Morgunblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 7
Sunnudagur 2. júní1957 WOR CTINTtT 4T)1Ð 7 Reykjavíkurbréf : Laugardagur 1. júní Sjómannadagurmn - Áðalfundur Gimskíps - Ólíkt veðurfar ~ Balkanstjórnhættir - Úr þrælabúð- um - Framsaga Björns Jónssonar - Sjálfsblekking Þórarins - Frægt í tveim þjóðlöndum - Hugar- farslvsing Gylfa - Betri hlið Gylfa - Áhrifalausir á Alþingi - Uppgjöf Lúðvíks - Alþingisslit Sjómannadagurinn SJÓMANNADAGURINN er nú orðinn einn af helztu hátíðis- dögum ársins. Allir Islendingar sameinast um að heiðra eina af öndvegisstéttum þjóðarinnar. — Sjósókn er ekki aðeins merki áræðis og dugnaðar heldur und- irstaða velgegni okkar og fram- fara. Að þessu sinni er sérstök ástæða til fagnaðar, þar sem Dvalarheimili aldraðra sjó- manna verður nú opnað. Með byggingu þess hefur mikið afrek verið unnið og óskar Morgun- blaðið aðilum innilega til ham- ingju með þann áfanga, sem náð hefur verið. Aðalfundur Eimskips t DAG er aðalfundur Eimskipa- félags Islands. Ekki leikur á því vafi, að aldrei hefur verið stofn- aður þarfari félagsskapur hér- lendis en Eimskipafélagið. Um það þarf ekki að fjölyrða. En fátt sýnir betur ógiftu núver- andi valdhafa á íslandi en að þeir hafa í aðalmálgagni sínu hælzt um yfir, að „Eimskip tap- ar“ og ætla jafnframt að leggja sérstakan refsiskatt á þá, sem með mestum framlögum hafa átt þátt í að byggja upp þetta þjóð- þrifa-fyrirtæki. Ólíkt veðurfar SJALDAN verður þess eins vart og á vorin, ef farið er í skyndi til suðlægari landa, hver munur er á veðurfari og gróðri hér og þar. Sá, er þetta ritar, flaug um síðustu helgi til Osló. Þegar héð- an var farið var rysju-veður, tún að vísu orðin græn en útjörð að mestu með vetrar-svip. í Noregi var veðurblíða svipuð því sem bezt er hér um hásumar, jörð græn og skógar laufgaðir. Hið fyrsta, sem sjá mátti í norskum blöðum, var mynd af hinum nýja sendiherra íslands í Osló, Haraldi Guðmundssyni og fjölskyldu hans. Hann hafði komið sama morguninn með skipi frá Kaupmannahöfn. í blöð- unum var honum vel tekið og lögð áherzla á, að hann hefði ætíð verið eindreginn á móti kommúnistum. En úti þar þykir það gegna hreinni furðu og vera þjóðinni til lítils sóma, til hví- líkra valda kommúnistar hafa verið leiddir á íslandi. Er því eðlilegt, að fram sé tekið um þá, sem vel á að gera við, að þeir séu ekki úr hópi kommúnista eða þeirra, sem nú hafa ýtt þeim til frama. Balkan-stjórnhættir HVORT sem það er af áhuga eða hæversku gera erlendir menn sér oft tíðrætt við íslendinga um at- burði á íslandi og kemur þá fram, að þeir hafa veitt furðu mörgu athygli af því, sem hér er að gerast. I rabbi manna á milli heyrðist t. d. að tiltektir stjórn- arliðsins hér í bankamálum þóttu meira minna á aðfarir stjórn- valda í Balkan-ríkjunum en þá hætti, sem tíðkast með Norður- landa-þjóðum. Á sama veg undr- uðust menn mjög, að kommún- istar skyldu vera meðal forseta þingsins. Auðvitað hafa erlendir menn um fleira að hugsa en þetta, því að hver þjóð hefur nóg með sig og sinn vanda, en þessa tóns verða menn sem sagt mjög var- ir hjá þeim, er eitthvað reyna að fylgjast með íslandsmálum. En þekking á þeim er að von- um mjög í molum. Sumir vita ótrúlcgustu hluti héðan, svo sem Finni nokkur, sem aldrei hafði hingað komið. Hann vissi nöfn á helztu skipum, sem sigla hér á milli landa og lét uppi undrun sína á því, að á íslandi mætti ekki drekka öl eins og í öðrum löndum. Annar spurði þess, hvort hér væri nokkur fjöll eða grjót. Þegar honum var sagt, að af fáu væri meira til á íslandi, kom í ljós, að fyrir honum vakti, að hér mundi að mestu vera sam- felld hraunbreiða. Þó að frá þessu sé sagt til gamans, er á- stæðulaust að býsnast yfir þeim misskilningi, vegna þess að þekk- ing okkar ú öðrum löndum, þótt stór og þýðingarmikil séu, er oft af ærið skornum skammti. Úr þrælabúðum ÁNÆGJULEGT var að heyra það, sem Svíi nokkur, sem kom beint frá Varsjá, sagði um vax- andi frjálsræði og sjálfstæði Pól- verja. Frásögn hans kom mjög heim við það, sem Einar Ás- mundsson í Sindra hefur lýst hér í blaðinu. Yfirráð Rússa hafa rén- að í landinu og líf manna að sama skapi fengið á sig vestrænan menningarblæ. Svíi þessi hafði farið til Pól- lands á vegum Rauða krossins sænska til að kanna, hvað hægt væri að gera til hjálpar fjöl- mörgum Pólverjum, sem nýlega hefur verið sleppt úr þrælabúð- um Rússa. Þó að það sýni bjarg- ir eru óhjákvæmilegur þáttur stjórnarfars kommúnista. Án þvílíkra þvingunarráða geta þeir ekki haldið veldi sínu við. Fátt sýnir því betur niðurlæg- ingu íslenzkra valdhafa nú, en þegar sá húttur er hafður á stað- festingu alþjóðlegs samnings um bann við þrælabúðum, sem raun bar vitni um. í hugum flestra Islendinga er það bann svo sjálfsagt, að það nálgast að vera.óþarft. Samþykktin var því af okkar hálfu einungis formleg staðfesting á sjálfsögðum hlut. En meirihluti allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis fór svo að, að hann gerði Björn Jónsson að framsögumanni í málinu. Mann, sem er yfirlýstur línukommún- isti af verstu tegund. Einn þeirra, sem mundi hafa það eitt af sín- um fyrstu verkum, ef málstaður hans yrði um sinn ofan á, að reisa hér þrælabúðir og smala þangað ekki sízt þeim núver- andi samstarfsmönnum sinum, sem voru þau börn að gera hann að framsögumanni einmitt í þessu máli og settu þannig enn eina bót á sauðargæruna, sem komm- únistar nú breiða yfir úlfshár sín. eða bjánar. Sjónarmiðin eru ó- lík og mismunandi skoðanir eiga fullan rétt á sér. Frægt í tveim þjóðlöndum EN Þórarinn Þórarinsson iðkar stöðugt nagg í garð Morgunblaðs- ins og hefur nú fundið upp á því að reyna að koma sínum eigin ávirðingum yfir á það og hefur ekki kjark til að viður- kenna, þegar honum hefur sjálf- um yfirsézt svo hrapallega að frægt er orðið í tveim þjóðlönd- um. Það er fyrir sig að gera tillögu um að skipa ekki mann í ákveðna stöðu heldur láta hana standa auða. — Og lýsti það þó furðulegri vanþekkingu á eðli stjórnarliða nú, að þeir mundu láta svo girnilegan stól standa auðan sem sendiherrastóllinn í Kaupmannahöfn. Um það segir B. B. réttilega í Þjóðviljanum: „---------Hitt er annað mál, að okkur dugar einn vinnandi sendiherra á Norðurlöndum. Slík skipan mun þó eiga langt í land, enda skil ég fyllilega nauðsyn stjórnarvalda á því að hafa feita bitlinga til úthlutunar". Frá hátíðahöldum við Dvalarheimili aldraðra sjómanna fyrir tveimur árum. arleysi og fátækt Pólverja, að þeir þurfa á utanaðkomandi hjálp að halda í þessum efnum^ þá er það einnig vitni aukins' frjáls- ræðis, að þeir þora að þiggja hana hjá vestrænu ríki. Svíinn sagði ástand þess- ara frelsingja vera hörmulegt. Einum Pólverjanna, sem hann sjálfur talaði við, hafði t. d. verið sleppt úr hinum illræmdu Vor- kutafangabúðum austast í Síb- eríu 12. maí sl. Sjálfur hafði hann orðið að kosta ferðalag sitt heim til Póllands, — þó að hann fyrir nokkrum árum hefði verið fluttur ókeypis austur, — og nú ótti hann ekkert nema skyrtuna sem hann stóð í. Nokkuð hafði sá sagt viðurgerning í þrælabúð- unum batna eftir dauða Stalins og þó einkum eftir uppreisnina, sem þar varð, og bæld var nið- ur en hafði þau áhrif, að þræl- arnir voru ekki beittir sömu harð ýðgi og áður. Mikill fjöldi manna væri enn í þessum þrælabúðum, þ. á m. einkum margir, sem á sínum tíma hefðu verið kærðir fyrir samvinnu við Þjóðverja í stríðinu. En svo sem kunnugt er, fögnuðu margar milljónir Rússa í upphafi árás Þjóðverja, því að þeir vonuðu, að hún mundi losa þá undan kúgun kommún- ista. Framsaga Björns Jónssonar VIÐ íslendingar eigum mjög erfitt með að átta okkur á til- veru þrælabúðanna eða aðbún- aði manna þar. Vonandi verður ógæfa okkar aldrei slík, að þær verði reistar á íslandi. En þess er ekki að dyljast, að þrælabúð- Sjálfsbleltking Þórarins I ALLRI baráttu er það mikils vert að geta haldið eigin dóm- greind óhaggaðri og að missa ekki hina nauðsynlegu yfirsýn, svo að ákvarðanirnar séu byggð- ar á staðreyndum en ekki ósk- hyggju. Þetta tekst að vonum misjafnlega og viss einsýni verð- ur oft einkenni þeirra, sem lengi eiga í stöðugum erjum. Eiga þeir og e.t.v. erfitt að halda baráttu- kjarkinum við með öðru móti. Þórarinn Þórarinsson hefur nú um alllangt skeið þurft að gegna því þungbæra starfi að vera aðal- málsvari Framsóknar á ritvell- inum. Þórarinn vill eflaust vel, en hann tók við þeim arfi við Tímann, að málflutningur blaðs- ins hafði að sögu Framsóknar- manna sjálfra fremur miðazt við, hvort eitthvað „gæti verið satt“, en hvort það var satt í raun og veru. Þessa arfleifð hefur Þór- arni því miður ekki tekizt að losa sig við. Þeir, sem þetta sjónarmið hafa, blekkja ekki einungis aðra held- ur fyrst og fremst sjálfan sig. Öll atburða-rásin verður skökk í þeirra huga, allt er lagað svo til, að þeim sjálfum henti en mótstöðumaðurinn hafi ætíð rangt fyrir sér. Þetta er ekki rifjað upp vegna þess, að Morgunblaðið hafi á- nægju af því að gera lítið úr andstæðingum sínum eða eiga í persánulegum illdeilum. Því fer fjarri. Skammirnar og skæting- urinn þarf einmitt að hverfa úr íslenzkri blaðamennsku. Enda vex enginn af því að telja sjálf- um sér trú um, að andstæðing- arnir hljóti að vera lítilmenni Hitt er miður mikilmannlegt af ritstjóra Tímans að kannast ekki við, að tillagan um auða stólinn væri frá blaðinu sjálfu komin, heldur láta segja í opin- berri fréttatilkynningu í öðru landi, að það, sem stóð í alþekkt-» um ritstjórnar-dálki, hefði birzt þar sem hver og einn gæti komið skoðunum sínum að. Út yfir tók þó, þegar ábyrgð- armaður Tímans sagði í grein undir eigin nafni, að hann bæri ábyrgð á tillögunni og fullyrti jafnframt, að blaðið bæri enga ábyrgð á henni! „Hesturinn ber ekki það, sem ég ber“, sagði karl- inn, þegar hann batt pokann á bak sér áður en hann settist upp á hestinn. Er hægt að komast lengra í sjálfsblekkingunni en þetta? Sennilega er Þórarinn hér í góðri trú, því að sá, sem leggur stund á að blekkja aðra, lendir í því áður en varir að blekkja sjálfan sig mest allra. Á þessu þarf Þórarinn Þórarinsson að átta sig til þess að hæfileikar hans nýtist betur en verið hefur. Hugarfarslýsing Gylfa ÝMISLEGT athyglisvert kom fram í eldhús-umræðunum, þ. á. m. ekki sízt sjálfslýsing Gylfa Þ. Gíslasonar. Hann varði nær öllum tíma sínum til þess að lýsa þeim ógurlegu þjáningum, sem yfir Sjálfstæðismenn gengju af því, að þeir væru nú ekki við völd og öllum þeim von- brigðum, er þeir hefðu beðið við það, að stjórnin skuli hafa lifað fram á þennan dag. Ætla má, að aðrir séu kunn- ugri meðal Sjálfstæðismanna en Gylfi Þ. Gíslason og verður því, að honum ólöstuðum, að taka frá- sagnir hans um hugarfar þeirra með nokkurri varúð. En það er annað, sem lýsing Gylfa sannar svo, að elcki verður um villzt. Ef hann ætlar aðra miður sín vegna valdaleysisins, sýnir það, að hann nýtur sín ekki sjálfur nema í valdasessinum. Skraf hans lýsti þess vegna óumdeilanlega hans eigin barnslegu gleði yfir að vera nú sjálfur við völd og fögnuði yfir, að stjórnin skuli skrimta enn. Auðheyrt var, að Gylfi taldi raunar hvort tveggja með ólíkindum, og munu margir taka undir það. Á því þarf þó ekki svo að furða sig, því að þar sem slík valdagræðgi er fyr- ir eins og skein út úr orðum menntamálaráðherrans, er flestu fórnað áður en hinir veglegu stól- ar eru yfirgefnir, úr því að einu sinni hefur verið í þá komizt. Betri hli^S Gylfa EN Gylfi Þ. Gíslason lýsti ekki aðeins sínum mannlega breisk- leika. Hjá honum kom einnig fram hans betri hlið. Tryggð við gamlar minningar og þá sem hann heyrði í æsku hafða í há- vegum. Ákall hans til gamalla stuðningsmanna þeirra Jóns Magnússonar og Jóns Þorláksson- ar opinberaði fagurlega þennan eiginleika Gylfa. Báðir voru þeir nafnar hinir merkustu menn, hvor með sínum hætti. En Jón Þorláksson er dá- inn fyrir meira en 20 árum og Jón Magnússon fyrir rúmum 30 árum. Er því um of farið að fækka þeim, sem stóðu með þess- um heiðursmönnum í baráttunni, einkum Jóni Magnússyni, sem auk þess einkenndist ætíð meira af viti og lagni en eldmóði og þeim eiginleikum, er æskuna hrífa. Fylgjendur hans eru því nú flestir ærið komnir til ára sinna og er ekki beint líklegt, að þeir vegna fagurgala Gylfa hlaupi til fylgis við mestu óráðs- síu- og angurgapastjórn, sem hér hefur setið. Engu að síður var fallegt af Gylfa að muna eftir þessari öldnu fylkingu og dró það þó e.t.v. úr gæðunum, að hann hefur talið alveg vonlaust að skírskota til æskunnar, sem vissulega kann ekki að meta samandráttar uppgjafar stefnu þeirra félaga. Áhrifalausir á Alþingi MIKILL misskilningur er það hins vegar hjá Gylfa Þ. Gíslasyni ef hann heldur, að þeir Jón Magnússon og Jón Þorláksson hafi verið jafn mikils metnir af vinstri mönnum sinna tíma og þeir voru réttilega í hávegum hafðir í hans eigin æsku-um- hverfi. Meðal stuðningsmanna Gylfa á Alþingi nú eru menn, sem greiddu atkvæði á móti til- lögu frá Jóni Þorlákssyni um að leiðrétta prentvillu í lagafrv. Vill an varð fremur að. standa en nokkuð mætti samþykkja, sem skaðræðismaðurinn Jón Þorláks- son bæri fram. Sýna varð alþjóð að Jón væri „algerlega áhrifalaus á Alþingi“, alveg eins og Gylfi Þ. Gíslason margtönnlaðist á um Sjálfstæðismenn nú. Enda kom alveg sams konar atvik fyrir í neðri deild daginn eftir eldhúsumræðurnar. Þá var þar borfn upp breytingartillaga, sem ýmsir stjórnarliðar voru samþykkir að efni, og lýstu því beinlínis yfir við atkvæðagreiðsl- una, þ. á m. sjálfur Gylfi Þ. Gíslason. Engu að síður greiddu þeir atkvæði á móti tillögunni af því að andstæðingur þeirra var flutningsmaður hennar. — Sanna varð, að hann væri jafn algerlega áhrifalaus á Alþingi og Framh. á hls. II.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.