Morgunblaðið - 20.03.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1957, Blaðsíða 4
4 MORCTINPT 4Ð1Ð Miðvikudagur 20. marz 1957 — Dagbók Júlíus Jóhannesson, fisksali, hefir opnað nýja og smekklega fiskbúð ; að Grensásvegi 22, en í þeirri byggingu eru fleiri verzlanir til húsa. Búðin er vönduð að öllum búnaði með kæliklefa og rúmgóðri geymslu. —Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. í dag er 79. dagur ársins. Miðvikudagur 20. niarz. Jafndægri á vori. Árdegisflæði kl. 8,13. Síðdegisflæði kl. 20,36. Slysavarðslofa Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á ama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum 1 kl. 4. Þrjú síðast tal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 Qg 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega 9—19, nema á laugardögum kl. 9—16 og á sunnu dögum 13—16. Sími 4759. Hafn. -fjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Bjami Snæbjömsson, sími 9245 Akureyri: Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Næt- urlæknir er Bjarni Rafnar. I. O. O. F. 7 == 1383208% = 9. II • Messur • FÖSTUGUÐSÞJÓNUSTA Hallgrímskirkja: — Föstuguðs- þjónusta í kvöld kl. 8,30. — Séra Sigurjón Árnaspn. Dómkirkjan: — Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Óskar J. Þor- láksson. Fríkirkjan: — Föstumessa í kvöld kl. 8,30. — Séra Þorsteinn Bjömsson. Laugarneskirkja: — Föstuguðs þjónusta í kvöld kl. 8,30. — Séra Garðar Svavarsson. • Brúðkaup • S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af aéra Gunnari Árnasyni, Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðukona barnaheimilisins Vesturborg og Brjmjólfur Dags- son, héraðslæknír í Kópavogi. • Hjónaefni • S.l. laugard. opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Matthildur Jóns- dóttir, afgreiðslumær, Oddagötu 10 og Sýrus Magnússon, jám- smiður, Lynghaga 16. • Skipafréttir • Eiinskipafélag íslands h.f.: Brúarfóss er í Reykjavik. Detti- foss fór frá Akranesi í gærdag til Hafnarf.arðar. Fjallfoss, Goða- foss og Gullfoss eru í Reykjavík. Lagarfoss fór frá New York 13. þ.m. til Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Reykjavík í dag til ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Tröllafoss fór frá New York 19. þ.m. til Réykjavík- ur. Tungufoss fer frá Rvík f.h. í dag til Keflavíkur, Vestmanna- eyja og þaðan til Rotterdam og Antwerpen. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Reykjavík í kvöld austur um land í hringferð. Herðu breið fer frá Reykjavík í kvöld austur um land tii Bakkafjarðar. Skjaldbreið er á Húnaflóa. Þyrill fór frá Reykjavík í nótt áleiðis til Rotterdam. Skáftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja.. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Grundarfjarðar. • Flugferðir • Flugfélag Islands li.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Osló, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 08,00 í dag. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavík- ur kl. 18,00 á morgun. — Innan- landsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar, Sands og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar og Vestmanna eyja. — Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg milli kl. 06 —07 árdegis frá New York. Flug- vélin heldur áfram kl. 08,00 áleið is til Bergen, Stafangurs, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. — Saga er væntanleg í kvöld milli kl. 18,00—20,00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvél in heldur áfram eftir skamma viðdvöl áleiðis til New York. — Hekla er væntanleg annað kvöld frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborgar. Flugvélin heldur á- fram, eftir skamma viðdvöl áleið- is til New York. SóJheímadreneurinn Afh. Mbl.: O. Th. M. kr. 25,00. Slasaði maðurinn Afh. Mbl.: Áheit L. Þ. krónur 500,00; Guðbjörg Guðmundsdóttir krónur 50,00. Albert Schweitzer Afh. Mbl.: N. N. krónur 40,00; L. og J. krónur 100,00. Sjötta fræðslukvöld Sigfúsar Elíassonar verður í Aðalstræti 12 í kvöld kl. 8,30. Hafnfirðingar Mænuveikibólusetning fer fram í dag í Barnaskólanum kl. 5—6. H éraðslæknirinn. Félag Suðurnesjamanna Spilakvöld í Breiðfirðingabúð, uppi, föstudaginn 22. þ.m. kl. 9,00 síðdegis. Kvenfélag Neskirkju Fundur fimmtudaginn 21. marz (á morgun), kl. 8,30, í félagsheim- ilinu í Neskirkju. Orð lífsins: En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það riki skal engri annarri þjóð í hend ur fengið verða. Það m.un knúsa og að engu gjöra öll þessi riki, en sjálft mun það standa að eilífu. (Dan. 2, 44). Sir Andrew Clarke, Iæknir: „Sjö af hverjum tiu, sem liggja í sjúkrahúsum, eiga heilsuleysi sitt að rekja til áfengisneyzlunnar". — Umdæmisstúkan. Afmælishappdrætti Kvenréttindafélags íslands Þessara vinninga hefur ekki enn verið vitjað. Nr. 249, 668, 806, 575, 420, 752. — Vinninganna sé vitjað í skrifstofu félagsins, Skálholts- stíg 7, sem er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 4—6. Æskulýðsvikan í Hafnarfirði Á æskulýðsvikunni í KFUM og K í kvöld, sem hefst kl. 8,30, tala þeir Guðmundur Guðjónsson, bankaritari og Þórður Möller læknir. Einnig verður mikill söng- ur og hljóðfæraleikur. • Söfnin • Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Listasafn ríkisins er til húsa í Þ j óðmin j asaf ninu. Þj óðmin j asafn ið: Opið á suruudögum kl. 13—16 og á þriðjudögum, fimmtndögum og laugardögum kl. 13—15. Listasafn Einars Jónssonar verður lokað um óákveðinn tíma. Læknar fjarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tima. Staðgengill: Stefán Björnsson. Bjöm Guðbrandsson fjarver- andi frá 17. þ.m. til 24. þ.m. Stað- gengill Hulda Sveinsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalin Gunn- | laugsson. Grímur Magnússon fjarverandi til 19. marz. Staðgengill Jóhannes Björnsson. Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. Sveinn Pétursson fjarverandi til 25. þ.m. — Staðgengill: Kristján Sveinsson. Hvað kosíar undir bréfin? 1—20 grömm: Flugpóstur. Evrópa. Danmörk 2,30 Noregur 2,30 Svíþjóð 2,30 Finnland 2,75 Þýzkaland .... 3,00 Bretland 2.45 Frakkland .. 3,00 — Æ, já, bara að niaður væri nú orSinn tveggja ára aftur, en hefði gömu reynslu og nú. 5 mínútna krossgáta SKYRINGAR: Lárétt: — 1 bragðgott — 6 við- ur — 8 von — 10 óþverri — 12 feitina — 14 forsetning — 15 tveir eins — 16 borðandi — 18 ríkra. LóSrétt: — 2 bita — 3 klukka — 4 minnki — 5 afbrotamann —■ 7 prika — 9 sker — 11 atvo, — 13 fugl — 16 rás — 17 fanga- mark. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 ógagn — 6 aða — 8 rór — 10 yna —- 12 ormalyf — — 14 SÓ — 15 tt — 16 öli — 18 aldinin. LóSrétt: — 2 garm — 3 að — 4 gaul — 5 froska — 7 saftin — 9 óró — 11 nyt — 13 Atli — 16 ÖD — 17 in. Bandaríkin — Flugpðstur: 1—5 gr. 2,45 5—10 gr. 3,15 10—15 gr. 3,85 15—20 gr. 4,55 • Gengið • Gullverð isl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar .. — 16.90 100 danskar kr.......— 236.aO 100 norskar kr.......— 228.50 100 sænskar kr.......— 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini .......... — 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírur ............ — 26.02 Sjúklingur á geðveikrahæli var að leggja kapal. Annar sjúkling- ur horfði á og allt í einu hrópaði hann: — Heyrðu, góði, þú hefur rangt við! — Uss, ekki segja nokkrum manni frá því, svaraði hinn, — ég hef nefnilega leikið það árum sam- an að hafa rangt við, þegar ég legg kapal. — Þú segir ekki satt, og hef- urðu aldrei klófest sjálfan þig þeg ar þú gerir það? — Nei, ég er allt of klókur til þess. ★ ~me& Og þetta minnir á manninn sem var á ferð á skipi og komst að því, að herbergisfélagi hans notaði tannburstann hans: — Hvernig í ósköpunum dettur yður þessi ósvífni í hug, maður, að nota tannburstann minn! — Ég bið yður innilega afsök- unar, ég bara stóð í þeirri mein- ingu, að hann tilheyrði skipinu. ★ Dóra: — Hvaða skónúmer not- ar þú? Sigga: —• Eg nota nú númer 35, en ég kaupi alltaf nr. 38 því að 35 særir mig svo mikið. ★ Falleg stúlka sem alltaf hefur verið kysst á ennið hlýtur að hafa fundið upp háu hælana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.