Morgunblaðið - 20.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVNBL'Afíin Miðvíkudagur 20. marz 195T Ötg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoo. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. j Hvor er stíflan í lónsútvegunum vinstri stjórnurinnnr ? Eitthvað dularfullt virðist vera að gerast á kærleiksheimili „vinstri stjórnarinnar". Aðalmál- gagn ríksstjórnarinnar „Þjóðvilj- inn“ kvartar yfir því daglega að hún vanefni loforð sín. Fyrir skömmu komst blaðið t. d. að orði á þessa leið í forystu- grein sinni: „Eins og áður er sagt hefur Al- þingi fyrir alllöngu samþykkt frv. rkisstjórnarinnar um kaup 15 nýrra togara. Hins vegar hefur ekki síðan orðið vart við neina tilburði hjá ríkisstjórninni til að semja um smíði á þessum togur- am og ganga frá kaupum á þeim“. í þessari sömu forystugrein kommúnistablaðsins, sem birtist s.l. föstudag er einnig deilt á rík- isstjórnina fyrir að „ný löggjöf um húsnæðismál láti enn bíða eftir sér“. Blað kommúnista beinir hér árásum sinum gieinilega að ráð- herrum „Alþýðubandalagsins* í ríkisstjórnmni. Annar þeirra er sjávarútvegsmálaráðherra og heyra togarakaupin því að veru- legu leyti undir ráðuneyti hans. Hinn er félagsmálaráðherra og heyra húsnæðismálin því undir hann. En það hlálegasta í þessu öllu saman er þó það, að sjálft konunúnistablaðið lýsir því yfir í þessari sömu forystu- grein sinni, að nóg lánsfé bjóð ist í þessiu skyni, þ.e. til að byggja togara og til húsnæðis- umbóta. En rikisstjórnin fáisf bara ekki til þess að hag- nýta lánsmöguleikana!! .Eiga kost á mjög hag- stæðum lánum“ Um þetta kemst „Þjóðviljinn að orði á þessa leið sl. föstudag: „Það er vitað, að fslendingar eiga kost á mjög hagstæðum lán- um til skipakaupa, lánum, sem fást til langs tíma og með lágum vöxtum, og þegar fjármunir bjóð ast er eina verulega torfæran yf- irunnin. Ríkisstjórnin hefur vit- að um þessa hagkvæmu lána- möguleika í hálft ár, hún gaí ver- ið búin að taka lán fyrir löngu og hefði getað samið um togara- smíðina þegar er Alþingi af- greiddi lögin. En þetta hefur ekki verið gert, og það vekur dagvaxandi undr- un almennings um land allt“. Þetta upplýsir málgagn stærsta stjórnarflokksins. Ríkis- stjórnin á kost á „hagstæðum lán um“ „til langs tíma og með lág- um vöxtum“. Og hún hefur „vit- að um þessa hagkvæmu lána- möguleika í hálft ár“. En ekkert gerist. Hvers konar ástand er þetta eiginlega? Stjórnina vantar lán til ótal hluta, sem hún hefur lofað þjóð- inni. Henni býðst lánsfé með einkar hagstæðum kjörum. En hún fæst ekki til að taka lánið, segir „Þjóðviljinn". Það er von að almenningur spyrji: Hvar er stíflan í lánsútvegun- um vinstri stjórnarinnar? Er þetta satt, sem „Þjóðviljinn“ hef- ur sagt, eða er það aðeins venju- legur þvættingur og raup úr Ein- ari Olgeirssyni? Það væri vissulega æskilegt áð fá ótvíræð svör um sannleikann í þessu öllu. Þáttur Siálfstæðis- manna í húsnæðis- umbótunum Eins og kunnugt er höfðu Sjálf stæðismenn forgöngu um það í tveimur síðustu ríkisstjórnum, að efnalitlir einstaklingar væru styrktir með aukinni lánastarf- semi til þess að byggja yfir sig og bæta úr tilfinnanlegum hús- næðisskorti víðs vegar um land. í þessu skyni var Lánadeild smá- íbúða sett á laggirnar og síðan nýtt veðlánakerfi. Ennfremur beittu Sjálfstæðismenn sér fyrir því í samvinnu við Framsóknar- flokkinn að dregið var úr höml- um á byggingu íbúða af hóflegri stærð. Alit þetta hafði í för meðl sér miklar umbætur í húsnæð- ismálum þjóðarinnar. Á árun- um 1955 og 1956 var varið nær 100 millj. kr. til lánastarfsemi á vegum Húsnæðismálastjórn- ar og hins nýja veðlánakerfis. Voru veitt á þessum tæpl. 2 ár um um 1400 lán í öllum lands- hhitum. Þau þrjú ár, sem smáíbúða- deildin starfaði voru veitt úr henni rúm 1600 lán, samtals um 41 milj. kr. Vitanlega nægði ekki þessi lánastarfsemi til þess að fullnægja hinni gífurlegu láns- fjáreftirspurn. En með hinu nýja veðlánakerfi var stórt og merki- legt spor stigið í rétta átt. Var það eindregin ákvörðun Sjálf- stæðismanna að halda áfram að efla það. Þeir höfðu tryggt mik- ið fjármagn til starfsemi þess meðan þeir fóru með völd í land- inu. Svik Ob ^etuleysi vinstri st'órnarinnar En það hörmulega hefur gerzt, að með myndun vinstri stjórnar- innar hefur starfsemi hins nýja veðlánakerfis algerlega lamazt. Hinir nýju valdhafar hafa ekki getað útveg'að neitt nýtt fjár- roagn til þess að halda áfram hinni nauðsynlegu lánastarfsemi, ekki eyri. Það eina, sem þeir hafa gert er að reka upþ skræk og barma sér yfir því, að Sjálfstæð- ismenn skuli ekki hafa útvegað fjármagn fram í timann þannig, að hægt væri að halda áfram starfsemi veðlánakerfisins!! Aumingjalegri framkoma hefir áreiðanlega aldrei sézt. „Þjóðvilj- inn“ segir að 3000 umsóknir um lán liggi fyrir hjá húsnæðismála stjórn. En félagsmálaráðherrann, kommúnistinn og „Alþýðubanda- lagsmaðurinn" Hannibal Valde- marsson hefur engan eyri get- að útvegað til þess að fullnægja þessum umsóknum. Og þó segir Einar Olgeirsson að stjórnin geti fengið nóg lán!! Hvað er eiginlega á seyði innan þessarar aumu og vesælu ríkis- stjórnar? Hvers vegna fær veð- lánakerfið ekki fé til starfsemi sinnar, og hvers vegna er ekki samið um smíði togaranna fyrst aðalmálgagn stærsta stjórnar- flokksins segir, að stjórnin eigi kost á „mjög hagstæðum lánum“ „til langs tíma með lágum vöxt- um“?!! UR HEIMI FlconhnniAv styttir sturlsdng sinn stöðugt usennower vegnn hrakaBdi heUsu tlrakandi heilsa Eisen- howers er.nú stærsta yandamál- ið í bandarísku stjórnmálalífi. Fyrir kosningarnar óttuðust Bandaríkjamenn mjög, að til þess gæti dregið, er nú horfir — sem sé, að heilsu forsetans kynni að hraka það mjög, að hann gæti ekki sinnt embættis- slörfum sem skyldi. Fylgismenn hans í kosningabaráttunni reyndu að gera eins lítið úr þess- ari hættu og hægt var. En atburðir liðinna mánaða hafa haft í för með sér aukið starf fyrir Bandaríkjafor- seta — starf, sem nú er Ijóst, að hann hefur ekki getað lagt á sig. Á sama tíma og geigvænleg styrj aldarhætta vofir yfir Mið-Asíu — og svo virðist sem Bandaríkja- menn einir gætu borið sáttarorð á milli deiluaðila — hefur for- setinn neyðzt til þess að taka sér hvíld í „sólríkara loftslagi“. Jafnframt er Nixon varaforseti á margra vikna ferðalagi um Af- ríku — og Dulles situr fund Suð- austur-Asíubandalagsins suður í Ástralíu. Þá spyrja stjórnmálasérfræð- ingar í Washington: Hverjir stjórna? Hverjir eiga að hafa frumkvæðið? Af hálfu stjórnarinnar í Washington er því svarað, að Eisenhower muni verða í stöðugu sambandi við Washington á sjó- ferðinni til Bermuda. Þessa ferð ætlar hann að nota sér til hvíld- ar, en það er í þriðja skiptið sem hann tekur sér hvíldarfrí síðan hann var settur inn í for- setaembætti að nýju. Stjórnar- völdin í Washington draga samt enga dul á það, að stjórnartaum- arnir hljóta smám saman að falla úr höndum forsetans, ef þróun málanna verður sú, sem horfur eru á. Og það, sem mönnum þyk- ir ískyggilegast í þessu efni, er það, að enginn virðist vera bú- inn undir að taka við taumunum, ef Eisenhower fellur skyndilega frá. nda þótt Eisenhower hafi látlaust átt við vanheilsu að stríða síðan hann tók við for- setaembætti að nýju, hafa banda- rísku blöðin fram að þessu haft sem minnst orð á því. Nú hefur „New York Times“ hins vegar tekið af skarið — og segir fyrir skemmstu: Að baki hinum miklu per- sónulegu erfiðleikum forset- ans liggur alvarlegt stjórnar- vandamál. Stjórnvaldinu hef- ur ekki verið breytt það mjög, að það geti starfað með full- um árangri án forsetans, sem alltaf verður að gæta heilsu sinnar — og löngum að dvelj- ast fjarri höfuðborginni. all Street Journal" segir: Hætta er á því, að forset- inn muni, eins og einvaldar fyrri alda, aðeins fá vitneskju um það, sem undirmenn hans vilja að hann viti. Þetta er ekki gott fyrir landið. Enginn, sem fjarlægzt hefur þjóðina, getur leitt hana á þann hátt, sem á að leiða hana. 7 Alsop-bræðurnir skrifa í „New York Herald Tribune“: Nánustu samstarfsmenn Eis enhowers eru hræddir við hann, ekki vegna vaxandi Eisenhower hefur verið mjög kvefaður að undanförnu — og oft orðið að grípa til vasaklútsins stirfni hans — heldur vegna þess að þeim finnst hann stór. bokkalegur. Enginn þorir að yrða á hann eða andmæla honum. Enginn þorir að vera opinskár við hann og segja honum frá erfiðleikum og hættum, sem leynast fram undan. Síðustu vikurnar hefur Eisenhower lagt allt starf, sem forseti getur losað sig við, á hill- una — og hefur hann m.a. af- þakkað sex sinnum boð, sem Bandarílcjaforseti er vanur að þekkjast samkv. hefð. Hér er um að ræða boð í hóf blaða- mannafélagsins í Washington — ásamt fleiru. Sem dæmi um hina nýju trýgg- ingu má nefna þetta: Ef innbú í steinhúsi er brunatryggt fyrir 100.000 krónur. kostar það 180— 225 krónur. Ef tekin er 100.000 króna heimilistrygging í staðinn, kostar hún 325 krónur og nær yfir bruna á lausafé öllu, tjón af sprengingum, eldingum, flugvéla- hrapi, vatnsskaða, innbroti, snjó- flóði, ráni, þjófnaði á reiðhjólum eða barnavögnum, tjón af fjarvist vegna bruna; veitir farangurs- tryggingu, ábyrgðartryggingu alls heimilisfólksins (barn brýtur rúðu, eða heimilismenn valda tjóni annars staðar) og loks er slysa- og lömunartrygging fyrir húsmóðurina. 18 FLOKKAR Af þessu sést, að heimilistrygg- ing á að vernda fólk á heirnilum og raunar utan eigin heimilis gegn margvíslegu tjóni, sem menn verða fyrir í daglegu lífi. Alls er um að ræða 18 mismun- andi flokka tjóna, sem bætt eru þeim, er slíka tryggingu taka. Sem dæmi má nefna fyrsta tjón- ið, er bætt var samkvæmt hin- Eisenhower gefur sér góðan tíma til miðdegishvíldar — og hann hefur fækkað blaðamanna- fundum sínum. Einnig hefur hvíldartími hans um hel'gar lengzt nokkuð. Það orkar því ekki tvímælis, að Eisenhower reynir nú mjög að stytta vinnu- tíma sinn. Stjórnmálasérfræðing- ar segja hins vegar, að stjórnmál- in krefjist af honum meira starfs. Y Jl msir hafa að undan- förnu gagnrýnt það, að Eisen- hower annast eingöngu her- læknar. í þessu sambandi er bent á það, að einkalæknir for- setans, Snyder herforingi, hefur þá tilhneigingu allra herlækna að vilja lækna sem flesta sjúk- dóma með líkamsæfingum. Á það er og bent, að Eisen- hower fékk kransæðastífluna-árið 1955, er hann dvaldist í Colorado og iðkaði fjallgöngur, lék lát- laust golf og fór í veiðiferðir. Síðustú veikindi hans, kvefið og eyrnabólguna, bar að höndum er hann hvíldist suður í Thomas- ville — og fór þá m.a. í stuttar veiðiferðir. v T axandi umræður Um heilsu Eisenhowers forseta setja nú mjög svip sinn á dagblöðin í Bandaríkjunum — og hin minnk andi starfshæfni forsetans virð- ist nú einkenna ískyggilega mik- ið bandarískt stjórnmála- líf. Margir Bandaríkjamenn eru sagðir minnast þessa dagana að- vörunar Trumans fyrir síðustu forsetakosningar, er hann varaði landsmenn við að velja sér „hálfs dags-forseta“, eins og hann orð- aði það. um nýju heimilistryggingum. —. Ungur maður hafði breytt inn- bústryggingu í heimilistryggingu fyrir 100 kr. aukagjald. Nokkru síðar braut kona hans dýrrnætan hlut á heimili, þar sem þau voru gestkomandi, og Samvinnutrygg- ingar bættu fyrir þau hlutinn, 700 kr. virði. Húsmóðir er með heimilis- tryggingu tryggð, ef hún verður fyrir slysi eða lömun, 10.000 kr., ef hún deyr, 100.000 krónur, ef hún verður fyrir algerri örorku, BREYTIST EFTIR VÍSITÖLU Þessar tryggingar skapa leið til nýs öryggis fyrir heimilin og geta bjargað þeim frá óvæntum útgjöldum, er nema verulegum upphæðum árlega. Það hefur verið mikið vanda- mál fyrir tryggingafélögin, að fólk hefur vanrækt að hækka innbústryggingar sínar í sam- ræmi við breytt verðlag. Með hinum nýju heimilistryggingum taka Samvinnutryggingar upp þá nýjung, að tryggingarupphæðin breytist einu sinni á ári eftir hinni opinberu framfærsluvísi- tölu. (Lausl. þýtt úr „Dagens Nyheder"). Samvinnutryggingar hefja sérstakar heimilistryggingar SAMVINNUTRYGGINGAR hafa nú tekið upp nýjar Heimilis- tryggingar, sem ætlað er að gefa hinum almennu borgurum sem mesta tryggingavernd í daglegu lífi og á heimilum. Auk þess er hægt að fá, auk brunatryggingar á húsmunum, víðtæka trygg- ir.gu á alls konar skemmdum lausafjármuna, ábyrgðartryggingu fyrir heimilisfólkið og slysatryggingu fyrir húsmóðurina. Er þessi trygging alger nýjung hér á landi, en hefur náð miklum vinsæld- um í öðrum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.