Morgunblaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 55. tbl. — Fimmtudagur 7. marz 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Egyptar loka Súez! Ismailia við Súez-skurð, 6. marz — Frá Reuter. WHGEL.ER yfirmaður ruðningssveita S. Þ. í Súez-skurði beiddi egypzk yfirvöld í dag leyfis til að S. Þ. mættu Ijúka hreinsun skurðarins með því að f jarlægja tvö skip sem liggja sokkin skammt frá borginni Súez við suðurenda skurð- arins. Mahmoud Younis svaraði Wheeler seinna í dag og var svarið þvert nei. Engin skýring fylgdi. Wheeler hershöfðingi kvaðst hafa orðið fyrir miklum von- brigðum af þessu svari. 0ann hefði búizt við, að nú þegar ísraelsmenn flytja allt lið sitt brott frá Gaza og Akaba-flóa fengist að halda áfram hreinsun skurðarins. Stúdenfagarður umkringdur og stúdentarnir handteknir Lögiegluofsóknir í Ungverjalundi Vínarborg, 6. marz. • ★ HÓPXJR vopnaðra Avóa og rússneskra hermanna sló í gær hring um stúdentagarð einn í Var, einu úthverfi höf- uðborgarinnar Búdapest. — í húsinu voru þá 25 stúdentar. Misheppnaði utanríkisráðherrann farinn að handjárna listamennina Moskva, 6. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. CJNÖGGLEGT afturhvarf til stalimismans hefur nú orðið í rússneskum listum. — Tímaritið „Kommunist“, sem er stjórnmálatímarit rússneska kommúnistaflokksins hirti um þessi mánaðamót grein um list og listgagnrýni. Er þar komizt að þeirri niðurstöðu að viðhorf Stalins til listarinnar hafi verið hin einu réttu. — Um sama leyti gerðist það að Dimitri Shepilov, fyrrum utanríkisráðherra kom fram á rússneska listamannaþinginu og fordæmdi óhlutræna myndlist. Hann sagði m. a., að listamönnum bæri skylda til að vinna að menntun almennings og að framgangi marxismans. FRJÁLSRÆÐIÐ úti Af þessum atburðum og fleir- um virðist það nú Ijóst að rúss- neskir listamenn muni ekki fá að njóta lengur hins aukna frjáls- Úrslil ókomin DUBLIN, 6. marz. — At- kvæðatölur úr írsku þingkosn ingunum í gær voru að koma inn seinnl hluta dags, en eng- in hcildarmynd var sýnileg seint i kvöld. Kjörsókn var mjög lítil. Costello forsætisráðherra hafði verið endurkjörinn í suð-austur kjördæmi Dýfl- innar. Flokkur De Valera, Fiænna Fæll hafði unnið eitt þingsæti frá Verkamanna- flokknum og einn óháður frambjóðandi hafði náð kjörl á kostnað flokks Costellos Fine Gael. — Reuter. ræðis, sem þeim hefur veitzt síðan Stalin féll frá. í ræðu sem Shepilov flutti á listamannaþinginu sagði hann m. a.: — Ég minnist þess, er ég heimsótti eitt sinn listsýningu í Frakklandi með svonefndri nú- tímalist. — Við gengum herbergi úr herbergi og ó hundrað lérefts- Voru þeir allir handteknir og fluttir á brott í lögreglubílum. Stúdentar sem síðar komu að húsinu voru einnig handtekn- ir og fluttir brott. Hinir vopnuðu lögreglu- menn og hermenn komu skyndilega á nokkrum vöru- bílum að stúdentagarðinum og umkringdu hann. Síðan var leitað í húsinu og komst eng- inn undan. Lögreglan segir, að Rskisstjórn Chana Myndin t. v. sýnir fyrstu rík- isstjórn svertingjaríkisins Ghana. Nukrumah, forsætis- ráðherra, situr í miðju. í húsinu hafi fundizt allmarg- ar handsp i-engjur. Það er hins vegar almannarómur meðal stúdenta í Búdapest, að lög- reglan hafi látið koma hand- sprengjum þessum fyrir tll þess að hafa „sönnunargögn". SÍFELLD LÖGREGLUHERFERÐ ★ Þessi atburður er ekkl einstæður nú í UngverjalandL Stjórn Kadars virðist grripin ofsahræðslu við :ið ný upp- reisn kunni að brjótast út 15. marz n.k., en þá er af- mæli ungversku byltingarinn- ar 1848. Berast fregnir úr öll- um hlutum Ungverjalands um „rassíur" og fjöldahandtökur. Avóarnir hafa meira að segja framkvæmt „rassíur“ á veit- ingahúsum í Búdapest og jafn- an handtekið einhverja menn. 1. mál á bingi Ghana: Innilegt þakklæfi fil Brefa Accra, 6. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. MIKIL hátíðahöld voru í dag á Gullströndinni í hinu nýstofn- aða ríki Ghana. Hámafki náðu hátíðahöldin ,þegar brezki fáninn var dreginn niður og í stað hans að húni hinn þríliti fáni sjálfstæðs ríkis. KVEÐJA DRÖTTNINGAR Hertogaynjan af Kent, sem er ekkja föðurbróður Elísabetar drottningar, setti hið nýja þing Ghana. Fyrst flutti hún persónu- legan boðskap frá drottningu, sem sagðist í huga og hjarta dveljast með Gullstrandarmönn- um á þessum hátíðisdegi þeirra. Því næst flutti hertogaynjan há- sætisræðu þá sem felur í sér stefnuyfirlýsingu Ghana-stjórn- ar. Fremst í stefnuyfirlýsingunni var lýst yfir vilja til að ganga í samtök SÞ og eiga vinsamleg við- skipti við allar þjóðir, einkum þó frændþjóðirnar í Afríku. ÞAKKLÆTI TIL BRETA Að þessu loknu fluttu þeir Nukrumah, forsætisráðherra, og Busia, foringi stjórnarandstöð- unnar, þingsályktunartillögu, er var fyrsta mál þingsins og hlaut þegar samþykki. í henni sendir fyrsta þjóðþing Ghana Breta- drottningu og Bretastjórn innileg asta þakklæti fyrir að hafa sýnt skilning á högum þjóðarinnar og veitt henni sjálfstæði. flötum sáum við ekkert nema óskiljanlega svarta, óhreina, rotna bletti og samanrugling af línum lóðréttum og láréttum, ferhyrningum og hringum. Allt sem þarna var virtist vera ávöxt- ur geðveiki eða deliriums, — og það fól í sér fyrirlitningu á mann- legum tilfinningum og hugsun. — Verkefni listamannanna, sagði Shepilov, á að vera að mennta milljónirnar í fagur- fræði, og auðga líf almennings um leið og þeir eiga að vera verkfæri andlegs vaxtar og menningarlegrar þróunar. Sen Curion hiaut öruggt traust Jerúsalem, 6. marz. Einkaskeyti frá Reuter. ÞJÓÐÞING Israels felldi í dag þrjár vantrauststillögur á stjórn Bcn-Gurions, sem stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu lagt fram vegna ákvörounarinnar um brottflutning ísraelsks herliðs frá Gaza- ræmunni og Akaba-flóa. Ben-Gurion forsætisráðherra lýsti því yfir að brottflutningur israelska herliðsins myndi hefjast þegar í stað. VANTRAUST FELLT Umræðum á þingi ísraels um brottfli-tning herliðsins lauk í dag og hafa þær verið mjög hávaðasamar og þingmenn stjórn arandstöðunnar verið með há- reysti og æsingar. Þrjár van- trauststillögur voru bornar fram. Vantrauststillaga frá hinni íhaldssömu frelsishreyfingu var felld með 81 atkv. gegn 25. Til- laga frá kommúnistum var felld með 104 atkv. gegn 6 og tillaga frá trúarflokki zíonista var felld með 85 atkv. gegn 25. SIGUR FYRIR BEN-GURION Atkvæðagreiðslur þessar voru því hreinn sigur fyrir Ben-Guri- on. Nokkrir þingm. stjórnarflokk anna lýstu sig andvíga brottflutn- ingi herliðsins, en eins og allar aðstæður væru vildu þeir styðja Ben-Gurion af öllum mætti. Framhald. á bls. 2. Dimitri Shepilov varð fyrir nokkru að láta af embætti utan- rikisráðherra Rússlands, talinn ó- hæfur til að gegna starfinu. Nú virðist hann talinn hæfur sem svipa á rússneska listamenn. — Við þurfum ekki forma- lískar tilraunir né ófreskju myndanir abstrakt-listamann- anna. Það eina sem við þurf- um er list sem er samkvæm lifinu. Síðan ræddi hann um þaS að listamönnum bæri skylda til að þjóna kommúnistaflokkn um. í greininni, sem birtist í tíma- ritinu „Kommunist” segir að það sé að vísu rétt að á valdaárum Stalins hafi súmir listamenn ver- ið gagnrýndir óþarflega hart, en í heild var flokkslínan í málefn- um listarinnar rétt á dögum hins liðna foringja. Það er að listin á hans dögum var sönn túlkun á hugsjónum marxismans og lenin- ismans. í sama streng tók Shepi- lov og í ræðu sinni, Stalin hefði haft rétt fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.