Morgunblaðið - 24.03.1957, Side 9

Morgunblaðið - 24.03.1957, Side 9
Sunnudagur 24. marz 1957 MOPCUNBTAÐIÐ 9 Laugardagur 23. marz Reykjavikurbréf: Lausn farmannaJeilunnar - Kaupliækkanir enn - Atliafnir gegn yfirlýsingum - Ný yfirstjórn búnaðarmála - Átölur Búnaðarþings - Aðvörun Iðju-Björns - Áminning tii Alþýðuflokksins - Óraunsæi Alþýðublaðsins - Takmörkun íbúðabygginga. Lausn farmanna- deilunnar MIKLUM vandræðuri var af- stýrt meS lausn iarmannaverk- fallsins. Það stóð í nærri 4 vikur og hafði þegar orðið að miklu tjóni. Tíminn var faiinn að gefa í skyn, að rétt væii að banna rneð lögui.i verkföll sjómanna í strandsiglingum, á sama veg og embættismönnum ríkisins er bannað að gera verkfall. Ef á slíka braut væri lagt, mundi erfitt að stöðva sig við strand- siglingarnar einar. Þær eru að vísu nauðsynlegar en stoða lítt, ef aðflutningar til landsins stöðv- ast. Þess vegna er viðbúið, að hugsanagangur málgagns for- sætisráðherrans hefði leitt til þess, að öllum farmönnum hefði verið bannað að gera verkfall. Ekki reyndi á, hvað úr hóíunum Tímans yrði, því að sem betur fer leystist verkfallið áður en ríkisstjórnin gripi til slíkra harðræða. Kauphækkanir enn FRÓÐLEGT er að athuga frá- sagnir stjórnarblaðanna af lausn verkfallsins. Þjóðviljinn telur, að sjómenn hafi fengið ýmsar leið- réttingar en lieldur því þó fram, að þeim hefði átt að vera hægt að ná án verkfalls og jafnvel uppsagnarlaust. Tíminn gerir sem allra minnst ór ávinningi farmanna. Hann segir svo í fyrirsögn: „Engin grunnkaupshækkun — auknar slysatryggingar, breyttur vinnutími". Þrátt fyrir þessa fyrirsögn kemur annað í ljós, þegar frásögn Tímans er lesin. Þar segir m. a.: „í lausn þessarar deilu var ekki samið um neina grunnkaups hækkun á almennum farskipum, en nokkur kauphækkun varð hjá skipsmönnum á litlu strandferð- arskipunum og á olíuskipum, en þar er um sérstakar aðstæður að ræða.“ Loks segir Alþýðublaðið hik- laust með sinu stærsta letri í 5 dálka fyrirsögn: „Farmenn fengu miklar og ínikilvægar kjarabætur“. Undirfyrirsögnin hljóðar svo: „Aukin yfirvinna greidd. Veru- legar greiðslur ef slys ber að höndum." Sannleikurinn er sá, að lcaup hækkanirnar má meta allt að 8%. Það er alveg sérstaklega eft- irtektarvert. eins ug fram kem- ur í frásögn Tímans, að hækkan- irnar eru mestar á þeim skipum, sem lúta yfirstjórn Framsóknar- xnanna í ríkistjórn og SÍS. Athafnir gegn yfirlýsingum SÚ STAÐREYND, að þessi kaup- hækkun hefur átt sér stað, hagg- ast ekki þó að Tíminn afneiti henni í fyrirsögn. Eins verður því ekki neitað, að blaðamenn fengu verulega kauphækkun í desember, sjómenn í tveim ver- stöðvum kjarabætur í janúar og flugmenn mjög miklar kjara- bætur í febrúar. Þar átti ríkis- stjórnin sjálf mestan þátt í, með því að veita flugmönnu'num gjaldeyrisfríðindi, sem beinlínis er broslegt að neita að séu mik- illa peninga virði. Vel má vera að allar þessar kauphækkanir hafi verið nauð- synlegar. En þeim, sem eiga þar slíka aðild að sem ríkisstjórnin ferst ekki að ásaka aðra fyrir, að þeir vilji spilla vinnufriði eða koma efnahagnum úr jafnvægi. Þess vegna hljómar það harla hjákátlega, þegar miðstjórn Framsóknarflokksins, undir for- ystu Hermanns Jónassonar, sam- þykkir samtímis því, sem far- manna deilan er leyst, ályktun, þar sem segir: „Vill hún (miðstjórnin) m. a. Asmundur Sigurðsson Benedikt Gröndal Gísli Guðnrundsson Hin nýja ytirstjórn búnaðarmála eindregið hvetja alla stuðnings- menn stjórnarsamstarfsins og aðra ábyrga menn innan stéttar- samtakanna til að standa sam- an gegn öllu því, sem raskar efnahagsmálajafnvægi því, sem stjórnin beitir sér fyrir“. Ríkisstjórnin, sem hælir sér mest fyrir vinnufrið og verð- stöðvun, hefur undanfarið horft upp á hvert verkfallið eftir ann- að og sjálf beitt sér fyrir kaup- hækkunum, hvenær sem til verk- falls hefur komið, eða keypt af sér verkföll með sama móti. Óneitanlega er hér mikið bil á milli orða og athafna. Menn, sem fá af sér að gera slíka sam- þykkt, sem Framsóknarmenn um síðustu helgi, eru auðsjáanlega býsna fjarri raunveruleikanum. Ný yfirstjórn búnaðarmála HIN gamalþekkta aðferð strúts- ins að forðast óþægindin með því að grafa hausinn ofan í sandinn, lýsir sér í fleiri samþykktum miðstjórnar Framsóknar. Eitt atriði hennar hljóðar t. d. svo: „í þessu sambandi leggui mið- stjórnin áherzlu á að samþykkt verði frumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi um landnám, rækt- un og byggingar í sveitum----“. Hér er vikið að frumvarpi, er milliþinganefnd hafði samið og áttu sæti í henni þessir menn: Formaður Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum, valinn af Steingrími Steinþórssyni, Þor- steinn Sigurðsson og Pétur Otte- sen tilnefndir af Búnaðarfélag- inu, Jón Pálmason og Pálmi Einarsson tilnefndir af Nýbýla- stjórn. Nefndin varð að öllu sam- mála um tillögur sínar og skil- aði þeim í hendur landbúnaðar- ráðherra um miðjan nóvember. Síðan fréttist ekkert af málinu fyrr en það var lagt fyrir Al- þingi hinn 25. febrúar. Þá kom í ljós, að í ýmsu hafði verið vikið frá tillögum nefndarinnar. Mestu máli skipti, að tillögur hennar um að gera veðdeild Búnaðar- bankans starfhæfa, voru alger- lega felldar niður. Þegar málið kom til umræðu á Alþingi gerði Jón Pálmason í rök- fastri og skeleggri ræðu, grein fyrir því, sem á milli bar. Her- mann Jónasson reyndi nokkuð að berja í brestina. Tókst það svo sem málefni stóðu til. Menn hafa síðan nokkuð leitt getum að því, hvernig á stóð, að þær tillögur milliþinganefnd- arinnar, sem mest.i þýðingu höfðu, voru ekki lagðar fyrir Alþingi, svo að það gæti sjálfí tekið afstöðu til þeirra. Hefur á því heyrzt sú skýring, að stjórn arliðið hafi sett á laggirnar nýja yfirnefnd til ákvörðunar um þessi búnaðarmálefni og áttu sæti í hinni nýju nefnd, Ás- mundur Sigurðsson, Benedikt Gröndal og Gísli Guðmundsson. Átölur búnaðar- þings' MIÐSTJÓRN Framsóknarflokks- ins virðist að vísu hafa verið ánægð með handaverk þessara manna, og bæði Tíminn og Al- þýðublaðið hafa farið fögrum orðum um tillögur þeirra. Bún- aðarþingið er hins vegar á öðru máli. Þar var með nafnakalli samþykkt svohljóðandi tillaga, er Jón Sigurðsson á Reynistað flutti: „Búnaðarþing vottar nefnd þeirri, er skipuð var samkvæmt ályktun Alþingis frá 7. marz 1955 til að endurskoða nýbýla- löggjöfina o. fl. þakkir sýnar fyrir störf hennar og tillögur um málefni landbúnaðarins og fagn- ar þeim tillögum úr frv. milli- þinganefndarinnar, sem ríkis- stjórnin hefur tekið upp í frum- varp það, sem hér liggur fyrir. Hins vegar verður Búnaðar- þing að harma það, að ríkis- stjórnin skyldi ekki treystast til að framfylgja nema að nokkru tillögum milliþinganefndarinnar, eins og þær voru lagðar fyrir landbúnaðarráðherra og þar með slá á frest að miklu leyti að- kallandi eflingu veðdeildar Bún- aðarbankans, sem var ætlað að stuðla að því að bændur og bændaefni gætu eignazt jarð- næði og komið sér upp nauð- synlegum bústofni, svo þeir þurfi ekki að hrökklast úr sveitum af þeim sökum. Búnaðarþing leggur því alveg sérstaka áhrezlu á að landbún- aðarráðherra leggi áðurgreint frumvarp milliþinganefndarinn- ar um eflingu veðdeildarinnar að því leyti, sem ákvörðun þess er ekki fullnægt, fyrir yfirstand- andi Alþingi til afgreiðslu og samþykktar“. Þessi samþykkt er þeim mun eftirtektarverðari, sem Fram- sóknarmenn hafa meirihluta á Búnaðarþingi. Má nærri geta, að þeim hefur þótt að sér sorfið, áður en þeir veittu ríkisstjórn sinni slíka ofanígjöf sem í tillög- unni felst. Aðvörun Iðju-Björns ENGINN skyldi ætla, að þetta væri eina málið, þar sem ráðherr- ar Framsóknarflokksins verða að slá af kröfum umbjóðenda sinna eftir fyrirmælum kommúixista. Björn Bjarnason, fyrrverandi formaður Iðju, er einn af strang- trúuðustu Móskvu-kommúnistum á landi hér. Björn er flestum flokksbræðum sínum hæfari, en hafði svo lengi farið með völd í Iðju, að hann gætti þess ekki lengur sem skyldi, að félagið og sjóðir þess voru ekki hans eigin eign né meðstjórnenda hans. Af þessum sökum og meðfæddri baráttu- fýsn barðist Björn af kappi til að halda völdunum, eftir að hans* hafði séð, að meirihluti félags- manna vildi velta honum úr for- mannssessi. í þeirri baráttu naut Björn fulltingis forráðamanna Framsóknarflokksíns hér í bæ, og birti Þjóðviljinn tvisvar eftir Iðju-kosningarnar þakkarávarp til Framsóknarmanna fyrir drengilegan stuðning. Á aðalfundinum eftir kosning- arnir lenti Björn í ströngu stríði um að verja fjármálaráðstafanir sínar. Á þessari úrslitastundu lífs síns gleymdi hann ekki vinum sínum í ríkisstjórninni og sendi þeim kveðju. Björn vék að því, að um s.l. áramót hefði rikis- stjórnin og verkalýðsfélögin gert samkomulag með sér, og hefur Þjóðviljinn orðrétt eftir honum: „Það samkomulag er tíma- bundið. Telji verkalýðssamtökin sinn hlut skarðan geta þau sagt upp og er nú komið að ákvörðun um það, — fyrir lok næsta mán- aðar þurfa verkalýðsfélögin að taka ákvörðun um það“. Áminning til Alþýðuflokksins UM ÞETTA má segja, að fyrr skilst en skellur í tönnunum. Hér er enn ein tilkynning frá komm- únistum um, að ef ríkisstjórnin hegði sér ekki svo sem þeim líkar, þá muni þeir fara sína gömlu leið, það er byrja kaup- kröfur og verkföll að nýju. Hið eina, sem kann að halda kommúnistum í skefjum, er ótt- inn um hrakföll við nýjar kosn- ingar. Þess vegna er ekki gott að segja, hvernig taugastríði þeirra og samstarfsflokkanna lýkur. En ekki er um það að villast, að Hermann Jónasson vill í flestu fara að þeirra vilja. Um það eru ekki aðeins Iðju- kosningarnar, kosningarnar í Hreyfli, synjunin á birting yfir- lýsingar Andrésar Sverrissonar, þögnin um Iðju-sukkið og ótal margt annað vitni. Sama kemur ótvírætt fram í stjórnmálayfir- lýsingu miðstjórnar Framsókn- flokksins, er segir m. a.: „Telur miðstjórnin mikilsvert að reynt sé til hins ýtrasta að ná samkomulagi um ágreiningsmál, sem spillt gætu samstarfi þeirra, sem saman þurfa að standa, ef vel á að fara.“ Ennfremur er varað við að spilla samkomulagi ríkisstjórn- arinnar og stéttarsamtakanna „af vanhyggju eða fyrir áhrif póli- tískra andstæðinga stj órnaiinn- ar“. Og í forystugrein Tímans, sama dag og stjórnmálayfirlýsingin er birt, segir svo: „Yarað var við því, að fýlgis- menn stjórnarinnar hefðu sam- vinnu við andstæðinga hennar á þann veg, að það gæti spillt þeim árangri í efnahagsmálunum, sem stefnt er að.“ Þar sem kommúnistar hafa marglýst yfir því, að forsenda stjórnarsamstarfsins af þeirra hálfu séu sömu valdahlutföll í verkalýðshreyfingunni og verið hafa, er ekki um að villast, að ályktun Framsóknar ber að skilja sem beinar ávítur til Alþýðu- flokksins fyrir það að reyna að stugga við kommúnistum í verka- lýðshreyfingunni. í þessu tekur Framsóknarflokkurinn að sér beina vöm fyrir Iðju-sukkið og aðra óstjórn og ofbeldi kommún- ista innan verkalýðshreyfingar- innar. Þá verður ekki misskilið, hvað inni fyrir er, þegar Framsókn vaknar nú til meðvitundar um „nauðsyn þess að gerðir verði heildarsamningar um kaup og kjör í landinu“. Eins og nú stendur mundi slík samningsgerð fá kommúnistum algert einræðis- vald í þessum málum. Óraunsæi ' Alþýðublaðsins EKKI er að efa, að sumum for- ráðamönnum Alþýðufloi; ksin« geðjast vel þessi boðskapur Fram sóknarflokksins. En sá verkalýð- ur, sem fylgir Alþýðuflokknum að málum, er þar á allt annarri skoðun. Það eru verkamennirnir sjálfir, sem tekið hafa ákvörðun um samvinnu lýðræðisaflanna innan verkalýðshreyfingarinnar og þeir láta elcki hrekja sig af réttri braut. Mismunurinn á þessum ólíku viðhorfum kemur glögglega fram í grein Alþýðublaðsins s.l. þriðju dag, er nefnist: „Gefið oss held- ur Moskvu“ og í „Orðasafni al- þýðu“ sem birt var s.l. sunnu- dag í Alþýðublaðinu. í þriðjudagsgreininni er býsn- ast yfir því, að Morgunblaðið skyldi færa rök að því, að ólík- legt væri, að Hannibal Valde- marsson og Lúðvik Jósefsson mundu raunverulega kljúfa sig frá kommúnistum. Morgunblaðið hafði alls ekkert sagt um það, hvort slíkur klofningur væri æskilegur eða ekki, heldur að- eins sýnt fram á, að hann væri harla ólíklegur. Af þessu dregur Alþýðublaðið þessa Élyktun: „Þeir hugsa til þess hræddir og hrýggir, að Hannibal Valdi- marsson og Lúðvík Jósefsson af- neiti kommúnistum og skipi sér í sveit með lýðræðissinnuðum og róttækum vinstri-mönnum.“ Alþýðublaðið telur svo sjálf- sagt, að ekki þurfi útskýringar við, að dómur um atburðarásina hljóti að byggjast á óskhyggju. Ef til vill á slíkt óraunsæi ekki lítinn þátt í ófarnaði Alþýðu- flokksins hin síðustu ár. Látum svo vera. Hitt er íhyglisvert að Alþýðu- blaðið sýnist fagna því, að fá Hannibal Valdimarsson og Lúð- vík Jósefsson „í sveit með lýð- ræðissinnuðum og róttækum vinstri mönnum.“ En hvernig hafði sjálft Alþýðublaðið í næsta blaði á undan túlkað skilning Þjóðviljans, málgagns Hannibals og Lúðvíks, á orðunum „vinstri menn“? Þar stendur orðrétt: „Vinstri menn — allir sem staría með kommúnistum.“ Næsta orðskýring á eftir: „Vinstri stjórnarstefna — stefna Kadars í Ungverjaalndi.** Takmörkun íbúðabygginga EITT af því, sem miðstjórn Fram sóknar boðar er takmörkun í- búðabygginga í Reykjavík og Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.