Morgunblaðið - 14.02.1957, Side 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmludagur 14. febr. 1957
GULA
[|||J herbergiS
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 52
um hitt, að gamli maðurinn föln-
aði enn meir, og leit út eins og
maður, sem hefur orðið fyrir svip
legu áfalli. Hann meira að segja
þagnaði alveg í bili. Loks sagði
hann:
— Fyrirgefið þér, ég er víst
orðinn of gamall fyrir slíkt sem
þetta. En þetta líður frá eftir
andartak.
Dane hélt nú í hann báðum
höndum. Hann fann hve maður-
inn var smávaxinn innan i stóra
frakkanum. Dane reyndi að þreifa
á slagæðinni og fann, að hún
var máttlítil.
— Ég ætti heldur að fara með
yður heim, sagði hann, — eða ef
þér viljið setjast hér niður, gæti
ég náð í einhvem til að fylgja
yður heim.
En Ward lyfti hendi í mótmæla
skyni. — Við megum ekki hræða
konuna mína. Þetta lagast allt
saman. Ég ætla að setjast niður,
ef þér viljið hjálpa mér.
Plöntuskeiðin lá þarna enn á
jörðinni. Dane kom gamla mann-
inum fyrir og tók hana síðian upp.
Nokkuð af skaftinu var atað auri
og hann bölvaði með sjálfum
sér. Samt sem áður vafði hann
umbúðunum utan um hana.
Ward virtist ekki gefa því neinn
gaum. Hann sat með lokuð augu,
en liturinn var farinn að fær-
ast yfir andlit hans aftur.
— Ég bið yður mikið að afsaka,
sagði hann. — Ég fer nú ekki oft
út fyrir morgunverð, en þegar
ég heyrði um hana Elinor, hugs-
aði ég mér, að ég skyldi ganga
UTVARPIÐ
Fimmtudagur 14. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 8,30 Framburðarþáttur í
dönsku, ensku og esperanto. —
19,00 Harmonikulög. 19,10 Þing-
fréttir. — Tónleika. 20,30 fslenzk
ar hafrannsóknir; V. erindi: Lin-
dýrin (Ingimar Óskarsson grasa
fræðingur). 20,55 íslenzk tónlist-
arkynning: Verk eftir Árna
Björnsson. 21,25 Útvarpssagan:
„Gerpla" eftir Halldór Kiljan
Laxness; XXV. (Höfundur les).
22,00 Fréttir og veðurfregnir. —
Kvæði kvöldsins. 22,10 Sinfón-
iskir tónleikar (plötur). 23,15
Dagskrárlok.
Föstudagur 15. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10
Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30
Daglegt mál (Amór Sigurjóns-
son ritstjóri). 20,35 Kvöldvaka:
a) Guðrún Heigadóttir flytur er-
indi: Fjallkonan í íslenzkum bók-
menntiun. b) íslenzk tónlist: Lög
eftir Sigurð Þórðarson (pl.). c)
Magnús Finnbogason frá Reynis-
dal flytur gamlan ferðaþátt:
„Þorradægrin þykja löng“. d)
Broddi Jóhannesson flytur þátt
um forustufé eftir Gunnlaug Gunn
arsson bónda í Kasthvammi í Lax-
árdal. 22,00 Fréttir og veðurfregn
ir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upp-
lestur með inngangsorðum: Tóm-
as frá Kempén og bók hans
„Breytni eftir Kristi" (Haraldur
Hannesson hagfræðingur). 22,25
„Harmonikan". — Umsjónarmað-
ur þáttarins: Karl Jónatansson.
23.15 Dagskrárlok.
hingað og vita, hvort ég gæti
nokkuð hjálpað.
Þetta gat meir en verið satt.
Gamli maðurinn var á stígnum,
sem lá milli húsanna. En Dane
hafði nú samt grun um, að Ward
gamli hefði orðið svona hrædd-
ur af að sjá hann, enda þótt
kastið sem hann fékk gæti svo
sem alveg verið uppgerðarlaust.
— Fáið þér þessi köst oft?
spurði hann.
— Það kemur yfir mig svimi
öðru hverju. Það er þó ekki af
því, að hjartað sé neitt bilað.
líklega eitthvað í eyrnagangin-
um. Ward var nú orðinn míklu
hressari. Hann dró upp hreinan
vasaklút og þurrkaði ennið. —
Látið mig ekki tefja yður sagði
hann. Ég ætla að sitja hérna
stundarkorn. Ég er alveg að
verða góður.
Dane gekk nú til Crestview.
Ennþá hafði hann nokkrar grun-
semdir, þótt hann vissi varla hvers
vegna og á miðri leið, sneri hann
sér og leit aftur. Ward gamli var
að taka eitthvað upp úr aumum
við fætur sér. Jafnvel í þessari
fjarlægð sást blika á það og Dane
þóttist viss um, að það væi-i skot-
hylkið úr byssunni, sem Elinor
hafði verið skotin með.
Hann hikaði. Átti hann að snúa
við og heimta að sjá það? En þá
myndi Ward gamli auðvitað þver-
neita, að hann hefði það, eða hann
gat gengið áfram eins og hann
sæi Dane alls ekki. Hann ákvað
að halda heldur áfram.
17.
Morgunverðurinn var tilbúinn,
þegar hann kom heim aftur. Þeg-
ar Alex bar hann inn, varð hann
hissa að sjá húsbónda sinn vera
að skoða plöntuskeiðina.
— Hvað er nú þetta?
— Ég býst við að það hafi ver-
ið notað til þess að grafa upp föt
in þarna uppi £ brekkunni.
Heyrðu mig, Alex. Hvað þekkir
þú til Ward-hjónanna? . . Og það
vildi ég, að guð gæfi, að þú gætir
lært að búa til kaffí!
— Ég er enginn kokkur, herra
minn, og hef aldrei þótzt vera
það. Ef yður líkar ekki þjónusta
mín....
— Allt í lagi. En hvað veiztu
um Ward-hjónin?
Alex klóraði sér í höfðinu. —
Ja, ég veit ekki annað en þau séu
í miklu áliti hér. Mjög rík, en fólk-
ið hérna kann vel við þau samt.
Þau gefa til kirkjunnar og spítal-
ans og þess háttar. Sonur þeirra
féll í síðasta ófriði. Og svo eiga
þau sonarson í núverandi styrjöld.
Þau hafa verið hér á sumrin síð-
ustu fjörutíu árin.
— Hefur sonarsonurinn verið
heima nýlega?
— Þau bjuggust við honum, en
hann kom ekki.
Dane hringdi í spitalann eftir
morgunverð. Elinor Hilliard var
skárri og hafði meðvitund. Greg
var þarna ennþá, en Carol hafði
farið heim, og Dane fór áleiðis
tíl Crestview, að samtalinu loknu.
Hann bjóst við, að hún yrði sögð
ókomin á fætur, en hitti hana i
bókastofunni við arininn. Hún
virtist vera alveg uppgefin, og
hendurnar lágu máttlausar í
kjöltu hennar, og augun voru dauf
leg. Samt brosti hún til hans.
— Ég hef verið í símarifrikii
við mömmu, sagði hún. — Maður
gæti haldið, að ég hefði skotið á
Elinor. Annað hvort verð ég að
fara heim, eða hún kemur hingað.
— Og því eruð þér ekkert hrif-
in af, eða hvað?
— Hún getur ekkert gagn gert
hér og hún skilur ekki neitt, svar-
aði Carol þreytulega. — Hún er
vön því, að hér séu sex til átta
vinnukindur í húsinu. Og svo er
allt eins og það er. .. Howard
kemur líka, en hann getur vitan-
lega verið í hótelinu.
— Svo að þér hafið náð sam-
bandi við hr. Hilliard?
— Ekki enn. Það er sunnudag-
ur og skrifstofan hans lokuð. —
Hann getur verið næstum hvar
sem er yfir helgina. Mamma vissi
ekki hvar.
Hann gaf henni vindling og
kveikti sér í öðrum og settist nið-
ur.
— Mætti ég tala dálítið við yð-
ur um fjölskylduna? sagði hann.
— O, ég er svo vön slíku. Hvað
viljið þér vita?
— Um systur -yðar. Eru þau
maðurinn hennar hamingjusöm í
hjónabandinu?
Hún hugsaði sig um, eins og hún
væri í óvissu.
— Það fer nú náttúrlega eftir
því, hvað þér kallið hamingju.
Þau eru að mörgu leyti lík. Hafa
gaman af þvi sama, skiljið þér,
veizluhöldum og bridge og peninga
eyðslu. Og hann er feikna stoltur
af henni. . . Þér haldið þó ekki,
að Howard hafi skotið hana, eða
hvað? Það .... það væri óhugs-
andi og beinlínis hlægilegt.
— Gott og vel, þá strikum við
Howard út. Hvers vegna klæddi
hún sig og fór út í nótt? Það var
rigning, eins og þér vitið.
Hún leit á hann þessu hrein-
skilninslega augnaráði, sem snerti
hann jafnan svo einkennilega.
— Ætli hún hafi ekki verið að
leita að fötunum? Hrædd er ég um
það, þó að ég auðvitað viti ekkert
með vissu......Mér finnst ég ekki
geta skilið þetta, bætti hún við og
Ný sending
kvöldkjölar
samkvæmiskjólar
QJtfo*
Aðalstræti
Til sölu er mjög vönduð tveggja herbergja herraíbúð,
ásamt baði. — Upplýsingar gefa
Lögmenn
GEIR HALLGRÍMSSON
EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON
Tjarnargötu 16 — sími 1164
Raimótorar
GANGSETJARAR,
Stjörnuþríh.
og automatiskir
flestar stærðir
Vatns- og rykþéttir
LUDVIG STORR & CO.
IJTSALA
I dag nýjar vörur
Barnahútur
Kvenhútur
Vettlingar
Handtöskur
Ciuffffinn
Laugaveg 30
M ARKÚS Eftir Ed Dodd
1) — Það er bezt fyrir okkur
að gleyma sleðakeppninni. Það
tekur okkur viku að ganga heim
í þessum djúpa snjó.
2) — Og keppnin er eftir tvo
daga.
— Heyrðu, áttu ekki gamla
tunnu? Ef þú átt hana, þá skal
ég sýna þér svolítið.
3) — Meðan þú skerð skinnið
í strimla, þá ætla ég að svíða göt
á tunnustafina.
4) — Við skulum komast heim
tímanlega og vinna þessi 3000
dollara verðlaun.