Morgunblaðið - 08.02.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 08.02.1957, Síða 16
/eðrið A stinningskaldi. Víða hvasst og skýjað með köflum. Kosningabaráffa í Vestur-Þýzkalandi Sjá blaðsíðu 9. 32. tbl. — Föstudagur 8. febrúar 1957. Ekkert verkfall hjd PAA Sl. nótt var samningum milli flugmanna og stjórnar Pan American World Airways frestað og flugmenn ákváðu að hefja ekki verkfall fyrst um sinn þar sem svo lítið bar á milli samninganefnda. Verkfull flug- monnu stendur enn Zhukov hershöfðingi yfirmaður Bauða hersins er um þessar mundir i heimsókn í Indlandi með 10 öðrum háttsettum rússneskum hers- höfðingjum. Mynd þessi sýnir, þegar Zhukov hershöfðingi fór í fyrsta reiðtúr sinn á indverskum fíl. Elliði laskast við bryggju SIGLUFIRÐI, 6. febrúar — Á miðnætti s. 1. föstudagskvöld slitnaði togarinn Elliði frá hafn- argarðinum hér sökum veðurs og sjógangs. Um borð í togaranum voru tveir vökumenn. Slóst skip- ið utan í bryggjuendann og dæld- aðist nokkuð ofansjávar. Er skip- ið lagði af stað til Reykjavíkur til viðgerðar kom í ljós að vír hafði farið í skrúfuna svo að fresta varð ferðinni unz veður- Listi lýðræðissinna AÐEINS einn listi kom fram við stjórnarkjör í Félagi íslenzkra rafvirkja, listi stjórnar óg trún- aðarráðs og varð hann sjálfkjör- inn. Listinn var þannig skipaður: Óskar Hallgrímsson, form., Páll J. Pálsson, varaform., Sveinn Lýðsson, féhirðir, Magnús Geirs- son, aðst. féhirðir og Kristján Benediktsson, meðstjórnandi. Varastjórn: Sigurður Sigurjóns son og Auðunn Bergsveinsson. Trúnaðarmannaráð: Svavar Björnsson, Einar Einarsson, Sig- urður Kjartansson og Tómas Tómasson. Varamenn: Marteinn P. Kristinsson, Guðlaugur Þórar- insson, Kristinn K. Ólafsson og Kristján J. Bjarnason. — Stjórn Styrktarsj: Aðalsteinn Tryggva- son og Óskar Guðmundsson. — Varamenn: Áslaugur Bjarnason og Stefán Jónsson. ofsa slotaði og kafarar gætu hreinsað skrúfuna. Lagði togarinn loks af stað um hádegi í gær og er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Ekki er hægt að fullyrða hve miklar skemmdir eru né hve tímafrek viðgerðin verður fyrr en eftir rannsókn syðra. Gert er þó ráð fyrir nokkrum töfum á veiðum skipsins. Vertíðarvinna hér byggist nær eingöngu á afla togaranna og starfsemi hraðfrystihúsanna. Verður þetta óhapp því til við- bótar aflatregðu undanfarið mjög bagalegt fyrir allt atvinnu- líf Siglfirðinga. —Stefán. Enn hefir ekki náðst neitt sam- komulag um verkfall íslenzku flugmannanna. Væntanleg er yf- irlýsing frá flugmönnunum til birtingar á morgun. Aflafréttir úr nokkrum verstöðvum HAFNARFIRÐI — Línubátarnir hafa allir róið undanfarna daga, en afli hefur verið frekar tregur. Einstaka bátur hefur þó aflað vel eða allt upp í 20 skippund. — Ársæll Sigurðsson er nú byrjað- ur reknejtaveiðar og fleiri munu hefja þær veiðar á næstunni. — Surprise kom af veiðum snemma í vikunni og fór afli hans í frystihús. Bjarni riddari kom í gær og var einnig landað úr hon- um hér. — G. E. STYKKISHÓLMI, 7. febr. — Afli bátanna hér er rýr um þessar mundir og var í gær 2—5 tonn, t í dag er hann jafnari hjá þeim 3,5—4 tonn. Reru bátarnir all- miklu grynnra í dag, en aðra daga. Á Sandi, þar sem tveir bátar róa, komst annar þeirra upp í 9 tonna afla I fyrradag, var það vélbáturinn Ármann. Yfirleitt er fiskurinn smár. — A. VESTMANNAEYJAR, 7. febr. — í gær var afli Vestmannaeyja- báta í rýrara lagi. Voru flestir Fœreyskar stúlkur koma til starfa í hraðfrysti- húsunum DR. ALEXANDRINE kom í gærmorgun frá Kaupmannahöfn og Þórhöfn. Voru með skipinu frá Færeyjum 140—150 færeyskir sjómenn, sem hingað koma til starfa á flotanum. ★ I dag er enn von á Færeying- um til starfa hér. Gullfoss kemur í dag frá Kaupmannahöfn og hafði viðkomu í Þórhöfn. Þar tók skipið milli 65—70 færeyskar stúlkur, sem ráðnar hafa verið til starfa í hraðfrystihúsum hér. ★ Erfiðlega hefur gengið í vetur að fá stúlkur til starfa í hraðfrysti húsin og er því allvíða skortur Skálmöld í mormónafangelsi Saltvatnsborg, 7. febrúar. Einkaskeyti frá Reuter. 500 fangar í ríkisfangelsi mormónaríkisins Utah gerðu uppreisn í gærkvöldi. Á 12 tímum, sem þeir höfðu fangelsið á valdi sínu ríkti þar hin mesta skálmöld. Unnu þeir mikil spellvirki og stóðu slagsmál alla nóttina milli einstakra fanga og hópa þeirra. á þeim. Hefði þurft að fá allmiklu fleiri stúlkur í Færeyjum, úr því íslenzkar fást ekki til þessara starfa, til þess að geta mætt vinnuaflsþörfinni. Þessar stúlkui, sem í dag koma með Gullfossi, munu allar óvanar frystihúsa- vinnu. Þær fara til starfa í frysti- húsunum á Suðurnesjum, í Vest- mannaeyjum og á Vestfjörðum. ★ Færeyingar þeir sem hingað eru nú komnir skipta mörgum hundruðum. þeirra með 4 tonn, en nokkrir komust þó upp í 9—10 tonn. Einn- ig í dag er aflinn rýr, 4—5 tonn hjá allflestum bátum. Aflinn er nú nær eingöngu þorskur og ýsa og nú er gota á hvers manns diski Allir línubátar sem héðan róa í vetur verða byrjaðir um helg- ina. Flotanum hér hefur nú bætzt nýtt skip. Er nú komið hingað mótorskipið Sindri, sem byggt var í Svíþjóð, 60 tonna bátur, með 240 hestafla vél, búinn hin- um beztu öryggis- og siglingar- tækjum. Báturinn er eign Fisk- iðjunnar og Sæmundar Jónsson- ar. Skipstjóri á bátnum verður Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið hér í Eyjum. Er báturinn allur hið glæsilegasta skip, eikarbyggð- ur. — B. REYKJAVÍK. — Afli Reykja- víkurbáta er rýr um þessar mund ir. Stærri bátarnir voru með 2—7 tonn í fyrradag, en ýsubátar, sem einnig eru með línu voru með 1—7 tonn. Þá voru netabátarnir með frá um 200 kg. upp í 7 tonna afla. Rifsnes, sem er útilegubátur, kom með 16 tonna afla eftir 4 daga útivist og í gærkvöldi var Helga væntanleg, sem einnig er útilegubátur með um 20 tonna afla eftir 4 daga útivist. Reykjavíkurbátar koma yfir- leitt seint á kvöldin úr róðri. AKRANESI, 7. febr. — Varðskip- ið Óðinn dró tvo Akranesbáta til hafnar í nótt, báða með bilaðar vélar. Vélbáturinn Aðalbjörg var nýlögð af stað í róður er vélin bilaði. Dró varðskipið hana hing- að inn. Viðgerð á henni mun ljúka í dag. Vélbáturinn Fram fór í róður í gærkveldi eins og hinir. En er hann var hálfnaður á miðin bilaði einnig vélin í hon- um, bræddi úr sér. Varð hann að kalla á hjálp og kom þá Óðinn honum til aðstoðar og kom með Fram til Akraness kl. 2 I dag. — Viðgerð er þegar hafin á vélinni. — Oddur. Uppreisnin hófst við kvöld- matarborðið í gær. Á einu og sama augnabliki þustu hundruð fanga upp. Fangavörður var stunginn til bana og fangi, sem stjórnað hafði uppreisn í fang- elsinu 1952, var barinn til bana af meðföngum sínum. Fangarnir komust í vopnageymslu fangels- isins og matvælageymslur og gæddu sér á krásunum. Þá brut- ust þeir einnig inn í apótek fang- elsisins. Komu þeir út aftur hlaðnir óblönduðum spíritus. — Leið ekki á löngu þar til ofurölv- unar varð vart meðal þeirra. Skömmu fyrir miðnætti varð sprenging í hitunarmið- stöð fangelsisins. Slökknuðu i MORGUN (laugardag) kl. 3 e. h. heldur Friðrik Ólafsson J\ skákmeistari áfram skákkennslu á vegum Heimdallar. Að þessu sinni munu verða skýrðar skákbyrjanir. Aðsókn hefur undan- farið verið mjög góð og eru allir ungir Sjálfstæðismenn, sem áhuga hafa á að koma, hvattir til þess að mæta stundvíslega. Eftir að Friðrik hefur lokið skýringum sínum geta þeir sem vilja teflt saman og eru því áminntir um að hafa með sér töfl. við það öll ljós, en þá tóku fangarnir það ráð að safna rúmum saman og kveikja í þeim. Einnig gengu þeir ber- serksgang og brutu flestar rúður í fangabyggingunum. Meðan á öllu þessu stóð höfðu þeir 25 fangaverði sem gísla í vörzlu sinni. Þeir sluppu þó allir ómeiddir, því að svo virðist sem þeir fangar, sem ábyrgðarmeiri voru hafi verndað þá. Er fangarnir gáfust upp eftir 12 klst. öngþveiti, settu þeir fram skilyrði í 43 punktum, þar sem þeir kröfðust m. a. betri matar og styttri refsivistar. Fundur HVATAR Hvöt, Sjálfstæðiskvennafélagið heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöldið 11. febr. kl. 8.30. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu um stjórnmál. Félagsmál verða rædd. Sýningum er nú áð ljúka á ópcrunni Töfraflautunni í Þjóðleikhús- inu. I kvöld verður þessi fræga ópera flutt þar í næstsíðasta sinn, en annað kvöld verður síðasta sýning. — Óperusöngkonan Stina Britta Melander, sem hefur sungið hlutverk Næturdrottningarinnar, mun fara efíir helgina til Svíþjóðar. Myndin sýnir Stinu Brittu Melander og Þuríði Pálsdóttur í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.