Morgunblaðið - 02.06.1957, Side 1
12 síður
44. árgangur
122. tbl. — Sunnudagur 2. júní 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretar sprengdu öflugustu kjarn-
orkusprengju sem nokkru sinni
hefnr verið gerð
LUNDÚNUM, 1. júní. — Einkaskeyti frá Reuter.
TALIÐ er að vetnissprenging sú, sem Bretar framkvæmdu
skammt frá Jólaeyju í gærdag, hafi verið öflugasta
sprenging, sem gerð hefur verið fram til þessa á jörðinni.
Fréttamenn, sem fengu að vera viðstaddir, segjast ekki geta
lýst með orðum þeirri stórkostlegu og óhugnanlegu sjón,
er fyrir augun bar.
Miller sekur
Washington 31. maí —
Frá Reuter—NTB.
Bandaríski leikritahöfundur-
inn Arthur Miller, sem kvænt-
ur er hinni frsegu Marilyn Mon-
roe, var í dag fundinn sekur um
að hafa sýnt bandaríska þjóð-
þinginu lítilsvirðingu. Niðurstað-
an var tilkynnt eftir að dómstóll
hafði fjallað um málið. Lítils-
virðingin var í því fólgm, að
Miller hafði neitað að svara
spurningum sérstakrar nefndar
þingsins, sem vildi fá að vita um
nöfn manna, sem áttu að hafa
sótt fundi kommúnista með Mill-
er fyrir 10 árum.
Sjómannadagurinn haldinn
hátíðlegur í tuttugasta sinn
Dvalarheimili aldraðra sjómanna
tekur til starfa i dag
■jr DAG er sjómannadagurinn, hinn 20. í röðinni. Verður þá Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna opnað, en það hefir hlotið nafnið
„Hrafnista". Sigurjón Einarsson, skipstjóri úr Hafnarfirði, er ráð-
inn framkvæmdastjóri þess. — Margvísleg hátíðahöld eru fyrirhug-
uð og fara þau fram við Dvalarheimilið.
Kl. 8 árdegis verða fánar dregn
ir að hún á skipum í höfninni og
árdegis fer fram sala á merkjum
sjómannadagsins og Sjómanna-
blaðinu. Kl. 10 verður kappróður
og sund í Reykjavíkurhöfn.
Rússneskur
gervihnöttur
MOSKVA, 1. júní: — Rússar
hafa ákveðið að' senda fyrsta
gervihnöttinn upp í háloftin
þegar á þessu ári. Er frá þessu
skýrt i grein sem formaður
rússnesku vísinda-akademí-
unnar Alexander Nesmeyanov
ritar í Pravda.
Það er sagt í greininni, að
hnettinum verði skotið upp í
nokkurra hundraða kílómetra
hæð og muni hann þá fara sína
braut kringum jörðina.
Greinargerð þessi vekur at-
hygli m. a, vegna þess að
fyrir nokkrum dögum til-
kynntu Bandaríkjamenn, að
þeir hefðu orðið að fresta til-
raun sinni með gervihnött
vegna þess að ekki hefði enn
tekizt að leysa ákveðin tækni-
leg atriði. — Reuter.
Kl. 14,00 hefjast aðalhátíðahöld
in. Verður fyrst minnzt drukkn-
aðra sjómanna, við Dvalarheimilið.
Guðmundur Jónsson syngur með
undirleik Lúðrasveitar Reykjavík-
ur, síra Bjarni Jónsson vígslubisk
up minnist drukknaðra sjómanna,
en að því búnu ríkir þögn og þá
lagður blómsveigur á leiði óþekkta
sjómannsins í Fóssvogskirkju-
garði.
Síðan flytja ávörp: forseti Is-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
borgarstjórinn í Reykjavík, Gunn-
ar Thoroddsen. Lúðvík Jósefsson,
sjávarútvegsmálaráðherra, Ólafur
Thors, fyrrverandi forsætisráð-
herra og Ríkarður Jónsson, stýri-
maður. Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur á eftir ávörpunum. — Fer
þá fram verðlaunaafhending fyrir
íþrótta- og björgunarafrek. — Síð-
an leiður lúðrasveitin þjóðsönginn
og að því búnu verður Dvalarheim
ilið til sýnis fyrir almenning.
1 kvöld kl. 21,00 hefst dans á
palli við Dvalarheimilið og kl.
21,30 skemmtir Þjóðdansafélag
Reykjavikur. Ókeypis aðgangur
verður fyrir alla þá er bera merki
dagsins.
Stjórn sjómannadagsins skipa:
Henry Hálfdánarson, formaður,
Þorvarður Björnsson, gjaldkeri,
Isleifur Guðmundsson, ritari. —
Varastjórn Sigurjón Einarsson,
varaformaður, Theódór Gíslason,
vararitari, Bjarni Bjarnason, vara
gjaldkeri.. Til aðstoðar stjórninni
í sambándi við Dvalarheimilið eru
þeir Hallgrímur Jónsson og Garð-
ar Jónsson.
Ræða Krúsjefís
„gengur aftur“
í Peking
FRÉTTARITARI Reuters Da-
vid Chipp hefur að undan-
förnu verið á ferðalagi um
Kína. í gær sendi Reuters-
fréttastofan út skeyti frá hon-
um um merkilegan atburð
sem gerðist í Háskólanum í
Peking, þegar Chipp var stadd
ur í borginni.
Morgunn einn höfðu verið
festir upp á tilkynningatöflur
háskólans fjölritaðir útdrættir
úr hinni leynilegu ræðu Krú-
sjeffs um Stalin á 20. flokks-
þinginu. Með útdráttum þess-
um voru settar fram kröfur
um að kínverska stjórnin hlut
aðist til um að ræða Krúsjeffs
yrði birt í heild, alveg eins og
Bandaríkjastjórn hefði látið
birta hana á ensku.
Talið er að þetta sé í fyrsta
sinn, sem kaflar úr ræðu Krú-
sjeffs eru birtir opinberlega I
Kína og vöktu þeir mikla at-
hygli meðal stúdenta.
MEÐ LOKUÐ AUGU
SKÖMMU áður en spreng-
ingin varð, segir fréttamaður
Reuters var okkur öllum skip-
að að snúa baki í sprengistað-
inn og grúfa okkur niður, þvi
að ekkert mannlegt auga má
sakir hættulegra geisla líta
þann hræðilega atburð sjálfan,
þegar vetnissprenging verður.
Ég herpti augun aftur, en
þrátt fyrir það birti mér fyrir
sjónum, þegar atburðurinn
gerðist. Við fundum sprengju-
bylgjur og geysilegur hávaði
heyrðist eftir nokkra stund.
í 40 MÍLNA FJARLÆGÐ
Fréttamaður Reuters skýrir
svo frá:
— Við blaðamennirnir fengum
að fylgjast með tilrauninni og vor-
um staddir á skipi um 40 mílur frá
sprengistaðnum. Við sáum fyrst
þegar Valiant sprengjuflugvélin
flaug tvisvar yfir sprengistaðinn
til að þreifa fyrir sér um hæð og
fjarlægð. í þriðja skiptið sem hún
renndi sér yfir, var okkur sagt,
að nú myndi það gerast.
Allir blaðamennirnir höfðu ver-
ið klæddir í sérstakan búning til
varnar hætulegum geislum. Þeir
Ivoru og látnir smyrja andlit sitt
með varnarkremi og fyrir augum
höfðu þeir þykk gleraugu, sem
hafa þann eiginlekia að hrinda frá
sér geislum.
ENGIN ORÐ FÁ LÝST
10 sekúndum eftir að spreng
ingin var framkvæmd var okk
ur leyft að snúa okkur við og
bar þá fyrir augun hina hrika-
legustu sjón, sem engin orð
Coty lýsti yfir harmi og við-
bjóði frönsku þjóðarinnar á slík-
um aðgerðum. Árás þessi hefði
verið skipulögð fyrir fram með
köldu blóði, af þeim sömu upp-
reisnarforingjum, sem fyrir
nokkrum dögum mikluðust af
því að hafa látið myrða Chagall,
einn af helztu áhrifamönnum
Serkja í Alsír.
fá lýst til fulls. Risavaxinn
mökkur þeyttist upp í háloft-
in. Hann var hvítgrár á lit eg
þó eins og eldglæringar í hon-
um. Á eftir honum komu gufu
strókar sem stóðu marga kíló-
metra í loft upp og voldugur
hringlaga gufumökkur þeytt-
ist á eftir reykmökknum upp
í háloftin.
Valiant sprengjuflugvélin hafði
kastað sprengjunni út í fallhlíf í
mikilli hæð. Flugvélin hafði hafði
50 sekúndur til að komast undan.
Önnur flugvél af sömu gerð kom
á eftir og fór hún fram hjá reyk-
mekkinum skömmu eftir að spreng
ingin varð, til að gera vísindaleg-
ar mælingar. Báðar voru flugvél-
arnar hvítmálaðar og búnar vam-
arglerjum til að draga úr hita og
hindra geislaverkun.
LÍTIL HÆTTA AF
GEISLAVIRKU RYKI
Hinn vísindalegi yfirmaður til-
raunanna Mr. Cook, skýrði blaða-
mönnum frá því að ekkert geisla-
virkt ryk myndi falla frá þessari
sprengju fyrst í stað. Allt slíkt
efni þyrlaðist upp í háloftin og
myndi ekki falla fyrr en eftir
heilt ár. Á beim tíma hefur geisla-
vii’kni þess eyðst og telur Mr.
Cook að þessi sprengja verði ekki
til að auka neitt verulega geisla-
virkni andrúmsloftsins.
Blaðamaður
dœmdur til dauða
NÍKÓSÍU, 1. júní: — Ungur
blaðamaður Nicos Sampson, 22
ára að aldri, var í dag dæmdur
til dauða af dómstóli í Níkósíu.
Sök hans var að hafa borið vopn.
Hann var handtekinn fyrir
nokkrum vikum með smávél-
byssu og hafði hann m. a. skotið
úr byssunni á brezkar lögreglu-
sveitir. í síðustu viku sýknaði
dómstóll hann af morði eins lög-
reglumannsins, þar sem ekki
þótti sannað, að byssukúlan hefði
komið frá honum. — Reuter.
Hann benti á það í ræðunni,
að það væri ekki evrópskum
mönnum sem stæði mestur stugg-
ur af hermdarverkunum, heldur
öllu fremur friðsömum Serkjum,
sem væru kúgaðir og hraktir af
hermdarverkaflokkunum. Gat
hann þess að á stuttum tíma
hefðu uppreisnarmenn myrt 5000
múhameðstrúarmenn í Alsír.
Enn hermdarverk í Alsír
ALSÍR, 1. júní. — Einkaskeyti frá Reuter.
S.L. NÓTT voru enn unnin hræðileg hermdarverk í Alsír og
að þessu sinni í vesturhluta landsins. 35 manns, bæði af serknesk-
um og evrópskum uppruna voru pyndaðir og myrtir af hermdar-
verkamönnum.
Atburður þessi gerðist í skógarhöggsbúðum. Kom fjölmennur
flokkur hermdarverkamanna að þeim og sló hring um svefnskála.
Þar voru 27 serkir. Voru þeir teknir hver á fætur öðrum, píndir
og myrtir. Á meðan fór annar hópur hermdarverkamanna og myrti
8 Evrópumenn, sem voru þar skammt frá.
Coty lorseti lordæmir
hryðjuverkiifi í Alsír
PARÍS, 1. júní.
RENÉ COTY Frakklandsforseti flutti ræðu í franska útvarpið í
tilefni þess hörmulega atburðar, sem gerðist fyrir nokkrum
dögum, þegar sveitir hermdarverkamanna lögðu þorp eitt í austur-
hluta Alsír í eyði og myrtu alla karlmenn þorpsins, 300 talsins.