Morgunblaðið - 14.02.1957, Page 3
Fimmtudagur 14. febr. 1957
MORGVNBLAÐIÐ
3
Sfanwintpirinn við ilugmenn-
ina felur í sér beinur kuup-
hækkunir og iríðindi sem
joingildu stórkostlegri
kuuphækkun
EINS OG SKÝRT var frá í blaðinu í gær, hafa nú tekizt
samningar í flugmannadeilunni. Hafa flugmenn með
hinum nýja samningi fengið beinar kauphækkanir og fríð-
indi, sem í heild munu jafngilda um 30—40% kauphækkun.
Helztu breytingar, sem urðu á kaupi og kjörum flug-
manna eru þessar:
X. Flugfélögin borga 10% gjald í Lífeyrissjóð í stað 5%
áður.
2. Dagpeningar verða nú í hæsta launaflokki kr. 7000.00
á ári en fara lækkandi í samræmi við launaflokkana og
eru kr. 3000.00 í þeim lægsta. Áður borguðu flugfélögin
flugmönnunum aðeins lítils háttar gjald fyrir hverja
flugferð, vegna uppihalds, en það gjald helzt til viðbótar
við dagpeningana.
Þeir, sem fljúga til útlanda fá nú 30% af brúttólaunum
greitt í erlendum gjaldeyri en þessi gjaldeyrisfríðindi
voru hjá flugmönnum áður mest 10—11% af brúttólaun-
um. Þennan lið telja flugmenn jafngilda mjög verulegri
kauphækkun.
Flugstjóri í innanlandsflugi fær flugstundaþóknun sína
hækkaða upp í það sama og flugstjórar í utanlandsflugi
hafa eða úr 15 kr. í 19 kr. í grunnlaun á klukkustund.
Þá er um nokkrar aðrar breytingar að ræða svo sem
bættar tryggingar flugmanna og nýjar reglur um starfsaldur,
sem binda flugfélögin meira en áður gagnvart einstökum
flugmönnum. •
I þessu sambandi er rétt að benda á, að samningarnir við
flugmenn eru gerðir undir handarjaðri ríkisstjórnarinnar.
Eins og kom fram í blöðum stjórnarflokkanna í gærmorgun,
er reynt að leyna því að þeirra hálfu, að um svo sem nokkrar
kauphækkanir hafi verið að ræða, en þegar litið er á samn-
inginn sjálfan, er augljóst að þar er um beinar kauphækk-
anir og ný fríðindi að ræða, sem í heild jafngilda stór-
kostlegum kauphækkunum flugmönnum til handa, sem vafa-
laust nema ekki minna en 30—40% samtals.
3.
4.
Hryssan á Crímstungu-
heiði gengur enn laus
Hofi, Vatnsdal, 12. febrúar.
IHAUST átti sér stað á Grímstunguheiði mikill eltingarleikur
við hryssu og folald hennar, en hún var svo stygg, að slíkt
hefur ekki þekkzt hér um slóðir áður. Var folaldið gripið höndum,
þar sem það var gert uppgefið í síðustu leitinni að hryssunni, en
hún slapp undan suður um heiðar. Var þá ákveðið að láta hryssuna
eiga sig, unz hjarn væri komið.
SÁST HVERGI
Nú fyrir nokkrum-dögum fóru
tveir menn að leita hryssunnar á
nýjan leik, þeir bændurnir Lárus
í Grímstungu og Grímur í Saur-
bæ. Leituðu þeir Grímstungu-
heiði og Haukagilsheiði, en
hvergi var neitt spor sjáanlegt
eftir hryssuna. Leitarskilyrði
voru ágæt.
Sjálfstæðisfélag
GÓÐIR HAGAR
Sögðu þeir góða haga fyrir
hross á afréttinum svo líklegt er
að hryssan líði ekki neyð. Er
ekki hægt að segja um hvar hún
heldur sig, því öræfi eru þarna
víð og mikil. Ákveðið er að gera
enn eina tilraun til að leita henn-
ar. — Ágúst.
Ófallnægjandi
hwdaiboðnn
ÁÐUR en gengið var til dag-
skrár í Samein. þingi í fyrrad.
kvaddi Skúli Guðmundsson
sér hljóðs utan dagskrár.Sagði
hann, að hann hefði hlustað á
þingfréttir á laugardagskvöld
ið, sem hefðu verið skilmerki-
lega fluttar að vanda, en þar
hefðu verið lesin upp nöfn 24
þingmanna, sem ekki hefðu
mætt á fund á laugardaginn.
Hann kvaðst hafa verið einn
hinna tuttugu og fjögra, og
ástæðan tií þess að hann hefði
ekki mætt til þessa fundar
væri sú, að hann hefði ekkert
um hann vitað. Kvað hann þá
fundarboðun, að bera fundar-
boð heim til manna, ekki f'ull-
nægjandi þegar um óvenju-
legan fundartima væri að
ræða. Taldi hann þurfa að
vanda betur til fundarboðun-
ar þegar svo stæði á. Kvaðst
hann beina þeim tilmælum til
forseta að hann sæi svo um
að þetta yrði gert. Enn frem
ur kvaðst hann hafa farið þess
á leit við þingfréttaritara út-
varpsins, að hann segði frá
því í þingfréttum, að þing-
menn hefði ekki mætt á þenn-
an fund sökum ófullnægjandi
fiundarboðunar.
Forseti kvaðst mundi koma
þessum tiimælum til réttra
aðila.
-Á Horthy, fyrrverandi einræð-
isherra Ungverjalands, var graf-
inn í brezkum grafreiti í Lissa-
bon í dag. Þar hvílir hann, þang-
að til hægt verður að flytja
jarðneskar leifar hans til Ung-
verjalands.
Úr Herranótt Menntaskólans. Talið frá vinstri: Jón Ragnarsson
sem Tobbi Trunt, Hólmfríður Gunnarsdóttir sem frú Hardcastle
og Ólafur Mixa sem Hardcastle.
rr
Kállegar kvon-
bænír”
MENNTLINGAR frumsýndu í
fyrrakvöld ,Kátlegar kvonbænir',
eftir Oliver Goldsmith, sem er
Menntaskólaleikurinn á þessu ári.
Húsfyllir var og voru forseta-
hjónin meðal gestanna. Var leikn
um tekið mjög vel og leikend-
urnir klappaðir fram hvað eftir
annað.
Vandað heiti af tímaritwu
„Flug“ komið ut
TÍMARITH) „FLUG“ 2.—3. hefti 7. árgangs er komið út. Er
þetta heíti að nokkru leyti helgað 20 ára afmæli Flugmála-
félags íslands. Heftið flytur margar ágætar greinar, það er vandað
að frágangi og efnisvali og er útgefendum og aðstandendum blaðsins
sómi sð hefti þessu.
ÚR RITSTJÓRNARRABBI
í ritstjórnarrabbi segir ritstjór-
inn Vignir Guðmundsson svo
m. a.:
„Það er ósk þeirra, sem að út-
gáfu ritsins standa, að það megi
flytja sem mest og bezt efm, sem
flugmál varða, og það eigi jafn-
framt að vera öðrum ritum frem-
ur söguleg heimild um flugið á
íslandi.
Að einum þræði er hefti þetta
eins konar afmælisrit Flugmála-
fél. íslands, sem í ár varð 20
ára. Segja bæði fyrsti formaður
Kóp
avogs
Sjálfstseðis-
Fráfarandi
LOKIÐ er aðalfundi
félags Kópavogs.
etjórn félagsins baðst nú undan
endurokosningu. Sveinn Einars-
son verkfr. formaður fráfarandi
stjórnar gerði grein fyrir störf-
um stjórnarinnar og þeim mál-
irni, er hún hefir unnið að. Vegna
mikilla anna baðst Sveinn ein-
dregið undan endurkjöri. Var þá
önnur stjórn kosin í hennar stað,
sem Hörður Þórhallsson, við-
skiptafræðingur er form. fyrir, en
auk hans eiga þar sæti: Gísli
Þorkelsson, efnaverkfr., varafor-
maður, Einar Jóhannsson, múr-
arameistari, gjaldkeri, Ármann
Sigurðsson, járnsmiður, ritari,
Bjarni Jónsoon, verkstjóri, með-
Stjórnandi, Þórir Guðmundsson,
skrifstofustjóri er varamaður í
stjórn, ásamt Birgi Kristjáns-
syni, járnsmíðameistara. Endur-
skoðendur eru þeir Jósafat Lín-
dal og Johan Schröder.
— „Ég ætla uð verða flugmaður“
fél. og núverandi formaður þess
nokkuð frá starfseminni fyrr og
nú. Ennfremur eru birtar tvær
fyrstu fundargerðir félagsins, en
þær gefa glögga hugmynd um
framsýni þeirra mánna, sem voru
brautryðjendur á sviði íslenzkra
flugmála.
í dag stöndum vér íslendingar
á vegamótum í flugmálum okk-
ar. Flugflotinn er gamall og úr
sér genginn. Það verður að hefj-
ast handa, ef við eigum ekki að
dragast aftur úr og það svo að
við getum ekki orðið á neinn
hátt samkeppnisfærir á heims-
mælikvarða. Hingað til höfum
við sýnt mikinn dugnað og flug-
vélar okkar hafa sezt á fjölda
flugvalla um mikinn hluta heims-
ins. Engum blandast hugur um
að flugmenn okkar eru einhverj-
ir hinir beztu í heimi. En hvað
stoðar það ef tækin, sem þeir
eiga að stjóma eru úr sér gengin
og langt á eftir kröfum tímans?
Þessar hugleiðingaar verða til á
20 ára afmæli Flugmálafélags ís-
lands, félagsins sem er samtök
allra þeirra, sem áhuga hafa á
framgangi og eflingu flugsins.“
FJÖLBREYTT EFNI
í heftinu er svo samtal við
Agnar Kofoed Hansen, skrá um
stofnfélaga Flugmálafélagsins,
ávarp núverandi formanns félags
ins, grein lun ,fyrsta flugmann-
inn sem verður yfirmaður al-
þjóðahers" — Norstad, samtal
við yngsta starfsmann Flugfélags
íslands, grein um flugskátasveit-
ina, greinin „Vetrarnótt á Kefla-
víkurflugvelli" brautryðjandinn
Ellehammer, grein um nýja land-
búnaðarflugvél, annáll Þyts, ann-
áll Loftleiða, annáll Flugfél. ís-
lands, nýyrði um frug, og frá-
sögn af ferð Flugmálafél. til
Shannon. — Margar og góðar
myndir prýða heftið.
(Ljósm. Ól. Thorarensen).
Form. leiknefndar, Þórður
Þorbjarnarson, bauð gesti vel-
komna með nokkrum orðum, áð-
ur en leikurinn hófst.
Aðalleikendur eru: Ólafur
Mixa, Hólmfríður Gunnarsdótt-
ir, Brynja Benediktsdóttir, Ingi-
gerður Konráðsdóttir, Jón Ragn-
arsson, Guðmundur Ágústsson og
Björn Ólafs.
Árshátíð Árnesinga-
féiagsins í Reykjavík
Árnesingafélagið í Reykjavík
hélt árshátíð sína s.l. laugardag
í Sjálfstæðishúsinu. Var það
mikill fagnaður og vel til hans
vandað í hvívetna. Skemmtu
gestir sér vel við hin ágætustu
skemmtiatriði, ræðuhöld og söng.
Formaður félagsins Hróbjart-
ur Bjarnason, kaupmaður, setti
hófið með snjöllum ávarpsorðum
og bauð gesti velkomna. Sérstak-
lega bauð hann velkomna heiðurs-
gesti félagsins að þessu sinni, en
þeir voru dr. Páll Isólfsson og
Ágúst bóndi Sveinsson að Ásum
í Gnúpverjahreppi. Tóku báðir
heiðursgestirnir til máls og þökk-
uðu þetta ágæta boð með ræðum.
Þá flutti ræðu Ágúst Þorvalds-
son, alþingism. Síðan var sezt að
snæðingi. Á borðum var eingöngu
íslenzkur matur, hangikjöt, svið
og þess háttar. Voru kræsingar
miklar og góðar og til óblandinn
ar ánægju öllum góðum mat-
mönnum.
Meðan setið var að snæðingi
var skemmt með söng. Guðmund-
ur Ágústsson, söng einsöng með
píanóundirleik, en síðan sungu
þeir, hann og Ólafur frá Mosfelli
tvísöng. Vakti söngur þeirra
mikla hrifningu. Voru þeir kall-
aðir fram hvað eftir annað og
urðu að syngja mörg aukalög. Að
lokum var dansað.
Fór samkoman öll mjög ánægju
lega og vel fram og var Árnesinga
félaginu í Reykjavík til hins
mesta sóma.
Vaðlaheiði illfær
HÚSAVÍK, 12. febrúar. — Færð
hefur nú spillzt á leiðinni milli
Húsavíkur og Akureyrar og á
laugardaginn féll fyrsta áætlun-
arferðin niður á þessum vetri en
þessi leið er mjög sjaldan fær svo
lengi vetrar. — f gær var bort-
izt inn eftir og var jarðýta með
bílunum á Vaðlaheiði. Bílarnir ■
fóru frá Húsavík kl. 7 í gærmorg.
un og voru 10 tí'ma til Akureyrar.
Sneru þeir svo strax til baka aft-
ur og komu hingað kl. 7 í morg-
un. Voru bílstjórarnir þá búnir
að vera 24 tíma við akstur.
Aðrir vegir í sýslunni eru færir
og mjólkurflutningar eru eðlileg-
ir til Húsavíkur.
— Fréttaritari.