. UTSVOR 1957 $yarar blaðamönnum WASHINGTON, 6. febrúar — Sauð konungur Saudi Arabíu hélt í dag fund með blaða- mönnum í Blair House. Var hann spurður um álit hans á áætlun Eisenhowers um aðstoð við Mið-Asíulönd — og hvort hann mundi reyna að fá Araba löndin til þess að fara fram á slíka aðstoð. Saud svaraði því til, að vel litist honum á áætl- unina. Mundi hann ræða hana við þjóðhöfðingja nágranna- ríkjanna, er hann kæmi heim, en ekki vildi hann láta neitt uppi um það, hvort hann mundi hvetja önnur ríki til þess að leita hennar. Aðspurður um áhrif komm- únista í Mið-Asíu sagði hann, að Arabaríkin væru sér þess vel meðvitandi — hverjir væru þeirra hagsmunir. Jón Ólalsson, minning Ný íbúð til sölu Höfum til sölu nýja, vandaða íbúð á hæð í fjölbýlishúsi að Laugarnesvegi 106. íbúðarhæðin er 3 herbergi, eld- hús, bað, innri forstofa auk geymslu og sameignar í kjall- ara. Sanngjarnt verð. Lán að upphæð kr. 100.000.00 hvílir á 2. veðrétti. Fyrsti veðréttur er laus. íbúðin er til sýnis í dag og á morgun og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna & Verðbréfasalan, * (Lárus Jóhannesson hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 4314 og 3249. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn Frá 1. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.00. HOLMENS KANAL 15 — C. 174. í miðborginni — rétt við höfnina. Nýung frá Black-Head gerir ungt hár fallegra og fallegt hár vngra Hið við nýja rafgylta Step shampoo freyðir óðara og gerir hárið ilmandi hreint — aðeins einn þvott. Hinar mildu og framúrskarandi olíur Step shampoo næra hársvörðinn. gera hárið silkimjúkt og auð- velda hárlagninguna. Reynið Step — og þér sannfærist. Reykjavík, 6. febrúar 1957. „KREFT" eldavélar Eigum nokkur stykki eftir if þýzkum KREFT elda- vélum með 3 plötum. Notið tækifærið. Gerið góð kaup. Raflampagerðin, Suðurgötu 3. Sími 1926. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í út- svör 1957, sem svarar helmingi útsvars hvers gjaldanda árið 1956. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborgunum og eru gjalddagar 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 1214% af útsvari 1956 hverju sinni, þó svo að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálfum tug króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.