Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. febr. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 11 1-------------- HUSNÆÐI TIL LEIGU ísland í heimsmeisfarakeppni í knattspyrnu: ísland leikur við Frakkland 2. júní og 5. júní v/ð Belgíu Leikirnir fara fram í Frakklandi og Belgíu JjUNS OG KUNNUGT er kom upp nokkur vandi á milli Frakka og Belgíumanna annars vegar og íslendinga hins vegar um niðurröðun landsleika þeirra í knattspyrnu sem þessi lönd eiga að leika á þessu ári í sambandi við undanrásir heimsmeistara- keppninnar. Alþjóðaknattspyrnusambandið fékk málið til úrskurð- ar og úrskurður þess varðandi leikina er þannig: Frakkland — ísland 2. jóni í Frakklandi, Belgía — ísland 5. júní í Belgíu ísland — Frakkland fyrrihluta september i Reykjavík. ísland — Belgía fyrrihluta september í Reykjavik. KSÍ hefur varðandi leikina hér heima stungið upp á að fyrr- nefndi leikurinn verði 1. sept. og hinn siðari 8. sept. •k Djarflega teflt Björgvin Schram form. KSÍ hafði orð fyrir stjórn sambands- ins er hún ræddi við blaðamenn í gær. Rakti hann aðdragandann að því að íslendingar tóku ákvörð- un um að vera með í heimsmeist- arakeppninni að þessu sinni. Var slík þátttaka samþykkt á ársþingi KSÍ 1955. „Mörgum finnst hér vera djarf- lega teflt“, sagði Björgvin „og ísl. knattspyrnumenn færast mik- ið í fang. En stjórn KSÍ er þeirrar skoðunar að „innilokunarstefnan" svonefnda sé neikvæð og skaðleg. Við teljum að setja verði markið hátt og sjá knattspyrnumönnum fyrir stórum viðfangsefnum. Ef svo er gert má vænta framfara og aukins áhuga almennings á íþróttinni. Það eru í ár 10 ár frá stofnun Knattspyrnusambandsins og um svipað leyti var fyrsti landsleikurinn leikinn. Fer vel á því að þessa afmælis sé minnzt með stórum verkefnum. Það er töggur í ísl. knatt- spyrnumönnum, hélt Björgvin áfram, þegar þeim eru fengin stór verkefni. Það hafa þeir margoft sýnt. Og stjórn Knatt- spyrnusambandsins vonar, að þeir bregðist ekki nú því trausti sem þeim er sýnt. Frakkland á sterkt landslið og Belgíumenn líka, þó það sé ekki eins sterkt. Liðsmenn Frakka eru atvinnumenn. Leik irnir við þessi lönd eru því mik H prófraun fyrir ísl. knatt- spyrnumenn. Þeir eru próf- raun á það, hvort við getum og eigum að mæta hinum sterk ustu liðum á erlendri grund, eða hvort við eigum að draga saman seglin á næstu árum og keppa aðallega á heima- veUi“. Ar Undirbúningur hafinn Björgvin kvað undirbúning að þessum leikum vera hafinn. KSÍ hefði skrifað öllum sambandsað- ilum sínum um málið og skorað á alla að sjá svo um að knatt- spyrnumenn komist fljótt i æf- ingu, því leikirnir ytra eru fyrr á árainu en tíðkazt hefur áður. Landsliðsn. sér um þjálfun alla og hvetur hún alla þá menn sem hafa verið í landsliðinu eða við það, að byggja nú vel upp æfing- ar sínar og koma vel æfðir til vorleika. Efnt verður í vor til ýmissa meiri háttar leika t. d. pressuleiks. Stjórn KSÍ hyggst halda fundi með aðiljum sínum tii þess að hvetja og brýna menn til áfram- halds við æfingar. Stjórnin leggur á það áherzlu, að mikið sé nú í húfi að knatt- spyrnumenn bregðist ekki og standi sig vel. Það er skorað á alla að æfa vel svo sterkt og gott landslið gangi til leiks við Frakka og Belgíumenn í júnímánuði. ★ 8 landsleikir í ár Björgvin Schram sagði að lands leikirnir í sumar yrðu alls 6 sam- kvæmt leikatöflu KSÍ. Það eru þessir fjórir sem nefndir hafa ver- ið og svo í júnímánuði landsleik- ir við Dani og Norðmenn. Út af frétt í Mbl. um að Norðmenn teldu leik sinn hér í júní ekki landsleik, sagði Björgvin að það kæmi mjög flatt upp á KSÍ. Það hefði alla tíð verið ætlunin að hafa hér þriggja landa keppni. Danir hefðu formlega samþykkt Björgvin Schram sagði, að stjórn KSÍ hefði lagt áætlun um landsleiki nokkuð fram í tímann. 1958 er ákveðið að ír- land komi hingað með sitt landslið og það boð er gagn- kvæmt svo að íslendingar munu og fara utan. 1959 koma Finnar hingað og Þjóðverjar hafa lýst sig fúsa til að koma hingað til landsins 1960, en um það hefur ekki verið samið endanlega ennþá. Þá eiga ísl. knattspyrnumenn boð inni hjá Englendingum, sem hingað komu í fyrra. Vegna hinna mörgu landsleika verður Skíðoferð í Homrahlíð í dog SKÍÐAFÉLÖGIN í Reykjavík hafa að undanförnu gengizt fyrir skíðaferðum upp í Hamrahlíð. Hefur þangað verið farið þar sem Hellisheiðarvegurinn er lok- aður. Enn ein ferð verður farin £ Hamrahlíð á morgun kl. 1 og verður farið frá BSR. í Hamrahlíð er nægur snjór og ágætar brekkur. Sex sinnum mun fyrirliði ísl. landsliðsins í sumar heilsa fyrir- liða erlends landsliðs. — Mynd þessi er frá síðastliðnu sumri er Valur og Akranes mættust. Rík- harður heilsar Guðjóni dómara, en Einar Halldórsson horfir á. Þessir tveir leikmenn hafa á und- anförnum árum verið styrkustu stoðir ísl. landsliðsins. að mæta íslandi í landsleik hér og sömuleiðis Norðmönnum. Ef Norðmenn treystust ekki til lands leiks, þá myndi stjórn KSÍ ekki bjóða þeim hingað heldur fá eitthvert annað land, sem leika vill opinberan landsleik. ★ Vallarvandamálið Afmælisleikirnir verða þann ig: 8. júlí ísland — Danmörk. 10. júlí ísland — Noregur og 12. júlí Noregur — Danmörk. Vonazt er til að leikirnir geti farið fram á hinum nýja Laug- ardalsvelli. Það er hægt ef samstillt átök stuðla að því, og annað er ekki sæmandi fyrir oss íslendinga en að geta boðið erlendum gestum upp á sómasamlegan völl — en ekki malarvöll sem allir hræðast. ekki hægt að taka því boði í ár, en sennilegt er að það verði þegið næsta ár, 1958. Hundknattleiks- mót Í.F.R.N. hefst á morgun (föstudag) kl. 2, og verður háð í KR-heimilinu. Fimmtán skólar taka þátt í mót- inu. Menntaskólinn sér um mótið. í dag keppa: 4. fl. karla: Gagnfræðask. Aust- urbæjar : Réttarholtsskóli. 4. fl. karla: Lindargötuskóli : Gagnfræðaskóli Vesturb. 4. fl. karla: Laugarnesskóli : Flensborg. 3. fl. karla: Landspróf A-lið : Gagnfræðask. Austurbæjar. 3. fl. karla: Flensborg : Lands próf B-lið. 3. fl. karla: Gagnfræðaskóli Vesturb. : Verzlunarskólinn. 3. fl. karla: Menntaskólinn í Reykjavík : Gagnfræðask. Verk- námsins. 2. fl. karla: Menntaskólinn í Rvík : Verzlunarskólinn. Mótið heldur áfram á mánudag klukkan 2. Keppendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Landsleikir nœstu árin neðst við Laugaveginn. Hentugt fyrir verzlun, skrifstofu eða heildverzlun eða annan líkan rekstur. Ennfremur er lagerpláss fyrir hendi í sama húsi. Tilboð sendist til blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt ,,7745“. HafnfirðSngar Tilbúin karlmannaföt, dökk og mislit. Klceðskeraverkstœðið * Austurgötu 28 — Sími 9954. Laus staða Löglærðan fulltrúa eða vanan bókhaldara, vantar við sýslumannsembættið í Stykkishólmi. Laun samkv. launa- lögum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Stykkishólmi, 12. janúar 1957. Sýslumaðurinn í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Skrifsfofuhúsnœði Stór hæð, 463 fermetrar, í glæsilegu húsi tíl leigu, sem skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar gefur Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Aðalstræti 8 — Sími 1043 FlugfreyjustÖrf Nokkrar stúlkur óskast til flugfreyjustarfa í vor. Aldurstakmörk 21—30 ár. Nauðsynlegt að um- sækjendur tali ensku og eitt Norðurlandatungu- málanna. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum okkar við Lækjargötu 2 eða Reykjanessbraut 6. Umsóknir þurfa að berast félaginu fyrir 5. marz n.k. Loftleiðir hJ. Allsherjar atkvæðagreiðsla um stjórn og trúnaðarráð Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár, hefur verið ákveðin laugard. 16. þ.m. frá kl. 12 á hádegi til kl. 8 e.h. og sunnud. 17. þ.m. frá kl. 10 f.h. til 6 e.h. í skrifstofu félagsins Kirkjuhvoli. Kjörskrá liggur frammi -á sama stað föstud. 15. þ.m. kl. 4.30 til kl. 6 e.h. og laugardaginn 16. þ.m. kl. 10—12 f.h. Skuldugir félagar geta greitt sig inn á kjöi'skrá þar til kosning hefst. Kjörstjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.