Morgunblaðið - 07.03.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.03.1957, Qupperneq 11
Fimmtudagur 7. marz 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 11 ísland á skíðamann í fremsíu röb Evrópumanna Eysteini boðið nð æia með austurríska landsliðinu I’ SIjAND hefur eignazt skíðamann, sem aðgang hlýtur í „1. grúppu“ á hverju móti í Evrópu. Skíðamaður þessi er Eysteinn Þórðarson. Hann er nýkominn heim úr æfinga- og keppnisferð xun Evrópu. Hefur hann verið úti síðan rétt fyrir jólin, keppt á mörg- um mótum og sums staðar náð mjög góðum árangri, og heildar- árangur af för hans er sá er áður greinir. ★ VIÐURKENNING Að vera í „1. grúppu“ þýðir að hann er talinn svo góður, að hann fær rásnúmer meðal 15 fyrstu manna. Það er geysi- leg viðurkenning fyrir skíða- mann, því samkeppnin er afar hörð. En að vera ræsíur snemma í keppni þýðir, að menn fái betri braut, því að brautirnar spólast upp snemma í keppni og aðstæður fyrir þann sem fyrstur fer v brautina og þess er síðastur 60—70 þátttakenda fer, eiga fátt sameiginlegt. Íþróttasíðan hitti Eystein á dögunum og spurði frétta úr ut- anförinni. Eysteinn sagði m. a.: Ég fór fyrst til Austurríkis og var þar á námskeiði sem skíða- samband landsins hélt. Það var haldið við Wildchanau í Ölp- unum og stóð í vikutíma. ★ A MÓTUM Þaðan hélt ég til Insbruck og var við æfingar þar. Þangað kom Hjálmar Stefánsson frá Akureyri og vorum við saman eftir það. Fyrsta mótið sem við tékum þátt í var í Kitzbúhel. Það var alþjóðlegt mót og fór fram 19. jan. Þar var fyrst keppt í bruni og takmarkaður fjöldi úr brun- keppninni (fyrstu menn) fengu aðgang að svigkeppninni. Þannig FIMMTA og sjötta umferðin i undirbúningsmóti Reykjavíkur- deildar fyrir landsmót voru spil- aðar í síðustu viku, og fóru leik- ar þannig í fyrri umferðinni: Sveit Harðar vann Ásbjörns. Sveit Árna M. vann Hjalta. Sveit Sveins og Rafns gerðu jafntefli. Sveit Eggerts sat yfir. Seinni umferðin fór þannig: 'Sveit Harðar vann Rafns. Sveit Eggerts vann Sveins. Sveit Árna M. vann Ásbjörns. Sveit Hjalta sat yfir. Nú er ein umferð eftir, en úr- slitin eru þegar kunn, þar sem sveit Harðar hefur spilað alla sína leiki og vann þá alla. Sennilega hefur aldrei nein sveit hérlendis unnið jafnsterkt mót jafnglæsilega, og er sigur þeirra réttlát úrslit mótsins. Nöfn Reykjavíkurmeistaranna í sveit Harðar eru þessi: Hörður Þórðarson, Einar Þorfinnsson, Gunnar Guðmundsson, Lárus Karlsson, Kristinn Bergþórsson og Stefán Stefánsson. Síðasta umferð verður spiluð nk. mánudag í Skátaheimilinu. SVEIT ÞORGERÐAR EFST Meistaraflokkskeppni kvenna- deildarinnar lauk á mánudags- kvöldið og vann hana sveit Þor- gerðar Þórarinsdóttur með 15 er það orðið úti, að nær eingöngu er keppt í tvíkeppni. Brunið er því „aðgöngumiði“ að svigkeppn- inni. Þetta gerir okkur íslend- ingum mjög erfitt fyrir, því að hér heima er engin aðstaða til að æfa brun svo að árangur ná- ist. Brunbrautimar erlendis eru orðnar svo glæfralegar að meðal- hraðinn í þeim er um 90 km. á klst. Það má því ekki mikið út af bera til þess að menn útilokist frá svigkeppninni. Við lentum þarna í síðustu „grúppu“ og var brautin orðin að svelli. 40 fyrstu af 80 þátttak- endum komust í svigið. Ég var 41. í bruni. Þar munaði einum! En ég fékk að vera undanfari í sviginu. í þessari keppni sigraði Sailer í bruni en landi hans Ried- er vann svigið og tvíkeppnina. Þá héldum við til Bagastein, þar sem heimsmeistarakeppnin á skíðum fer fram á næsta ári. Það er búið að leggja brunbrautina sem þá verður keppt í og hún var vígð núna. Hún er einkar skemmtileg en mjög erfið. ★ MEIÐSLI OG SNJÓLEYSI Ég meiddist á fæti fyrir keppn- ina og tók ekki þátt í henni. Hjálmari gekk sæmilega. Aust- urríkismenn höfðu yfirhöndina. Leitner sigraði. Hann er stór- glæsilegur skíðamaður. Er nú stigum af 18 mögulegum. Með henni í sveit eru: Anna Guðna- dóttir, Rannveig Þorsteinsdóttir, Rósa ísvars, Sigríður Siggeirs- dóttir og Sigurbjörg Ásbjörnsdótt ir. Næstu sveitir eru: sveit Egg- rúnar með 12 stig, Vigdís 11, Elín 11, Margrét Jensd. 10 og Dagbjört með 8 stig. Skipa þess- ar sveitir meistaraflokk. Sveitir Júlíunu, Guðrúnar, Margrétar, Ásgerðar og Herdísar féllu niður í 1. flokk. Hin árlega parakeppni hefst mánudaginn 11. þ. m. Þátttaka tilkynnist til Vigdísar Guðjóns- dóttur fyrir mánudag. EINMENNINGSKEPPNI Nú er ein umferð eftir í ein- menningskeppni Tafl- og bridge- klúbbsins og verður hún spiluð í kvöld (fimmtud.) Þrir efstu eru þessir: Hjalti Elíasson með 163,5. Guðjón Ólafsson með 154,5. Pétur Einarsson með 151,5. Ein umferð er eftir í einmenn- ingskeppni Bridgefélagsins og verður hún spiluð nk. þriðjudags- kvöld í Skátaheimilinu. — Þrír efstu eru: Guðm. Ó. Guðmundsson með 157,5 stig. Vigdís Guðjónsdóttir með 154,5 stig. Egill Kristinsson með 154,5 stig. Eysteinn Þórðarsson fyrsta sinn í stjörnuhópnum — en skær stjarna þegar. Molterer varð annar og Sailer þriðji. Hann datt í brautinni en tafðist ekki mikið. Síðan fórum við á alþjóðlega skíðaviku í Garmisch Parten- kirchen. Þar var snjóleysi og þegar keppni í stórsvigi var hálfnuð var ekki snjókom í nokk,ufflri beygju brautarinnar, aðeins gras. Þetta gekk þó sæmi- lega, þó fáir hefðu æfingu í að keppa á grasi! Ég varð 30. af 75 keppendum. Svig var síðari keppnisgrein mótsins. Mér gekk vel í fyrri ferð, varð 17. en datt í síðari ferð og hafnaði í 30. sæti. Sailer vann stórsvigið, Moltér- er svigið. Austurríkismennirnir eiga um 15—20 skíðamenn, sem vart má á milli sjá. Keppnin er geysihörð og fleiri og færri af beztu mönnum detta. Það má bóka að í einni af hverri þrem keppnum geta jafnvel beztu skíðamenn fallið algjörlega út úr keppni. Það kemur fyrir Sailer og alla hina. Það er ekkert ráð til við falli, úr því að hraðinn er fenginn á kostnað öryggisins. Þá verður til að koma heppni auk hæfninnar. En þessi skíðamót í Ölpunum, sem beztu skíðamenn ferðast á milli og keppa á, eru harðari keppni en nokkrir Ólym- píuleikar. í Mið-Evrópu er „topp ur“ fjallagreinamanna. Og Aust- urríkismenn eiga t.d. 15—20 slíka, Frakkar marga og fleiri þjóðir. Á Ólympíuleikum mega aðeins 4 frá hverri þjóð keppa, Það útilokar fjölda af mjög góð- um skíðamönnum. ★ Á ÍTALÍU Eftir þetta mót héldum við til Insbruck. Þá barst okkur boð um að koma til ítaliu og keppa á móti í Madonna di Campiglio. Það heitir „3-tre“. Þar var mjög skemmtilegt og þar náði ég bezta árangri sem ég hef nokkru sinni náð. Ég varð 9. í svigi af um 60 og þar voru m.a. allir Austurríkis- mennirnir, allir Svisslending- ar og yfirleitt allir þeir beztu. í stórsvigi varð ég 23. af 60. Þá hófst lokaþátturinn, heim- ferðin, með viðkomu á Holmen- kollen. Þar var eins og annars staðar, brunkeppnin aðgöngu- miði að sviginu. Ég datt í brun- inu, tapaði miklum tíma og komst ekki í svigið. Sama kom fyrir Jakobínu Jakobsdóttir í kvenna- keppninni. Hinum gekk betur. Haukur Sigurðsson, Svanberg Þórðarson og Martha Guðmunds- dóttir, stóðu sig með ágætum. Ferðin var því endaslepp, að því leyti að Holmenkollen- keppni mín tókst illa, en í heild er ég ánægður með ferðina. Það er ekki sízt vegna þess, að mér var boðið að æfa með austurríska landsliðinu næsta vetur. Framh. á bls. 15 Bridge -jicíltur AfmœHsmót ÍR: í kvðld keppa sundtél. um uð fá sem flest stig Spennandi keppni í 10 greinum IKVÖLD fer fram í Sundhöllinni afmælissundmót ÍR. Verður þar keppt í 10 greinum karla, kvenna og unglinga. Mót þetta er „stigamót“ og hlýtur fyrsti maður 5 stig, annar 3, þriðji 2 og fjórði 1. Það félag er flest stig hlýtur fær bikar til varðveizlu í eitt ár og á hann að geymast hjá þeim sundmanni viðkomandi félags er flest stig færir félagi sínu. Tvö undanfarin ár hefur Ármann unnið bikarinn en Pétur Kristjánsson geymt hann. Greinarnar á þessu sundmóti eru: 100 og 400 m skriðsund, 200 m bringusund, 100 m baksund og 3x100 m þrísund, allt fyrir karla. 100 m skirðsund kvenna. 50 m bringustund telpna. 100 m skriðsund, 50 m flugsund og 50 m bringusund drengja. í ýmsum greinum verður keppni áreiðanlega mjög hörð, t. d. í baksundi karla milli KR- inganna Guðm. Gíslasonar og Ólafs Guðmundssonar, milli Pét- urs og Gylfa í skriðsundinu, í drengjasundunum öllum og í þrísundinu. Þá má búast við met- úm nú sem á fyrri mótum. Ef að líkum lætur setur Ágústa met í báðum greinum sem hún kepp- ir í, baksundsmetið og þrísunds- metið eru einnig í hættu, og ýmislegt óvænt getur skeð. Guðmundur Gíslason lR er kominn í hóp beztu sundmanna landsins. Hann er óvenjulega fjölhæfur — Reppir í kvöld í 4 greinum. Ágúst H. Matthíasson Jamaði íþróttamaðurinn' í bandarískum spítala í DAG á Ágúst H. Matthíasson 22. ára afmæli. Ágúst er þekktastur undir nafninu „lamaði íþróttamaðurinn“, en lömun hlaut hann sem kunn- ugt er 16 ára gamall við íþróttaæfingu. Ágúst hefur síðan hið hörmu- lega slys henti á æfingu hans, verið undir læknishendi, lengst af í Landsspítalanum. Hann hef- ur liðið miklar þjáningar, og þrátt fyrir ýtrustu tilraunir lækna hef- ur ekki tekizt að veita honum nokkurn bata. Ágúst er nú staddur á Mayo- sjúkrastofnuninni í Bandaríkj- unum. Það var Lúðvík Þorgeirs- son kaupmaður, sem dreif í því að senda piltinn vestur um haf. Tilgangurinn er að gera enn eina tilraun til lækninga og enn- fremur að koma honum í hend- ur sérfræðinga er þjálfa lamaða menn til þess áð verða sem mest sjálfbjarga í lífinu. Vestra mun Ágúst læra að ganga við hækj- ur. Þá losnar hann við hjóla- stólinn. Hann mun og læra að aka bifreið og ýmislegt fleira sem léttir honum að einhverju leyti lifið. Margir hafa orðið til að leggja skerf í sjóð „lamaða íþrótta- mannsins“ og fyrir þá peninga og ýmis önnur fjárframlög var unnt að koma Ágústi vestur. Reynt hefur verið á allan hátt að greiða fyrir honum þar. Valdemar Björnsson, fjármála- ráðherra Minnesotaríkis, þar sem sjúkrastofnunin er, var sérstak- lega beðinn fyrir Ágúst, Lyons- hreyfingin hér bað um fyrir- greiðslu honum til handa af reglu bræðrum í Minnesota o. fl. o. fl. Samt er enn óráðið hvernig gífurlegur kostnaður við ferðina og kaup á bíl verða klofin. En héðan af verður ekki snúið við, og Ágúst verður í Bandaríkjun- um %—1 ár. Að lamast algjörlega á fótum 16 ára að aldri er mikið áfall og þuhgt og ekki fyrir nema hetjur einar að standast. Ágúst er hetja í lund. Hann var og er tápmikill, og þó hann hafi hlotið þessi miklu örkuml á íþróttaæfingu, ber hann ekki kala til íþróttanna eða íþróttamanna. Þvert á móti. Iþróttir eru nú eins og þær hafa alltaf verið helzta og skemmti- legasta hugðarefni Ágústs. Fáir munu meiri áhuga hafa á íþrótt- um en hann. Hann iðaði stund- um í skinninu í sjúkrastofunni af eftirvæntingu að komast á íþróttavöllinn, eða lesa eitthvað um íþróttir. Hann er vel að sér um allar greinar íþrótta. íþrótta- menn mega minnast þess að þeirra tryggasti vinur og aðdá- andi er drengur sem hlaut við íþróttaiðkun fyrir 6 árum þaji örkuml að lamast á fótum. Hann hefur háð erfitt sjúkdómsstríð og einn af hinum fáu ljósgeislum í því stríði hafa verið íþróttir — ferðirnar á íþróttavöllinn. í dag senda íþróttamenn hug- heilar afmælisóskir til Ágústs vestan hafs og óska að honum megi vel vegna. Þeir vilja veita Ágústi góðan stuðning í baráttu hans. A StA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.