Morgunblaðið - 14.02.1957, Qupperneq 16
Veðrið
NA-goIa, léttskýjað. Dálítið frost.
Leikskóli
Þjóðleikhússins. Grein á bls. 9.
37. tbl. — Fimmtudagur 14. febrúar 1957.
Býlið Aíýhöfn á Melrakkasléttu
brann til kaldra kola í fyrrakvöld
Raufarhöfn, 13. febrúar.
T GÆRKVÖLDI kom upp eldur í bænum Nýhöfn á Melrakka-
sléttu og brann hann til grunna á skömmum tíma, ásamt
smíðaverkstæði og vélahúsi rafstöðvarinnar fyrir bæinn.
Það var um klukkan 11 í gær-
kvöldi, er bóndinn í Nýhöfn,
Kristinn Kristjánsson, kona hans,
Sesselja Benediktsdóttir, og Jó-
hann, vélsmiður, sonur þeirra,
sátu heima í stofu á bænum, á-
samt gamalli konu, sem hjá þeim
er, að Ijós slokknuðu skyndilega.
Jóhann brá sér þegar út í véla-
húsið, þar sem rafstöðin fyrir
bæinn var, en vélahúsið var áfast
við bæjarhúsið.
Er hann kom þangað stóð
vélahúsið í björtu báli. Ný-
hafnarfólkið hringdi í skyndi
til næstu bæja og sagði tíð-
indin og koma nágrannar fljótt
til hjálpar. Fólkið fékk ekkert
við eldinn ráðið, sem læsti sig
þegar um hið gamla bæjar-
hús. Var reynt að bjarga öllu
fémætu út úr brunanum og i
mun hafa tekizt að forða
nokkru af innanstokksmunum,
fatnaði og öðru, en sumt var
þó skemmt orðið. Eldurinn
læsti sig einnig í gamalt verk-
stæði, sem Kristján átti í mik-
ið af dýrum verkfærum til
járnsmíða.
Fjós og hlaða voru áföst við
bæinn, en það tókst að verja
þessi hús, enda steinsteypt.
Nýhafnarbærinn var upphaf-
lega byggður árið 1919. — Var
hann stórt hús úr timbri, sem árið
1924 var endurbyggt og enn
stækkað að miklum mun. Hef-
ur húsinu verið vel við haldið.
Slys á fólki urðu ekki við
slökkvistörfin. Hjónin frá Ný-
höfn hafa nú flutt til barna sinna
að Sandvík og Miðtúni, sem eru
næstu bæir. — E.
FriÖrik Ólafssyni barst
í gœr boðiÖ frá Argentínu
í GÆR var borin til baka frétt,
sem Mbl. hafði tekið upp úr
dönsku blaði um að Friðrik Ólafs
syni hefði borizt boð um að taka
þátt í alþjóðlegu skákmóti, sem
Jialdið yrði í Argentínu.
En í gærdag barst bréf frá
skáksambandi Argentínu til Skák
sambands íslands, þar sem því er
boðið að senda fulltrúa til skák-
móts, sem hefjast á í borginni
Mar la Plata í Argentínu 12.
marz n.k. Er þar síðan sagt í bréf-
ínu, að þess sé vænzt að fulltrúi
íslenzka sambandsins verði Frið-
rik Ólafsson.
Þetta mót í Argentínu er hald-
ið nú eins og um nokkoir undan-
farin ár á sama tíma. Hefur ætíð
verið boðið nokkrum skákmeist-
urum frá Evrópu. Meðal þeirra,
sem nú eru boðnir, eru auk Frið-
riks, Bent Larsen o. fl.
En boiðð er ekki eins glæsilegt
og talið var að það yrði. Ferða-
kostnaður er t. d. ekki innfalinn
í boðinu, og þó æskilegt væri, að
Friðrik ætti þess kost að fara
þangað suður og tefla við ýmsa
aí sterkustu mönnum heims, þá
er ekki víst að af því geti orðið.
En skákunnendur bíða og athuga
Aðalfundur í Öku-
kennarafélagi
NÝLEGA er afstaðinn aðalfund-
ur Ökukennarafélags Reykjavík-
ur, þar sem eftirfarandi tillögur
voru samþykktar:
Aðalfundur Ökukennarafélags
Reykjavíkur harmar þann drátt
sem orðið hefur á bifreiðalögun-
um, og skorar á ríkisstjórn og
Alþingi að afgreiða þau á þessu
þingi.
Aðalfundurinn beinir þeim til.
mælum til bifreiðastjóra, að þeir
sýni tilhliðrunarsemi og kurteisi
er þeir aka fram úr eða fyrir
kennslubifreiðir.
í stjórn voru kosnir: formaður
Guðmundur G. Pétursson, full-
trúi; gjaldkeri Ragnar Þorgríms-
son, birgðavörður; ritari Guðm.
Höskuldsson, bifreiðastjóri, og
meðstjórnendur þeir Finnbogi
Sigurðsson, lögregluþjónn, og
Guðjón Hansson, bifreiðastjóri.
hvort ekki sé hægt að finna lausn
á þessu máli, svo að Friðrik geti
átt þess kost að þiggja boðið.
Um klukkan 3 í gær héldu veg-
farendur á Miklubraut, að hið
gamla timburhús að Klömbrum,
sem er í miðju Klambratúni,
myndi fuðra upp á skömmum
tíma. Feiknareyk lagði upp frá
húsinu eða einhverjum hinna
mörgu kofa, sem kringum það
standa. Slökkviliðsmenn komu
nokkru síðar á vettvang. — Það
var ekki eldur í húsinu sjálfu,
heldur einum kofanna, og slökkvi
liðsmenn voru fljótir að ráða nið-
urlögum eldsins, sem var í rusli
inni í kofanum. Þessi mynd var
tekin er slökkviliðsmenn voru að
koma. — Þeir héldu að um mik-
inn eldsvoða væri að ræða, er
þeir sáu reykinn frá húsinu til-
sýndar. (Ljósm. Benedikt Sveins-
son).
Kveikfu í rusli
AKRANESI, 13. febrúar. — Um
kl. 9 á mánudagskvöldið var lög-
reglunni hér gert vari við að eld-
ur logaði rétt hjá olíutanki Esso
sem stendur neðst á Bræðraparts-
túni, en þar er fáförult. Voru
tveir menn sendir þangað á
brunabíl og tókst þeim fljótlega
að slökkva eldinn, en krakkar
höfðu kveikt þar í rusli. - Oddur.
Lífill afli
AKRANESI, 13. febr. — I dag
voru 22 bátar héðan á sjó. Hjú
þeim sem komnir eru að er afli
3—4 lestir. í gær var heildar-
aflinn 92 V2 lest og sami báta-
fjöldi á sjó. Hæstir voru Skipa-
skagi með 9 lestir, Sigurvon með
7 og Bjarni Jóhannesson með 6Vz
lest. Talsvert frost var í gær og
í dag og hefur lagt glugga. — O.
Samkeppni í vor um lýð-
veldismerki hér í hæ?
H
Þjóðhátíðarnefnd vill reisa það 1959
ORFUR ERU Á því að með vori komist skriður á það mál,
víkur. — Minnismerki verði reist hér í bænum um stofnun lýð-
veldisins. 1
Mál þetta bar á góma á síðasta
fundi bæjarráðs. Kom þangað for-
maður nefndarinnar, Þór Sand-
holt, skólastjóri Iðnskólans, til
skrafs og ráðagerða við bæjar-
ráðsmenn.
Þjóðhátíðarnefnd hefur nú
handbært nokkurt fé er hún hef-
ur m. a. aflað, með merkjasölu
um nokkurt árabil á þjóðhátíð
inni.
Á 15 ÁRA AFMÆLINU
Þjóðhátíðarnefnd vill að sjálf-
sögðu hafa nána samvinnu við
bæjaryfirvöldin um framkvæmd
þessa. Það var hugmynd nefndar-
innar að minnismerkið yrði reist
og afhjúpað þá er hér verður
minnzt 15 ára afmælis lýðveldis-
stofnunarinnar árið 1959.
HVERNIG? HVAR?
í stuttu samtali við Þór Sand-
holt skólastjóra í gær, sagði hann
að sennilega yrði undirbúningi
það langt komið í vor að hægt
yrði í samráði við bæjaryfirvöld-
in að efna til samkeppni meðal
listamanna um minnismerkið og
staðsetningu þess hér í höfuð-
borginni, þar sem það ætti að
vera.
1959 EÐA SÍÐAR
Það fer eftir því hver úrslitin
í hugmyndasamkeppninni verða,
hvort mögulegt verður að afhjúpa
minnismerkið á 15 ára afmælinu.
Aðrir segja, að ekki megi hér
rasa um ráð fram og eigi ástæða
til að binda minnismerkið við
þetta 15 ára afmæli, sagði Þór
Sandholt að lokum.
í bæjarráði var samþykkt að
leita álits listaverkanefndar bæj-
arins um málið.
Skúlo iógeta verðar reist minnis
merki ó iæðingorstnð hans
Frá aðalfundi Félags Þingeyinga
í Reykjavík
AÐALFUNDUR Félags Þingey-
eyinga í Reykjavík var haldinn
22. jan. sl. Fráfarandi formaður,
Tómas Tryggvason, jarðfræðing-
ur, skýrði frá störfum stjórnar-
innar á síðasta ári. Félagið hefur
ýmis verkefni með höndum, svo
sem útgáfu Ritsafns Þingeyinga,
sem út eru komin af þrjú bindi,
örnefnasöfnun í heimahéraði,
skógrækt í Heiðmörk, skemmti-
starfsemi fyrir félagsmenn o. fl.
Þá er félagið nú í samráði við
Keldhverfinga að reisa Skúla
fógeta minnismerki á fæðingar-
stað hans.
Sæmundur Friðriksson skýrði
frá störfum sögunefndar, Krist-
ján Jakobsson frá störfum skóg-
ræktarnefndar og Árni Óla frá
störfum Skúlanefndar.
Formaður félagsins næsta ár
var kjörinn Barði Friðriksson,
lögfræðingur, en aðrir í stjórn,
Indriði Indriðason, Valdimar
Helgason, Jónína Guðmundsdótt-
i rog Andrés Kristjánsson.
Ákveðið er, að árshátíð fðlags-
Siglingar togaranna með
afla hafa ekki aukizt
EITT dagblaðanna í gær skýrir
frá því að á aðalfundi Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar hafi
verið samþykkt svohljóðandi til-
laga:
„Eftir að löndunardeilan við
Breta leystist á sl. hausti hefur
það aukizt stórlega, að togararn-
ir sigldu með afla sinn á erlend-
an markað. Af þeim sökum hefur
hráefnaskortur verið í frystihús-
unum undanfarna mánuði og at-
vinna verkafólks þar því verið
mjög stopul.
Aðalfundur Dagsbrúnar hald-
inn 11. febrúar 1957, varar mjög
eindregið við þeirri þróun, að
togáraflotinn landi stórum hluta
af afla sínum erlendis eins og var
áður en löndunardeilan við Breta
hófst. Hvetur fundurinn því til
mikilla takmarkana á aflasölum
togara á erlendan markað“.
í þessu sambandi er rétt að geta
þess, að hér er um misskilning að
ræða þegar talað er um aukn-
ingu á siglingum togaranna eftir
að löndunardeilan við Breta
leystist.
Fyrsti íslenzki togarinn landaði
í Bretlandi 28. nóvember sl.
Landanir erlendis voru:
í október 26
- nóvember 24
- desember 22
- janúar 22
- febrúar um 10
og í marz verða sennilega um 5
landanir erlendis.
Ástæðan fyrir hráefnaskorti
hjá frystihúsunum er hins vegar
sú, að stöðug ótíð undanfarið hef-
ur orsakað alveg sérstakt afla-
ieysi hjá togurunum.
Meðalafli í janúar mun hafa
verið um 1—200 tonn á skip, en
meðalafli ársins 1956 5—600 tonn
á mánuði, eða um 400 tonnum
meiri á skip í hverjum mánuði.
Um 20 togarar stunduðu veiðar
fyrir heimamarkað í mánuðinum
og hefur veðráttan þannig haft
af fiskvinnslustöðvunum um 8000
tonn hráefnis.
Afleiðing þessa aflaleysis á
rekstur togaranna er hins vegar
sú, að tekjur hvers skips minnka
um ca. kr. 400.000.00 á mánuði
eða kr. 13.000.00 á dag. — Getur
hver maður séð hvaða afleiðingu
það hefur fyrir útgerð, sem var
fjárhagslega illa stödd fyrir.
ins verði 8. marz nk. í Þjóðleik-
hússkjallaranum. Þá eru og á-
kveðin tvö skemmtikvöld síðar
í vetur. Á öðru þeirra verður
sýnd kvikmynd frá heimsókn for-
setahjónanna í Þingeyjarsýslu og
skýrir Júlíus Havsteen, fyrrver-
andi sýslumaður, myndina, en á
hinu skemmtikvöldinu segir
Tómas Tryggvason, jarðfræðing-
ur, ferðasögu frá Mexícó og sýnir
myndir þaðan.
Afli að glæðasl
í Grmdavíkursjó
KEFLAVÍK, 13. febrúar. — Enn
er sama deyfðin yfir veiðunum.
Var aflinn í dag frá 3—6% lest.
Var það Kristján sem var með
mestan afla. Sjómenn segja að
sama sé hvar leitað sé, hvergi
sé neitt að haía. Þó 'bárust þær
fréttir að í Grindavíkursjó væri
nú eitthvað líflegra. Hafði einn
bátur fengið um 10 lestir þar. Má
því búast við að flotinn verði þar
í nótt. Fiskurinn sem veiðist í
djúpinu er yfirleitt smærri en á
grunninu. — Djúpfiskurinn er
göngufiskur og er von manna að
þar sé um að ræða útverði göng-
unnar. — Ingvara.
Snjóflóð grandar 6
STOKKHÓLMUR, 13. febr. —
Sex menn fórust í morgun í snjó-
flóði við Storlien rétt við landa-
mæri Noregs. Hópur 22 skiða-
manna þar þar á ferð, allir í
einni röð. Allt í einu hrundi snjó-
flóð úr hárri hlíð yfir hópinn og
tók með sér nokkra þeirra sem
miðsvæðis gengu. Strax var haf-
in leit að þeim og hjálparstarf.
Tókst að finna fimm og grafa
upp úr snjónum, en þeir voru
liðin lík. Sjötti maðurinn sem
hvarf hefur enn ekki fundizt.
Minna um ref
en áður
RAUÐASANDSHREPPI 13. febr.
— Óvenjulítið hefur verið um
tófu hér í hreppnum í vetur. Frá
því í haust, hingað til, er búið
að skjóta um 20 tófur, en um
sama leyti í fyrravetur var búið
að skjóta yfir 30. Fjórir menn
stunda aðallega refaveiðarnar, en
þó eru þær hafðar í hjáverkum.