Morgunblaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 2
MORCUNBL ADIÐ Fimmtudagur 7. marz 1957 Sturf Breiðfirðinga- fólagsins með blóma NÝLEGA hélt Breiðfirðinga- ® félagið í Reykjavík aðalfund sinn Er félagsstarfið nú í miklum blóma. Margar félagssamkomur voru halndar á s.l. starfsári, er þar jafnan margt til skemmtunar svo sem félagsvist spurningaþætt ir mælskukeppni o. fl. Til að sem flestir féélagsmenn geti notið félagsstarfsins hefur sá háttur verið á hafður að ýms- ar deildir hafa’ verið stofnaðar svo sem bridgedeild, tafldeild, handavinnudeild o. fl. Þá hefur verið ákveðið að halda mælsku- námskeið og er það nú »um það bil að hefjast. Verður þar veitt tilsögn í mælskulist. Félagið gefur út tímaritið Breiðfirðing. Flytur ritið margs konar efni, svo sem frásagn- ir af merkum mönnum og atburð- um við Breiðafjörð, minningar- greinar ljóð og stökur. Er ritið jafnan prýtt myndum heiman úr héraðinu. Alls hafa komið út 15 hefti. Voru sum þeirra uppseld en hafa nú verið endurprentuð og mun því ritið fást frá upphafi. Ritstjóri er sr. Árelíus Níelsson og framkv.stjóri Jón Júlíus Sig- urðsson bankagjaldkeri. 1 ráði er nú að hefja undirbún- ing að útgáfu héraðssögu Dala- sýslu. Stjóm félag3ins skipa nú: Sr. Árelíus Níelsson formaður, Jó- hannes Ólafsson varaform. Alfons Oddsson gjaldkeri, Ásvaldur Magnússon ritari, Jón Júl. Sig- urðsson, Þórarinn Sigurðsson, Björgúlfur Sigurðsson, Sigvaldi Þorsteinsson, Ólafur Jóhanneson, meðstjómendur. Kyndill og Litla- fell í olíuflutn- inguni í GÆR veitti Sjómannaféíag Reykjavíkur undanþágu til þess að olíuskipið Kyndili færi til Vestmannaeyja með fullfermi af olíu. Þar voru allar olíubirgðir á þrotum og skortur yfirvofandi. Kyndill var væntanlegur í gær úr ferð til Austfjarðahafna með oliu á ýmsa staði, þar sem olíu- laust var að verða. — Þá hefur oliuskip SÍS, Litlafell, einnig fengið undanþágu til að flytja olíufarm út á land. Dagskrá Alþingis 7. marz. Efri deild: 1. Félagsheimili. Frh. 2. umr. 2. Eignamám nokkurra jarða í Vestur-ísafjarðarsýslu. 2. umr. 3. Lækkun tekjuskatts af lág- tekjum. 2. umr. 4. Réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. 2. umr. Neðri deiíd: 1. Sala og útflutningur sjávar- afurða. Frh. 2. umr. 2. Skólakostnaður. — Ef deildin leyfir. 3. Sveitastjómarlög. 1. umr. 4. Kirkjuþing og kirkjuráð. — 1. umr. Sjómannadeilan 'SAMNINGAFUNDUR sá er hófst síðdegis á þriðjudaginn stóð ó- slitið til morguns og höfðu samn- ingamenn engar fregnir að segja af árangri þess fundar. f gær klukkan 5 var svo tekið til ó- spilltra málanna á ný. Stóð sá fundur enn yfir er blaðið fór í prentun og horfur taldar á því að hann myndi standa fram á nótt. f gær var olíuskipinu Hamra- felli lagt við festar inni á Hval- firði, og komið þar fyrir í verk- fallslegu. Voru margir hásetar með skipinu til þess að ganga ör- ugglega frá því á legu í hinum djúpa, langa firði. Beitilönd sauðfjár verði rannsökuð í jarðræktamefnd búnaðar- þings var í gær gerð svofelld ályktun: Tilraunaráð búfjárræktar hef- ur þegar hafið undirbúningsat- huganir sdmkvæmt ályktun bún- aðarþings 1956 varðandi beitilönd sauðfjár. Væntir búnaðarþing þess að tilraunaráðið haldi áfram starfsemi sinni á þessu sviði og felur stjórn Búnaðarfélags ís- lands að senda tilraunaráðinu til umsagnar erindi Ræktunarfélags Norðurlands og Bændafélags Þingeyinga, sem fjalla um sama efni. Óskar búnaðarþing að álit búnaðarráðs liggi fyrir næsta búnaðarþingi. GullstrÖndin deilir um trímerki NÝSTÁRLEG deila hefur komið upp á Gullströndinni í hinu nýja sjálfstæða ríki, sem þar verður stofnað. Deilan er um útgáfu nýrra frímerkja. Til að minnast sjálfstæðis landsins hefur stjórnin ákveðið að gefa út frímerki, sem bera mynd Afríku og hafarnar, en í hægra homi frímerkisins verð- ur mynd af núverandi forsætis- ráðherra Kwame Nukrumah. Forsætisráðherrann er al- mennt viðurkenndur sem leið- togi í sjálfstæðisbaráttunni. En nú þegar sjálfstæði er fengið, greinast flokkar í sundur eftir skoðunum á innanlandsmálum og þykir andstöðuflokkum Nukrumahs, að myndskreyting þessi sé óheiðarlegur pólitískur áróður fyrir forsætisráðherrann. Þeir benda á það, að ekki tíðkist í neinu hinna brezku samveldislanda að gefa út frí- merki með starfandi stjómmála- leiðtogum. Nukrumah hefur hins vegar getað bent á eitt dæmi þess. Það var að Ceylon gaf út frímerki á 25 ára starfsafmæli Sir John ICotelawala forsætisráð- herra, en hann lét af embætti um hálfum mánuði síðar. Það er einkum Ashanti þjóð- flokkurinn í norðurhluta Ghana, sem mótmælir þessari „vald- níðslu1'. Hóta forustumenn hans að hætta alveg að kaupa frí- merki, ef þau verið notuð til slíks póiitísks áróðurs. JVyff pípuorgol vícfi í &utrelcsljar&arkirhfu Gagngerðar breytingar og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni Patreksfirði, 6. marz. NÝTT'pípuorgel hefur nú verið sett upp í Patreksfjarðarkirkju. Orgelið var vígt s. 1. sunnudag 3. marz, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Þrír prestar voru við athöfnina. Prófasturinn, séra Jón Kr. ísfeld á Bíldudal lýsti vígslu orgelsins og prédikaði, en fyrir atlari þjónuðu þeir séra Grímur Grímsson í Sauðlauksdal og sóknarprest- urinn séra Tómas Guðmundsson, t sem einnig rakti sögu orgelkaup- anna og flutti þakkir til safnaðarins. Orgelleikari kirkjunnar lék á hið nýja orgel og kirkjukórinn söng. VANDAÐ HLJÓÐFÆRI | inn við kórdyrnar og allt iag- Orgelið er frá Walcker orgel-! fært og standsett sem þurfa verksmiðj unni í Ludwigsburg í Þýzkalandi af svokallaðri Posi- tive-gerð. Orgel þetta er með tveim hljómborðum og fótspili. Hefur 9 registur og þrennar skipt- ingar milli hljómborða. Sérfræð- ingur frá orgelverksmiðjunni setti orgelið upp og var Stein- grímur Sigfússon orgelleikari á Patreksfirði honum til aðstoðar. Er orgelið mjög vandað að allri gerð og hljómfagurt. ALLT GREITT I R ORGEL- SJÓÐI Orgelið og allur kostnaður við uppsetningu er greiddur með fé úr orgelsjóði, sem myndaður hef- ur verið með minningargjöfum og frjálsum framlögum safnað- arins. Orgelleikari kirkjunnar og sóknarnefndin stóðu að útvegun orgelsins. Ennfremur Páll Kr. Pálsson organleikari í Hafnar- firði er annaðist ýmsa fyrir- greiðslu í sambandi við kaupin. þótti. ÞEIR ÖNNUÐUST VIÐGERÐINA Alla trésmíði og korklagningu önnuðust þeir Kristján Guð- brandsson og Ólafur Helgason húsgagnameistari. Múrverk ann- aðist Ólafur Árnason múrara- meistari, raflögn Hafsteinn Davíðsson, rafvirkjameistari og ! málningu Steingrímur Sigfússon sem jafnframt er orgelleikari kirkjunnar. KIRK JU G ARÐ SGIRÐIN GUNNI LOKIÐ Sumarið 1956 var fullgerð girð- ing í kringum kirkjugarðinn nýja sem er utan við kaupstaðinn. Er girðingin sem er steypt, múrhúð- uð og máluð hvít. Er garðurinn allur hinn snyrtilegasti. SÓKNARNEFNDIN í sóknarnefnd eiga sæti þessir menn: Árni Magnússon formaður Var þetta mikið starf og unnið 0g jafnframt meðhjálpari í kirkj- S-Afríkumaður sýnir málverk í húsi KFUM II — Ben Gurion Framh. af bls 1 S. Þ. TAKA VID UMDEILDU SVÆBUNUM Fulltrúi lsraelsstjórnar skýrði frá því að fyrstu her- sveitir S.Þ. hefðu komið inn á Gaza-svæðið í dag. Voru það indverskir herflokkar. Munu ísraelsmenn afhenda herstjóm S. Þ. Gaza-ræmun?. eftir einn sólarhring, en stöðvamar við Akaba-flóa verða ekki afhent- ar fyrr en á föstudag. ÉR í Reykjavík eru nú staddir tveir Suður-Afríkumenn, sem komnir eru hingað í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi er annar þeirra listmálari og verða myndir hans sýndar um næstu helgi í húsi KFUM. í öðru lagi hafa þeir mikinn hug á því að efla kristi- legt starf meðal hjúkrunarfólks í sjúkrahúsum landsins. f gær ræddu blaðamenn nokkra stund við annan þessara manna, Francis Grim að nafni, en listmálarann, Johann Engela, hittu menn ekki að máli. Hinn fyrrnefndi hefur með höndum að skipuleggja sýningu á málverk- um Engela, sem haldið hefur mál- verkasýningar í Skandinavíu og V-Evrópulöndum. — Sagði Mr. Grim að listmálarinn málaði myndir sínar einkum í olíu- og vatnslitum. Mest landslagsmynd- ir og kyrrlífsmyndir og þannig myndir sýnir listmálarann á sýn- ingu sinni í húsi KFUM, sem hefst á laugardaginn kemur og stendur yfir þar til á mánudagskvöld. — Þar verða einungis sýndar vatns- litamyndir, 40—50 talsins. Mr. F. Grim sagði að þeir fé- lagar hefðu á ferðum sínum um fjölmörg lönd heims jafnan haft samband við þau félög sem vinna að því að skapa trúarlegan áhuga meðal hjúkrunarfólks í sjúkra- húsum. Hér á landi starfar Kristilegt félag hjúkrunarkvenna og á þess vegum komu þeir Mr. Grim, listmálarinn og norsk hjúkrunarkona, Anna Kassin, for maður kristilegs félags hjúkrun arkvenna í Ósló, á mjög fjöl- mennan fund hjúkrunarkvenna og nema í Hjúkrunarkvennaskól- anum í fyrrakvöld. Þar talaði þetta fólk um nauðsyn þess fyrir hjúkrunarfólk að það sé trúar- lega og andlega sterkt í því vandasama starfi sem hjúkrun er. Á þessum fundi voru milli 80 og 90 hjúkrunarkonur. Þar var leikið lag eftir listmálarann, Mr. Engela, sem semur í frístundum sínum létt klassísk lög. Einnig er hann sagður söngmaður góð- ur. f gærkvöldi héldu þeir félag- ar fund með hjúkrunarfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þá hafa þeir mikinn hug á að bregða sér til Akureyrar og hafa samkomu þar með hjúkrun- arfólki á sjúkrahúsinu. af stakri ósérplægni og dugnaði af öllum aðilum sem eigi verður fullþakkað. Auk þeirra gjafa sem söfnuðurinn lagði fram hafa opinberir aðilar veitt mikinn stuðning og fyrirgreiðslu við orgelkaupin. 50 ÁRA I VOR Patreksf j arðarkirkj a var byggð á árunum 1905—1906 og vígð 19. maí 1907. Á hún því 50 ára vígslu afmæli á komandi vori. Kirkjan er steinsteypt, en veggir voru óeinangraðir og upphitun ekki góð. Var kirkjan því köld og mikill raki í henni sem hindraði að nokkru messugjörðir í henni að vetrinum. GAGNGERÐ VIÐGERÐ Snemma árs 1956 ákvað sókn- arnefndin að láta fara fram gagn- gerða viðgerð á kirkjunni. Var verkið hafið í lok júní-mánaðar. Var kirkjan öll einangruð að innan með 1% þuml. þykkum korkplötum og síðan múrhúðuð og máluð. Á gólfið var lagður korkur og nýtt hitakerfi sett í hana. Söngpallur var stækkaður vegna hins nýja fyrirhugaða orgels. í turni kirkjunnar bak við söngpallinn var fullgert herbergi til afnota fyrir söngfólkið og geymslu á fermingarkyrtlum og ýmsum öðrum munum kirkjunn- ar. Nýtt skrúðhús var afþiljað unni, Trausti Árnason, bókhald- ari, ritari og Ólafur Helgason, húsasmíðameistari, gjaldkeri. Eru . þessir menn mikilla þakka verð- ir fyrir dugnað sinn og framsýni í þessum málum. —Karl. I Ný fiskverzlun opnuð í dag við Barónsstíg Frágangur verzlunarinnar sérlega smekklegur DAG er opnuð að Barónsstíg 59 ný fiskbúð og veitir henni forstöðu Valdimar Guðlaugsson, fisksah, sem hefur yfir 20 ár Skóli við Hagatorg BÆJARRÁÐ hefur samþykkt, að vestur við Hagatorg verði byggð- ur skóli og á fundi sínum á þriðju daginn var ákveðið að fram- kvæmdir skyldu hafnar þá þeg- ar og fengin eru nauðsynleg leyfi. — Þessi skóli mun verða með sama fyrirkomulagi og skóla- bygging sú er Skarphéðinn Jó- hannesson arkitekt teiknaði og mynd birtist af hér í blaðinu fyrir skömmu. Óðinn haft fiskverzlun að Bragagötu 22. VERZLUNIN STÆKKUB Að Barónsstíg 59 var áður fisk- verzlun, sem ekki hefur verið starfsrækt í eitt ár. Hafa þessi húsakynni nú verið endurbætt mikið, bætt við verzlunina frysti- klefa, aðgerðarrúmi, snyrtiher- bergi og fataherbergi. ÞÆGILEG ADSTADA Er verzlunin öll hin smekkleg- asta. í afgreiðslunni eru stálborð og stálföt, og veggir klæddir plasti upp fyrir miðju. Er rúm- gott þar og hreinlegt og aðstaða öll hin þægilegasta. Innrétting og breytingar fóru fram undir umsjá Haraldar Bjarnasonar húsasmíðameistara, en teikningar gerði Aðalsteinn Richter. MÁLFUNDAFÉLAGH) Óðinn heldur félagsfund í Valhöll i kvöld kl. 8,30. Framsöguræður flytja Bjöm Ólafsson alþing- ismaður sem talar m. a. um breytingar á innheimtu skatta og G-unnar Helgason erind- reki, sem ræðir um verkalýðs- mál. Shók-keppnin 2. DORD Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.), ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 40. Bflxa6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.