Morgunblaðið - 14.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. apríl 1957 I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 14 * á hálar brautir. Ibúar Salinas- dalsins fengu að lokum miklar mætur á Samúel, en þá var skap- gerð Wills að fullu mótuð orðin og einkenni hugarfars og fram- komu löngu komin í 1 jós. Sumir einstaklingar — og ekki alltaf þeir verðugustu — eru vissulega elskaðir af guðunum. Allt kemur upp í hendurnar á þeim, áreynslulaust og af sjálfu sér. Will Hamilton var einn þess- ara hamingjusömu manna og þær gjafir sem honum hlotnuðust, voru einmitt þær sem hann gat fært sér í nyt. 1 bernsku sinni □- -□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □---------:------□ var hann hamingjusamur. Faðir hans hafði aldrei lært þá list að safna efnum, en hins vegar yai-ð allt, sem Will snerti, að peningum. Þegar’ hann ól upp kjúklinga og hænumar hans byrjuðu að verpa, hækkaði verð á eggjum að miklum mun. Þegar hann var ung- Ný sending Þýzkar handtöskur GLUGGINN Laugaveg 30. Allt á barnið á einum stað Barnagallinn er vinsælasta sængurgjöfin. Hentugur — hlýr og fallegur. Fjölbreytt litaúrval. Austurstræti 12. ur maður, lentu tveir vinir hans, er ráku litla verzlun, alveg á barm gjaldþrots og eignamissis. Þeir báðu þá Will um peningal^n, gegn því að hann eignaðist þriðjung fyrirtækisins. Will, sem var fjarri því að vera ágjarn, gaf vinum sín- um það fé, sem um var beðið. Að ári liðnu hafði verzlunin komizt á traustan grundvöll að nýju og brátt hafði hún stofnað þrjú úti- bú. Og í dag er hún eitt stærsta og þekktasta verzlunarfyrirtækið í allri Californíu. Einnig tók Will að sér rekstur reiðhjóla- og bifvélaverkstæðis, sem ekki varð lengur starfrækt sökum skulda. En þá vildi svo til, að nokkrir efnamenn dalsins fengu sér, einmitt á sama tíma, bifreið- ir svo að viðgerðarmenn hans höfðu nóg að gera. Loks, eftir þrábeiðni stórhuga draumóramanns, varð Will við bænum hans og gerðist umboðsmað ur hans í öllum syðri helming dalsins. Maður þessi hét Henry Ford og áætlanir hans voru skop- legar, ef ekki ólöglegar. Samt fór nú svo, að fimmtán árum síðar varð naumast komizt um þjóðveg- ina fyrir hinum óteljandi fjölda Ford-bifreiða og sjálfur var Will þá orðinn stórefnamaður og ók í sinni eigin Marmon-bifreið. Tom, þriðji sonurinn, líktist föðurnum mest. Frá honum streymdi lífsfjör og ákafi. Hann uppgötvaði ekki heiminn og íbúa hans, heldur skapaði hvort tveggja sjálfur. Hann lifði í heimi, sem var jafnnýr, hrífandi og óþekkt- ur sem Eden á sjötta degi sköp- unarinnar. Hugur hans geystist eins og ungur foli um blómleg beitilönd. Og síðar, þegar heim- urinn setti upp hindrunargirðing- ar, hentist hann beint á vírinn og þegar hann loks var umgirtur á alla vegu, brauzt hann út af eig- in rammleik. Og jafnframt því, sem brjóst hans gat barmafyllzt af taumlausri gleði, gat það einn- ig búið yfir svo hyldjúpum harmi, að það var eins og gervallur heim urinn sykki í djúpi hans, þegar hundurinn hans dó. Tom var ekki síður lugvitssam ur en faðirinn og miklu djarfari. Hann gerði tilraunir með það sem faðir hans hefði með engu móti vogað að reyna. Kannske var það hin knýjandi kynþörf hans, sem olli því að hann kvæntist ekki. Fjölskylda hans var mjög siðlát og siðaströng. Kannske var það vegna draumanna, langananna og útrása þeirra, að hann fann sig óverðugan, að hann flýði stund- um snöktandi langt upp í ásana. Tom var einkennilegt sambland af grimmd og mildi. írarnir eru gæddir óvenjulega sterkri hneigð til gleði og lífs- nautnar, en þeir hafa líka dökka og skuggalega vofu, sem hrjáir þá eins og mara og gægist inn í hugarheim þeirra. Þegar þeir hlæja sem hæst, stingur vofan lö gum fingri niður í hálsinn á þeim. Þeir dæma sjálfa sig, áður en þeir hafa verið ákærðir og þess vegna eru þeir ávallt búnir til varnar. Þegar Tom var níu ára, hafði hann miklar áhyggjur út af litlu, fallegu systur sinni, henni Mollie, sem var málhölt. Einhverju sinni bað hann hana að opna munninn eins mikið og hún gæti og þá upp- götvaði hann, að málheltin stafaði af himnu undir tungunni, sem var svo stríð að tungan gat ekki hreyfzt sem skyldi. „Þetta skal ég laga“, sagði hann. Svo fór hann með hana langt frá bænum, hvatti vasahnífinn sinn á steini og brá honum á tunguhaftið. Að aðgerð- inni lokinn hljóp hann afsíðir og kastaði upp. Og þannig liðu árin, en ekki auðgaðist Samúel. Hann vandist á að kaupa einkaleyfi — sjúkdóm- ur, sem margan manninn þjáir. Hann fann upp hluta af _ reski- vél, betri, ódýrari og fljótvirkari en áður hafði þekkzt. Einkaleyfa- umboðið gleypti alveg hinn litla árshagnað hans. Samúel sendi verksmiðjueiganda fyrirmyndir sínar, sem óðar hafnaði uppdrátt unum, en r 'taði aðferðina. Næstu tvö á: in urðu sorglega rýr, meðan liann stóð í málaferlunum og út- borganirnar hættu alveg, þegar han. tapaði málinu. Þetta var í fyrsta skiptið sem bitur reynslan Rúmteppi Dívanteppi Veggteppi Gardúnubúðin Langaveg 18. I MARKtJS EftirEdDodd ‘ 1) _ Þessir grimmu úlfar ætla I 2) — Líklega eru þeir búnir að að íara að ráðast á eitthvað dýr. safnast kringum eitt af hjartar- • dýrunum mínum. 3) — En þeim skal nú ekki I 4) — Ég vona, að vesaungs dýr verða kápan úr því klæðinu. j ið sé enn á lífi. sannaði honum það, hversu tilgang laust það er fyrir mann að berj- ast gegn peningavaldi, án þess aff hafa peninga sjálfur. En hann hafði sykzt alvarlega af einkaleyfadellunni og í mörg ár fóru allir þeir peningar, er hann fékk fyrir þreskingar og smíðar, í kaup nýrra og nýrra einkaleyfa. Börnin gengu berfætt, fötin þeirrr. voru stagbætt og stundum var maturinn af skorn- um skammti. Sumir menn hugsa mikið og aðrir lítið. Samúei og synir hans, Tom og Joe, hugsuðu mikið, en George og Will hugsuðu lítið. Joseph — eða Joe — var fjórði sonurinn, draumlyndur drengur, sem naut ástar og verndar allrar fjölskyldunnar. Honum varð það snemma • jóst, að úrræðaleysis bros var bezta meðalið til þess að komast hjá því að vinna. Allir bræður nans v öskir verkmenn og það var auðveldarr. að vinna verkið fyr’ ■ Joa, tn að láta hann gera það. Bæði faðir hans og móð- ír héldu að hann væri skáld, vegna þess að hann dugði ekki til neins annars. Og þau sannfærðu hann sjálfan svo gersamlega, að iann samdi sviplítil og efnislaus vers, til þess að sanna skáldgáfu sína. Joe var líkamlega latur og sepni- legá andlega latur líka. Hann sökkti sér niður í dagdrauma öll- um stundum og, móðirin unni hon- um mest allra barna sinna, ve^na þess að hún áleit hann ósiálf- bjarga. í raun og veru var hann llt annað en ósjálfbjarga, vegna þess að hann fékk nálcvæmlega það sem hann vildi, með lítilli sem engri áreynslu. Joe var eftirlæt- isgoð allrar f jölskyldunnar. Á lénstímabilinu var hver sá ungur maður, sem ekki reyndist fær um að beita sverði og lensu, talinn sjálfsagður í þjónustu kirkjunnar. Hið algera getuleysi Joe, hvort heldur var í smiðju eða á akri, SHUtvarpiö Sunnudugur 14. upríl: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Neskirkja í Reykjavík vígð (Biskup Islands, herra Ásmundur Guðmundsson, flytur ræðu fyrir altari og sóknarpresturinn, séra Jón Thorarensen, stólræðu. Oigan- leikari: Jón Isleifsson). 13,15 Er- indi: Landhelgismál Islands og af- skipti þjóðréttarnefndar Samein- uðu þjóðanna (Hans G. Andersen ambassador). 15,00 Miðdegistón- leikar (plötur). 16,30 Veðurfregn ir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). 17,30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). 18,30 Hljómplötuklúbb urinn. Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 20,20 Bókmennta- kynning stúdentaráðs á ritum dr. | Helga Pjeturss (Hljóðr. í hátíða- • sal Háskólans 31. marz): a) Dr. Jóhannes Áskelsson jarðfræðing- ur og Gunnar Ragnarsson magist er flytja erindi. b) Óskar Hall- dórsson og Ólafur Jens Pétursson lesa upp. 22,05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 15. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Það sem við blasir eftir Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði (Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur). 18,00 Fornsögu- lestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18.30 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 19,00 Þingfréttir. 19.30 Lög úr kvikmyndum (pl.). 20.30 tTtvarpshljómsveitin; Þór- arinn Guðmundsson stjórnar: — Syrpa af alþýðulögum. 20,50 Um daginn og veginn (Magnús Sig- urðsson skólastjóri). 21,10 Ein- söngur: Einar Sturluson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21,30 Útvarpssagan: „Syn- ir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XIII. (Séra Sveinn Víking- ur). 22,00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22,10 Passíusálmur (48). 22,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22,35 Kammertónleikar (plötur). 23,25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.