Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 14. febr. 1957
Hvar á Húsmæðrakennaraskóli
Islands að starfa ?
Frá Nemendasambandi Hús-
mæðrakennaraskóla fslands.
EFTIRFARANDI athugasemdir
eru niðurstöður nefndar, sem
kosin var á fundi í Nemenda-
sambandi Húsmæðrakennara-
skóla íslands 11. febr. 1957. Var
nefndinni falið að bera fram á-
litsgerð frá sambandinu um
staðsetningu Húsmæðrakennara-
skóla íslands vegna frumvarps
þess, sem fram er komið á Al-
þingi um það mál. Nefndin álít-
nr, að Húsmæðrakennaraskjóla
fslands verði bezt séð fyrir æski-
legum starfsskilyrðum með því
móti að hann starfi í Reykjavík
í sem nánustum tengslum við
Kennaraskóla íslands.
Byggir nefndin skoðun sína
einkum á eftirfarandi atriðum:
Reglugerð um Húsmæðrakenn-
araskóla íslands er frá árinu
1942, en lög um menntun kenn-
ara frá 1947, og er reglugerðin
því byggð á öðrum lögum en
þeim, sem nú gilda, enda tölu-
vert ósamræmi milli laga þess-
ara og reglugerðar skólans bæði
varðandi staðsetningu, inntöku-
skilyrði o.fl.
Þegar lög um menntun kenn-
ara eru lesin í heild, einkum 1.,
5., 6. og 7. kafli, verður ekki ann-
að séð en Húsmæðrakennara-
skóli íslands sé beint framhald
Kennaraskóla íslands og eigi
margt sameiginlegt með Hand-
íðakennaraskóla fslands (handa-
vinnudeild kennaraskólans).
Það virðist því liggja beinast
við, að þessir þrír skólar séu á
sama stað og í nánum tengslum
hver við annan.
Það, sem einkum mælir með
þessu, eru ýmsar sameiginlegar,
bóklegar kennslugreinar og hí-
býlafræði Húsmæðrakennara-|
skólans og Handíðakennaraskól-
ans.
Þar sem skólar þessir eru báð-
ir fámennir, má gera ráð fyrir að
sameina mætti kennslu þeirra í
þessum greinum. Mundi sú til-
högun spara nokkurt fé og stuðla
jafnframt að því, að nemendur
beggja skólanna nytu færustu
kennslukrafta t.d. í uppeldis- og
sálarfræði. Er löngu viðurkennd
nauðsyn þess, að kennarar í verk
legum greinum fái einnig stað-
góða þekkingu á þessu sviði. í
húsmæðraskólunum starfa kenn-
arar frá þessum tveim skólum
saman, og yrði verkaskipting þar
auðveldari, ef menntun þeirra
væri hin sama í almennum grein-
um.
Veigamikill þáttur í starfsemi
Húsmæðrakennaraskólans er æf-
ingakennsla. Samkv. reglugerð
skólans skal hver nemandi í hús
mæðrakennaradeild hljóta 12
stunda æfingakennslu á viku á
þriðja námstímabili og nemandi
í skólaeldhúskennaradeild 26
stunda verklegt nám og æfinga-
kennslu á viku. Að undanförnu
hefur æfingakennslan farið fram
í þrem gagnfræðaskólum bæjar-
ins í einu og jafnframt á nám-
skeiðum, sem haldin hafa verið
í húsakynnum Húsmæðrakenn-
araskólans. Miklu skiptir, að æf-
ingakennslan í gagnfræðaskólun-
um geti farið fram á sem
skemmstum tíma til þess að hún
raski fastri kennslu skólans sem
minnst.
Yrði skólanum fundinn stað-
ur í öðru langtum minna byggð-
arlagi, gæti æfingakennslan ekki
farið fram á svo mörgum stöð-
um í einu og hlyti því að taka
lengri tíma og raska annarri
kennslu skólans. Á Akureyri er
t. d. aðeins starfsrækt eitt skóla
hús. Ennfremur yrði því meiri erf
iðleikum bundið að afla nemenda
á námskeið skólans, sem hann
starfaði í fámennari bæ.
Það er einróma álit meðlima
Nemendasambands Húsmæðra-
kennaraskóla íslands að æfinga-
kennslan sé sá þáttur kennslunn-
ar, er einna notadrýgstur reyn-
ist nemendum skólans í starfi
þeirra síðar meir.
Eftir því sem ákvæði laga um
kennslu í matreiðslu og þjónustu
brögðum á gagnfræðastigi og í
verknámdeildum koma til fram-
kvæmda, hlýtur tala þeirra kenn
ara, sem þessar námsgreinar
kenna, að fara ört vaxandi og
nauðsyn þess að verða æ meiri,
að skólinn sé starfræktur í fjöl-
býlinu, þar sem aðstaða til æf-
ingakennslu er bezt.
Eins og kunnugt er, hefur Hús
Frh. á bls. 15.
In memoriam :
Kjartan Jónsson frkvstj.
VEÐUR var stillt og bjart þriðju-
daginn 12. þessa mánaðar. Sólin
stafaði mildum, hlýjum geislum
á bleika grundina í Fossvogs-
kirkjugarði, — úti við sjónrönd
blikaði á Snæfellsjökul, — bláan
flóann, fpnnhvít fjöll. Það var
birta yfir hinztu för Kjartans
Jónssonar, og það er bjart yfir
minningunni um hann.
★
Kjartan Jónsson var fæddur
hinn 1. maí árið 1899 að Munað-
arhóli á Snæfellsnesi, sonur Jó-
hönnu Jóhannsdóttur og Jóns
Jónssonar hreppstjóra þar. —
Fimmtán ára gamall fór hann til
Reykjavíkur til náms, enda gott
mannsefni og prýðilega gefinn.
Síðan stundaði hann verzl-
unarstörf hjá hinum kunnu
Proppé-bræðrum á Þingeyri.
— Verzlunarstjóri þeirra var
hann á Sandi um skeið, en
síðan vann hann á Seyðisfirði við
verzlun Stefáns Th. Jónssonar.
Árið 1931 fluttist hann til
Reykjavíkur, réðist til dagblaðs-
ins Vísis og starfaði þar til dauða-
dags. Hann andaðist sunnudaginn
3. þ. m., en hafði kennt hjarta-
sjúkdóms áður.
★
Gamalt latneskt spakmæli seg-
ir: De mortuis nil nisi bene, en
með því er átt við, að jafnan sé
borið lof á þá, sem látnir eru, —
stundum á þá, sem ekki eiga það
skilið. Á Kjartan Jónsson verður
ekki oflof borið, það vita þeir,
sem þekktu hann.
Það er mikil blessun að kynn-
ast góðu fólki á lífsleiðinni. Á
göngu okkar kynnumst við ýmsu
fólki. Sumir skilja lítið eftir, aðr.
ir verða manni ógleymanlegir.
Kjartan var einn þeirra, sem
verður minnisstæður.
Ég átti því láni að fagna að
vera samstarfsmaður Kjartans
heitins um nær tíu ára skeið og
ég tel mér mikla sæmd í því og
happ að hafa mátt teljast í hópi
vina hans. Hann var afburðamað-
ur í starfi, nákvæmur, útsjónar-
samur og úrræðagóður, ráðhollur
og góðviljaður. Hann var gæddur
þeim dásamlegu eiginleikum að
geta ávallt glatt aðra, varpað
birtu á veg samferðamanna
sinna. Hann var farsæll maður.
í vinahópi var hann glaður og
reifur, hafði jafnan hnyttin til-
svör á hraðbergi, klmnigáfa hans
var næm og hann var hverjum
manni skemmtilegri í viðræðum.
Hann var fróður vel um bók-
menntir, skáldin voru góðvinir
hans og sjálfur var hann smekk-
maður á mál og stíl. Hann var
prýðilega skáldmæltur og ótaldir
eru botnar þeir og fyrripartar,
sem hann mælti af munni fram
á góðum stundum þegar svo bar
undir. Við vinir hans eigum erfitt
með að sætta okkur við, að nú sé
hann horfinn sjónum, en sárastur
harmur er þó kveðinn að fjöl-
skyldu hans. En minningin um
svo góðan dreng hlýtur að verða
henni nokkur harmléttir.
Kjartan Jónsson var kvæntur
ágætiskonu, Ingibjörgu Jónsdótt-
ur Hall. Eignuðust þau tvö börn,
Sólrúnu og Kormák, gáfuð og
gerfileg eins og þau eiga ætt til.
Frú Ingibjörg bjó manni sínum
indælt heimili, mótað myndar.
skap og smekkvísi. Kjartan var
fyrirmyndar heimilisfaðir, og
voru þau hjónin samrýmd um
gestrisni og höfðingsskap.
★
Kjartan Jónsson var jarðsung.
inn frá Fossvogskirkju að við-
stöddu miklu fjölmenni. Síra Jón
Auðuns dómprófastur jarðsöng.
Það voru þung spor að fylgja
Kjartani Jónssyni til grafar. Það
er erfitt að sætta sig við fráfall
hans. En hugur okkar fylgir hon-
um í áttina til strandarinnar ó-
kunnu, þangað, sem við förum
öll þegar kallið kemur. Með
Kjartani Jónssyni er til moldar
genginn drengur góður. Það er
heiðríkt yfir minningu hans.
Thorolf Smith.
Gísli Halldórsson
fimmtugur
GÍSLI HALLDÓRSSON verk-
fræðingur, sem á fimmtugs-
afmæli í dag, hefur um áratugi
verið þjóðkunnur maður. Gísli
er athafnamaður mikill, hefur
víða verið og í mörgu brotizt.
Hér í Reykjavík hefur hann
stundað verkfræðistörf og verzl-
un, á Siglufirði stjórnaði hann
um hríð Síldarverksmiðjum rík-
isins, seinna stýrði hann stórri
niðursuðuverksmiðju í Esbjerg
og nokkur seinni árin var hann
ráðunautur mikils verkfræði-
firma í Baltemore í Bandaríkjun-
um, unz hann hvarf heim aftur
á síðastliðnu ári. í Bandaríkjun-
um voru mikil mannvirki reist
samkvæmt teikningum Gísla,
m. a. stærstu fiskimjölsþurrkar-
ar, sem sögur fara af. Birtust frá-
sagnir og myndir af mannvirkj-
um þessum í mörgum verkfræð-
, ingatímaritum vestra og hafði
Gísli unnið sér mikið álit hjá
þeim, er skyn bera á slíkar fram-
kvæmdir.
Faðir Gísla, Halldór Guð-
mundsson r^fmagnsfræðingur,
var brautryðjandi í upphafi raf-
væðingar íslands, en dó alltof
ungur. Frá honum tók Gísli við
hugsjónaarfi, sem hann hefur
ekki svikizt um að ávaxta. Gísli
er þannig skapi farinn, að hann
lætur sér enga torfæru í augum
vaxa. Hugkvæmni hans er ótrú-
lega mikil. Ef ekki verður kom-
izt að markinu eftir troðnum
leiðum, er hann manna vísastur
til þess að finna aðrar, sem engir
höfðu séð áður. Sama máli gegn-
ir um erlendar nýjungar, er hér
geta komið að haldi. Sem dæmi
má nefna það, að Gísli sá um
fyrstu færiböndin, sem sett voru
í íslenzkt frystihús, en siðan var
sú nýjung tekin upp í hverju
frystihúsi og þykir nú sjálfsagð-
ur vinnusparnaður. Einnig átti
Gísli frumkvæðið að því, að hrað-
gengisvélar voru reyndar í ís-
lenzkum fiskibátum, og hafa þær
reynzt mjög vel, þótt margur
spekingurinn hristi höfuðið yfir
þeim í upphafi. Mætti margt
fleira nefna, þótt hér verði stað-
ar numið.
Gísli er vel máli farinn og rit-
fær. Mörg útvarpserindi hans
hafa hlotið miklar vinsældir og
eins greinar þær, sem hann hef-
ur birt. Er hann jafnvígur á
hvorttveggja, að rita glöggt um
hagnýt málefni og að gefa ímynd-
unaraflinu lausan tauminn. Gísli
er víðförull maður og skemmti-
legur ferðafélagi, hvort sem mað-
ur heldur sér við jörðina eða
skreppur með honum í smá-
héimsókn til næsta sólkerfis.
Ég tel það íslandi mikið happ,
að Gísla leiddist vestra og ílent-
ist þar ekki, þótt honum stæðu
þar allar brautir opnar. Það var
minni vandi fyrir hann að finna
þar næg verkefni við sitt hæfi
heldur en hér heima á Fróni. En
við megum ekki við því að missa
svo hressilega drengskaparmenn
úr landi.
P. B.
shrifar úr
daglega lifinu
EKKI virðast allir sammála því
að flytja_ beri Húsmæðra-
kennaraskóla íslands í Húsmæðra
skólann á Akureyri sem nú
stendur auður, en Húsmæðra-
kennaraskólinn starfar ekki í vet
ur vegna húsnæðisskorts.
Hvar á Húsmæðra-
kennaraskólinn að vera?
TIL mín hringdi kona ein ný-
lega og sagðist alveg vera á
annarri skoðun. Sagði hún að
Húsmæðrakennaraskólanum bæri
að vera í Reykjavík. Hér væri
hans aðsetur sérstaklega með það
fyrir augum að í framtíðinni yrði
Húsmæðrakennaraskólinn gerður
að háskóla og þá fengju ekki aðr-
ar stúlkur inngöngu í hann en
þær sem hefðu stúdentspróf. —
Eðlilegt væri að slík háskólastofn
un væri í Reykjavík þegar til
þessarar nýju þróunar skólans
kæmi. Engin vandræði þyrftu að
gerast varðandi hús Húsmæðra-
skólans á Akureyri. Þar mætti
auðveldlega stofna annan kvenna
skóla, auk þess sem starfar í
Reykjavík, svo stúlkur utan af
landi þyrftu ekki að sækja hing-
að suður í kvennaskóla.
Ágætt menntasetur
á Akureyri
EN það eru fleiri sem hafa vilj-
að leggja orð í belg. Hér birt-
ist bréf frá „Akureyringi" sem
skrifaði dálkunum ftir að pist-
illinn um skólann kom á sunnu-
daginn hér í blaðinu. Akureyr-
ingur segir:
Kæri Velvakandi!
Okkur Akureyringum er það
gleðiefni að upp skuli hafa verið
tekið að nýju á Alþingi mál Hús-
mæðrakennaraskóla íslands og
þar með endurvakin hugmynd
Jónasar G. Rafnars, fyrrv. al-
þingismanns okkar, um að flytja
skólann í hið ágæta húsnæði, sem
stendur lítt notað hér fyrir norð-
an. Ummæli húsmæðrakennara,
sem fram komu í dálkum þínum
fyrir skömmu, eru skynsamleg og
ber að taka fullt tillit til þeirra.
Þau eru auðsjáanlega rituð af
þeim sem bæði hefur kunnug-
leika og þekkingu á málinu.
Við Akureyringar höfum aldrei
fengið að heyra nein frambæri-
leg rök fyrir þvi að mál Jónasar
Rafnars dagaði uppi í Alþingi á
sínum tíma. Öll skilyrði eru fyrir
hendi hér á Akureyri til þess að
reka megi hér fyrsta flokks hús-
mæðrakennaraskóla. Hér er fyrir
menntasetur Norðlendinga og
gnægð færustu kennara. Land-
rými er gott á lóð kvennaskólans
svo að þar eru engin vandkvæði
á því að stunda garðrækt, bæði
til kennslu og nytja fyrir skólann
og fyrirmyndarbú eru hér víðs
vegar um Eyjafjörð, ef þörf er á
að kynna húsmæðrakennurum
rekstur og starfsemi þeirra.
Ég mun ekki einn Akureyringa
um það að vænta þess að þessi
góða og mjög sjálfsagða hug-
mynd nái nú fram að ganga.
Akureyringur.
Vaxandi
æskulýðsstarf
ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli
að þessa mánuðina virðist
svo sem nokkur skriður sé að
komast á tómstundastarfsemi
æskulýðsins hér í bænum. Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur, sem borgar-
stjóri skipaði á sínum tíma, hef-
ur ráðið vildarprest sem þjónað
hefur lútersku söfnuðunum vest-
an hafs, sr. Braga Friðriksson frá
Siglufirði, til þess að hafa fram-
kvæmdastjórn á hendi um æsku-
lýðsmál Reykjavíkuræskunnar.
Hér á séra Bragi mikið verkefni
fyrir höndum en verðugt. Þegar
hefur hann komið af stað æsku-
lýðsstarfsemi svo sem tómstunda-
störfum í úthverfum, í þeim fé-
lagsheimilum sem þar er að
finna. Þá hefur og verið efnt til
góðra æskulýðstónleika.
Í/V X
/'XL^A
Þetta er allt í áttina og vel tU
fundið, en starfið er mikið og
vandasamt. Höfuðatriðið er þó að
hér hefur ísinn verið brotinn af
hálfu hins opinbera. Reykjavík er
orðin það stór borg að hætt er
við að svalllífið dragi um of til
sín unglingana ef ekki er mikið
að gert og fer vel að Reykjavík-
urbær skuli með skátum, bind-
indisfélögum og íþróttafélögum,
svo aðeins nokkuð sé nefnt, hefj.
ast handa nú í vetur.
Og vonandi verður þróunin sú
að öllum fávíslegum draumum
um risavaxna æskulýðshöll verði
kastað á haug, en litlum, notaleg-
um æskulýðsheimilum sem víð-
ast komið upp í bæjarhverfun-
um, þar sem unglingarnir geta
unað við starf og leik og hollar
skemmtanir við sitt hæfi, í mílu-
fjarlægð frá sjoppusetum og ís-
baratölti.