Morgunblaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 8
s
MORCUPíBLAÐlÐ
Fimmtudagur 7. marz 1957
HStMflMfr
Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Árásir ríbisstjárnarinnar
á framleiðendur sjávarafurða
SENNILEGA hefur engin ríkis-
stjórn á Islandi fjölyrt eins mik-
ið um það og núverandi stjórn,
að hún bæri hagsmuni framleið-
«ida til sjávar og sveita fyrir
brjósti. Þessi fyrirheit sín efnir
stjórnin þannig, að á fyrsta hálfa
árinu, sem hún fer með völd seg-
ir hún samtökum aðalútflutnings-
framleiðenda þjóðarinnar stríð á
hendur.
Þessi stríðsyfirlýsing á hendur
sjávarútveginum er fólgin í
frumvarpi sjávarútvegsmálaráð-
herra kommúnista um sölu og
útflutning sjávarafurða.
Sjávarútvegsnefnd Neðri
deildar Alþingis hefur leitað
álits allra þeirra aðila sem
fara með útflutning sjávar-
afurða. Allir hafa þessir aðilar
mótmælt frumvarpi kommún-
istaráðherrans og talið að vísa
beri því frá.
Rödd reynslunnar
á Alþingi
Þetta frumvarp var til annarrar
umræði í Neðri deild Alþingis í
fyrradag. Af hálfu Sjálfstæðis-
manna tóku til máls um það þeir
Bétur Ottesen, Sigurður Ágústs-
son og Ólafur Thors. Allir eru
þessir þingmenn þaulkunnugir
sjávarútvegsmálum, hafa verið
þingmenn sjávarútvegskjördæma
stundað útgerð sjálfir og haft
víðtæk afskipti af hagsmunamál-
um sjávarútvegsins innan hags-
munasamtaka útvegsins, á Al-
þingi og í ríkisstjórn.
Pétur Ottesen lagði áherzlu á,
að það væri mjög varhugavert
að taka sölu sjávarafurða úr hönd
um framleiðendanna sjálfra.
Sigurður Ágústsson benti á,
að fullt samkomulag væri
meðal fiskframleiðenda um
fyrirkomulag á sölu sjávar-
afurða, Jafnvel þeir kommún-
istar sem aðild ættu að sam-
tökum sjávarútvegsins hefðu
ekki hreyft mótmælum gegn
núverandi skipulagi, og ekki
óskað eftir neinum breyting-
um á því.
Hvar er óánæirian?
Ólafur Thors varpaði fram
meðal annars eftirfarandi fyrir-
spurnum til sjávarútvegsmálaráð
herra og framsögumanns stjórn-
arliðsins:
Hvernig rökstyður Lúðvík
Jósefsson nú, eftir að allir salt-
fiskframleiðendur á landinu hafa
á ný falið Sölusambandi íslenzkra
fiskframleiðenda að selja fram-
leiðslu ársins 1957, að megn
óánægja ríki með saltfisksöluna?
Er það líklegt eða jafnvel hugs-
anlegt sem stendur í greinargerð
með frumvarpinu, að megn
óánægja ríki um fisksölumálin og
þá mest hjá þeim, sem mestra
hagSmuna hafa að gæta um þessi
mál?
Hvemig má það þá vera, að
ekki skuli einn einasti fram-
leiðandi óska eftir að fela öðr-
um en SÍF sölu á sinni fram-
leiðslu?
Til framsögumanna stjórnar-
liðs í sjávarútvegsmálanefnd,
beindi Ólafur þessari spúrningu:
Getur Gísli Guðmundsson skýrt
það fyrir þingdeildinni, að eftir
að Samband ísl. samvinnufélaga
hefur bréflega tilkynnt sjávarút-
vegsmálanefnd, að bezt sé að
minnst tveir aðilar fari með fisk-
sölumálin, þá skuli SÍS sjálft fela
SÍF að fara með söluna á þeim
fiski, sem þeir hafa yfirráðarétt
yfir af framleiðslu ársins 1957?
Og þetta gerir SÍS hinn 28.
febrúar, eftir að ljóst er orðið, að
frumvarp er hér er um að ræða
á að ná fram að ganga og þeg-
ar öllum er ljóst, að SÍS á þess
kost, að fá að ráða útflutningi á
sínum fiski. Menn athugi að hér
eiga þaulvanir og ágætlega hæfir
verzlunarmenn hlut að máli.
Getur nokkrum blandazt hugur
um að það er, sagði Ólafur Thors,
ábyrgðartilfinningin sem segir
þessum æfðu viðskiptamönnum
að hagsmunum fiskframleiðenda
sé bezt borgið með því að hafa
aðeins einn útflytjanda, þó að
pólitík kunni að valda því, að
þeir kunni að telja tvo heppi-
legri, þá hafa þeir gengið svo
frá málunum að þeir sjálfir geta
ekki orðið annar þeirra.
Um það getur engum hugs-
andi manni blandazt hugur, að
í ræðum þeirra Péturs Otte-
sen, Sigurðar Ágústssonar og
Ólafs Thors hljómaði rödd
reynslunnar. Allir þessir menn
eru þaulkunnugir málefnum
sjávarútvegsins og hafa haft
um þau farsæla forystu.
Pólitískur hefndarþorsti
En hvernig stendur á því, að
sjávarútvegsmálaráðherra komm
únista telur sér það sæmandi,
að flytja frumvarp um sölu og
útflutning sjávarafurða, sem öll
samtök framleiðenda mótmæla?
Ástæðan er fyrst og fremst
pólitískur hefndarþorsti. Bæði
kommúnistar og Tímamenn hafa
á undanförnum árum haldið
uppi stöðugum rógi um samtök
íslenzkra útvegsmanna. öllum
landslýð er það þó kunnugt, að
það eru fyrst og fremst framleið-
endurnir sjálfir sem hafa byggt
þessi samtök upp. Og vitanlega
veit útvegsmaðurinn það bezt
sjálfur, hvað hentar hagsmunum
hans og útgerðarinnar í landinu.
Framleiðendurnir eiga
að ráða
Það leiðir af sjálfu sér að
Sjálfstæðismenn hafa alltaf fylgt
þeirri stefnu að framleiðendur
sjávarafurða ættu sjálfir að ráða
skipulagi afurðasölumála sinna.
Þeir viti bezt hvað henti og hags-
munir þeirra hlytu að vera í
samræmi við hagsmuni þjóðar-
innar í heild.
Stefna Sjálfstæðismanna í
þessum málum er óbreytt.
Ríkisstjórnin, undir forystu
kommúnista, hefur sagt fram-
leiðendum við sjávarsíðuna
strið á hendur. Sú ráðabreytni
er hin heimskulegasta og get-
ur því miður haft þær afleið-
ingar að valda þjóðinni í heild
miklu tjóni.
Það gerist margt hinumegin á hnettinum
J4c
hattv
armn^a ónattpimn^
^JJoótnaÉavóöm LátJ -
Astralíumenn eru hin
mestu spilafífl og bæta þeir upp
fábreytileika hversdagslífsins
með ótal mörgum happdrættum.
f einu sambandsríki Ástralíu
New South Wales, er t.d. starf-
andi ríkishappdrætti, sem veitir
250 þúsund kr. verðlaun á hverj-
um degi, en nokkra daga er
einnig dregið um stærri vinninga,
jafnvel 500 þúsund kr. og milljón
króna vinning. Almenningur
þarna kaupir árlega happdrættis-
miða fyrir 600 milljón kr., þar
af fara 400 milljónir í vinninga
og kostnað, en ríkið tekur 200
milljónir kr. í skatta, sem fólk-
inu virðist ákaflega ljúft að
greiða. í Ástralíu er það heldur
ekki siður að öfunda þá sem
eru heppnir og hljóta hæsta
vinninginn, þvert á móti sam-
gleðjast menn þeim, en vona
að sjálfsögðu, að heppnin verði
þeim sjálfum hliðholl næsta dag.
Þessi lyndiseinkunn Ágtralíu-
manna, að samgleðjast með lukk-
unnar panfílum, kom mjög greini
lega í ljós, þegar ungur og blá-
fátækur Ástralíumaður fékk allt
í einu upp í hendurnar um IVz
milljón króna í beinhörðum
sterlingspundum og dollurum.
Varð skyndilega líkast því sem
þessi maður að nafni Evans hefði
orðið þjóðhetja Ástralíu.
Evans hafði tekið sig til
einn daginn, farið inn á bílaforn-
sölu og keypt þar gamalt bíl-
ræksni fyrir um 800 krónur. Bíl-
inn ætlaði hann að gera upp í
frístundum sínum svo að hann
gæti notað hann til að fara á í
vinnuna.
En þegar hann var að athuga,
sætin í bílgarminum, þreifaði
undir stoppið og gormana, varð
hann þess var, að einhverjir ó-
kennilegir bögglar og bréfadrasl
var fest í sætisgormana. Evans
skildi ekki hvaða rusl þetta væri
og ætlaði að rífa það burt.
En þegar hann dró hönd-
ina undan sætinu, var hann
með milli fingranna flygsur af
peningaseðlum. í sætunum
höfðu verið faldir peninga-
seðlar fyrir um 1(4 milljón
l hninninn
króna. Sennilega hafði ein-
hver stríðsgróðamaðurinn fal-
ið þá þarna endur fyrir löngu
og virðist sem hann muni ekki
þora að koma fram í dagsljós-
ið, því að peningarnir hafa
verið sviknir undan skatti.
Finnandinn myndi því teljast
réttur eigandi f jársins.
egar áströlsk dagblöð
sögðu frá heppni hins unga
manns, samgladdist öll þjóðin
honum. En þá var það, sem rit-
ari skattgreiðendafélags Nýja
Suður Wales, Keller White hljóp
á sig. Hann lýsti yfir að hann
teldi ríkissjóð réttmætan eiganda
hins fundna fjár. Ritaði hann bréf
og greinar um það í stærstu blöð-
in og krafðist þess að ríkissjóð-
ur heimti féð.
Keller White sagði: — Allar
líkur benda til að þetta fé
hafi verið svikið undan skatti
á stríðsárunum, þegar tekju-
skatturinn nam kringum 18
shillingum af hverjum tutt-
ugu. Einhver hefur komizt hjá
að greiða skattinn svo að
skattabyrðin hefur lagzt þeim
mun þyngra á okkur hina, sem
telja rétt fram. Það er því
aðeins réttlætiskrafa skatt-
þegnanna, að ríkissjóður hirði
þetta fé til þess að skattabyrð-
in á okkur lækki aftur sem því
nemur.
En Keller White, hinn ötuli
baráttumaður skattpíndra þegna
hafði misreiknað sig. Hann hafði
ekki athugað viðhorf alls al-
mennings til þeirra sem ham-
ingjan er hliðholl. Bréfi hans var
svarað með ótal bréfum fullum
reiðilestra yfir því að enginn
fengi að vera í friði fyrir krumlu
skattpíningarinnar. Menn sem
ekkert hefðu til saka unnið væru
ofsóttir og það jafnvel af sjálf-
um samtökum skattþegnanna.
Margir sögðu sig úr félagsskapn-
um, þar til ýmsir aðrir forustu-
menn samtakanna lýstu sig með
öllu mótfallna tillögu Kellar
Whites.
Svo allar líkur benda til að
Uppdráttur þessi sýnir hvernig
barninu var bjargað. Vinstra
megin gryfjan sem hætt var við
og hægra megin seinni gryfjan.
Evans fái að halda milljóninni
sinni.
A á sama tíma hafa ástr
alskir skattgreiðendur verið að
fá heldur slæmar fréttir. Það eru
eftirhreyturnar eftir Olympiu-
leikana. Þeir voru hjn stærsta
og glæsilegasta hátíð, sem haldin
hefur verið í Ástralíu. Það var
sannarlega tími til að skemmta
sér. Ástralíumenn voru hinir ör-
lyndu gestgjafar og menn voru
ekkert að hugsa um kostnaðinn.
En nú vakna þeir upp dag-
inn eftir, reikningar allir fyrir
hátíðahöldin eru komnir inn.
Það kemur nú í ljós að tapið
af Olympíuleikunum nemur
hvorki meira né minna en um
20 milljón kr.
Frá þessu skýrði nýlega for-
maður Olympiu-nefndar Ástra-
líu og var hann hnugginn yfir
fréttunum. Iþróttasamtök Ástra-
líu hafa ekkert bolmagn til að
greiða þvílíkan halla, svo ríkið
verður að hlaupa undir bagga.
Og menn héldu um tíma að gróði
myndi verða af Olympiuleikun-
um.
I heilan sólarhring var
öll Ástralía í uppnámi yfir því
að tveggja ára drengur Graham
að nafni féll niður í þurra brunn
holu. Holan var mjög mjó eða um
30 cm að þvermáli. Fyrst féll
hann niður í 4 metra dýpi og
reyndu foreldrarnir að bjarga
barninu. Það hafði ekki vit á að
halda sér í kaðal og reyndu þau
að festa snæri utan um barnið.
En ekki tókst betur til en svo,
að losnaði um barnið og það féll
enn dýpra eða niður á 8 metra
dýpi.
Nú hafði fjöldi fólks safnazt
saman kringum brunnholuna og
björgunarlið kom að. Súrefni var
dælt niður í gúmmíslöngum og
á meðan fóru björ'gunarmenn að
grafa sig niður við hliðina á
brunnholunni. Útvarpsmenn og
blaðamenn komu bráðlega að og
fylgdist öll ástralska þjóðin með
björgunarstarfinu, af samtíma
lýsingum þeirra.
Búið var að grafa holu næstum
því niður að barninu, þegar það
kom í Ijós að sú hola var of ná-
lægt brunnholunni, svo hætta
var á að hún hryndi saman ofan
á barnið. Varð því að hætta við
hana og byrja á nýrri.
23 klst. eftir að barnið féll
í brunninn var hola björgun-
arsveitarinnar komin í rétta
dýpt. Það var áhrifamikil
stund, þegar einn björgunar-
maðurinn rauf op á brunnhol-
una og bar drenginn upp á
yfirborðið, skrámaðan en á
lífi.
Allt er gott, þegar endii-inn allra beztur verður. Graham litla
bjargað upp úr holunni.