Morgunblaðið - 22.03.1957, Page 9
Föstudagur 22. marz 1957
MORGVNBLAÐIÐ
9
Verður skattfrádráttur sjomanna
verulega aukinn?
Þingnefnd heitir að taka máiið
til nánari íhugunar
Steinhaug, annar lögregluþjónn-
inn, sem tór þessa óvæntu
íslandsferð.
NÚ er svo komið, að alltof fáir ungir menn fást til að hefja
störf sem sjómenn á fiskiskipum, hvort heldur er á vélbátum
eða togurum. Úr þessu verður að bæta og' eina leiðin til þess er að
fkapa sjómannastéttinni viðunandi kjör.
Þannig mælti Sigurður Bjarnason þingmaður H.-ísfirðinga í Efri
deild í gær í umræðum um skattfrádrátt sjómanna. Jón Kjartansson
þingmaður Skaftfellinga tók undir orð hans. Kvað hann það undra
sig, hve fjárhagsnefnd deildaiinnar hefði tekið linlega á því stór-
kostlega vandamáli, sem nú er að skapast, þegar íslendingar eru
hættir að vilja vinna á sínum eigin fiskiskipum og fá verður útlend-
inga til þess í staðinn. /
Frumvarpið um skattfrádrátt I var nú komið til Efri deildar úr
sjómanna er stjórnarfrumvarp og|Neðri deild. Þótti mörgum 'þing-
<8>--------------------------------------:-------------------------
Fór utan til að hitta Hákon konang,
en var sendur heim í lögreglalylgd
ER EIN af flugvélum Loftleiða
kom til „Fornebu“-flugvallarins
við Osló, á þriðjudaginn í fyrri
viku — frá íslandi, voru nokkrir
norskir lögregluþjónar meðal
þeirra, er tóku á móti flugvélinni.
Samkvæmt frásögn Oslóarblaðsins
„Aftenposten“ hafði borizt orð-
sending frá íslandi þess efnis, að
með flugvélinni væri Islendingur,
sem öruggara væri að hafa gát á
•— og brá lögreglan því við og tók
manninn í sína vörzlu — strax,
er hann steig út úr flugvélinni.
Á KONUNGSFUND
Á leiðinni höfðu farþegar einn-
ig tekið eftir því, að ekki var
laust við, að hegðun manns þessa
væri einkennileg. Lét hann það
m. a. uppi, að hann væri einungis
að bregða sér yfir til Noregs til
þess að hitta Hákon Noregskon-
ung að máli.
ÆTTINGJARNIU
SPURÐIR RÁÐA
Norsku lögreguþjónarnir fóru
með manninn til „Bærum“-sjúkra-
hússins. Komst löreglan þegar í
samband við ættingja mannsins
hér á landi — og í samráði við
þá var ákveðið, að maðurinn skyldi
sendur aftur heim með næstu flug
ferð Loftleiða, sem féll síðdegis
daginn eftir (miðvikudag).
Tveir norskir lögregluþjónar,
Larsen og Steinhaug að nafni,
fylgdu Islendingnum síðan út á
„Fornebu" á tilsettum tíma dag-
inn eftir. Flugvélin var að búast
til brottferðar, er þeir komu á
flugvöllinn — og virtist nú allt
horfa vel.
STÓÐ í STÍMABRAKI
Þá brá svo við, að íslendingur-
inn vildi hvergi fara. Hann neit-
aði eindregið að fara upp í flug-
vélina, þar eð hann hafði ekki lok-
ið erindum sínum í Noregi. Lög-
regluþjónarnir reyndu að telja
manninn á að fara, en árangurs-
laust. Komið var fram yfir ákveð
inn brottfarartíma flugvélarinn-
ar, en íslendingnum varð hvergi
þokað. Er flugvélin hafði beðið í
klukkustund, ákvað lögreglan,' í
samráði við Loftleiðir, að lögreglu
þjónarnir tveir skyldu flytja
manninn út í flugvélina, hvað sem
öllum mótbárum liði — og þar sem
enginn af áhöfninni vildi taka á-
byrgð á honum á fluginu, náðist
að lokum samkomulag um það, að
lögregluþjónarnir gættu manns-
ins — og færu með til Islands.
Á LEIÐ TIL ISLANDS — .. ..
SÍMUÐU HEIM
Frásögn þessi er höfð eftir
„Aftenposten" — og í viðtali, sem
blaðið átti við lögregluþjónana
tvo eftir heimkomuna, sögðu þeir,
að maðurinn hefði verið hinn ró-
legasti alla leiðina og ekki látið
á sér bæra. Svo sem geta má nærri
voru Norðmennirnir ekki búnir
undir íslandsferð — og fjölskyld-
ur þeirra vissu ekki um hvað til
stóð fyrr en þeir fengu talsam-
ÆTTIR Austfirðinga eftir sr.
Einar jónsson. á. Hofi, 3. bindi,
er nýlega komið út. Blaðið hefur
átt tal við framkvæmdastjóra út-
gáfunnar, Benedikt Gíslason frá
Hofteigi, og fórust honum orð
m. a. á þessa leið:
— Með þessu þriðja bindi af
Ættum AustfirSinga er hálfnuð
útgáfan af hinu stóra ættíræði-
riti sr. Einars Jónssonar. Þeir,
sem nú þegar hafa undir hendi
þessi þrjú bindi geta þar með
gert sér nokkra grein fyrir þvi
um hve mikið og merkilegt rit
er hér að ræða. — Ég vil segja
það, að þetta mun vera sérstæð-
asta fræðirit, sem gefið hefur
verið út á íslandi í þessari grein
síðan Sýslumannaævir Boga
Benediktssonar voru gefnar út.
Þetta þriðja hefti byrjar á ætt
frá sr. Einari í Eydölum Sigurðs-
syni fæddum 1539, en til hans á
nú mikill hluti þjóðarinnar kyn
að rekja.
KYNSÆLAR ÆTTIR
— Ritverkið byrjaði á ætt fra
Hákarla-Bjarna Mai'teinssyni
fyrir og eftir miðja 15. öld, segir
Benedikt, en að honum stóðu hin-
ar gömlu landnámsættir fjórð-
ungsins. Næst í safninu eru ættir
frá hinum kynsælu höfðingjum á
Austurlandi, svo sem Einari Áma
syni presti í Vallanesi, f. 1498,
sr. Ólafi Guðmundssyni skáldi og
presti á Sauðanesi, d. 1608, Sig-
fúsi Tómassyni presti í Hcfteigi,
f. um 1600 og svokölluð Hrapps-
ætt, sem komin var af Iögmönn-
unum, sem hétu Hrafn Guð-
mundsson, Hrafn Brandsson og
Hrafn Bótólfsson. Auk þess ættir
frá mörgum mönnum, sem fyrst
eru nefndir í manntalinu 1703, en
hafa síðan oi'ðið kynsælir í land-
inu.
VAXANDI VINSÆLDIR
— Hvað viltu segja um starfið
við útgáfuna?
— Það erum við Einar Bjarna-
son, ríkisendurskoðandi, sem sjá-
um um útgáfuna, og eins og bók-
in ber með sér er útgáfunni hinn
mesti styrkur að því að hafa
band heim nokkru eftir að flug-
vélin var komin á loft.
SKEMMTILEG ÚTIVIST
Rómuðu þeir mjög fyrirgreiðslu
Loftleiða í Reykjavík. Var þeim
og komið í samband við starfs-
bræður sína hér, sýndur bærinn
og hið markverðasta í nágrenni
hans.
Á sunnud. sl. flugu Norðmenn-
irnir aftur heimleiðis með flugvél
Loftleiða og lentu í Gautaborg, en
fóru með hraðlest þaðan til Oslóar
samdægurs. Höfðu þeir þá haft
fj ögurra sólarhringa útivist,
skemmtilega útivist — sögðu þeir,
og voru komnir til vinnu sinnar á
sunnudagskvöld.
Sérstætt fræðirit
Þriðja bindi af Ættum Austfirðinga
eftir sr. Einar á Hofi komið út
Benedikt Gíslason
fengið Einar Bjarnason til þessa
starfs. Einar mun nú vera emna
snjallastur ættfræðingur í land-
inu, sérlega vandaður og sam-
vizkusamur í öllu starfi, er að
þessum fræðum lýtur. Að öðru
leyti má segja það, að þetta er
ærið erfiði, og er þó ekki hægt
að segja frá því í stuttu viðtali.
Útgáfan virðist eiga vaxandi vin-
sældum að fagna, enda mun flest-
um skiljast, að ættfræðisafn
þetta, bæði hvað snertir fræði og
gerðina á sér ekki margar hlið-
stæður í landinu. Ég vil þó geta
þess, að mér reynist dreifing á
bókunum erfið og hef þess vegna
orðið að hafa hana alveg á einni
hendi hér í Reykjavík og geta
þeir, sem upphaflega gerðust
áskrifendur og aðrir kaupendur
vitjað bókarinnar í Bókaverzlun
Ísafoldar í Austurstræti. Eru það
vinsamleg tilmæli mín til þess-
ara manna, að vitja bókarinnar
sem fyrst, því af öllu erfiði, sem
þessu stabfi fylgir, er þó fjár-
málahliðin sú, sem mest mæðir
á, sagði Benedikt að lokum.
STÓRMERKT RIT
Hér er um að ræða stórmerkt
þjóðfræðirit, sem mikill fengur
er að. Er ánægjulegt að ráðizt
var í útgáfu þess, en það er Aust-
firðingafélagið í Reykjavík, sem
að útgáfunni stendur.
mönnum í Neðri deild að lítið
gagn væri að frumvarpinu. Mun-
aði aðeins einu atkvæði að sam-
þykktar yrðu þar raunhæfar
breytingatillögur frá Sjálfstæðis-
mönnum.
FJÁRHAGSSKORTUR
ÚTVEGSINS
Við umræðurnar í Efri deild
talaði fyrstur Eggert G. Þorsteins
son.
Hann greindi allýtarl. frá hin-
um miklu erfiðleikum sjávarút-
vegsins. Hann ætti við fjárskort
að stríða og hefði því ekki getað
keppt við atvinnuvegi í landi um
að veita sjómönnum viðunandi
kjör. Þetta gerir það að verkum,
að íslendingar fást ekki á skipin
og hefur þá orðið að fá útlenda
sjómenn á þau, aðallega Færey-
inga.
Kvað Eggert nú vera starfandi
183 Færeyinga á skipum, sem
gerð eru út frá Reykjavík einni,
en á landinu öllu mundu vera
rúmlega þúsund Færeyingar.
Til þess að koma í veg fyrir
þá þróun að íslendingar hættu
að stunda sjóinn hefði 1954
verið stigið það spor að heim-
ila sjómönnum nokkurn skatt-
frádrátt fyrir hlífðarfötum og
fæði. Nú væri enu reynt að
hindra þróunina með því að
veita sjómönnum aukinn skaít
frádrátt.
FRUMVARPIÐ
GENGUR OF SKAMMT
Sigurður Bjarnason þingmaður
N-ísfirðinga, kvað frumvarpið
að vísu stefna í réttæ átt. Hins
j vegar væri það skoðun sín og
ýmissa annarra, að frumvarpið
gengi alltof skarnmt, svo að það
virtist vera kák eitt og gæti engu
áorkað um að fá unga menn til
að stUiida sjómennsku.
Það er staðreynd, sagði Sig-
urður, að sjómaimastéttin
stendur ein undir öflun nær
allrar útflutningsframleiðsiu
okkar og er því geysilega þýð-
ingarmikið, að nógu margt
fólk vilji vinna við þessi störf.
Reynslan hefur sýnt, að of
fáir ungir menn fást til að
fara á skip, svo að orðið hcfur
að fá hundruð útlendinga,
mest Færeyinga, á þau. Úr
þessu verður að bæta og eina
leiðin til þess er að skapa sjó
mannastéttinni viðúnandi
kjör.
30% FRÁDRÁTTUR
Til þess að svo geti orðið
kvaðst Sigurður ásamt Friðjóni
Þórðarsyni hafa borið fram
breytingartillögu við frumvarp-
ið, sem er í því fólgin, að sjó-
mönnum, sem hafa verið lögskráð
ir á fiskiskip í 4 mán. eða lengur
skuli veittur 30% frádráttur af
tekjuskatti af tekjum fyrLr störf
sín á fiskiskipum. Ef þessi breyt-
ingartillaga yrði samþykkt mætti
ætla að um raunhæfa ráðstöfun
væri að ræða, sem væri til þess
fallin að laða unga menn til þess
ara mikilvægu starfa.
SÖMU RÖK
VARÐANDI VÉLSTJÓRA
Þá gat Sigurður annarrar
breytingartillögu, sem aðeins
væri sanngirniskrafa. Hún er sú,
að vélstjórar á fiskiskipum njóti
og frádráttarins. í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að matsveinar
og aðstoðarmenn í vélarúmi njóti
frádráttar vegna hlífðarfata-
kaupa, en svo undarlega bregður
við, að vélstjórar eru þar eklti
nefndir, þótt alveg sömu rök
gildi um þá. Hefur Vélstjórafé-
lag íslands ritað Fjárhagsnefnd
Nd. bréf um þetta og segir þar
m.a.:
„Vélstjórar vinna við hlið
affsíoðarmannanna í vélarúm-
um skipanna og vinna þar
óþriíaleg störf, er krefjast
mikilla hlífffarfatakaupa, engu
síður en hjá aðstoffarmönnum
í vélarúmi. Einnig má benda
á þaff, aff flestir vélstjórar
eiga fullkominn sjófatnað,
stígvél og stakk, sem þeir
nota, er þeir þurfa aff huga
Framh. á bls. 15.
„Fjársukkið í Iðju“, *
Alþýðublaðið gerir í gær fjár-
sukkið í Iffju aff umræffuefni og
segir m.a.:
„Viðskilnaffur kommúnista i
Iffju er meff fáheyrðum endem-
um. Þeir hafa gerzt sekir um
slíkt og þvílíkt fjársukk, aff engu
tali tekur“.
Enn segir blaðið:
„-------og nú sést betur en
áður, hvers vegna kommúnistar
lög'ðu alla áherzlu á að halda
völdum sínum og áhrifum í Iðju.
Þeim hefur meffal annars vcrið
í hug aff leyna ósómanum. Og
vissulega hlýtur sú spurning aff
vakna af þessu tilefni, hvort
fjármálastjórn kommúnista í
öffrum verkalýffsfélögum muni
eitthvaff í líkingu viff ráðs-
mennskuna í Iffju. Hún er ekki
nærgætisleg, en óneitanlega
tímabær“.
Grein Alþýðublaffsins lýkur
svo:
„— — — og manninn meff
„glæpinn“, Björn Bjarnason,
hafa kommúnistar endurkosiff
formann fulltrúaráffs verkalýðs-
félaganna í Reykjavík sömu dag
ana og ráðsmennska hans í Iðju
er gerff heyrinkunn. Slíkt og því
líkt er sifffcrðiff á bænum þeirn".
„Engu tali tekur“
Tíminn er Alþýffublaffinu bók-
staflega sammála um, aff fjár-
sukkið í Iðju sé þvílíkt, „aff
engu tali tekur“. Því aff aðalmál-
gagn dómsmálaráðherrans hefur
enn ekki minnzt á þessi tíðindi
einu orffi. Fer Tímanum þar mun
auinlegar en Þjóffviljanum, sem
skýrffi þó frá málinu í fyrradag.
En Framsóknarmenn eiga hér
lilut aff meff kommúnistum. Þjóff
viljinn þakkaffi þeim eftir Iðju-
kosningarnar fögrum orffum fyr-
ir stuðninginn, sem þeir hefffu
þá veitt Birni og félögum hans.
Þaff er rétt hjá Alþýðublaðinu
aff „nú sést betur en áður, hvers
vegna kommúnistar lögðu alla á-
herzlu á aff halda völdum sínum
og áhrifum í Iffju“. En aff sama
skapi verffur þaff óskiljanlegra,
aff sjálfur forsætis- og dómsmála
ráðherrann, Hermann Jónasson,
skyídi ganga fram fyrir skjöldu
til aff verja þetta sukk-hreiður
kommúnista.
„Alvarlegar og afdrifa-
ríkar afleiðingar“
f gær þegir Þjóffviljin*
um Iðjusukkið, en fjölyrðir
í þess staff um þögn Alþýðu-
blaffsins um þá fullyrðingu Áka
Jakobssonar, aff samþykktin frá
28. marz sé úr gildi fallin. Þjóð-
viljinn segir m.a. um grein Áka:
„-------Sé um flónsku að ræffa
er vandinn sá einn aff biðjast af-
sökunar á því-----------, en sé
Áki að marka nýja stefnu flokks-
ins meff grein sinni hlýtur húa
aff hafa margfalt alvarlegri og
afdrifaríkari afleiffingar“.
Brugðizt loforðum*
Sjálfur birtir Þjóðviljinn á
fremstu síðu þessa ályktun:
„Fundur í Menningar- og frið-
arsamtökum íslenzkra kvenna,
haldinn 11. marz 1957, lýsir óá-
nægju sinni yfir affgerffarleysi
Alþingis í herstöðvamálunum og
telur stjórnarflokkana hafa
brugðizt loforffum sinum við
kjósendur fyrir síðustu kosning-
ar, um brottflutning varnarliffs-
ins, og væntir, þess aff hafizt
verffi handa sem allra fyrst um
uppsögn herstöðvasamningsins“.
Hvernig samrýmist þessi álykt
un því, aff yfirlýsingin frá 28.
marz sé enn í gildi?