Morgunblaðið - 14.02.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.02.1957, Qupperneq 8
8 MORGUNBLJnin Fimmtudagur 14. febr. 1957 mtMnfrtó Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Blekkingin um vinnufrið UTAN ÚR HEIMI [ Wa fíenhercý — gott hjcirtci íicinó uur u onum tj (jti ÞEGAR sú staðreynd blasir við að þriðja verkfallinu síðan um áramót er nú nýlokið og fjórða vinnudeilan í uppsiglingu, er rétt að staldra við og athuga, hvað er að gerast. Eins og menn muna, hefur ríkisstjórnin mjög stært sig af því, að hún hafi komizt að „samkomulagi við launþega" og með því tryggt vinnufriðinn í landinu. Á þessu „samkomulagi“ byggist líka löggjöfin um nýju álögurnar, segir ríkisstjórnin og reynir með því að velta ábyrgð- inni yfir á launþegana sjálfa. En jafnskjótt og ríkisstjórnin gaf út hinar miklu tilkynningar sínar um samkomulagið, sem hún hefði gert við „samtök launþega", risu mörg af þessum sömu samtökum upp og mótmæltu því að nokkuð hefði verið við þau talað og þau væru laus allra mála gagnvart ríkisstjórninni í þessu efni. Það er því ljóst, að þetta „samkomu- lag við launþegana" hvílir á mjög svo veikum grundvelli, svo ekki sé meira sagt. Þó ráðherrar kommúnista haldi fundi með stjórnum í einstökum verkalýðs- félögum, sem þeir sjálfir ráða, þá er þar vitaskuld ekki um að ræða neitt allsherjarsamkomulag við launþegana, eins og ríkis- stjórnin vill vera láta. Dæmin um þau verkföll, sem orðið hafa eða sýnast vera í uppsiglingú, tala hér lika skýru máli. Ríkis- stjórnin hefur engu samkomu- lagi náð við samtök launþega almennt í landinu og hún hefur ekki tryggt vinnufriðinn. Þetta er óhrekjanleg staðreynd, sem verður Ijósari með hverjum degi, sem líður. Ekkert nýtt öryggi í útvarpsumræðunum á dög- unum, gátu talsmenn ríkisstjórn- arinnar, ekki borið það af sér, að hún hefði rofið þá stefnu, sem flokkar hennar boðuðu fyrir kosningar, í öllum meginatriðum. En við höfum tryggt vinnufrið- inn, sögðu ráðherrarnir. Við tryggðum að nú væri farið að róa strax upp úr áramótunum, sögðu þeir, eins og það væri eitthvert einsdæmi. Hið sanna í málinu er, að róðrar hafa yfirleitt á undan- gengnum árum hafizt á eðlileg- um tima, þó einstök frávik hafi orðið. Stöðvanirnar og verkföll- in, sem urðu nú eftir áramótin í tveimur stórum verstöðvum við Faxaflóa, Akranesi og Grinda- vík, tala hér líka sínu máli, en báðar þessar vinnustöðvanir end- uðu með nýjum samningum og kauphækkunum. Hér var því ekki um neinn þann Fróðafrið að ræða, sem ríkisstjórnin hefur stært sig af. Þetta er staðreynd, sem menn verða að hafa í huga, því engum er gerður greiði með því að staðhæfa að við búum nú við eitthvert nýtt öryggi í þess- um efnum, sem ekki hafi þekkzt áður, því það væri aðeins hættu- leg sjálfsblekking. Leið verkfallanna opin, segja kommúnistar Samningurinn við flugmenn. ina er líka mjög greinilegt tím- anna tákn. Það er viðurkennt, að eru meðal hæstlaunuðu atvinnu- stétta landsins. Samt leggja þess- ir aðilar til verkfalls og ná samn- ingum, undir handarjaðri sjálfrar ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér beinar kauphækkanir og ný fríð- indi, sem í heild munu ekki jafn- gilda minna en 30—40% kaup- hækkun að dómi þeirra, sem hlut eiga að máli. Enda talar samning- urinn sjálfur mjög skýru máli. í kjölfar flugmannadeilunnar koma svo nýir samningar við far- menn, sem hafa lýst yfir að þeir séu reiðubúnir að fara í verkfall, ef ekki semst. Og hvað verður svo næst? Engu skal um það spáð, en það er glöggt, eins og áður er vikið að, að vinnufriður er raun- verulega ekki í landinu, nú sem stendur. Á síðasta þingi Alþýðusam- bands íslands, sem haldið var nokkru fyrir jól, var samþykkt ályktun um að það væri „algert skilyrði verkalýðshreyfingarinn- ar að ekkert væri gert, er hafi í för með sér skerðingu á kaup- mætti vinnulaunanna og ekki komi til mála að auknum kröf- um útflutningsframleiðslunnar verði mætt með nýjum álögum á alþýðuna". Síðan Alþýðusam- bandið gerði þessa ályktun hafa nýju álögurnar á almenning ver- ið samþykktar á Alþingi og aðrar aðgerðir komið til um leið, sem hljóta að skerða kaupmátt launa að miklum mun. Fram hjá þess- ari staðreynd verður ekki kom- izt. Kommúnistar hafa líka lýst yfir, að „gamla leiðin", leið verk- fallanna, standi alltaf opin. Með- an ástandið er þannig er vita- skuld ekki unnt að tala um að vinnufriður ríki í Iandinu og er öllum hollt að gera sér það Ijóst. Sjálfstæðismenn hafa marg- sagt sína skoðun á þeim hættum, sem fylgja sífelldu kapphlaupi milli kaupgjalds og afurðaverðs og verður það ekki endurtekið hér. En það bætir ekki um, held- ur leiðir nýjar hættur yfir, þegar sjálf ríkisstjórnin gengur á undan í því að blekkja landsmenn til að trúa því að vinnufriður sé í land- inu á sama tíma og hver vinnu- deilan rekur aðra. Formaður félagsins, Hannes Stephensen, kvartaði sáran yfir þessari lélegu fundarsókn og sagði að greinilegt væri, að áhugi félagsmanna á samtökunum og þá sérstaklega stjórninni færi stöðugt minnkandi! Allur málílutningur stjórnar- innar var með endemum lélegur eins og stjómin forðaðist með allenberg — eitt ein- asta mannslíf. Hvaða máli skiptir það í sögunni? Hvaða svar sem gefið er við þeirri spurningu, þá mun nafnið Wallenberg um aldur og ævi verða tákn um rússneskt grimmdaræði og rússneska fyrir- litningu á gildi einstaklingsins og almennu siðgæði. Þegar Wallen- berg fór frá sænska sendiráðinu í Búdapest 17. janúar 1945 og steig inn í bíl, þar sem fyrir voru nokkrir rússneskir liðsforingjar, sagði hann við sænska sendiherr- ann í Búdapest: „Ég fer burt. Ég veit ekki hvort það er sem heið- ursgestur eða fangi“. Núna, 12 ár- um síðar, fær heimurinn að vita, að hann fór sem fangi, og að hann lét lífið í rússneska Ljubianka- fangelsinu. heilan áratug hafa Rússar vitað, að Wallenberg var látinn, en þeir hafa daufheyrzt Þetta minnismerki um Wallen- berg var gert af myndhöggvar- anum Patzay og sett upp í St. Stefáns-garðinum í Búdapest. Rússar fluttu það hins vegar það- an. Síðar var það sett upp í Debrecen sem — minnismerki um rússneska hermenn! við ítrekuðum umleitunum um upplýsingar varðandi öx-lög hans. Fjölskylda hans, Alþjóðlegi rauði öllu að ræða um kaup- og kjara- mál, en reyndi aftur á móti að slá um sig með tillögum um önn- ur efni. Meðal annars var sam- þykkt tillaga frá stjórn félagsins um að reka herinn úr landi! Verður sú tillaga sennilega send með hraðboða til ríkisstjórnar- innar, en kommúnistar eru sem kunnugt er stærsti flokkurinn, krossinn, sænska utanríkisráðu- neytið og siðast sænski forsætis- ráðherrann, sem fór í opinbera heimsókn til Moskvu í fyrra, hafa þrábeðið rússnesk stjórnarvöld um einhverjar upplýsingar, en svörin voru jafnan hin sömu: eng- inn vissi neitt um Wallenberg. örlög hans eru einn af óteljandi smánarblettum á rússneskri sögu síðustu ára. E n nafn Wallenbergs mun einnig standa um aldur og ævi sem tákn um einn djarfasta og merkilegasta mannvin verald- arsögunnar. Þessi ungi Svíi fram- kvæmdi ótrúlega hluti í þágu hinna hrjáðu og ofsóttu Gyðinga í Búdapest síðustu mánuði stríðs- ins. Hann naut lítillar opinberrar hjálpaf, hafði við hlið sér nokkra ungverska aðstoðarmenn og handa á milli nokkur óskiljanleg sænsk skjöl. En með hugkvæmni sinni og ódrepandi elju tókst hon- um að bjarga þúsundum Gyðinga frá Búdapest, meðan borgin brann. Raoul Wallenberg varð aðeins 36 ára gamall. Hann var sonur liðsforingja í sænska sjó- hernum, sem lézt þegar drengur- inn var þriggja mánaða gamall. Hann var alinn upp af stjúpföður sínum, von Dardel forstjóra, og vini fjölskyldunnar, Wallenberg sendiherra. Þegar hann hafði gegnt herþjónustu, fór hann til náms í Bandaríkjunum og lauk þar háskólaprófi. Um skeið vann hann á alþjóðlegum vettvangi, en setti síðan á stofn verzlunarfyrir- tæki í Mið-Evrópu ásamt ung- verskum vini sínum. egar sænski sendiherr ann í Búdapest fékk hið geysi- umfangsmikla verkefni að útvega tugum þúsunda Gyðinga brott- fararleyfi, vegabréf o. þ. u. 1., bað hann um aðstoðarmann, og var þá Raoul Wallenberg sendur hon- um til hjálpar. Innan tíðar var I Wallenberg þekktur af öllum ungverskum Gyðingum og langt út fyrir landamæri Ungverja- lands sem „hin rauða akurlilja" nútímans (við munum eftir kvik- myndinni með Leslie Howard). sem á aðild að ríkisstjórninni, svo líklegt er að sú frumlega áskorun fái skjóta og góða af- greiðslu. Einn Dagsbrúnarfélagi, Haukur Hjartarson,'tók til máls og ræddi um það, hvað stjórnin hefði gert í sambandi við vísitöluskerðing- una og nýju skattaálögurnar. Hvort stjórn félagsins ætlaði að láta því ómótmælt að gengið væri stöðugt á kaupgetu verkamanna. Hvort stjórnin hefði nú eins og í fyxra reiknað út, hvað hinir nýju skattar næmu mörgum þús- undum króna á fimm-manna fjölskyldu. Ritari Dagsbrúnar svaraði því einu til, að nú væru allt önnur viðhorf en í fyrra, þar sem komm únistar ættu aðild að ríkisstjórn- inni og því mættu verkamenn ekki mögla hvað mikið sem kjör þeirra yrðu skert. Fékk þessi boðskapur ritarans heldur daufar undirtektir fundarmanna. Raoul Wallenberg — fórnarlamb rússneskrar réttvísi. k J tarfið jókst hröðum skrefum Wallenberg sjálfum til mikillar undrunar. Aðstoðarmenn ina dreif að, og honum tókst að gera heilt hverfi í Búdapest að friðlandi fyrir Gyðinga. Þar blöktu sænskir fánar á allar hlið- ar. Hann útvegaði öllum þessum hrjáðu þúsundum mat og húsa- skjól, og þegar hann hafði ekki fleiri opinbera pappira eða vega- bréf, setti hann upp ólöglegar prentsmiðjur og prentaði fölsk vegabréf með fölskum áritunum. Hann fékk jafnvel sendiráð Tyrk- lands, Svisslands, Portúgals og Páfaríkisins til að hlaupa undir bagga með sér, og líklega hafa aldrei jafnmargar opinberar regl- ur og fyrirskipanir verið brotnar í þágu mannkærleikans. A ndspænis heimatilbún um sænskum skiltum og kenni- merkjum Wallenbergs virtust bæði þýzkir nazistar og úngversk ir fasistar máttlausir. Þeir þorðu bókstaflega ekki að gripa fram fyrir hendur honum. Einu sinni flutti hann um 100 Gyðinga áleiðis til frelsisins um götur Búdapest með því að hjóla stöð- ugt kringum hópinn. Bezti hjálp- armaður Wallenbergs var eigin- kona Kemenys utanríkisráðherra, ungverska fasista-leiðtogans. — Wallenberg komst að því, að hún var af Gyðingaættum, baróns- ættinni Fuchs. Hann taldi hana á að hjálpa sér, og gerði hún það af ótta við örlög eiginmarmsins, þegar stríðið væri tapað. S íðustu dagana, þegar baráttan um Búdapest stóð sem hæst og allt var þar í uppnámi, var Wallenberg sjálfur hundelt- ur. Hann hvarf bak við rússnesku víglínuna, en kom fram aftur í janúar 1945. Nokkrum dögum síð- ar hvarf hann á ný, og nú loks- ins vitum við, hvað um hann varð. Hann lenti í einum klefa Ljubianka-fangelsisins og dó þar — samkvæmt opinberum upplýs- ingum — 17. júlí 1947 af „hjarta- slagi“. — Hið eina, sem gekk að hjarta Wallenbergs, var, að það var of gott og of stórt, var fullt samúðar með tugum þús. van- sælla, heimilislausra og hund- eltra manna. — Auðvitað litu SovétríHin á slíkan mann sem hættulegan öryggi sínu. Beria og Abakumov, sem báðir voru drepn ir, hefur verið kennt um dauða Wallenbergs. En það skefur eng- an veginn smánarblettinn af rússnesku réttarfari. þeir sem þar eiga hlut að máli, j og hormaður Dagsbrúnar atyroir félagsmenn fyrir áhugaleysi Kjaramálin aukaatriði á aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Verkamannafélagsins Dagsbninar var hald- inn í Iðnó á mánudagskvold. Á fundinum mæctu aðeins 58 Dags- brúnarmenn og er þetta fámennasti aðalfundur, sem haldinn hefur verið í félaginu árum saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.