Morgunblaðið - 02.06.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 02.06.1957, Síða 3
Sunnudagur 2.júnf1957 MORGVNBLAÐ1Ð S Skálholtsstaffur (kirkja Brynjólfs biskups). Þórir Þórbarson, dósenf: Rödd Skálholfs l3r verinu Tognrainir Tíðin var góð til togveiða, enda vart við öðru að búast, úr þvi þessi tími er kominn. Skipin hafa verið til og frá fyrir vestan, en þeim hefur fjölgað sem eru að veiðum við Grænland, og gerir það karfinn, sem er tekinn að veiðast þar. Hinn ágæti þorskafli, sem var fyrir vestan ,hefur mjög minnkað frá því, sem var í síðustu viku, eins og landanir þeirra skipa, er voru fyrir Vesturlandi, bera með sér. Þó var reytingsafli á Horn- bankanum og voru norðlenzku skipin þar. Hins vegar hafa skip- in verið að fá ágætisafla, fyrst á Jónsmiðum og síðan á Fylkis- miðum, hvorttveggja við aust- urströnd Grænlands sem kunnugt er. Komu fyrstu „karfaskipin" jnn fyrir helgina með fullfermi. Aflinn var því betri sem sunnar dró. Eitthvað var hér um nýjar bleyður að ræða. Sem dæmi upp á það, hve góð- ur karfaaflinn var þarna til að byrja með, má geta þess, að Brim- nes, sem var í fiskleit, eins o<* áður er getið .sprengdi „trollið" eftir 5 mínútna tog. Jón forseti. sem veiddi í salt, en var þó með nokkuð af ís, snéri sér þeg- ar að karfaveiðunum og fékk á skömmum tíma 200 lestir, en þá var ísinn þrotinn og haldið heim. Skip þau, sem hafa veitt í salt, hafa fengið misjafnan afla og sum ágætan. FISKLiANDANIR tn. dag. Jón Þorláksson . .... 270 15 Hvalfell .... 203 11 Askur .... 239 11 Neptunus .... 328 15 Jón forseti . um 220 10 Brimnes . um 230 15 Bátornii ÞaS hefur verið reytingsafli á handfæri, þegar næði hefur ver- ið, en heldur hefur verið ónæðis- lamt þessa viku. Það má ekkert vera að veðri, þessir litlu bátar standa ekkert á, ef ekki er logn. ÍSLENDINGAR LEGGJA LÍNU VIÐ GRÆNLAND Sagt er, að togarinn Brunnes hafi lagt línu með 500 krókum við Grænland og fengið á annað hundrað þorska. Þætti það góður afli hér, ef fiskur stæði á þriðja eða fjórða hverjum krók. Akranes Síldveiði var ágæt framan at Vikunni, 100—200 tunnur á dag hjá bát, en síðarihluta vikunnar var mjög lítil veiði, 20—40 tunn- ur á skip. Kenna menn um stór- straumnum, en þá vilja netin leggjast hálfflöt í sjónum og á þeim er þá alls konar önnur óreiða. Bjarni Ólafsson kom af Græn- landsmiðum síðastliðinn sunnu- dag með 323 lestir, mest þorsk- ur, lítið eitt af karfa. Var aflinn bertur nema karfinn. Keflovik Það var dauft yfir síldveiðun- um síðustu viku, sérstaklega þó seinnihluta hennar. Mánudag og þriðjudag var þó dágóð veiði. Einstaka bátur fékk þó góða lögn alla dagana. Þeir bátar, sem norður ætla, eru sem óðast að hætta veiðum. Er mikill vorhugur í mönnum í sambandi við norðanlandssíldina, hafa margir hug á að komast snemma af stað og fyrr en vant er, helzt ekki seinna en um 20. júní. Það er enginn afli nema síld- in, þótt reynt sé með færi og línu á heimamiðum, fæst lítið sem ekkert. Vesfmannaeyiai Milli 20 og 30 bátar stunda nú humarveiðar og hafa aflað sæmi- lega. Er þetta mikil atvinnubót, og væri nú mjög lítið um at- vinnu, ef ekki væri þessum veiði skap til að dreifa. Nokkrar trillur róa með línu og handfæri og hafa aflað sæmi- lega, allt upp í 2000 kg. yfir dag- inn. Fyrstu bátarnir ætla norður á síld um miðjan júní, en flestir munu þó ekki fara fyrr en um tuttugasta. Kappróður hefur verið æfðu* af miklu kappi fyrir sjómanna daginn undanfarna daga. Eggjataka stendur nú yfir. Var farið í Skerið í fyrradag. Annarf er eggjataka ekki orðin nema svipur hjá sjón borið saman við pað, sem áður var. Fjallamönnunj fer nú ört fækkandi. STÆRRA FRIÐUNARSVÆÐI Um nokkurt skeið hefur verið hljótt um stækkun friðunarsvæð- isins, og verða þeir menn, sem hafa forystu þjóðarinnar í því máli, aldrei um of minntir á að halda vöku sinni. Vertíðin í vetur hefur betur en nokkru sinni fyrr leitt í ljós nauðsyn þess að færa út friðunar- línuna. Öllum er ljóst eftir þessa vertíð, að bátaflotinn verður að fá stærra svæði verndað fyrir togaraveiði. Bátaflotinn er orðinn svo mikill, að þótt einhver fisk- Ur slæðist inn fyrir togarahring- inn, sem umlykur bátamiðin, er þetta upp urgað um leið. Það er ótrúlegt, en samt er það svo, að fiskifræðingar halda því fram, að ekki komist nema 50—60% undan af þeim fiski, sem gengur á miðin á hverri vetr arvertíð. Sennilega er það enn minna, sem sleppur á vertíð eins og í vetur. Sjá allir, hve gengdar laus rányrkja hér er á ferð. 12 mílna friðunarsvæffi er kraf an sem kunnugt er og landgrúnn- ið sem lokatakmark. IIÆKKUN Á SÍLDARVERÐINU NORÐANLANDS^ mun ýta undir margan mann- inn að fara norður, bæði útgerð- armenn og sjómenn. Bræðslusíld- in hækkar sem kunnugt er úr 80 krónum málið í 95 krónur og salt- síldin úr 120 krónum tunnan í 130 krónur. Það er auðvitað ekki nema allt gott um þessa hækkun að segja, en minna má á, að verð- ið á norðansíldinni hefur engan veginn fylgt eftir verðinu á öðr- um fiski eða síldinni sunnanlands. Enda hefur það verið svo undan- farið, að þótt menn hafi fengið sæmilegan afla eins og gerist nú orðið, hefur útgerðin komið heim með tap og hlutur sjómannsins hangið í því að losa lágmarks- trygginguna. Útgerðarmenn og sjómenn hafa séð, að hverju fór í þessum efn- um, og hefur símskeytum rignt yfir stjórnina með áskorunum um að gera ekki ver við þá, sem síldveiðar stunda fyrir Norður- landi en þá, sem veiðar stunda syðra. Og nú hefur teningunuro verið kastað og síldarverðið kunn gert. Það jafnast auðvitað ekki á við sunnanlandsverðið, þá hefði málið átt að vera kr. 110.00, engu I að síður hefur sú alda, sem reis .-neðal útgerðarmanna og sjó- manna fyrir hækkuðu verði á norðansíld, haft hin mikilvæg- ustu áhrif. VAXANDI SKILNINGUR Á VERND FISKISTOFNSINS Englendingar áforma nú .ráð- stefnu meðal hinna 7 þjóða, sem veiða síld í Norðursjónum, í því skyni að ræða um friðun stærstu hryggningarsvæðanna í Ermar- sundi í nóvember og desember til sameiginlegra hagsmuna fyrir þessar þjóðir. Hve lengi á Selvogsbankinn, mikilvægasta hryggningarsvæði við ísland að vera ofurseldur rán yrkjunni? MIKIL SÍLDARKAUP Vestur-Þjóðverjar fluttu á síð- asta ári inn 68 þúsund lestir af síld, eða álíka magn og öll freð- fiskframleiðsla íslendinga og þó heldur betur. Stærstu innflytj- endurnir voru Norðmenn með 31 þús. lestir, þá Danir og Hollend- ingar með sínar 11 þús. lestirnar hvor. MIKILVÆGUR veiðiskapur Það hefur nú verið samið við ríkisstjórnina um, að fryst síld skuli njóta sömu uppbóta og þorskurinn. Verður nú greitt fyrir síld til frystingar kr. 1,20 kg. Gildir þetta samkomulag ár- ið út. Jafnframt hefur verið samið I um uppbót á bræðslusíld fram til miðs júní, svo að hægt verður að greiða kr. 0,85 fyrir kg. til útgerðarinnar en ætlunin er að greiða sjómönnum kr. 0,90 kg. Þetta mun skapa mörgum út- gerðarmanni aðstöðu til þgss að stunda þessar veiðar, sem ekki hefur aðstöðu til þess að fara norður, og sjómönnum góðat tekjur, ef veiðin verður áfram eins og hún hefur verið í vor. Að vísu hefðu menn kosið að fá sama verð fyrir bræðslusíld og síld til frystingar, en því var ekki að heilsa, enda varla við því að búast. Það er trúlegt, að samkomulag petta verði framlengt, þegar það rennur út 15. júnf, svo að ekki verði stöðvun á þessum veiði- skap, en tímatakmark þetta mun vera sett með tilliti til norðan- landsveiðanna. BANKARNIR HÆTTA ÚTLÁNUM A FREÐSÍLD Banlcarnir munu hafa hætt út- lánum á freðsíld, á meðan ekki hefur tekizt að selja meira magn en þau 500 tonn, sem búið er að selja til Tékkóslóvakíu. Nú mun vera búið að frysta um 2000 lestir af síld, en ætlunin var að frysta upp í 3000 lestir. Síldar- frysting mun nú stöðvast að mestu. Það er útlit fyrir að hægt verði að selja í ár 8000 til 10.000 lestir af frosinn síld fyrir um 25 millj. króna, eða sem svarar um 20% af freðfiskframleiðslunni. • MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Rockefeller-sjóðurinn hefur á- kveðið að veita Kaupmannahafn arháskóla sem svarar % millj. króna til smíði hafrannsóknar- skips fyrir lífeðlisfræðistöðina í Helsingör. HUMARVEIÐI Mörgum bátum í Vestmanna- eyjum og hér syðra hefur verið veitt leyfi til humarveiði, og spá þær fréttir, sem borizt hafa af þessum veiðiskap, góðu um sæmi lega afkomu. Með humarnum veiðist jafnframt þó nokkuð af flatfiski. Humarinn selst í Bandaríkjun- um fyrir sæmilegt verð. RÆKJUVEIÐI hefur alveg stöðvazt í bili þar sem sala rækjunnar í Banda- ríkjunum hefur gengið treglega upp á síðkastið. Verðið á íslenzku rækjunni hefur verið mun hærra en hjá keppinautunum. Nú hef- ur það verið lækkað nokkuð, þótt ekki hafi þótt fært að keppa við Japani, sem hafa undanfarið ver- ið með rækju á markaðinum fyrir ótrúlega lágt verð. Framh. á bls. 11 ÉG ÁTTI leið í Skálholt fyrir fáum dögum, hafði ekki komið þar síðan 1951. Sólfar var en litir bjartir eftir morgunskúrir. Mikil breyting var á orðin um ytri búnað staðarins, þótt ekki sé hann kominn nema í aðra ermina á hinum nýja skrúða sín- um, kirkjan í smíðum, „embættis- bústaður" að mestu fullgerður, byggingarefni og geymsluskúrar á túninu, mikið unnið og af kappi Undir ötulli forsjá Guðjóns Arn- grímssonar byggingarmeistara. Það er vel, að hafizt hefir ver- ið handa í Skálholti, og þökk sé þeim hinum mörgu, er stuðlað hafa að viðreisn staðarins. Ég hygg, að engum sé óréttur gjörr, þótt ég segi, að næst ríkisvald- inu, er féð veitti, beri mestar þakkir þeim mönnum, sem vöktu þjóðina til vitundar um skyldur hennar við Skálholt og endur- reisn þess sem kirkjulegs höfuð- bóls, prófessor Sigurbirni Ein- arssyni og stofnendum Skálholts- félagsins og deilda þess. Grein- ar próf. Sigurbjörns í tímariti hans, Víðförla, (sem nú, illu heilli, er hætt að koma út sök- um fjárskorts) og annarra manna, er í ritið rituðu um málið, svo og hinar fjölsóttu, árlegu Skál- holtshátíðir, er félagið gekkst fyr ir, vöktu heilt stifti, og barst orðið frá manni til manns, að ekki væri Skálholti samboðinn minn- isvarði um liðna sögu og gengna frægð, heldur skyldi það að nýju taka sinn sess í lífi þjóðarinnar, verða kirkjuleg miðstöð, athvarf og hæli margháttaðs athafnalífs vaknandi kirkju meðal vaxandi þjóðar. Nauðsyn þessa sáu ekki allir, sem ekki var von, og sjá ekki enn þéir menn, sem er ókunr.ugt um hina fjölþættu starfshætti kirkjunnar í þeim löndum, þar sem hún starfar af fullum þrótti. Fyrir liggur einróma samþykkt nefndar kjörinnar af presta- stefnu til þess að gera tillögur, um Skálholt og er hún á þá leið, að landinu verði skipt í þrjú biskupsdæmi, Skálholts, Hóla og Reykjavíkur (Vesturlands). En ekki mun öllum ljós nauðsyn þeirrar framtíðarlausnar, er búi þannig að hverjum biskupi, að hann geti rækt hið hefðbundna starf biskups að hafa á hendi fullt og óskorðað eftirlit og stjórn, að vera kennari og andlegur for- ystumaður kirkjunnar í sínu stifti. Við höfðum tvo biskupa í land- inu fram á aldamótin 1800, en þurfum nú aðeins einn, þótt fólks fjöldinn hafi þrefaldazt síðan biskupsdæmin voru tvö. Sam- göngur hafa batnað og einum biskupi ekki ofætlun að fara -um landið allt í bíl, segja menn, enda þótt engum biskupi hafi enzt ævin til þess að heimsækja alla söfnuði landsins. Og enn segja menn: Með öðrum þjóðum er umdæmi eins biskups fjölmenn- ara en allt fsland, hví er einn ekki nógur hér? Og í þessum dúr halda menn áfram og miða við höfðatöluna eina, enda.. erum við gáfaðasta þjóð heims miðað við fólksfjölda. En það sér hver maður, að prósenttalan er ekki til allra hluta einhlít. Hvað skyldum við þurfa margra ráð- herra við í ráðuneyti íslands, ef miðað væri við ráðuneyti henn- ar hátignar Bretadrottningar? „Miðað við fólksfjölda" ætti okk- ur að nægja brot úr ráðherra, svo sem önnur stóratáin. En meðal annarra orða.veit raun ar enginn til hlítar, hvað á að verða í Skálholti. Þingsályktun síðasta Alþingis hrekkur skammt til þess að skera úr málum, því að ekki er þar gert ráð fyrir, að flutt verði skrifstofa biskups, enda ekki séð fyrir endann á því, hvað yrði um samband ráðuneyt- is og biskupsskrifstofu, ef það yrði gert. Samt kann svo að fara, að framtíðin sýni að hér hafi ver ið stígið spor í rétta átt, og skal ég ekki um það dæma. Ég bið þess aðeins, að Guð gefi vizku og speki og framar öllu fram- sýni þeim mönnum, er fram úr þessum málum eiga að ráða, að ekki gleymist meginstefnan'. að Skálholt verði kirkjuleg miðstöð fyrir aðkallandi námskeið, kirkju leg og guðfræðileg þing og annað lífrænt starf, andlegur aflgjafi til uppbyggingar og viðreisnar þjóðlífi kristins lands. Það er og verður takmarkið. Þegar komið er í Skálholt, tal- ar sagan sínu ómyrka máli um afl þess vogaráss, sem er utan vandræða og úrræðaleysis mann- legs lífs og megnar að lyfta því og hefja það til æðra og heilla lífs, eins og nýlega var komizt að orði. Á rödd Skálholtssögu skyldu menn hlýða, ekki sízt nú, þegar glymur í eyrum og svíður í aug- um af ysi og ljósagangi nútíma- lífsins með sveiflum þess og á> hyggjusömu hengiflugshlaupi. Menn kenna rótleysisins og eirð- arleysis gelgjuára þjóðar, sem í þúsund ár bjó ein við voga blárra fjalla og hraunmosans, er hann kemur grænn undan snjónum, — en vaknaði einn morgunn við véladyn og hefir æ síðan reynt að átta sig á því, að ný öld er runnin, nýr tími hafinn á þessu landi og ný úrlausnarefni segja til sín, er enginn kann á full skil, því að enginn hafði fyrri séð þeirra nokkurn stað. Á slíkum tímum er framar öllu nauðsynlegt, að menn leggi við hlustir, heyri innri rödd, rödd sögunnar og rödd Guðs. Hvert heldur þú? í Skálholti er ekkert sjáanlegt ytri augum, er lýsi fornri frægð. Hún er öll horfin. Skálholt talar ekki til gestsins um sjálft sig eða eigin fyrri frægðarljóma. Rödd Skálholts prédikar Guðs dýrð, Guðs miskunn, náð Guðs, sem hvílt hefir yfir lýð hans og mun sjá honum' borgið, þótt himnarnir hrynji. Skálholt talar sínu máli um það, sem eitt varir, því að „grasið visnar, blómin fölna, en Orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega“. Þessu máli tala klukkurnar þrjár, gjöf norrænna presta, tákn bræðrabands krist- inna þjóða í norðri, er unaðs- ríkir hljómar þeirra berast yfir blómleg tún og litbjartar heiðar í Skálholti ausUir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.