Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 11
Sunnudagur 30. júní 1957
MORCVNBLAÐIÐ
11
Dr verinu
K2<a-<2sa<2<s-sr<&
Togararnir
Síðustu viku var hagstæð tíð
til sjávarins, hægviðri. Þau skip,
sem veiða karfa, hafa aðallega
verið við Austur-Grænland. >ar
hefur ís hamlað nokkuð veiðum
eins og áður. Hin skipin, sem
veiða í salt, hafa ýmist verið fyr-
ir vestan Grænland eða á Húna-
flóa við Reykjafjarðarál.
Afli hefur verið heldur góður
þessa viku hjá togurunum, ágæt-
ur hjá skipum þeim, sem voru
á heimamiðum. Síðustu daga hef-
ur verið tregara hjá skipunum
fyrir vestan Grænland.
Þau 7 skip, sem eru nú að
veiða í salt við Grænland, eiga
öll að sigla með afla sinn til
Esbjerg, þar eð tekizt hefur sam-
komulag um verðið.
flSKLANDANIR
tonn daga
Jón forseti 265 14
Askur 330 9
Pétur Halldórsson .. 81
saltfisk 139 21
Akurey, saltfisk .... 387 37
Þorst. Ingólfsson, saltf. 411 39
Jón forseti 280 14
Hallv. Fróðad., 15
saltfisk 151 20
Ingólfur Arnarson, ., 30
saltfisk 180 20
Reykjavík
Afli hefur verið mjög tregur
hjá handfærabátum, sem veiðar
stunda i Flóanum, og það sem
fengizt hefur, er mjög smátt. —
Handfærabáar þeir, sem lengra
hafa sótt vestur að Reykjaness-
skerjum og i Breiðubugtina, hafa
aflað sæmilega, t.d. kom Kristín
inn í vikunni með 18 lestir og
Andvari með 14 lestir. Línuveiði
er ekki teljandL
Keilavík
Eauft er nú yfir öllu í verstöð-
inni, einir 5 litlir bátar stunda
handfæraveiðar. Afli er lítill,
helzt ufsi, ýmist stór eða smár.
Það virðist vera mjög mikið af
stútungsufsa, sumir fá þó róður
og róður af stórufsa, t.d. fékk
einn bátur í fyrradag 600 ufsa.
ÁSTRALÍA ÁFORMAR
FRYSTINGU Á HAFI ÚTI
Fyrirtæki í Ástralíu hefur ný-
lega keypt frystiskip og togara
í þeim tilgangi að frysta um borð
rækjur og annan fisk af togar-
anum og nokkrum dragnótaskip-
um, sem veiðar stunda við
strendur Ástralíu.
Móðurskipið rúmar um 350 lest
ir af freðfiski og var upphaf-
lega byggt sérstaklega til þess
að frysta rækjur.
MIKIL FRYSTING
Bandaríkjamenn frystu á sl.
ári 150 þúsund lestir af fiski í
304 fiskvinnslustöðvum. Þetta
magn er um þrisvar sinnum
meira en freðfiskframleiðsla ís-
lendinga. Um helmingur af þessu
magni var framleitt í Nýja Eng-
landi, en aðalfiskibærinn þar er
Boston. En þar eru margir ís-
lenzkir sjómenn, sem hafa hið
bezta orð á sér.
BRÆÐSLUSÍLDARVEIÐI
NORÐMANNA
Það hefur vakið geysiathygli
í Noregi, að Norðmenn eru byrj-
aðir að veiða síld í bræðslu við
íslandsstrendur og flytja til Nor-
egs. Þessi tilraun heppnaðist
mjög vel. Fyrstu skipin voru fljót
að fylla sig, fengu jafnvel á
þriðja þúsund mál.
Þessi fyrstu skip sigldu sjálf
með aflann ,en ætlunin er að
hafa hér 2 flutningaskip, sem
taka um 3000 mál hvort, til að
flytja nokkuð af síldinni. Norð-
menn gera ráð fyrir, að þessi
síldveiði, sem á sér stað með
snurpunót, verði stunduð út júlí.
Telja Norðmenn þetta mjög mik-
ilvægt til þess að auka úthalds-
tíma skipanna, afla verksmiðjun-
um hráefnis og létta á saltsíldar-
markaðinum, en nokkuð er nú
af saltsíld óselt frá í fyrra.
Norsku síldarverksmiðjurnar
telja sig geta greitt kr. 110.00 til
kr. 112,00 fyrir málið. Útgerðar-
menn hafa farið fram á kr. 15.00
í flutningsstyrk á mál.
íslenzku verksmiðjurnar gréiða
sem kunnugt er kr. 95.00 fyrir
málið, og eru kr. 20.00 af því
verðbætur upp að 250.000 málum.
GÓÐUR AFLI Á LÍNU
VIÐ GRÆNLAND
Norðmenn, sem stunda veiðar
: við Grænland með línu, hafa afl-
að vel og ís lítið bagað veiðarnar.
Hafa þeir einkum verið að veið-
um sunnarlega við Grænland í
Julianehaab-bugtinni.
HIN MIKLA FISKIGENGÐ
VIÐ GRÆNLAND
Togarar, sem veiða í salt við
Grænland, verða oft varir við
óhemju mikla fiskigengd við
vesturströnd Grænlands á vorin,
en þá gengur fiskurinn norð-
vestur með ströndinni. Heldur
virðist þó hafa dregið úr fisk-
magninu, siðan skipafjöldinn
jókst, því að 1952 og á þeim ár-
um voru 20 faðma þykkar torfur
af fiski, og þurfti aðeins að
sökkva trollinu í 5—10 mínútur,
þá var það fullt af fiski.
ÁGENGNI TOGARA
VIÐ NOREGSSTRENDUR
íslendingar sluppu furðuvel
við ágang erlendra togara á
veiðarfæri sín sl. vertíð. Norskir
fiskimenn hafa þó ekki alveg
sömu söguna að segja í þessum
efnum. Brezkir og rússneskir tog
arar hafa dregið fyrir aftan
norsk togveiðiskip og svipt aft-
an úr þeim vörpunni og haldið
síðan til hafs. Einn enskur tog-
ari dró norskt skip á eftir sér
á annan klukkutíma á vörpunni.
14 slík mál hafa verið kærð í
Noregi í vor.
ÍSKYGGILEGAR HORFUR
MEÐ GREIÐSLUGETU
ÚTFLUTNINGSSJÓÐS
Útgerðarmenn og aðrir fisk-
framleiðendur, sem verðbætur
eiga að fá úr útflutningssjóði,
hafa þungar áhyggjur út af van-
efndum á greiðslu verðbóta frá
árunum 1955 og 1956. Það er nú
lítið orðið eftir að greiða frá
1955, en þó sjálfsagt einar 5 millj.
króna, en líklega einar 50 millj.
króna frá 1956. Það mun nú vera
Góð gleraugu og allar teg-
undir af glerjum getum við
afgreitt fljótt og ódýit. —
Recept frá öllum laeknum
afgreidd> —
T Ý L I
gleraugnaverzlun.
Austurstr. 20, Reykjavík.
í athugun að fá lán til greiðslu
á hluta af þessu fé, en sá drátt-
ur, sem hér hefur átt sér stað
er orðinn alveg óviðunandi.
Sjóðurinn hefur fram að þessu
staðið furðulega við greiðslur
ársins 1957, en nú eru farnar að
safnast fyrir miklar kröfur á
sjóðinn frá 1957, sem hann hefur
ekki getað greitt. Tekjur sjóðs-
ins byggjast, sem kunnugt er,
mest á gjöldum á innflutningi
og innflutningurinn á gjaldeyris-
öfluninni. 1.000.000 mál af síld
(nú eru fengin rúm 100.000) og
300.000 tunnur af saltsíld myndu.
hressa mikið upp á gjaldeyrisöfl-
unina, eða sem svarar 300 millj.
króna.
SJÁLFVIRK ASDICTÆKI
Elac-verksmiðjurnar þýzku
hafa smíðað alveg sjálfvirkt
asdictæki. Tæki þetta leitar sjálft
uppi fiskitorfurnar og er svo
nákvæmt, að í 3—4 km. fjarlægð
finnur það t.d. smásíldarhnapp,
sem væri jafnvel ekki nema nokk
ur mál, eða annan fisk og skýrir
frá því um leið í hátalara, hvar
hnappurinn er!
Fyrir nokkrum dögum voru 5
slík tæki sett í norsk fiskiskip.
Hvert tæki kostar um 160 þúsund
krónur, en Norðmennirnir telja
samt, að þau muni skjótt marg-
borga sig.
Íslenzk-ameríska félagið
KvÖldfagnaður
Íslenzk-ameríska félagið efnir til kvöldfagnaðar í SjáM-
stæðishúsinu, fimmtudaginn 4. júlí kl. 8,30 «.h. í tilefni
þjóðhátíðardags Bandaríkjanna.
Til skemmtunar verður m.a.:
Ávarp: Pétur Benediktsson, bankastjórL
' Einleikur á fiðlu: E Borup; Undil. annast frú
L. Borup.
Upplestur: Karl Guðmundsson, leikari.
D a n s .
Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzl. Sigf. Eymunds*.
NEFNDIN.
Hesian
IVz oz. 72” breiður — fyrirliggjandi
O. V. Jóhannsson & Co
Hafnarstræti 19 — Símar 2363 og 7563
Akranes
BYGGIIMGARVORDR DR ASBEST-SEMENTI
T—8 trillubátar róa með línu
©g afla lítið, frá % tonni og upp
1 1 tonn á skip.
Einn bát, 18 lesta, er verið að
búa á handfæraveiðar norður.
Það er allt dautt til sjávarins,
þegar bátarnir eru farnir norður.
Vestmannaeyjor
Landlega var tvo daga vik-
unnar, hvöss austanátt.
Humarbátarnir afla sæmilega.
Allir bátar eru nú farnir norð
ur til síldveiða, urðu þeir að
lokum 36 talsins.
BETRI HORFUR t ÚTGERÐ
BRETA
Brezka stjórnin vonar að geta
hætt að styrkja brezkar fiskveið-
ar árið 1961.
ÞYRILVÆNGJA TIL
FISKLEITAR
Bretar hafa gert tilraunir til
að leita að fiski í þyrilvængjum,
sem búnar eru bergmálsdýptar-
mælum, og hefur þetta borið
nokkurn árangur. Getur þetta
sparað mikinn tíma hjá fiski-
skipunum sjálfum við leit að
Langódýrasta byggíngaefnið
FYRIRLIGGJANDI:
Utanhúss-plötur,
sléttar og báraðar
Innanhúss-asbest
Þakhellur
Þrýstivatnspípur
fyrir vatnsveitur
Frárennslispípur
ISOPLAT þilplötur
IVTarz Trading Company
Klappax'stíg 20 — Sími 7378
Czechoslovak Ceramic*
Praha — Tékkóslóvakía.
íiski.