Morgunblaðið - 24.03.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.03.1957, Qupperneq 3
Sunnudagur 24. marz 1957 M O R G U N B L A ÐIÐ S IIr verinu TOGARARNIB Veðrið hefur verið gott sunn- anlands, en harðara fyrir vest- an og norðan, og suma dagana hafa skipin ekki getað verið að veiðum og orðið að hafa upp í. Togararnir hafa verið mjög dreifðir síðustu viku allt frá Sel- vogsbanka og norður á Skaga- grunn. Skipin hafa verið nokkuð jafnt á öllu þessu svæði, Sel- vogsbanka, Eldeyjarbanka, imd- an Jökli, á Halanum og Skaga- grunni. Aflabrögð hafa verið mjög misjöfn. Sum skipin hafa verið með dágóðan afla, en önnur lít- inn, og má segja, að hvergi hafi verið „kraftafli“. — Líklega hefur verið einna skást á Skagagrunni, en tíðin haml- aði þar veiðum suma dagana. Fiskur virtist vera þarna mik- ill sums staðar, því að skip sprengdu vörpuna. Þarna var sæmilegur fislcur til að byrja með, en hefur nú smækkað. Við Jökulinn hefur aflinn ekki verið eins ýsuborinn síðustu viku og áður. Sjómenn segja, að mörg ár séu síðan jafnmikil fiskigengd hefur verið undan Jökli og í ár þrátt fyrir þann aragrúa, sem þar hef- ur verið af skipum. Eitthvað hefur lóðað á fiski á hjá togurunum á Selvogsbankan- um og þá helzt hartnær uppi í grjóti. Hafa skipin fengið fyrst poka í „hali“ en ekki meira þegar til lengdar lét. £>ó hafa einstaka skip fengið þar sæmilegan afla. Sjómenn eru heldur vongóðir um afla þarna því mikið er alls staðar af síli. Á Selvogsbanka er aflinn alltaf ufsablandinn framan af. í vetur hefur þar verið óvenju mikið af ýsu. Er það sama sagan alls staðar, að hún virðist hafa gengið mikið á miðin í vetur. Nokkur skip, sem fóru út síð- ustu daga, tóku flottrollið með, en hafa líklega eklci kastað því enn. Einstaka skip hafa verið að skjótast út á Eldeyjarbanka og sum fengið þar sæmilega veiði, en yfirleitt virðist ekki vera fiskur þar. FISKLANDANIR tn. Marz....................... 298 Egill Skallagrímsson...... 240 Pétur Halldórsson .......... 17 saltf. 138 Uranus .................... 126 Askur ..................... 241 Hallveig Fróðadóttir,..... 188 Hvalfell .................. 214 Þorkell máni................ 20 saltfiskur 80 Ingólfur Arnarson .......... 50 saltfiskur 110 Þorstein Ingólfsson......... 25 saltfiskur 100 BÁTARNIR Róið var alla vikuna nema á miðvikudaginn, þá var hann hvass a norðan. Afli var tregur hjá netjabátun- um, einstaka bátar voru þó með sæmilegan afla dag og dag. Beztu róðrarnir í vikunni voru hjá Ásgeiri 21 lest, Þóri 181/2 lest og Barða 12% lest. Hjá útilegubátum, sem eru með net, var Helga með 50 lestir, Rifsnes 45 lestir og Björn Jóns- son 44 lestir, yfirleitt úr 5—6 lögnum. Aðeins tveir bátar róa með línu, og var bezti róðurinn hjá Rex 7 lestir einn daginn. AKRANES Afli hefur yfirleitt verið léleg- ur síðustu viku, þótt einstaka bátar hafi fengið sæmilega róðra og þá helzt þeir, sem sótt hafa langt. Hefur aflinn hjá þeim komizt upp í 12 lestir. 1 bátur rær með net, og hefur aflinn þar verið sízt betri en á línuna, jafnvel miklu lélegri, flesta dagana ekki nema 1% lest í róðri. Menn eru nú orðnir mjög svart synir á, að þetta ætli nokkur vertíð að verða. KEFLAVÍK Gæftir voru alla daga vikunnar nema á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn reri aðeins helm- ingur flotans, en það var af því, að fjöldinn átti ekki beitt. Afli hefur verið upp og ofan, algengast 3—5 lestir, komizt hæst upp í 10 lestir slægt og þá sjaldn- ast nema 2—3 bátar hverju sinni. — Það er langsótt, 4—6 stundir út, og er þar komið i-nkið dýpi. Þar virðist vera nokkur fiskur, en þá er ekkert næði fyrir tog- urunum. Hefur verið mikið línu- tap af þeirra völdum, allt upp í 15 stampa, algengt 10 stampa. Er aflinn þarna karfa- og keilu borinn. í netin hefur afli verið léleg- ur, algengast 5—7 lestir eftir nótt ina og komst upp í 18 lestir hjá einum bát ‘ á fimmtudaginn, en þá var það tveggja og þriggja nátta. Talað er nú um, að sjórinn sé óvenjukaldur í Faxaflóa, jafn- vel ekki nema 1% gr. C. og að fiskurinn gangi því ekki á venjulegar fiskislóðir, en haldi sig í. dýpri sjó, allt niður á 200 faðma dýpi. HAFNARFJÖRÐ UR Róið var alla vikuna, og var aflinn hjá línubátunum 2—4 lestir. Netjabátarnir hafa ýmist lagt upp í heimahöfn eða syðra, Grindavík eða Sandgerði, jafn- vel Þorlákshöfn. Afli þeirra hef- ur verið mjög misjafn, 2—15 lestir. í vikunni komu þessir útilegubátar með mestan afla: Faxaborg 32 lestir, eftir 5 daga útivist, Ársæll Sigurðsson, 51 lest eftir 7 daga og Fákur 25 lestir eftir 6 daga. ' Togarinn Röðull kom inn með 99 lestir, þar af 79 lestir salt- fiskur, og Júlí með 200 lesíir af ísvörðum fiski, sem fór í fryts- ingu og herzlu. VESTMANNAEYJAR Austan og norðaustanátt hefur verið ríkjandi alla vikuna og róið daglega. Netjabátarnir hafa yfirleitt flutt netin mikið til, og eru nokkrir bátar nú komnir með net sín vestur að L'elvogsbanka- hrauni og fengið þar reytingsafla, Yfirleitt má segja, að afli hafi verið rýr síðustu viku, vart meira en 6 lestir í róðri að með- altali miðað við óslægðan fisk. Sama er að segja um hand- færabátana, afli hefur verið lít- ill hjá þeim þessa viku en veru- legan þátt mun stormasöm veðr- átta eiga í því. Fiskurinn fer nú að jafna sig eftir loðnuátið og eru sjómenn þá að vona, að afli fari að glæð- ast. — ATHYGISVERÐ NÝJUNG Á Eskifirði hefur Lúðvik Ingvarsson sýslumaður hafið merkilegt starf í sambandi við framleiðslu á harðfiski með hrað- frystingu og innanhússþurrkun. Hann keypti þarna gömul hús og breytti þeim í lítið frystihús og þurrkhús og byggði nokkuð við. Fiskurinn er fyrst frystur á sérstakan hátt og síðan þurrk- aður í þurrkhúsi og þá höggv- inn niður í smábita líkt og kara- mellur, sem að lokum er búið um í smápakka með sellófan- umvafi. Við framleiðsluna er aðeins notaður fyrsta flokks fiskur, og er þetta hinn ljúffengasti réttur og gaman að borða þessa smá- bita, sem leysast auðveldlega í sundur vegna frystingarinnar og líkt og bráðna í munninum. Hingað til hefur Lúðvík ekki nærri getað fullnægt eftirspurn- inni, og hefur fiskur þessi aðal- lega verið seldur á Akureyri, en fæst nú orðið einnig í Reykja- vík. Það er trúlegt, að þetta gæti orðið útflutningsvara. HÚSÞURRKU® SKREIÐ HEFUR 70% MEIRA NÆRINGARGILDI Lúðvík Ingvarsson hefur ný- lega keypt frystihúsið Fram á Fáskrúðsfirði eða meirihluta hlutafjárins. Hefur hann nú sagt lausu sýslumannsembættinu eða er í þann veginn að gera það og hyggst snúa sér að því að stjórna frystihúsum sínum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. LlF eða dauði Það virðist n,ú svo sem um líf eða dauða íslenzks sjávarútvegs sé að tefla. Verði ekkert að gert í friðunarmálunum, er trúlegt að fiskur verði horfinn hér af heima miðum eftir 10—20 ár rétt eins og við Færeyjar og Bretland, þar sem aðeins er um „lúsar. kropp“ að ræða. — Það er meira en vafasamt að meiri- hluti Alþingis fáist til að samþykkja tillögu Péturs Otte- sens um að færa friðunarlínuna út í 12 milur, þó að því verði ekki trúað að óreyndu, að ekk- ert verði afhafzt í landhelgis- málinu, þessu mesta hagsmuna- máli íslendinga í dag. FRIÐUN GOTSVÆÐANNA En það er annað, sem þarf að fylgja í kjölfarið, og það er frið- un fyrir netjaveiði, þar sem helztu gotstöðvarnar eru eins og Selvogsbanki og þó einkum hraunið. Áður fyrr fékkst ekk- ert nema svilfiskur í netin, en nú síðari ár, eftir að farið var að leggja netin á hraunið, hefur þetta gjörbreytzt. Nú orðið er mjög mikið af netjafiskinum hrognfiskur. Úr einu meðal- hrogni koma 4—5 millj. seiða, ef allt hlekst út. NORÐMENN FYLGJAST MEÐ TÍMANUM Tvö norsk skip haia verið að gera tilraunir með kanadislta síldartrollið í vetur. Norðmenn hafa að vísu reynt það áður, en þá var það of veikt, svo að það sprakk undan síldarmergðinni. Svo sem kunnugt er, er kana- diska flottrollið frábrugðið því danska í því, að það er dregið af tveimur bátum, en það kanad- iska af aðeins einu skipi. Það er þannig gert, að því má halda á því dýpi, sem síldartorfurnar eru á. Sr. Þorsteinn Björnsson: ÞÖCN KRISTS Gunnar Jónss Lögmaður við undirrétti og hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 81259. pAll s. pálsson hæslaréttarlögmaður Bankastræti 7 — Sími 81511 Á LANGAFÖSTU er í kirkjum bæjarins sérstakar guðsþjónust- ur, þar sem píslarsagan er lesin og hugleidd. Um þetta leyti föstu er þar komið sögu, að réttarhöld eru hafin yfir Kristi. Eins og önnur réttarhöld munu þessi hafa átt að heita leit að sann- leika í máli. En hér var samt fyrirfram ákveðið hvað finna skyldi. Þegar mál er þannig upp tekið þagnar sannleikans rödd. Fyrir því segir píslarsagan um Krist á þessa leið: „Og er nú sák- ir voru á hann bornar af æðstu- prestunum og öldungunum, svar- aði hann engu“. Nú var þeirra tími og vald myrkursins, sem réði. Upp frá þessu segir Kristur aðeins eina setningu unz dauða- dómurinn var felldur. Og við á- kærendur sína sagði hann ekki framar nokkurt orð. Trú vor er, að Guð sé eins og Jesús Kristur. Ef menn þekkja hann vita þeir allt, sem þeir þurfa að vita sér til sáluhjálpar. Sömuleiðis til þess að geta lifað saman í ein ingu andans og landi friðarins. Kristur hefur brotið mönnum veg til guðsríkis svo á jörðu sem á himni. Með orði sínu viU hann leiða menn þann veg. Orðið er ljós á vegum vorum og lampi fóta vorra ef vér viljum nota það Vegur þessi er sagður mjór, en fyrst og fremst vegna þess hvað menn gera sig breiða. Hann er og grýttur, en eingöngu af því að menn kasta grjóti. Þeir sjá ekki heldur, að þetta er björt braut af því að þeir eru sífellt með ljóstírur síns eigin ágætis fyrir augum. Af þessu var sú blinda sprott- in, sem hinir gömlu ákærendur voru haldnir. Eflaust þekktu þeir ritningarnar og væntu Mess- iasar. En hann varð að vera eftir þeirra eigin þrönga hjarta. Og því var hann nú hrjóður og „lauk eigi upp munni sínum“, eins og hinn forni spámaður hafði sagt fyrir. Þessir menn einblíndu á eigin útskýringar og stafkróka, en voru blindir á opinberun Guðs. Og það varð hlutskipti þeirra að velja Barabas í stað Jesú, manndrápara fyrir hann, sem lífið gefur, ræningja í stað gjafara allra góðra hluta. Enn í dag tala jafnvel kristnir menn um að leita sannleikans í þessu efni, rétt eins og hann hefði aldrei fundizt og því síður að mönnum hafi verið gefinn hann. Er ekki þessi leit, að því sem gefið er stundum harla kynleg? Fjarri fer að haft skuli á móti nokkurri vísindalegri rannsókn. En vilji menn njóta fegurðar blóma og læra að elska þau, er leiðin varla sú að rífa þau í tætl- ur, enda þótt þær séu svo skoð- aðar í smásjá. Eða hvort munu menn finna „sálina" í málverki með því að skafa burt liti þess og taka til efnafræðilegrar grein- ingar? Eða njóta tónlistar af bókum um hana í stað þess að hlusta á hana? Vitanlega finna menn hitt og annað með þessari aðferð, en tæplega það sem höf- undarnir hafa fyrst og fremst viljað láta öðrum í té. Við því, sem öllu máli skiptir fæst ekki svar með þessu móti. Með valdi geta menn ekki fengið það. Þögn in kennir að með auðmjúkum hug ber að nálgast því lík efni öil, eigi þau að vera til uppbygging- ar. Sagt er að mikil listaverk séu dómarar vorir en vér ekki þeirra. Það sem vér kunnum um þau að segja sýnir aðeins hvort vér erum sýkn eða sek um glópsku. í ríkustum skilningi á þetta við um hið sanna og góða. Það dæmir oss. Viðbrögð vor gagnvart því sýnir hvernig vér erum. Guð hefur lagt mönnum í brjósti hæfileika til lotningar og tilbeiðslu — aðeins með því get- um vér nálgast hann og notið náðar hans. Þögn Krists frammi fyrir hinum jarðnesku dómurum er dómur hans yfir þeim. En þótt þessi dómur sé þungur eins og hver sú sál veit, sem einhvern tíma hefur fundizt hún yfirgef- in af Guði og mönnum, þá er samt fagnaðarefnið þetta og reynsla kynslóðanna hefur stað- fest, að hvar sem maður sýnir lit á því að vilja þiggja blessun Guðs af einlægu hjarta, þá streymir þar að varmi náðar hans og hlýjar kvöldu brjósti. yor sæla er undir komin að vér í lotningu og tilbeiðslu beygjum „holdsins og hjartans kné“ fyrir Kristi Drottni vorum og þökkum það, að hann tók á sig ok yfir- sjóna vorra og synda til þess að vér þrátt fyrir allt um síðir mætt um öðlast lífið og gleðina í eilífu ríki hans. IMILFISK komin aftur! NILFISK ryksuga — gerð 1957 — ennþá afl- tneiri en áður. Pantanir óskast vinsamlega sóttar sem fyrst. FÖNIX O. KORNERUP-HANSEN — sími 2606 — Suðurgötu 10 Náimkeið í hjálp i viðlogum RAUÐI KROSS ÍSLANDS efnir til námskeiðs í hjálp í viðlögum, er hefst 25. marz nk. öllum er heimil þátttaka í námskeiðinu án endurgjalds, og eru menn hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að afla sér nauð- synlegustu þekkingar í þessum efnum, því enginn veit hvenær á slíkri kunnáttu þarf að halda og fyrsta hjálpin er oft bezta hjálpin. Undanfarin ór hefir Rauði krossinn gengizt fyrir slíkum námskeiðum vor og haust og hafa þau verið vel sótt. Til dæm- is hafa ýmis fyrirtæki hvatt starfsfólk sitt til að sækja nám- skeiðin og að jafnaði hafa marg- ar húsmæður sótt þessi námskeið, því slys verða ekki sjaldnar í heimahúsum en á vinnustöðum utan heimilis. Jón Oddgeir Jónsson kennir á námskeiðunum og notuð er kennslubók, sem hann hefir sam- ið um hjálp í viðlögum. Nám- skeiðin eru þrjú kvöld í viku fyrir hvorn flokk, tvær stundir á kvöldi, kl. 5.15 og kl. 8.15. Nánari upplýsingar um tilhög- un námskeiðanna er hægt að fá á skrifstofu Rauða krossins. Áðalfundur Njarðvíkings AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins Njarðvíkingur verður haldinn í Samkomuhúsi Njarð- víkur í dag kl. 1,30. Auk venju- Iegra aðalfundastarfa verður rætt um félagsmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.