Morgunblaðið - 22.03.1957, Page 16

Morgunblaðið - 22.03.1957, Page 16
r fflnðtntMðfrtík s. u. s. Sjá bls. 11. 68. tbl. — Föstudagur 22. mara 1957 Listkynning Morgunblabsins Þessi mynd er af einu málverka Sigurðar Sigurðssonar listmálara, sem eru til sýnis í glugga Morgunblaðsins þessa viku. Heitir hún „Stúlkumynd“ og er máluð árið 1954. — Nokkur af þessum málverk- um Sigurðar Sigurðssonar hafa verið seld. Tveir togarar fá tundur- dufl í botnvörpur sínar T FYRRAKVÖLD og í gærmorgun fengu 2 íslenzkir togarar tund- urdufl í vörpur sínar, en ekki hlauzt af neitt tjón. Hafnarfjarðartogarinn Bjarni riddari, sem var að veiðum út af Malarrifi eldsnemma í gærmorg- un, fékk dufl í vörpuna. Vissu skipverjar ekki fyrri til en duflið valt ofan í fiskkösina á þilfarinu. Togarinn hélt þegar áleiðis til lands, en varðskip fór til móts við ha:m. Var með því Har- aldur Guðjónsson, sem er sér- fræðingur strandgæzlunnar í tundurduflum. Utan við Akranes mætti varðskipið togaranum. — Duflið á þilfari hans reyndist vera þýzkt og gerði Haraldur það óvirkt. Þetta er í annað skiptið sem tundurdufl kemur í vörpuna hjá Bjarna riddara. í fyrrakvöld er Norðfjarðar- togarinn Gerpir var að veiðum út af Norð-Vesturlandi, kom dufl í vörpuna hjá honum. Togarinn hélt þegar til Akureyrar, Héðan frá Reykjavík átti að senda í gær Harald Guðjónsson til þess að gera duflið óvirkt ef með þyrfti, en þar eð ólendandi var á Akur- eyri gat ekki af því orðið. Maður einn þar í bænum gaf sig þá fram, en hann hafði áður fengizt við að gera tundurdufl óvirk. •— Fór hann um borð í Gerpi og gerði duflið óvirkt. Ekið á bifreið við Landspífalann SL. þriðjudag um kl. 7 e.h. var ekið á bifreiðina R-7992, sem er Opel-Caravan. Bíllinn stóð þá á Landsspítalalóðinni á móts við dyrnar að röntgendeildinni. Ef einhver getur gefið upplýsingar i sambandi við árekstur þennan, er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. Frá sfjórnmála- námskeiði Stefnis SÍÐASTI fundur námskeiðsins verður í kvöld kl. 8,30 e. h. Rætt verður um félagsstarfið. Siðan verður kaffidrykkja og að lokum sýnd stutt kvikmynd. PATREKSFIRÐI, 21. marz. — Togarinn Ólafur Jóhannesson landaði hér í fyrradag 150 lest- um af fiski eftir 10 daga útivist. Fór nokkuð af aflanum í herzlu en nokkuð til vinnslu í frystihús in. Gylfi er ennþá í viðgerð í Grimsby, en er væntanlegur til landsins upp úr miðjum apríl. — Karl. Messudagur fyrir ungf félk AKUREYRI, 21. marz. — Nokkr- ir prestar Norðanlands hafa 3 undanfarin ár haft sameiginleg- an messudag fyrir ungt fólk, og hefir það reynzt mjög vel. Hafa forráðamenn skólanna þá oft komið með nemendur í fylking- Þessi messudagur verður n.k. sunnudag. Hér á Akureyri mun sr. Sigurður Stefánsson prédika, en sóknarprestarnir þjóna fyrir altari. — Messur fyrir ungt fólk verða haldnar víðar á Norður- landi þennan dag og einnig aust- anlands. Atvinnu- og verkolýðsmól Næsti fundur á stjórnmála- námskeiðinu um atvinnu- og verkalýðsmál verður í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Fylgiskföl 20 ára tímabils voru eyðilögð ENDA þótt menn hafi lengi grunað, að ekki væri allt með felidu í verkalýðsfélögum þar sem kommúnistar stjórna, verður að segja að flestir urðu undrandi, er kunnugt varð um hið blygðunarlausa fjármálabrask þeirra í Iðju. Er full ástæða fyrir almenning til að gefa þessu alvarlega máli góðan gaum, því að enn ráða kommúnistar ýmsum mikilvægum samtökum. Er það t. d. fróðlegt og aðkallandi viðfangsefni að knýja fram tæmandi reikningsskil í Dagsbrún og þótt kommúnistar hafi lengi talið sig þar örugga, má geta þess að það töldu þeir sig líka til skamms tíma í Iðju. Annars hefði stjórnin naumast lánað sjálfri sér, svo eitthvað sé nefnt, kr. 96 þúsund í desember s. I. Eitt er sérstaklega vert að hafa í huga varðandi peninga- óreiðuna hjá fyrrverandi stjórn Iðju. ÖLL SKJÖL UM FJÁR- REIÐUR IÐJU UM 20 ÁRA SKEIÐ HAFA VERIÐ EYÐI- LÖGÐ. Það hneyksli sem nú hefur verið upplýst, virðist því aðeins smábrot af þeirri heilsteyptu óreiðu, sem þrifizt hef- ur undir stjórn „heiðursfélaga“ Björns Bjarnasonar. Má það teljast myndarleg viðbót við linnulausa pólitíska misnotkun kommúnista á Iðju og er von, að þeir eigi nú um sárt að binda. íbúðarhús fjós og hlaða ú Hval- nesi í Skefilstaðahreppi brunnu Húsmóðirin bjargaðist nauðuglega með þrjú smábörn úr eldinum Sauðárkróki, 21. marz. SÁ hörmulegi atburður gerðist hér s. 1. miðvikudagskvöld að Hval- nesi í Skefilstaðahreppi, að ung hjón sem þar búa misstu allar sínar eigur er íbúðarhúsið þar brann til kaldra kola á taépum 40 mínútum. Var konan ein heima með þrjú ung börn þeirra hjóna og bjargaðist hún nauðuglega úr eldinum með börnin. Af innbúinu bjargaðist aðeins ein yfirsæng og í henni var yngsta barnið, hvít- voðungur, borið til næsta bæjar. ELDI SLÓ NIÐUR í OLÍUVÉL Á Hvalnesi bjuggu hjónin Gyða Guðvarðardóttir og Búi Vilhjálmsson. Hófu þau búskap á jörðinni s. 1. vor. Á átt- unda tímanum um kvöldið var Gyða stödd í eldhúsinu ásamt börnum sínum en þau eru á fyrsta, öðru og sjötta ári. Yngsta barnið aðeins þriggja mánaða. f eldhúsinu logaði á olíuvél. Skyndilega sló eldinum niður í vélina með þeim afleiðingum að geymirinn sprakk. Skipti þá eng- um togum að olían flóði logandi um allt eldhúsið.sem varð alelda á svipstundu. BRANN Á 40 MÍNÚTUM Gat konan með naumindum komizt út úr eldinum með börn- in, til þess að gera bónda sínum, sem var við gegningar, aðvart. Greip hún með sér yfirsæng um leið og hún hljóp út úr brenn- andi húsinu og var það það eina sem bjargaðist af innbúinu. Var síðan hlúð að hvítvoðungnum með þessari sæng. Fólk af næstu bæjum kom fljótlega til hjálpar en ekkert var hægt að aðhafast svo ört breiddist eldurinn út. — Brann íbúðarhúsið sem var tví- lyft múrhúðað timburhús, til ösku á tæpum 40 mínútum. FJÓSIÐ OG HLAÐAN BRUNNU EINNIG Áfast við íbúðarhúsið var fjós og hlaða. Ekki var hægt að verja þessi hús fyrir eldinum en all hvöss austanátt var á. Lánaðist þó að bjarga gripunum úr fjós- inu en húsin brunnu. EIGURNAR ÓVÁTRYGGÐAR Fjölskyldan frá Hvalnesi hafð- ist við á Lágmúla s. 1. nótt, en það er næsti bær. Allt innbú þeirra hjónanna var óvátryggt og er tjón þeirra því mjög tilfinn- anlegt. Ekki er vitað hvað þau hyggjast fyrir í framtíðinni. —Guðjón. Lúðvíks-verðiS á olíunni Húsakyndingarolia hefir hækkað um 20 — 54 prósent ÞANN 27. febrúar var ákveðið verð á olíum til húsakynd- inga sem hér segir: Gasolía, (hráolía) hækkaði úr 89 aurum lítrinn í kr. 1,07 eða um 18 aura lítrinn. Er þar um rúmlega 20% hækkun að ræða. Fuclolía hækkaði úr 742 kr. smá1., (70 aura lítrinn) í kr. 1146,00 (1,08 lítrinn) eða um 404 kr. smálestin, sem er 54,3% hækkun. Verðlagsstjóri vildi ckki auglýsa verðið á fueloliunni. en slíkt er alger undantekning, því verðbreytingar eru ætíð auglýstar. Þjóðviljinn reynir í gær að hjálpa olíumálaráðherranum með því að þegja alveg um hækkunina á fueloliunni og láta sem hún sé ekki til! Kuatdar úr Túlknafirði flutlir til Kaliforníu Milljónamæringur þar ætlar að hreinrækta íslenzka hundakynið Patreksfirði, 21. marz. ISÍÐUSTU áætlunarflugferc, sem farin var héðan voru rneðal far- þeganna tveir hundar, sem eru að flytjast búferlum til Kaliforníu. Voru þetta tvær tíkur, báðar hálfs annars árs gamlar, ættaðar úr Tálknafirði. ÆTLAR AÐ HREINRÆKTA ÍSL. KYNIÐ Milljónamæringur nokkur í Kaliforníu festi kaup á hundun- um og ætlar hann að hreinrækta hið gamla íslenzka hundakyn. Komst hann að þeirri niðurstöðu á ferðalagi um landið í fyrra, að vestfirzku hundarnir væru minnst kynblandaðir af öllum hundum hér á landi. TÓK Á MÓTI „FÓSTUR- DÆTRUNUM" Eigandi tíkanna, Kristján Hannesson á Lambeyri í Tálkna- firði fylgdi þeim til Reykjavíkur en þar var hinn nýi eigandi, milljónamæringurinn frá Kali- forníu kominn, til þess að taka við i,fósturdætrunum“. •—Karl. „Húnavakan" HOFI, Vatnsdal, 17. marz. -— Verði tíðarfar gott og vegir færir bílum, verður hin árlega skemmtivaka Húnvetninga „Húnavakan“, haldin í þessum mánuði. Verða þar að venju margs konar skemmtanir, sem eru héraðsbúum tilbreyting frá hinum daglegu önnum í fámenn- inu. — Ágúst. K V Ö L D V A K A HEIMDALLUR, F.U.S., efnir til Kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn n.k. <24/3) kl. 8,30 e.h. Fjölbreytt dagskrá. Nánar auglýst síðar. Aðgöngumiðapantanir i sima 7103.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.