Morgunblaðið - 30.06.1957, Side 9
Sunnudagur 30. j<inf 1957
MOPaVNRT MfílÐ
9
Reykjavíkurbréf í Laugardagur 29 júní
Heimsókn Svíakonungs - För forscta um Noreg - Vinsemcl Norðmanna - Fyrstikvenstúdent-
Ungmennafélag íslands 50 ára - Afmæli Sláturfélags Suðurlands - Samdráttur á innflutningi-
8% kauphækkun til verkfræðinga - Hækkanir til mjólkurfræðinga - Sterki maðurinn frá
Jonstrup - Hannibalogliúsmæðurnar-Lestur Valtýs - Aðvörun Olafs
Heimsókn
Svíakonungs
SVÍAR eru fjölmennastir og rík-
astir þjóða á Norðurlöndum. Um
skeið voru þeir eitt af stórveld-
um álfunnar. Sú dýrð er fyrir
löngu úr sögunni, en enn þykir
það hvarvetna kostur að vera
af sænsku bergi brotinn. Því er
ekki að leyna, að öðrum Norð-
urlandabúum þykir Svíar stund-
um vera helzt til stórsnúðugir.
Sennilega er slíkt meira á yfir-
borði en i raun. Kann þó að vera,
að þeir 1 hjarta sínu telji sig
sjálfkjörna til að sitja í önd-
vegi, sökum fornrar frægðar,
margmennis og auðs. Hvað sem
um það er, þá er víst, að kon-
ungur þeirra er maður lítillátur.
Þeim Islendingum, er hann hittu,
þegar hann heimsótti landið á
Alþingishátíðinni 1930, féll hann
mjög vel i geð. Hann mundi og
hvarvetna vera vel metinn mað-
ur sökum eigin ágætis, þ. á m.
fróðleiks í fornfræði, þó að hann
hefði eigi konunglega tign..
Gústav konungur er því aufúsu-
gestur á íslandi og landsmenn
kunna vel að meta þann sóma,
sem hann og þjóð hans sýna okk-
tur með heimsókn hans hingað.
För forseta um Noreg
SUMIR tala að visu svo, sem
slíkar heimsóknir þjóðhöfðingja
séu hégóminn einber. Það er
iriikill misskilningur, enda sýnir
reynslan annað, því að sjaldnast1
fara þjóðhöfðingjar slíkar ferðir
sér tii eigin ánægju — þó að
hún sé stundum fyrir hendi —
heldur til að gera þjóð sinni gagn
og heiðra þann, sem heim er
sóttur.
Islendingar þeir, sem nýlega
voru á ferð í Noregi, urðu þess
t. d. mjög varir, hversu Norð-
mönnum hafði þótt til um för j
herra Ásgeirs Ásgeirssonar, for-
seta íslands, og frúar hans, um
Noreg á sínum tíma. Mjög marg-
ir höfðu orð á þessu að fyrra
bragði og var auðheyrt að ýmis
atvik þeirrar ferðar voru þeim
enn í fersku minni.
Þess er ekki að dyljast, að
ýmsum af alls konar þjóðerni
þykir meira koma til þjóðhöfð-
ingja en annarra manna. Þá
vitneskju ber að nota sér og
haga íerðum slikra manna á
þann veg, að þær verði þjóð-
um þeirra að sem mestu gagni.
Vinsemd Norðmanna
SU HÆTTA er þó á, þegar heldri
menn koma í opinberar heim-
sóknir, að eitthvað af fögnuð-
inum sé tilbúið, þ. e. skipulagt
af stjórnvöldum án almennrar
þátttöku almennings. Er t. d.
svo að sjá, að sá bragur hafi
mjög verið á móttöku Finna, er
þeir Búlganin og Krúsjeff heim-
sóttu þá nýlega.
Islendingar sem ferðast vest-
an-fjalls í Noregi, þurfa hins
vegar hvorki á tignarstöðu né
opinberri skipulagningu að halda,
til að vel sé á móti þeim tekið.
I Egilsferðinni var það þvert á
móti hin almenna vinsemd, sem
snerti ferðalangana. Þess varð
t d. vart, að Norðmenn minnt-
ust fleiri heimsókna en forseta
Islands eins. Það bar við hvað
eftir annað á förnum vegi, að
menn spurðu eftir Guðmundi
Gíslasyni Hagalín. Þeir minntust
hans frá því, að hann ferðaðist
um Noreg fyrir 30 árum og hélt
þar fyrirlestra. Urðu oftar en
einu sinni fagnaðarfundir, þegar
Norðmenn hittu hann í hópi þess-
ara ferðalaga. Guðmundur hafði
það og sér til ágætis umfram
samferðamenn sína, að hann tal-
aði þá norsku, sem tíðkast í þess-
um héruðum. öflugasti talsmað-
ur nýnorskunnar, Ivar Aasen,
var einmitt upprunninn af þeim
slóðum, er um var farið og voru
ættstöðvar hans heimsóttar. Ný-
norskan er töluð þarna um allar
sveitir og viðurkenna þeir, er
hana tala, alls ekki aðra norsku.
Sé ágreiningur Norðmanna kem-
ur þó tslendingum ekki við og
sýndu allir þeim sömu vinsemd,
hvort málið, sem þeir töluðu.
Fyrsti kvenstúdent
UM ÞESSA helgi, þ. e. hinn 30.
júní eru 60 ár liðin frá því, að
fyrsta konan tók stúdentspróf hér
á landi. Var það Elínborg Jakobs-
sen af færeyskum ættum, sem
<auk prófi við Lærða skólann í
Reykjavik, nú Menntaskólann.
Ekki mun hún þó hafa fengið að
sitja í skóla, heldur hafa orðið að
afmæli sitt. Sumir fyrstu forystu-
menn þess, svo sem Jóhannes á
Borg, eru enn á lífi en aðrir eru
fallnir frá eins og gengur. Ung-
mennafélögin voru nokkuð um-
deild á sínum tíma, eins og fleiri
nýjungar, en allir viðurkenna nú,
að þau hafi gert gagn og átt sinn
þátt í að „vekja þjóðarand-
ann“, svo sem Jón Sigurðsson
taldi höfuðnauðsyn, að gert yrði.
Félagsskapur, sem hvílir ein-
göngu á óeigingirni, hugkvæmni
og dug félagsmanna, gengur ætíð
nokkuð misjafnlega, stundum vel
og stundum miður. Núverandi
formaður Ungmennafélagsins,
séra Eiríkur Eiríksson á Núpi í
Dýrafirði, er merkur æskulýðs
leiðtogi. Hann hefur haldið uppi
ágætu skólastarfi við erfiðan að
búnað, gegnt prestþjónustu og
verið dugmikill forystumaður í
taka próf sitt sem utanskólanem- félagsmálum æskulýðsins.
Samdráttur á
innflutningi SÚS
SÍÐASTL. fimmtudag segir Tím-
inn frá upphafi aðalfundar SÍS,
sem haldinn var að Bifröst. Fyr-
irsagnir blaðsins eru m. a. þess-
ar:
„Skortur á rekstúrsfé hefur
mjög háð starfsemi Samvinnufé-
laganna undanfarið. Hefur or-
sakað samdrátt í innflutningi.“
Alkunna er, að SÍS hefur sízt
átt við verri hlut að búa um láns-
fé en aðrir. Sífelld útþensla SÍS
og stórfengleg verzlunarhús kaup
félaganna í flestum verzlunarstöð
um landsins sýna, að SÍS hefur
sízt setið á hakanum. Enda er
eftirtektarvert, að forstjórinn
heldur því ekki fram að dregið
hafi verið úr lánum til SÍS að
undanförnu, heldur einungis, að
lánin hafi ekki aukizt í hlutfalli
við vaxandi dýrtíð.
„Socialminster Hannibal---------har travlt“, segir danskur blaðamaður, sem ræddi við ráðherranu.
En íslenzki kaupskipaflotinn liggur bundinn í höfn og reykviskar húsmæður verða sjálfar að baka
brauðin.
andi. Faðir hennar var færeyskur
skósmiður, búsettur hér í bæ. —
Áður hafði hin merka mannúð-
arkona Ólafía Jóhannsdóttir ráð-
gert að taka stúdentspróf og lauk
4. bekkjar prófi en með því að
hún fékk ekki leyfi til að taka
5 og 6. bekk á einum vetri, eins
og hún hafði ætlað, hætti hún við
prófið, sem hún ella hefði tekið
1891 eða ’92. Elínborg varð því
hin fyrsta, sem prófi lauk hér
og hvarf hún síðan úr landi. Nú
þegar sjálfsagt þykir, að konur
njóti í þessu fulls jafnréttis við
karla, er fróðlegt, að renna hug-
anum til þess að ekki skuli vera
lengra liðið en 60 ár, síðan fyrsta
konan réðist í það sem nú þykir
hversdagslegt fyrir stúlkur, að
taka stúdentspróf.
Hér á landi hafa konur þó
ætíð haft meiri réttindi og notið
meiri virðingar en víðast hvar
annars staðar. Fátækt og um-
komuleysi hafa því sjálfsagt ráð-
ið meira um, að konur hér fóru
seint að ganga þessa mennta-
braut, heldur en andúð almenn-
ings gegn jafnrétti þeirra.
Ungmennafélag
íslands 50 ára
UNGMENNAFÉL. Islands heldur
um þessar mundir upp á 50 ára
Afmæli Sláturfélags
Suðurlands
ANNAR merkur félagsskapur,
ólíks eðlis, Sláturfélag Suður-
lands minnist einnig 50 ára af-
mælis síns þessa dagana. Á
þessu 50 ára skeiði hafa megin-
forystustörfin hvílt á herðum
örfárra manna. Agúst heitinn
Iíelgason í Birtingaholti hafði for
I grein um „peningamálin
1956“ í Fjármálatíðindum Lands-
bankans 1. hefti 1957 segir, að
útlánaaukning bankanna hafi
1956 verið tæplega helmingur
þess, sem hún var árið áður.
Síðan segir: „Af útlánaaukning-
unni fóru 62 milljónir kr. til land-
búnaðar, 37 millj. kr. til sjávar-
útvegs, 31 millj. kr. til iðnaðar,
28 millj. kr. til kaupa á íbúðar-
húsabréfum og 25 millj. kr. til
raforkuframkvæmda. Flestar aðr
og forstjóri SÍS virðist ætlast
til, þá mun baráttan gegn verð-
bólgunni ganga seint.
8% kauphækkun til
verkfræðinga
Á SAMA veg og auknar lánakröf-
ur SÍS — að olíuokri þess ó-
gleymdu — miða sízt að því aO
draga úr verðbólgunni, hafa hin-
ar stöðugu kauphækkanir, sem
ríkisstjórnin sjálf beitir sér fyrir
eða er beinn aðili að, stófelld
áhrif til aukningar verðbólgunni.
Stjórnarblöðin hafa raunar farið
mörgum orðum um það að hækk-
unarkröfur þeirra hálaunamanna,
sem sagt hafi upp samningum,
eigi ekkert skylt við venjulega
verkalýðsbaráttu. Er m. a. s. svo
að heyra að þeir telji alla þá
kröfugerð runna frá „íhaldinu“
og þess vegna sé hún með öllu
fordæmanleg. Þegar til fram-
kvæmdanna kemur, verður þó
annað ofan á.
Nýlega er t. d. búið að semja
við eina hálaunastéttina, sem
sagt hafði upp samningum, verk-
fræðinga. Þeir höfðú boðað verk-
fall, en því var afstýrt með veru-
legum kjarabótum. Aðferðin var
að þessu sinni enn hin sama og
mjög hefur tíðkazt að undan-
förnu, að reyna að hylja hækkan-
irnar með því að veita þær í
formi hlunninda í stað beinna
grunnkaupshækkana, Fróðir
menn telja að hækkanirnar muni
nema handa þeim, er mest hlutu,
hér um bil 8%. Er það verulega
j meiri hækkun en lægstlaunuðu
konurnar fengu með Iðjusamning
unum margumtöluðu, sem stjórn-
arblöðin, Tíminn og Þjóðviljinn,
ætluðu á sínum tíma að springa
út af. Hálaunamennirnir í verk-
fræðingastétt fengu aftur á móti
eftirtölulaust af stjórnarliðinu
8% hækkun. Ríkisstjórnin tók
sér að vísu umhugsunarfrest, en
því eftirtektarverðara er, að hún,
að athuguðu máli, samþykkti
þessa hækkun þeirra hálauna-
manna, er áður hafði verið sagt
að gengju erinda „íhaldsins". —
Staðreyndin er sú, að ríkisstjórn-
in hefur sí og æ beitt sér fyrir
hækkunum til þeirra, er bezt
kjörin höfðu, en haldið láglauna-
fólkinu niðri og ætlaði að ærast
við verksmiðjufólkið, af því að
það vildi ekki lúta leiðbeiningum
hennar, um að una þeim skarða
hlut, er Björn Bjarnason hafði
skammtað því.
ystu um stofnun félagsins og var ar greinar atvinnulífs urðu að
lengi formaður þess. Pétur Otte-
sen tók við af honum og gegnir
starfinu enn og á vonandi eftir að
gera það um langa hríð. Fram-
kvæmdastjórar hafa og verið fá-
ir, fyrst Hannes heitinn Thorar-
ensen, þá Helgi heitinn Bergs og
nú Jón Bergs, ungur maður, son-
ur Helga. 1 störfum Sláturfélags
Suðurlands hefur því verið ó-
venjulega gott samhengi. Félag-
ið hefur statt og stöðugt eflzt,
þrátt fyrir örðugleika, m. a. og
ekki sízt vegna sauðfjársjúkdóm- _
anna. Óvenjulegt gengi sitt á fé- I kallað, að ein grein starfræksl-
sætta sig við stöðnun eða jafn-
vel samdrátt lánveitinga þrátt
fyrir aukna rekstrarfjárþörf
yegna hærra verðlags og kaup-
gjalds.“
Sambandið getur því ekki af-
sakað minni innflutning en áður
með því að það hafi verið verr
sett en aðrir. Þvert á móti er
vitað, að landbúnaðarlánin urðu
því til verulegs framdráttar. Hins
vegar hefur SÍS vegna marghátt-
aðrar starfsemi í hendi sér að
hagræða lántökum svo, að svo sé
lagið m. a. því að þakka, að því
hefur ætíð verið haldið utan við
stjórnmáladeilur. Enginn flokkur
hefur nokkru sinni komizt upp
með að nota það til stjórnmála-
legs ávinnings. I því efni er saga
þess og SÍS ólík.
unnar fái minna en önnur og hin
þá meira. Enn annað mál er það,
að ef lánastofnanir eiga að veita
stöðugt aukið rekstrarfé, til að
draga úr líkum þess að ráðstaf-
anir, sem miða að minnkandi
eyðslu, hafi tilætluð áhrif, eins
Hækkanir til
mjólkurfræðinga
ÖNNUR stétt, sem boðað hafði
verkfall, sem með naumindum
varð afstýrt, voru najólkurfræð-
ingar. Reynt hefur Vt_ _<Ö dylja
með hverjum hætti deilan við þá
var leyst, svo að enn hafa ekki
fengizt gögn um hversu miklum
hundarðshluta af kaupinu hinar
raunverulegu hækkanir nemi.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem fengizt hafa, hefur vinnu-
tími verið styttur, vinnuföt eru
látin ókeypis í té og upphafi
vinnutíma hagað þannig, að lík-
ur fyrir eftirvinnu verði meiri
en áður. Að því, er fregnazt hef-
ur, mun starfsfólk í verkalýðs-
félaginu Þór að Selfossi, er vinn-
ur við Mjólkurbúið þar, hafa
fengið tilsvarandi kjarabætur og
nokkra beina kauphækkun að
auki. Hins vegar mun enn ósam-
ið við starfsfólk Mjólkurstöðvar-
innar í Reykjavík, það, sem er
í Dagsbrún. Ólíklegt er, að til
lengdar verði staðið á móti því,
að það fái tilsvarandi hækkanir
og samstarfsmenn þess.
Frh. á bls. 13.