Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 11
MiSvikudagur 20. febr. 1957 MORCVMILAÐIÐ 11 afburða elskulegt fdlk Þrátt fyrir saltfiskinn og rokið una Ungverjarnir hér hag sínum hið bezta Hraðsamtöl v/ð nokkra jbelrra JJVERNIG líkar ungverski flóttamönnunum dvölin á íslandi? Hvernig gengur þeim að kynnast íslendingum, hvernig líka þeim störfin, sem þeim hafa verið fengin og hvernig sækist þeim íslenzku- námið í hinu nýja föðurlandi sínu? Mér lék nokkur forvitni á að fá svör við þessum spurn- ingum og mörgum öðrum og því fór ég einn morguninn 1 vikunni ásamt frú Nönnu Snæland og heimsótti all- narga Ungverjanna víðs veg- N4 »r um bæinn, þar sem þeir ,’oru að vinnu sinni og spjall »ði við þá. þeir, sem kunna vel við hér á landi. Eftir því vinnuveitendur þeirra u eru brátt liðnir tveir mánuðir síðan ungversku sJg i flóttamennirnir komu hingað sem og örsnauðir. Þeir höfðu skilið eftir allar eigur sínar í heimalandi sínu og margir hverjir nauðug- jþað er skemmst frá að segja að allir undu þeir hag sínum hið bezta og voru glaðir og reifir og sögðust staðráðnir í því að dveljast hér alla sína daga. Að vísu væri það hér kallað gola, sem heima í Ungverjalandi héti ofsarok og saltfiskur og steikt slátur væri með því versta ómeti sem þeir hefðu nokkru sinni bragðað! En það væri ekki nema smáræði; ísland væri af- oragðsland, fólkið einstak- lega alúðlegt og hjálpsamt, og hér væru slík sældarkjör í landi að á einni viku yrði maður jafnauðugur og á heilum mánuði í Ungverja- andi. Það var gleðilegt að all- ir voru Ungverjarnir sama únnis í þessum efnum, og það leyndi sér ekki, að ánægja þeirra var meira en orðin tóm. En það er ekki aðeins Elizabeth Varga er hjúkrunar- kona frá Búdapest, 21 árs að aldri. Nú starfar hún í Lands- spítalanum. Sjúklingarnir eru að kenna mér íslenzku segir hún og það er auðheyrt að henni fer vel fram. Ferenc Magyar, t. v., er 20 ára gamall Búdapestbúi og vann í gúmmíverksmiðju þar í borg. Hann tók þátt i uppreisninni og nú vinnur hann í gúmmíverk- smiðju í Reykjavík. Ferenc unir vel hag sínum í nýja landinu, gott starf og gott kaup, segir hann. Oft hefur hann farið á böll síðan hann kom hingaS og ástæð- an er einfaldlega sú að íslenzka kvenfólkið er miklu fallegra en það ungverska, segir hann. Eva Jozsa hafði nýlokið hjúkrun- arnámi í Búdapest þegar upp- reisnin brauzt út. Nú starfar hún í handlæknisdeild Landsspítal- ans, og unir hag sínum hið bezta, þrátt fyrir storminn á íslandi. Hún býr inni í Engihlíð ásamt fleiri hjúkrunarkonum, og á kvöldin eldar hún ungverskan mat handa stöllum sínum. samstarfsmenn þeirra sögðu, þá líkar einnig vel við þá og störf þeirra, svo fyrstu kynn- Ln virðast hafa orðið jafngóð á báða bóga. lega sloppið undan handtökum og fangelsunum vegna þátttöku sinnar í uppreisninni í Búdapest og annars staðar í landinu. Dag- ar þeirra höfðu verið harmi þrungnir og margir höfðu misst nákomnustu ættingja sína í átök- unum. Því hljótum við allir ís- lendingar að gleðjast yfir því, að aðeins tveimur mánuðum seinna skuli þessir ungversku flótta- menn, sem fremur höfðu kosið að flýja land sitt en búa áfrain við kúgun og bág kjör heima fyrir, hafa fundið hér nýtt föður- land, nýtt starf og nýjan heim. Wilmos Nemeíh er 30 ára gamall Búdapestbúi, á enn konu sína í Búdapest og saknar hennar mjög. Launin eru góo 'hér segir Wilmos. í Búdapest var ég mán- uðinn að vinna fyrir fötum, en hér tekur það mig aðeins vikuna. Eitt þótti mér undarlegt þegar ég kom hingað, kryddlaus matur, enginn laukur, og kartöflur í sultutaui (brúnaðar k.»rtöfiur). En sinn er siður í landi hverju, eins og þar stendur, og nú er ég að venjast íslenzka matnum. En ég skal segja þér eitt í trún- aði, íslendingar eru sérstakir menn, miklu rólegri en aðrar þjóðir, og ekki r.æstum eins upp- stökkir. Ég kann því vel. Ég er nefnilega sjálfur svo rólegur. Gabriella Pölöskei er hálfþrítug, ættuð frá litlu þorpi nálægt júgó- slafnesku landamærunum. Nú vinnur hún á skrifstofu Hitaveit- unnar í Reykjavík. Hún er gift ungverskum verkfræðingi, sem starfar hjá S.Í.S. og þau búa í ágætri íbúð inni í Hlíðum. Það er ódýrt að kaupa í mat- inn hér á landi, segir Gabriella. í Búdapest entust 100 forinturnar (1 for : 1 kr.) harla skammt, en hér get ég keypt oft í matinn fvr- ir 100 krónurnar. í Búdapest vann ég einnig á skrifstofu fyrir um 600 kr. mánaðarlaun. Hjá Hitaveitunni hef ég á fjórða þús- und í laun, svo þú ert kannski ekki hissa á því þó að ég og mað- urinn minn séum ánægð með ís- landsdvölina. Við erum ákveðin í að setjast hér að fyrir fullt og allt. Enginn skyldi ætla að búseta f svo fjarlægu landi sem ísland er sé auðveld, svo ólík eru bæði tunga og lifnaðarhættir okkar því sem þeir eiga að venjast. En aðlögunin hefir gengið bet- ur en búast mátti við, allir hafa Ungverjarnir fengið starf við sitt hæfi, húsnæði, og þegar heíir þeim áskotnazt álitleg búslóð flestum. Að því leyti til hefur betur farnazt þeim ílóttamönn- um, sem til íslands leituðu, þar sem enn eru þúsundir þeirra at- vinnulausar á Norðurlöndum. Hér í bænum eru 38 Ung- verjar búsettir, en alls kom 51 til landsins. Flest af fólkinu hér í Reykjavík er ungt, en fjölskylður eru bæði í Vestmannaeyjum og eustur í Rangárvallasýslu. Stúlkum- ar starfa á skrifstofum og sjúkra- húsum, en piltarnir að ýmsum störfum, hjá símanum, við gúmmígerð, bifvélavirkjun, í Framh. á bls. 19 Janos Arva er tvítugur Búdapest- búi og lærði bílaréttingar. Nú starfar hann á bifvélaverkstæði S.Í.S. á Kópavogshálsi. Ég get gert mig skiljanlegan, segir hann, en heldur seint geng- ur að læra íslenzkuna. Vinnan er ágæt og félagarnir prýðilegir hér á verkstæðinu. í frístundum sín- um fer Janos mest í bíó, því að amerískar myndir sáust ekki í Ungverjalandi segir hann. Óska- draumurinn: að eignast bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.