Morgunblaðið - 23.06.1957, Side 12

Morgunblaðið - 23.06.1957, Side 12
12 M0RCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 2S. jún! 1957 Edens eftir John Steinbeck I 63 j „Það er mín reynsla, Samúel og ætti að vera þín líka, að borgi þeir ekki strax, þá borga þeir alls ekki. Við gætum keypt heila stórbýlis- jörð fyrir alla þá peninga, sem menn hafa lofað að borga þér, en ekki borgað“. „Adam Trask borgar áreiðan- lega“, sagði Samúel. „Hann' er auðugur maður. Hann erfði mikið fé eftir föður sinn. Þetta er verk, sem endist mér áreiðanlega í allan vetur, mamma. Við getum safnað saman peningum og haldið hátíð- legri jól, en okkur hefur nokkurn tíma dreymt um. Hann ætlar að borga mér fimmtíu cent á hvert □------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □------------------□ fet og svo meira fyrir vindmyll- una, mamma. Ég get búið þetta allt saman til, nema koparpípurn- ar. Drengirnir þurfa að hjálpa mér. Ég ætla að taka þá Tom og Joe með mér“. „Joe getur ekki farið“, sagði Liza. — „Þú veist sjálfur hvað hann er lingerður". „Ég hélt að hann myndi bara harðna og styrkjast við það“. „Joe getur ekki farið“, endur- tók Liza ákveðið. — „Og hver á svo að annast öll búverkin hér, þegar þið Tom eruð báðir að heim an?“ „Ég hafði hugsað mér að biðja George að koma og vera hér heima á meðan. Hann kann hvort sem er illa við búðarstarfið, jafn- vel þótt það sé í King City“. „Það getur vel verið, að hann kunni illa við starfið, en það er nú hægt að leggja talsvert á sig fyr- ir átta dollara á viku“. „Mamma“, hrópaði Sarnúel". — „Hér gefst okkur tækifæri til að klóra nöfnin ckkar í bækur First National Bank. Lokaðu nú ekki leiðinni til hamingjunnar fyrir okkur með hörðum orðum og fijótfærnum ályktunum. Vertu nú sanngjörn, mamma.“ Hún nöldraði við sjálfa sig við vinnuna, fram eftir deginum, á meðan Tom og Samúel athuguðu verkfærin, brýndu borana, gerðu uppdrætti að vindmyllum og mældu út við í vatnsgeyma. Þeg- ar liðið var að miðdegi kom Joe út til þeirra, til að hjálpa þeim og hann fylltist svo miklum á- huga, að hann bað Samúel leyfis tii að fara með. Samúel sagði: „Satt að segja þá vil ég það helzt ekki, Joe. — Mamma þín þarf að hafa þig heima hjá sér.“ „En mig langar svo til að fara með ykkur, pabbi. Þú mánst að ég fer í háskólann í Palo Alto r.æsta ár. Þá verð ég þó að fara að heiman, eða er ekki svo? — Fallegir KJÓLAB BLÚSSUR oe PEYSUR BARNAFÖT DAMASK — LÉREFT HANDKLÆÐI N ý k o m i ð Laugaveg 60 — Sími 82031. Við bjóhum ávallt jbað bezta PROGRESS ryksugur, 4 tegundir PROGRESS bónvélar PROGRESS ryksugurnar og bónvélarnar eru viðurkenndar fyrir gæði. ★ Pantanir óskast sóttar strax. Leyfðu mér nú að fara með ykk- ur. Eg skal vinna alveg eins og hamhleypa." „Eg veit að þú myndir gera það, ef þú gætir komið með okkur. En ég er á móti því. Og þegar þú talar um þetta við móð- ir þína, þætti mér betra að þú létir þess getið, að ég væri því mótfallinn. Þú gætir jafnvel sagt henni að ég hefði algerlega bann- að þér að fara“. Joe brosti og Tom skellihló. „Ætlarðu að láta hana telja þér hughvarf?" spurði Tom. Samúel leit til sona sinna og hleypti brúnum: „Eg er maður sem veit hvað ég vil“ sagði hann. — „Hafi eg ákveðið eitthvað, þá getur enginn eða ekkert hnikað rr-.ér um hársbreidd. Eg hefi þaul- hugsað þetta mál og niðurstaðan er þessi: Joe, þú getur ekki farið með okkur. Þú vilt þó líklega ekki ónýta ákvarðanir föður þíns?“ „Nú fer ég inn og tala við hana“, sagði Joe. „Farðu nú að engu óðslega, sonur sæll“, kallaði Samúel á eftir honum. — „Notaðu skyn- semina. Láttu hana sjá um mest af því. Á meðan ætla ég að herða mig í þrjózkunni“. Tveimur dögum síðar ók stóri vagninn úr hlaði, fullfermdur timbri og tækjum. Tom stjórnaði bestunum fjórum, sem fyrir var beitt og við hlið hans sátu þeir Samúel og Joe og dingluðu fót- unum. 17. KAFLI I. Þegar ég sagði að Cathy hefði verið ófreskja, þá var ég sann- færður um að svo hefði raun- verulega verið. Nú hefi ég setið með smásjá og rannsakað hið smáa letur og endurlesið neðan- iháls-athugasemdirnar og ég er farinn að efast um sannleiksgildi þessarra fullyrðinga. Úr því að við getum ekki vitað hvað það var, sem hún vildi, þá fáum við heldur aldrei að vita hvort hún öðlaðist það eða ekki. Sé sann- leikurinn sá, að hún hafi flúið eitthvað, í staðinn fyrir að keppa eftir einhverju, þá vitum við ekki hvort sá flótti tókst. Hver veit nema hún hafi reynt að segja einhverjum eða öllum, hvað að sér gengi, en ekki tekizt það sökum skorts á sameiginlegu máli? Líf hennar kann að hafa verið mál hennar, táknrænt, tor- ráðið. Það er auðvelt að segja að hún hafi verið vond, en slíkt hefur svo litla þýðingu ef við vit- um ekki hvers vegna hún var það. Eg hefi gert mér mynd af Cathy, þar sem hún sat þögul og beið þess að barnið fæddist, neydd til þess að dvelja á stað, sem hún hafði óbeit á, með manni sem hún elskaði ekki. Hún sat í stóinum undir eik- artrénu með spenntar greipar í kjöltunni, líkast því sem þær væru að leita skjóls og trausts hjá hvorri annarri. Hún var mjög gild — óeðlilega gild, jafnvel í þá daga, þegar konurnar voru hreyknar af því að ala stór börn og mikluðust af þunga sínum. M ARKÚS Eftir Ed Dodd The old indian, john walkins- away. has been moved to the LITTLE HOSPITAL, AND PAT HILLEV, Nor KNCWINS THAT A HEAVY FOS 15 MCVIN6 IN. IS FLVING FOR EADLY- NEEDED BLCOD TO SAVE HIS LIFE WELL, LET ME THINK A BIT, MR. HILLEV... j i) Jói gamli Indíáni hefir ver- fluttur til litlu hjúkrunar- stöðvarínnar og Peta Hallsdóttir er farin í flugvél sinni til þess að ná í meira blóðvatn til þess að bjarga lífi hans — en dimm þoka er að skella á. 2) — Eg segi þér satt, Markús, Peta kemst aldrei niður úr þok- unni, hún er svo þykk að skyggn- ið er ekkert. 3) — Hvað heldurðu að þokan liggi hátt? — Þetta er dalalæða, en hún þekur sennilega trjátopp- ana. . . Peta getur flogið hér yf- ii, en henni tekst aldrei að lenda. 4) — Og hún er með mjög takmarkað benzín. Við verðum að gera eitthvað, Markús. Við verðum. — Já, lofaðu mér að hugsa málið, Hallur. Hún varð beinlínis líkamlega vansköpuð. Kviðurinn digur, þungur og framstæður, olli því að hún gat naumast staðið án þess að styðja sig með höndunum. En ekki varð þó slíkt sagt um allan líkama hennar. Axlirnar, hálsinnn, andlitið, handleggirnir og hendurnar — allt þetta hélzt óbreytt, jafn fíngert og ung- meyjarlegt sem fyrr. Brjóst henn ar stækkuðu ekki svo teljandi væri og geirvörturnar urðu ekki dökkar. Mjólkurkirtlarnir virtust ekki þroskast neitt. Þegar hún sat bak við borð sást varla að hún væri þunguð. 1 þá daga var aldrei tekið mál af mjaðmagrindinni, aldrei gerð blóðrannsókn og konum aldrei gefið kalk um meðgöngutímann. Þær gátu líka fyllzt hinum und- arlegustu löngunum, — jafnvel sótzt eftir að borða mold og aur. Slíkar ónáttúrlegar tilhneigingar kenndu menn Evu-eðlinu og bölvun erfðasyndarinnar. Lyst Cathy beindist alveg í sér- staka átt um mcðgSögutímann. Smiðirnir, sem önnuðust lagfær- inguna á húsinu, kvörtuuðu yfir því, að þeim héldist aldrei á krít- arstykkjunum, sem þeir notuðu til að merka með og strika fyrir. Cathy stal þeim og braut þá 1 smámola. Hún geymdi þá í svuntuvasanum og þegar enginn só til, bruddi hún mjúku krítar- molana milli tannanna. Hún var mjög fátöluð. Augnaráðið var fjarrænt. Það var líkast því sem hún hefði sjálf farið, en skilið eftir skynlausá brúði, til þess að leyna brotthlaupi sínu. Umhverfis hana voru annir og athafnir. Adam dreymdi um hinn nýja Eden og var hamingjusam- ur. Samúel og synir hans fundu vatn á fimmtán metra. dýpi og settu niður hinar dýru koparpíp- ur. því að Adam vildi hafa allt sem bezt og vandaðast. SHlItvarpiö Sunnudagur 23. júní: Fastir iiðir eins og venjulega. 9.30 Fréttir og morguntónleikar, 11.00 Messa i Laugarneskirkju. (Prestur: Sr. Jónas Gíslason í Vík í Mýrdal. Organl.: Kristinn Ingvarsson). 15.00 Miðdegistón- 'eikar (plötur). 16.30 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórs- höfn) : Sr. Johan Nielsen prédik- ar. 17.00 „Sunnudagslögin". 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19.30 Tónleikar (plötur). 20.35 1 áföngum; erindi: Sumarferðir Jón Eyþórsson veðurfræðingur). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.25 „Á ferð og flugi". Stjórnandi þátt arins: Gunnar G. Schram. 22.05 Danslög (plötur), 23.30 Dagskrár lok. Múnudagur 24. júlí.: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Lög úr kvikmyndum (plöt ur). 20.30 Útvarpshljómsveitin; Þðrarinn Guðmundsson stjórnar: Lagaflokkur eftir Victor Herbert. 20.30 Um daginn og veginn (And rés Kristjánsson, blaðamaður). 21.10 Einsöngur: Elisabeth Sch- warzkopf cyngur. 21.30 Útvarps- sagan: „Syni, trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XXVI. (Sr. Sveinn Víkingur). 22.10 Fiskimál: Krist- ján Júlíússon lofskeytamaður tal- ar öðru sinni um Asdic-tæki og dýptarmæla. 22.25 Nútímatónlist (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 25. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Fús í srníðum XV: Þakið (Kjartan Sigurðsson arkitekt). 19. 30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20. ! 30 Erindi: Frá norrænu kirkju- tónlistarhátiðinni f Helsinki (Jón as Tómasson tónskáld). 20.55 Ein- söngur og Ivísöngur: Pierrette A1 arie og Leopold Simoneau (plöt- ur). 21.20 íþróttir (Sig. Sig.) 21. 40 Tónleikar (plötur). 22.10 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Horthens sjá um flutning hans. 23.10 Dagskrár k)k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.