Morgunblaðið - 22.03.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. marz 1957 MORCVNBLAÐIÐ 11 FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Kosningarnar í Idju mikUvægar fyrir íslenzkan verkalýð Rabbað við hinn nýkjörna formann Iðju, Guðjón S. Sigurðsson Bygging raðhnso EITT erfiðasta vandamál, sem ungt fólk, scm er að byrja bú- skap, á við að etja eru húsnæðis- málin. I»ess eru fjölmörg dæmi, að fólk hafi ekki getað byrjað búskap árum saman vegna hús- næðisleysis eða að öðrum kosti hrakizt úr einu húsnæði í annað, ófullkomnu og rándýru. Á undanförnum árum hefir þó miðað mjög vel í rétta átt í þessum efnum. Undir forystu Sjálfstæðismanna á framfara- tímabilinu 1944—1956 má segja að hrein bylting hafi átt sér stað I húsnæðismálum þjóðarimiar og •ru svo stórfeildra framfai-a vafalaust fá dæmi meðal stærri og voldugri þjóða. Þær fjölmörgu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til úrbóta í þessum efnum verða ekki gerðar að umtalsefni hér, heldur minnzt lítillega á merkilegar bygginga- framkvæmdir á vegum Reykja- víkurbæjar en það eru hin svo- nefndu raðhús. Bygging þessara íbúðarhúsa er liður í áætlun sem bæjarstjórn hefir sam- samþykkt um byggingu íbúðar- húsa til að útrýma herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. Nú eru í smíðum 144 slík íbúð- arhús og eru þau byggð við aust- anverðan Bústaðaveg, nálægt Réttarholti. Hverfið hefir verið skipulagt sérstaklega fyrir slík- ar byggingar og er svo ráð fyrir gert að þar megi reisa 175 íbúð- arhús. Kyndingarstöð -'yrir hverf ið verður í sérstakri byggingu og er því ekki gert ráð fyrir sér- stökum kyndingartækjum í hús- unutn. Gert er ráð fyrir að reist verði sérstakt verzlunarhús í hverfinu og barnaleikvöllur. — Gatnaskipan er þan.-ig að sem minnzt umferð verði um hverfið •n að því liggja hins vegar greið- ar götur á alla vegu. Lítil lóð fylgir hverju húsl. Húsin eru tvær hæðir og hver íbúð 443 ferm og víðast hvar hálfur kjallari. Ibúðir þessar eru seldar ein- staklingum í fokheldu ástandi, með tvöíöidu gleri í gluggum, útihurðum og hitalögnum. Auk þess eru húsin máluð að utan. Að öðru leyti fullgera kaupendur húsin. Fyrir skömmu síðan úthlutaði bæjarráð fyrstu íbúðunum. _____ Rcyndist verð þeirra vera ea 140 þús., og má telja það mjög lágt verð, auk þess sem greiðslu- skilmálar eru mjög hagstæðir. Með byggingu þessara húsa hef ir verið farið inn á nýja braut sem ekki hefir verið reynd áð- ur, en virðist ætla að gefa mjög góða raun. Má geta þess í þessu sambandi að Reykjavíkurbær hefir látið gera uppdrátt að öðru sliku hverfi raðhúsa og verða þau staðsett i námunda við Elliða árvog. Þetta framtak bæjarins er mjög lofsvert og sýnir ásanrt öðru að forráðamenn bæjarins hafa fullan hug á að bæta á hag- kvæman hátt úr þeim húsnæð- Isskorti, sem hér hefir ríkt. Þessi gerð húsa er sérstaklega athyglisverð fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap. Byggingarkostnaður hóflegur. lbúðirnar þægilegar og hæfilega stórar fyrir litla fjölskyldu. Kem ur mjög til álita fyrir fólk að stofna til félagsskapar um bygg- ingu slíkra raðhúsa. UM FÁA hluti hefur meira ver- ið skjalað og skrafuð að und- anförnu en fylgistap kommún- ista í verkalýðsfélögunum. Hafa nýafstaðnar kosningar í Iðju, félagi verksmiðjufólks, vak- ið alveg sérstaka athygli manna og ber þar margt til. í fyrsta lagi hrundi þar til grunna gam- alt og gróið veldi kommúnista og varð sigur lýðræðissinna mjög glæsilegur. Þá var og býsna fróð- legur hlutur ýmissa, sem hafa viljaðhingaðtil kalla siglýðræðis sinna, og studdu þó kommúnista í kosningunum með ráðum og dáð, enda hlutu þeir mikið lof fyrir í Þjóðviljanum. Mesta at- hygli hefur þó viðskilnaðuv kommúnista við félagið vakið, enda algert einsdæmi. Fulltnii æskulýðssíðunnar hitti nýlega að máli hin.i unga og ötula, nýkjörna foriaann Iðju, Guðjón Sverri Sigurðsson, starfs- mann í Lakk- og málningarverk- smiðjunni Hörpu. Guðjón er 31 úrs að aldri, fæddur í Keflavík. Árið 1932 fluttist hann til Reykjavíkur og hér hefur hann átt heima síðan. Þegar Guðjón var 11 ára gamall fór hann að stunda sjó og var þá fyrst á dragnctabát frá Reykjavík. Hann gekk á Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og um tveggja ára skeið var hann forsetr skólafé- lagsins. Að gagnfræðaprófi loknu fór hann í Monntaskólenn í Reykjavík og lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild árið 1946. Á sumrin stundaði Guðjón sjó og vann á eyrinni eðá að öðrum al- gengum störfum, enda kostaði hann sig algerlega á eigin spýt- ur á skóla. Vetuvinn eftir stúdentspróf inn ritaðist hann í læknadeild Há- skóla íslands og sótti þá tíma í efnafræði í þeirri deild, en jafn- framt sótti hann tíma í verk- fræðiteikningu í verkfræðideild, og um vorið lauk hann prófi í forspj alls vísindum. Næsta ár tók Guðjón sig upp og sigldi til Dublin og lagði stund á efnafræði og eðlisfræði við háskólann þar. Var hann þar í þrjá vetur en kom jafnan heim á sumrin og vann á togurum. Þar á eftir vann hann hjá H. Benediktssyni & Co., en síðan hjá Atvinnudeild Háskóla íslands við byggingarefnarannsóknir, en jafnframt innritaðist hann í guð- fræðideild Háskólans og stundar þar nú nám jafnframt atvinnu sinni, en hann er nú sem áður er getið starfsmaður hjá Lakk- og málningarverksmiðjunni Hörpu, þar sem hann hefur eftir- lit með málningu. — Hvenær gekkst þú í Iðju, GuAjon? — Það var í júlí 1956. —Hverja telur þú aðalástæff- STEFNIR, FUS, Hafnarfirffi, hefir haft meff höndum mjög öfluga félagsstarfsemi í vetur. — Hefur félagiff gengizt fyrir stjórnmálanámskeiði, sem hefir veriff mjög fjölsótt og vakiff mikla athygli. Er námskeiffiff meff málfundasniffi, þar sem menn hafa kynnt sér ræffu- mennsku og fundarhöld en einn- ig hafa þessir menn flutt þar erindi: Ásgeir Pétursson, form. SUS, um skipulag Sjálfstæðisflokksins, Ingólfur Flygenring, fyrrverandi una fyrir fylgishruni kommún- ista í Iffju? — Fólk sér nú betur nauðsyn þess að skipta um forustu í þeim félögum, sem kommúnistar hafa ráðið lengi, enda er það að glöggva sig enn betur á því, hverjum íslenzkir kommúnistar þjóna fyrst og fremst, sem sé húsbændum sínum eystra og eig- in hagsmunum hér heima, svo sem eignakönnunin í Iðju er svo nærtækt dæmi um. Ennfremur það, að verkalýðsfélagi er aldrei hægt að stjórna með hagsmuni eins pólitísks flokks fyrir aug- um. — Hvaffa áhrif telur þú, aff kosningarnar í Iffju hafi í fram- tíffinni? — Eg tel, að kosningar þessar eigi eftir að verða mjög mikil- vægar fyrir verkalýðinn á ís- landi, þ. e. a. s. muni hafa þau áhrif, að önnur félög fari að dæmi Iðju og losi sig undan áhrifum kommúnista, enda eiga þeir ekkert erindi í íslenzkum verkalýðsfélögum. alþingismaffur, um sjávarútvegs- mál, Stcfán Jónsson bæjarfull- trúi um bæjarmál, Þór Yilhjálms son stud. jur. um stjórnarskrá íslands og Bjarni Benediktsson alþingismaffur um utanríkismál. Þóttu erindi þessara manna aff vonum fróffleg og greinargóff. — Kvikmyndir um ýmis efni hafa og veriff sýndar á námskeiffinu. Áhugi unga fólksins og undir- tektir á námskeiffi þessu sýna, Guðjón S. Sigurðssoa Að endingu vil ég taka það fram, að ég vonast til þess, aff kjör iðnverkafólks batni og fé- lagið eflist á allan hátt, félags- mönnum og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. svo ekki verffur um villzt, aff stefna Sjálfstæffisflokksins á hér miklu og ört vaxandi fylgi að fagna á meffal þess. Ber þar margt til en einkum þó áhuga- Ieysi vinstri samsuðunnar hér i bæ gagnvart unga fólkinu og áhugamálum þess, sem vakið hef- ur almenna gremju. Hefur og Stefnir eflzt mikið á undanförn- um árum og má nú hiklaust telja hann öflugastan liiuna póli- tískú æskulýffsfélaga í Hufnar- firffi.. Stjórnmálanámskeiff Stefn- is er nú senn á enda og verður seinasti fundur þess í kvöld. — Þar verffur rætt um félagsstarfið á sumri og hausti komanda. — Síffan verffur kaffidrykkja og aff því búnu sýnd stutt kvikmynd. Gagnleg afmælisgiöf NÝLEGA afhenti Vörður Heimdalli gjöf í tilefni 30 ára af- mælisins. Voru það 20 manntöfl, mjög vönduð. Þorvaldur Ganðar Kristjáns- son lögfræðingur, formaður Varð ar afhenti gjöfina, en Pétur Sæmundsen, formaður Heim- dallar, veitti hinni höfðinglegu gjöf viðtöku. Það má með sanni segja, að gjöfin kemur að góðu haldi fyrir Heimdall, en undanfarið hefir einn liðurinn í hinni fjölbreyttu starfsemi félagsins verið skák- kennsla, sem hinir færustu skák- menn hafa annazt. Kynninffarkvöid á vcffum SUS 4 HVERJUM vetri dvelst hér í Reykjavík fjöldi ungra Sjálfsiæffismanna og kvenna utan af landi, er ýmist stundar hér skólanám effa önnur störf. Mjög er æskilegt aff þetta unga Sjálfstæffisfólk stofni til aukinna kynna sin í milli meff því aff koma saman öðru iverju til þess aff ræða áhugamál sín. í því sambandi er í athugun hjá stjórn SUS aff koma á fót föstum kynningar- kvöldum fyrir unga Sjálfstæðismenn utan af landi er dvelj- ast í höfuðborginni. Er ráffgert aff halda fyrsta slíka kynningarkvöldiff í fé- lagsheimili Sjálfstæffismanna, Valhöil viff Suffurgötu, fimmtudaginn 28. marz n. k. kl. 8,30. Á dagskrá verffa stutt- ir fræffslu- og skemmtiþættir og verffur þaff nánar aug- lýst síffar. Stjórn SUS vill hvetja unga Sjálfstæffismenn utan af landi, er dveljast hér í bænum, til aff nota þetta tækifæri og fjölmenna á þetta fyrsta kynningarkvöld. (Frétt frá stjórn SUS). Stefnir í Hafnarfirði Stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Sitj- andi frá hægri: Sigurdór Hermundsson, Bjarni Þórffarson, Magnús Sigurðsson, formaður og Valur Ásmundsson. Standandi frá hægri: Ragnar Jónsson, Birgir Björnsson og Sigurður Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.