Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 1
20 síður >. 44. árgangur 42. tbl. — Miðvikudagur 20. febrúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins QAZA- :MAN zgyptalanq &eersh*ba * Suez. t % % t A ♦ / N £/crt/i«ý| |' A V 71 Fréttir í stuttu máli Lundúnum, 19. febrúar. □ Þær þjóðir sem eiga flest skip í förum um Súez-skurð hafa komið sér saman um áætlun um rekstur skurðarins í framtíðinni. Verður áætlun þessi send Hamm- arsjöld aðalritara S. Þ., en síðar verður hún kynnt Egyptum. í áætluninni er gert ráð fyrir, að skipagjöld verði greidd inn á sérstakan reikning hjá Alþjóða- bankanum. □ Bulganin sagði í ræðu sem hann hélt í Moskvu í dag, að áætlun Eisenhowers Banda- ríkjaforseta um hernaðar- og efna hagsaðstoð við Arabalöndin væri „illa dulbúin nýlendustefna", eins og hann komst að orði. □ Á fundi Norðurlandaráðsins í Helsingfors í dag voru sam- þykktar eftir 4 klst. umræður til- lögur efnahagsmálanefndarinnar um norrænan markað. □ Dulles utanríkisráóh. Banða- ríkjanna, var að því spurður í dag, hverjum augum Banda- rikjamenn litu á það, ef Egyptar meinuðu ísraelsmönnum að sigla um Súez og Akabaflóa. Ráðherr- ann svaraði, að Egyptar hefðu enga heimild til þess. Benti hann á í því sambandi, að Allsherjar- þingið hefði í haust samþykkt ályktun, þar sem skýrt er tekið fram, að Súez-skurðurinn eigi að vera opinn skipum allra þjóða. P] N. Valdes frá Kúpu sigraði hnefaleikameistara Breta Joe Erskine í kvöld. Valdes sigraði Erskine í fyrstu lotu. — Þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleik. — Síðar munu þeir mætast aftur í hingn- um. HIN svonefnda Gaza-ræma hefur verið mjög í fréttum síðustu vik- urnar. Hún er eitt helzta bitbein ísraelsmanna og Egypta eftir að vopnahlé komst á. Hún er jafn- framt síðustu leifarnar af vernd- arsvæði Breta í Palestínu. Frá 1949 fram á síðasta haust stjórn- uðu Egyptar ræmunni og 90.000 íbúum hennar, fátækum og sjúk- um Aröbum. Auk þess eru þar 219.000 flóttamenn frá ísrael, sem Sameinuðu þjóðirnar sjá far- borða. Gaza-ræman er að mestu sandauðn, en upp frá ströndinni eru ræktaðir ýmsir ávextir, eins og myndin sýnlr. Hún er um 40 km löng og um 8 km breið. Nú hafa ísraelsmenn (sem réðu yfir Gaza-svæðinu á dögum Davíðs konungs) rekið Egypta á brott á sama hátt og forfeður þeirra hröktu Filistea á brott kringum árið 1000 f.Kr. ísraels- menn virðast álcveðnir í að vera um kyrrt í Gaza, fyrst og fremst til að stemma stigu við árásum hryðjuverkasveita Nassers, inn yfir landamæri ísraelo, en einnig vegna þess að þeir telja sig eiga sögulegan rétt á þessu landsvæði. Þó vilja þeir ekki innlima ræm- una, því það hefði í för með sér stóríellda aukningu á Araba- fjöldanum í Israel (hann mundi þá verða um 30% af íbúum ísraels). Ætlun þeirra er að stjórna svæðinu undir umsjá SÞ, reyna að fá SÞ til að finna flótta- mönnunum ný heimkynni og rækta ræmuna þannig, að bæði Arabarnir, sem búa þar, og allur heimurinn geri sér ljóst, að ísraelsmenn eigi að stjórna Gaza- svæðinu til frambúðar. ísraelsmenn hafa þegar hafizt handa um framkvæmdir á Gaza- skikanum í því skyni að bæta lífskjör íbúanna og gera landið jafnarðbært og héruðin í kring. Þeir eru að byggja nýja búgarða, gera við úr sér gengin hafnar- mannvirki, og leggja rafmagn, vatns- og skolpleiðslur í hinar fornu borgir Khan Yunis, Rafa og Deir el Balah. Flutningalestir eru stöðugt á ferðinni frá Tel Aviv um 70 km í burtu, og búizt er við, að brátt verði hafizt handa um að veita vatni úr Yarkon-Ne- gev vatnsleiðslunni til landsvæð- anna umhverfis Deir el Balah, en þar er í ráði að gera um 2,500 ekrur lands að áveitusvæði, þar Framh. á bls. 2 íir Anthony veikur -.UNDÚNUM, 19. febrúar — 3ir Anthony Eden, sem er á eið til Nýja Sjálands ásamt tonu sinni, hefir tvisvar lagzt í hitasótt á leiðinni. Segja fréttaritarar, að í síðara skipt- ið hafi hann verið þungt hald- inn og gera megi ráð fyrir, að hann verði fluttur í sjúkra- hús, strax og skipið kemur til Nýja Sjálands. Það verður á fimmtudag. — Þau hjón fara til Nýja Sjálands í boði stjórn- arvaldanna þar. Eisenhowei ræðir um ástnndið við Akaba og í Gaza Washington, 19. febr. EISENHOWER, Bandaríkjaforseti, flaug í dag til Washington að hitta Dulles utanríkisráðherra að máli. — Forsetinn hefur undanfarið dvalizt í Georgia sér til hvíldar og hressingar. Eisen- hower ræðir ísraelsmálin við Dulles. ALVARLEGT ÁSTAND Forsetinn hefur í hyggju að ræða við leiðtoga beggja flokk- anna á morgun. Umræðuefnið verður hið sama og að framan getur. — Hagerty, blaðafulltrúi Eisenhowers sagði í dag, að for- setinn hefði verið í stöðugu síma- sambandi við Dulles, á meðan hann var í Georgíu, en hefði ákveðið að fara til Washington til að geta fylgzt betur með hinu alvarlega ástandi á landamærum ísraels og Egyptalands. Ollenhauer segiil munu virða aðild Þjóðverja að NATO Washington, 19. febr. OLLENHAUER, leiðtoga vestur-þýzkra jafnaðarmanna, sem er í heimsókn í Bandarikjunum um þessar mundir, sagði í dag, að hann væri því fylgjandi, að reynt yrði að komast að samkomulagi um nýtt öryggiskerfi fyrir Evrópu sem Sovétríkin ættu aðild að. Ollenhauer sagði þotta á fundi með bandarískum blaðamönnum. Hann kvað það skoðun sína, að hefja skyldi hið fyrsta viðræður Andvígir Mao WASHINGTON, 19. febr. — Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag, að Bandaríkjamcnn væru jafn- andvígir aðild kínverskra kommúnista að S.Þ. og áður. — Benti hann á, að Mao- stjórnin hefði barizt gegn S.Þ. í Kóreu og ætti ekki sízt sök á því, að 150 þús. Bandaríkja- menn létu Iífið í Kóreustyrj- öldinni. Þá sagði hann einnig, að kommúnistastjórnin hefði hótað því að fara með her á hendur Formósustjórninni, og öll framkoma hennar væri síður en svo til fyrirmyndar. Ótlasl sannleikann WASHINGTON, 19. febr. — Grunther, fyrrum yfirhershöfð- ingi Átlantshafsbandalagsins, sagði í ræðu sem hann hélt í dag hér í borg, að Rússar verðu 3—4 milljónum dollara til þess að trufla útvarpssendingar austur yfir Járntjald. Gerðu þeir allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir, að Austur- Evrópu þjóðirnar gætu fengið sanna mynd að ástandinu í heim- inum. við Sovétstj. um mál þetta. Taldi hann ekki ósennilegt, að Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gætu náð samkoinulagi um það við Rússa. Ollenhauer hefur rætt við Dul- les, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og sagði, að viðræður þeirra hefðu verið hinar gagn- legustu. Þá gat hann þess, að Jafnað- armannaflokkurinn mundi virða aðild Vestur-Þýzkalands að At- lantshafsbandalaginu, ef hann ynni kosningarnar í haust. En, bætti hann við, ef Vcsturveldin og Sovétrikin gera með sér frið- arsamning, eru forsendurnar fyr- ir aðild Þjóðverja að Atlantshafs- bandalaginu fallnar úr gildi. — Loks sagði Ollenhauer, að Jafn- aðarmannaflokkurinn mundi aldrei gera neinn samning við Rússa upp á eigin spýtur. Efnahags- bann? WASHINGTON, 19. febrúar — Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði á blaðamanna- fundi í dag, að Eisenhower for- seti mundi ræða um það við leið- toga beggja flokka á morgun, hvort Bandaríkjastjórn eigi að beita sér fyrir því, að fsraels- menn verði settir í efnahagsbann, ef þeir draga ekki heri sína burt frá Gaza-ræmunni og landsvæði því sem þeir halda enn við Akaba flóa. Elísabeth í Portúgal Lissabon, 18. febrúar. ELISABETH Englandsdrottning og maður hennar, hertoginn af Edinborg, komu í dag í opinbera heimsókn til Lissabon í Portú- gal. Mikið var um dýrðir í borginni, er drottningin og maður hennar stigu á land Kopes forseti landsins tók á móti þeim — og síðan var ekið um borgina. Tugir þúsunda manna höfðu safnazt saman meðfram leiðinni, sem ekin var — og var drottningunni vel fagnað. Sat drottningin í bifreið ásamt' portúgalska forsetanum. Það bar til tíðinda, er hið tigna fólk ók um eina aðalgötuna, að Portúgali einn ruddi sér braut gegnum mannfjöldann, brauzt fram hjá lögregluþjónunum, sem gættu ak- brautarinnar, í því að drottning- arbíllinn ók framhjá — og kastaði rósavendi inn um bílgluggann. Lenti vöndurinn í drottningu, en forsetinn greip hann þegar, skoð- aði í krók og kring til þess að fullvissa sig um það, að ekki leyndist nein vítisvél í vendinum. Svo var ekki. Lagði hann þá vöndinn sér við hlið á gólf bíls- ins, en lögreglan handtók mann- inn, sem vendinum hafði kastað — og brotið þar með settar regl- ur. — Reuter. Speidel PARÍS, 19. febr. — Það hefur verið tilkynnt, að Speidel, hers- höfðingi taki við embætti sínu sem yfirmaður landherja Atlants hafsbandalagsins í Mið-Evrópu í byrjun apríl. Þetta er í fyrsta sinn eftir stríðið, sem þýzkur herforingi tekur við svo mikil- vægu embætti hjá A.tlantshafs- bandalaginu. Speidel verður eft- irmaður franska hershöfðingj- ans Carpentiers, sem lætur af embætti sínu í marz fyrir ald- urs sakir. Yfirherstjórn landhers, flug- hers og flota Atlantshafsbanda- lagsins í Mið-Evrópu hefur að- setur í Fontainebleau nálægt París. Yfirmaður þessa samein- aða herstyrks í Mið-Evrópu er franski hershSfðinginn Valluy, sem var áður fulltrúi Frakka í æðsta herráði Atlantshafsbanda- lagsins í Washington. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.