Morgunblaðið - 14.04.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1957, Blaðsíða 20
'iágarr, t. Biskup íslands vígir Heskirkju í dag Afhöfnin hefit kl. 11 með skrúðgöngu 1® A G vígir biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmunds son, Neskirkju. — Athöfnin hefst kl. 11 f. h. í>á ganga prestar kruðgöngu í kirkjuna. — Fara biskupinn og sóknarpreltur Nes- sóknar, séra Jón Thorarensen, fyrir skrúðgöngunni, en næstir þeim ganga aðstoðarmenn biskups við vígsluna. Eru það þeir séra Björn Magnússon, prófessor, og séra Jón Auðuns, dómprófastur, séra Gunnar Árnason og séra Jakob Jónsson. Næst vígsluaðstoðarmönnum ganga í skrúðgöngunni forystu menn Nessóknar, formaður sókn- amefndar, safnaðarfulltrúi og sóknarnefndarmenn. Á eftir þeim koma aðrir prestar, sem þátt ætla að taka í skrúðgöngunni. Þegar komið tr að altari, rétta prestar biskupi helga dóma kirkj- unnar. l>á kveikir formaður sókn arnefndar, Stefán Jónsson, á alt- arisljósunum og að þessu búnu ies séra Jakob Jónsson baen í kórdyrum. VÍGSLAN Næst er sunginn kirkjuvígslu- sálmur nr. 612. „Ó maður hvar er hlífðarskjól". Eftir að sálmur- inn hefur verið sunginn, hefst vígsluræða biskups frá altari. Að henni lokinni fer fram ritningar- lestur fjögurra presta, þeirra séra Jóns Auðuns dómpróíasts, séra Jóns Thorarensens, séra Gunnars Ámasonar og séra Björns Magn- ússonar próf. Á milli ritningar- lestursins er alltaf sunginn sálm- urinn „Kirkja vors Guðs er gam- alt hús“, sem er nr. 414 í sálma- bókinni. í>egar fjórði og síðasti presturinn hefur lesið ritningar- orð, eru sungin tvö síðustu vers sálmsins. — Þá flytur biskupinn sjálf vígsluorðin og vígir kirkj- una. SOFNUÐURINN LESI FABIR VOR Frá því að þessi sálmur hefst og þar til biskupinn hefur lokið vígsiuorðum og farið með „Faðir vor“, er ætlazt til að allur söfn- uðurinn standi og einnig taki allir undir lestur „Faðir vor“ með bisk upinum og prestunum. Að þvi loknu setjast allir. Þá er sung- inn kirkjuvígslusálmurinn nr. 613 „í þennan helga Herrans sal“. STÓL-PRÉDIKUN Að loknum sálrninum stígur sóknarpresturinn, séra JÓn Thor- arensen í stólinn og flytur prdik- un eins og við venjulega guðs- þjónustu. Að henni lokinni er sunginn sálmur nr. 143 „Ó, kom í hátign, Herra minn.“ VÍXLSÖNGUR Altarisþjónustu eftir prédik- un annast biskupinn og sóknar- presturinn. Flytja þeir frá altari víxlsöng, tónbæn og blessun. Að loknum blessunarorðum biskups, verður sungið versið „Halelúja, dýrð sé Drottni", sem er nr. 25 í sálmabókinni. Eítir það ganga biskup, prestar og aðrir sem fyrr í skrúðgöngu og úr kirkjunni. Öryggi Jslands og hótanir Rússa Bjarni Benediklsson verður Sfrummælandi á almennum Heimdallarfundi kl. 2 í dag Bjarni Benediktsson Barnaverndarfél. styrkir allmarga menn til náms AÐALFUNDUR Barnaverndar- félags Reykjavíkur var haldinn í Austurbæjarbarnaskólanum þ. 9. þ. m. kl. 8,30 e.h. Formaður félagsins, dr. Matt- hías Jónassoon, gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Gat hann þess m. a. að á síðustu árum hefði félagið stutt allmarga efni- lega menn til sérnáms á ýmsum sviðum kennslu og uppeldis, en sérfróðra manna er hér ekki mikil þörf í þessum efnum. Hefur félagið alls varið um 80 þúsund krónum í þessu skyni. Félagið m. a. styrkt menn til að nema kennslu og meðferð fávita og tor næmra barna. Ennfremur styrkir það nú mann, sem leggur stund á sálarlækningar barna. Konu hefur það styrkt til þess, að læra föndur fyrir sjúk börn. Þá hefur félagið styrkt fávita- hælið í Skálatúni með því að gefa stofnunni um 20 rúm með rúm- fatnaði, sem eru um 60 þús. kr. virði. Þá gaf heimilið sama heim- ili húsgögn í leikstofu barnanna og kostuðu þa urúmar 22 þús. krónur. Fjársöfnunardagur barnavernd- arfélaganna er 1. vetrardagur ár hvet. Eru þá seld félagsmerki og bókin Sólhvörf. Fjársöfnun sl. vetrardag gekk óvenjulega treglega sakir óhagstæðs veðurs. Fálagið á þó nú í sjóði um 50 þús. krónur. Stjórn félagsins, sem var end- urkosin, skipa nú: Dr. Matthías Jónasson, formaður; Símon Ágústsson, próf., ritari; frú Lára Sigurbjörnsdóttir, gjaldkeri. Með stjórnendur eru: Séra Jón Auð- uns, dómprófastur; Kristján Þor- varðsson, læknir; Magnús Sig- urðsson, skólastjóri, og Kristinn Björnsson, sálfræðingur. ENN beinist athygli heimsins að íslandi. Að þessu sinni eru það hinar geigvænlegu hótanir í Rauðu stjörnunni, aðalmálgagni rússneska hermálaráðuneytisins, sem því valda. En þó að hótanir Rússa hafi vakið mikla athygli erlendis, er þeim fyrst og fremst beint til íslendinga, enda hafa þær vakið mikið umtal hér. Þær hafa leitt hugi manna að öryggi og framtíð íslands. Sérstaka athygli hefur það vak ið, að forsætisráðherrann, Her- mann Jónasson, vill engin fyrir- heit gefa um það að samráð verði haft við stærsta flokk þjóðarinn- ar, Sjálfstæðisflokkinn, um við- brögð af íslendinga hálfu, ef til kemur að svara þurfi þessum hótunum Rússa formlega, en tel- ur nauðsynlegt að fá leyfi komm- únista til þess, að fulltrúar allrar þjóðarinnar eigi þess kost að fjalla um málið. I öðrum lýð- ræðislöndum myndi það talið sjálfsagt og skylt, en hér sem víðar gætir þeirrar sérstöðu okk- ar að hafa kommúnista í ríkis- stjórn. í dag heldur Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja Hóskólaiyiirlestur um Hembrundt PRÓF. A. C. Bouman, mun flytja fyrirlestur um hollenzka meist- arann Rembrandt þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 8,30. Á síðastliðinu ári voru liðin 350 ár síðan Rembrandt fæddist í háskólabænum Leiden. Af því tilefni voru haldnar sýningar á verkum hans víða um heim. í Hollandi voru það borgimar Amsterdam, Rotterdam og Leid- en, sem gengust fyrir sýningun- um. Auk þess voru minningar- hátíðir víða, svo sem í Leiden, er háskólinn þar stofnaði til, en þar hafði Rembrandt stundað nám. Með fyrirlestrunum verða sýnd ar skuggamyndir af málverkum og teikningum til skýringar á þroska meistarans. Sumar eru ingur að ljósmynda málverkin svo að litir og birta njóti sin til fulls. En reynt mun verða að lýsa og sýna í myndum umhverfi það í Amsterdam á 17. öld, sem Rrembrandt starfaði í. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Skátafélagið „Kópar“ endurvakið ÁKVEÐIÐ hefir verið að endur- reisa skátafélagið Kópa í Kópa- vogi. Fundur verður haldinn í barnaskólanum að Kársnesi á sunnudag. Eldri skátar komi kl. litmyndir, en það er nálega ógern i 2 en skátar 11—17 ára kl. 3,30. FYRIR uokkrum kvöldum bauð Sigurbjörn Á. Gíslason. prestur Elli- og hjúkrunarheimilisins Brund, til sín allmörgum eldri stúdentum, en i hópnum var þó enginn yngri stúdenta en 50 ára. Hefur séra Sigurbjörn undanfar- in ár safnað gömlum stúdents- bræðrum saman til fagnaðar og hann hefur haft þann hátt á, að þangað koma ekki yngri en 50 ára stúdentar. Þessi mynd var tekin á slíku stúdentakvöldi fyrir nokkru, og eru þessir stúdentar á myndinni í efri röð, talið frá vinstri til hægri: Séra Björn Stefánsson, fv. pró- fastur; Lárus Sigurjónsson skáld; Matthias Þórðarson fv. þjóðminja vörður; Björgúlfur Ólafsson Iæknir; Guðmundur Hannesson fv. bæjarfógeti; Sigfús M. John- sen fv. bæjarfógeti; sr. Sigur- björn Á. Gíslason; sr. Jóhann Briem; séra Þórður Oddgeirsson; Ólafur Lárusson prófessor; Geir Zoega fv. vegamálastjóri; Þor- steinn Þorsteinsson fv. hagstofu- stjóri; Magnús Gislason fv. skrif- stofustjóri; Guðmundur Thorodd- sen prófessor; Gisli Sveinssson fv. sendiherra. Neðri röð, talið frá vinstri til hægri: Ólafur Þorsteinsson, Iæknir; sr. Jón Brandsson fv. prófastur; sr. Magnús Þorsteinssson; sr. Vil- hjálmur Briem; sr. Friðrik Frið- riksson; Árni Thorsteinson tón- skáld; Halldór Jónasson fv.full- trúi; Jónas Kristjánsson læknir; Þorbjörn Þórðarson læknir, sr. Guðbrandur Björnsson fv. próf- astur. (Ljósm. Pétur Thomsen) vík, almennan fund í Sjálfstæðis- húsinu vegna skrifa hms rúss- neska blaðs og hefst hann kl. 2 síðd. Efni fundarins er: Öryggi l»- Iands og hótanir Rússa og verð- ur Bjarni Benediktsson máls- hefjandi. — Er ekki að efa, að fundur þessi verður hinn fjöl- mennasti, því að marga mun fýsa að heyra hvað Bjarni Benedikts- son fyrxv. utanríkisráðherra hef- ur að segja um hinar ósvífnu hótanir Rússa, enda eru þessi tíðindi aðalumhugsunarefni allra íslendinga í dag. — Er Sjálf- stæðisfólk eindregið hvatt tii þess að mæta á fundinum. Kallarar til notk- unar á slysstað NÝLEGA komu á skrifstofu Slysavarnafélagsins, formaður, gjaldkeri og varaformaður kvennadeildarinnar í Reykjavik og afhentu Slysavarnafélaginu 30 þúsund krónur, sem framlag deildarinnar til félagsins af nýaf- staðinni merkja- og kaffisölu. Sú ósk fylgdi þessu íramlagi að keypt yrðu björgunartæki fyr ir þessa peninga, meðal annars mjög hentug tegund kallara til notkunar á björgunarstað, en þessir kallarar hafa reynzt mjög vel til að koma þráðlausum skila boðum milli skipa og lands og myndu því geta komið að miklu gangi á strandstað. Konurnar í kvennadeildinni í Reykjavík hafa verið mjög dug- legar við fjáröflun til slysavarna á þessu ári eins og alltaf áður. Halda þær einnig uppi öflugu og skemmtilegu félagslífi sem er mjög til fyrirmyndar. (Frá S.V.F.Í.) Aðalfundur Má!- arameistarafélags Reykjavikur AÐALFUNDUR Málarameistara- félags Reykjavíkur var haldinn 6. þ. m. í Tjarnarcafé. Formaður félagsins, Jón E. Ágústsson, flutti skýrslu um starf semi félagsins sl. ár, sem var hið 29. í röðinni. Gjaldkeri las upp endurskoðaða reikninga íélagsins og voru þeir samþykktir. í skýrslu sinni ræddi formaður nokkuð hin stærri verkefni á ár- inu, svo sem verðskrármál og at- vinnumál, og einnig um sam- skipti við sveinana, en málara- sveinar sögðu upp samningurr* við félagið frá og með 1. des sh, og hafa samningar ekki tekizt enn þá. Þó er ekki um verkfall að ræða. Varðandi starfsemina út á við, má geta þess m. a. að félagið átti fulltrúa á Iðnþingi íslend. inga og einnig sendi það fulltrúa á þing norrænna málarameisara. Stjórn félagsins var öll endur. kjörin og skipa hana þessir menn; Formaður, Jón E. Ágústssson. Varaformaður, Sæmundur Sig. urðsson, ritari Jökull Pétursson, gjaldkeri Halldór Magnússon og aðst. gjaldkeri Hreiðar Guðjóns- son. — Endurskoðendur eru Ás- geir J. Jakobsson og Vilhelm Hákansson. Ritstjóri Málarans ef Jökull Pétursson. Yeðrið Suð-vestan kaldi, skúrir wgiittlrlðfrifr 88. tbl. — Sunnudagur 14. april 1957. Reykjavíkurbréf er á Us. 1L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.