Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 20
Veðrið
Norðan eða norðaustan stinn-
ings-kaldi, víða léttskýjað
42. tbl. — Miðvikudagur 20. febrúar 1957.
Ungverjar á íslandi
Sjá grein bls. 11.
Þoldi ekki ferðalagit
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 18
febr. — f gær lézt hér í sjúkra-
húsinu 82 ára gömul ítölsk kona.
er flugvél frá TWA varð að skilja
hér eftir vegna sjúkleiða.
Þegar flugvélin lenti var gamia
konan meðvitundarlítil. Lækmr
fór út í flugvélina og lét þegar
flytja hana í sjúkrahúsið hér á
flugvellinum. Hjarta konunnar
hafði bilað.
Gamla konan, sem var á leið
til sonar síns í Bandaríkjunum,
var ein síns liðs í flugvélinni. —
Hafði hún læknisvottorð í fórum
sínum frá lækni suður á Ítalíu,
um að hún hefði fulla heilsu til
þess að takast slíka ferð á hend-
ur um háloftin. — B.Þ.
Gagnrýnin á Hamra;
felfsokrinu
„TÍMINN“ reynir að gera sér
mat úr því sl. sunnudag að hinn
nýi ritstjóri sjómannablaðsins
„Víkings“ hafi viðhaft þau orð
í blaði sínu að skipið „Hamra-
fell“ sé að „hverfa þjóðinni í
moldviðri pólitískra gerninga“.
Af hálfu Sjálfstæðismanna hefur
aldrei verið út á það sett að skip-
ið var keypt. Þvert á móti
greiddu Sjálfstæðismenn fyrir
leyfisveitingu til skipakaupanna
og einnig á annan hátt.
Það eina, sem Sjálfstæðismenn
hafa sett út á er að eigendur
skipsins og ríkisstjórnin skyldu
leyfa sér að stofna til óheyrileg-
asta okurs, sem þekkzt hefur hér
á landi, í sambandi við skipið.
Slíkt eru engir „pólitískir gern-
ingar“, heldur var þar aðeins
bent á staðreynd, sem sýnir með
öðru spillinguna í stjórnarher-
búðunum. En fyrri afstaða Sjálf-
stæðismanna sýnir að gagnrýnin
á okrinu beinist aðeins að því
hneyksli, sem þar var framið en
ekki að skipakaupumim, sem þeir
studdu eftir megni.
Handknallieiks-
mólið
ANNAÐ kvöld heldur Handknatt
leiksmeistaramótið áfram í
íþróttahúsinu við Hálogaland en
ekki í kvöld eins og áður hafði
verið auglýst.
Þá fara fram tveir leikir í
meistaraflokki karla, Víkingur
gegn Fram og KR gegn Ármanni,
og einn leikur í 3. fl. karla, Þrótt-
ur—Fram.
Árshálíð Sjálfstæðis-
félaganna á
Akureyri
AKUREYRI, 19. febrúar — Sjálf-
stæðisfélögin hér í bænum héldu
árshátíð að Hótel KEA s. 1. laug-
ardagskvöld og var þar húsfylli
þrátt fyrir snjókomu og ófærð.
Árni Jónsson tilraunastjóri for-
maður Sjálfstæðisfélags Akur-
eyrar, flutti ávarp. Jóh. Konráðs-
son skemmti með söng við und-
irleik Áskels Jónssonar en Jó-
hann Ögmundsson flutti gaman-
vísur. Síðan var dansað af miklu
fjöri, langt fram eftir nóttu. —
Hátíðin fór ágætlega fram. —Job.
SEYÐISFIRÐI, 19. febr. Unnið
er nú stöðugt við Fiskiðjuverið
hér. Er nú hér þýzkur sérfræð-
ingur við uppsetningu vélanna.
— Benedikt.
FáránSeg ákvæði
um verðlagningu
sem mun koma hart niður á launþegum
Níðingsverk framiðáfugli
ÞEGAR einn sendlanna hjá Mbl.
sá þessa mynd hjá ljósmyndara
blaðsins í gærdag, varð honum
að orði: Hver hefur eiginlega gert
þetta við fuglinn? Það er einmitt
spurningin hver hefur þann innri
mann að geyma, að geta fengið
sig til að fremja slíkt níðingsverk
á fuglinum.
f fyrrakvöld er Sigfús Sigurðs-
son, Garðastræti 49 hér í bænum
var á leið til Reykjavíkur frá
Keflavík, sá hann í ljósgeislanum
frá bílnum eitthvað veltast yfir
veginn. Hélt hann að það væri
slasaður köttur. Við vegarbrún-
ina fann hann þennan máf og var
hann nær dauða. Er að var gáð
kom í ljós að einhver óþokki hef-
ur tekið allstóran öngul, krækt
honum ofan í nef fuglsins, en
síðan tekið öngultauminn þrætt
hann í gegnum gat á sundfit, sem
illvirkinn hefur líka gert, síðan
þrætt í gegnum það og síðan upp
í öngulinn aftur, þar sem mörg-
um hnútum var brugðið utan um.
Var allmikið sár komið á nef
fuglsins, því við minnstu hreyf-
ingu tók öngullinn í og gekk
lengra og lengra inn í nefið og
stækkaði sárið. Eftir nokkra um-
hugsun ákvað Sigfús að hann
skyldi ekki strax aflífga fuglinn
heldur taka hann inn í bílinn og
flytja til bæjarins. — Hafði hann
strax samband við Mbl. sem sendi
ljósmyndara sinn á vettvang til
að taka mynd af afreki illvirkj-
ans. Strax á eftir var skorið á
Bíl og skellinöðru
stolið
UM klukkan 9 í fyrrakvöld var
litlum Skodabíl, R-2875, stolið á
innanverðum Laugavegi, á móts
við húsið númer 145. í gærkvöldi
var bíll þessi enn ófundinn.
Maðurinn, sem var með bílinn,
hafði skilið hann eftir í gangi
fyrir utan Laugaveg 145, rétt
skroppið þar inn í hús, en á með-
an hefur bílþjófurinn læðst upp
í bilinn og var hann horfinn, er
maðurinn kom aftur út.
Um líkt leyti var ennfremur
stolið skellinöðru, R-395, sem er
grá að lit, einnig á Laugavegin-
um og var hún óíundin í gær-
kvöldi.
Hefur rannsóknarlögreglan beð
ið blaðið að lýsa eftir bílnum og
skellinöðrunni og óskar að hafa
samband við þá er kynnu að
hafa séð annað hvort þessara
farartækja.
öngultauminn og öngullinn losað-
ur og fuglinn settur niður í
þvottahús heima hjá Sigfúsi.
í gærmorgun var hann orðinn
hress og fékk þá nýjan fisk, lifur
og hrogn. Var hann farinn að
vappa um í vaskahúsinu í gær-
dag og var þá sýnilega orðinn
allhress.
Vonandi fær sá sem illvirkið
framdi fréttina af því, að fugl-
inum var bjargað, en hann ætti
að láta þetta ódæðisverk nægja,
því tæplega getur hann vænst
þess að með þessu hafi sér tekizt
að fegra líf sitt eða auka lífs-
hamingju sína.
Eftirfarandi ályktun var gerð
á aðlafundi V. R., launþega-
félags verzlunarmanna:
„Aðalfundur Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur,
háldinn í Sjálfstæðishúsinu
mánudaginn 18. febr. 1957,
mótmælir harðlega árásum
þeinr, sem beint er að verzl-
unarstéttinni með hinum fár-
ánlegu ákvæðum, sem sett
hafa verið um verðlagningu í
heildsölu og smásölu, þar sem
eðlilegum rekstrargrundvelli
er kippt undan þessari at-
vinnugrein.
Vill fundurinn benda mjög
alvarlega á þá staðreynd, að
Sandgerði
SANDGERÐI, 19. febr. — Gæftir
voru í bezta lagi það sem af er
febrúar. Almennt voru farnir 12
og 13 róðrar á bát, alls 216 róðr-
ar. Á sama tíma í fyrra voru að-
eins farnir 109 róðrar. Heildar-
afli þenna hálfan mánuð nam
1277 lestum á móti 1768 í fyrra.
Aflabezti dagurinn var 1. febr.
Þá hafði Víðir frá Garði 19,6
lestir, annar varð Sæmundur
með 16,2 og þriðji Muninn með
15,5 lest. Hæsta afla þennan hálf
an mánuð hefur m.b. Víðir frá ||m laiICS
Garði 106 lestir. Annar er Mun- J®IIJRai IGHIMI
inn Sandgerði með 91 lest. —
Axel. x
Sjómannaverkfallið:
Samningaumleitanir
strönduðu í fyrrinótt
UM klukkan 3 í fyrrinótt strönd ] úti á landi, þar sem olíubirgðir
uðu samningaumleitanir þær' voru að þrotum komnar.
er fram fóru á sáttafundi í kaup
og kjaradeilu háseta og aðstoðar-
manna í vél á kaupskipaflotan-
um, en verkfallið hófst á mið-
nætti í fyrrakvöld. Þó hefir ekki
neitt skipanna enn stöðvazt af
völdum verkfallsins.
Að þessum samningafundi lokn
um var bilið jafn breitt milli
deiluaðila og þegar setzt var að
samningaborðinu. Þykir ekki
sennilegt að sáttasemjari ríkis-
ins haldi sáttafund fyrr en undir
næstu helgi.
Olíuskipið Litlafell komst út
rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld
með olíufarm á nokkrar hafnir
Snjóbíll í póslferðum
KIRK JUBÆ J ARKL AU STRI, 19.
febr. — Snjóbíllinn hefur haldið
uppi vikulegum póstferðum hing-
að austur undanfarinn mánuð,
þar sem ófært hefur verið fyrir
aðra bíla yfir Eldhraunið. Nú um
síðustu helgi brutust samt tveir
flutningabílar frá Vík austur.
Voru þeir að koma með vörur til
verzlananna á Síðunni. Fengu
þeir jarðýtu sér til hjálpar í Eld-
hrauninu en hún bilaði og enn-
fremur annar flutningabíllinn svo
að ferðin varð alltorsótt. Tók
hún þrjá daga fram og til baka.
Innansveitar er yfirleitt greið-
fært enda hefur ekkert snjóað
hér síðan í byrjun þessa mánaðar
—Fréttaritari.
Fyrsta skipið, sem stöðvast af
völdum verkfallsins er Dettifoss,
sem kom að utan síðdegis í gær.
slikar ofsóknir á hendur
þeim aðilum, sem fást við
vörudreifingu, hljóta mjög
bráðlega að koma harðast
niður á hinni fjölmennu stétt
launþega, er starfar við verzl-
un.
Felur fundurinn stjórn fé-
lagsins að fylgjast vel með
gangi þessa máls til að tryggja
hagsmuni verzlunarfólks.
Utgerðarráð
í GREIN um Bæjarútgerð Rvíkur
hefur fallið niður af vangá að
útgerðarróð skipa þessir menn:
Kjartan Thors framkvæmdastj.
formaður.
Sveinn Benediktsson,
f ramkvæmdast j óri.
Ingvar Vilhjálmsson,
f r amlcvæmdastj óri.
Sigurður Ingimundarson,
dipl. ing.
Guðmundur Vigfússon,
blaðamaður.
Hefur Kjartan Thors verið
formaður útgerðarróðs frá upp-
hafi.
Háskólafyrirleslur
visur
SÆNSKI sendikennarinn, fil.
mag. Bo Almqvist, flytur erindi
um sænskar lausavísur á morgun
fimmtudaginn 21. febr. kl. 8,30 í
I. kennslustofu háskólans. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á sænsku.
Mörg þjóðskáld Svía hafa reynt
þá list að yrkja lausavísur, frá
Lenngren, Geijer, Rydberg,
Heidenstam, og af nútímaskáld-
um Gullberg og Ferlin, svo að
nokkur dæmi séu nefnd.
Þróun lausavísnanna verður að
nokkru rakin í fyrirlestri kvölds-
ins.
öllum er heimill aðgangur.
Stjornmálanámskeið
Heimdallar í kvöld
Þorvaldur G. Kristjánsson flytur
erindi um ræðumennsku
Þorvaldur G. Kristjánsson
I KVÖLD kl. 8.30 heldur stjórn-
málanámskeið Heimdallar F.U.S.
áfram í félagsheimili Sjálfstæð-
ismanna, Valhöll, Suðurgötu 39.
Að þessu sinni mun Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, lögfræðing-
ur, flytja erindi um ræðu-
mennsku.
Á eftir erindinu verður mál-
fundur og í lok fundarins verður
sýnd stutt kvikmynd.
í stjórnmálanámskeiði Heim-
dallar hafa nú verið haldmr
nokkrir fundir. Þátttaka hefur
verið mjög góð og er ekki að
efa, að fundurinn í kvöld verð-
ur fjölsóttur. Eru Heimdellingar
og aðrir ungir Sjálfstæðismenn,
sem hug hafa á að koma á fund
þennan, hvattir til þess að mæta
stundvíslega.