Morgunblaðið - 04.07.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. júlí 1957
MORGUWBLAÐIÐ
15
Tvær finnskar konur
kenna stúlkum frjálsíþróttir
A VEGUM íþróttasambands Is-
lands og Frjálsíþróttasambands
Islands eru komnar til landsins
tvær íþróttakonur frá Finnlandi.
Frk. Eeva Poutianinen og frk.
Inkeri Talvitie, og er sú síðar-
nefnda þekkt íþróttakona í Finn-
landi m. a. methafi í kringlu-
kasti — 45,45 m.
Eeva Poutianien starfar í
Finnlandi hjá íþróttasambönd-
unum og ferðast um landið við-
komandi skipulagningu og þjálf-
un kvenna í frjálsum íþróttum
o. fl. Hún var áður þátttakandi
í mörgum íþróttamótum með
góðum árangri. Til íslands er hún
Aðeins Keflavík
án taps í 2. deild
í GÆR fór fram á Njarðvíkur-
grasvelli kappleikur í 2. deild
milli Þróttar og Keflavíkur. —
Keflavik vann með 3:0. Voru öll
mörkin skoruð í fyrri hálfleik
undan sterkum vindi. Um helg-
ina gerðu Víkingur og Vest-
mannaeyjar jafntefli 2:2.
Keflavík er nú eitt liða á
suðursvseðinu ósigrað. Staðan á
því svæði annarrar deildar er
þessi:
L U J T Mrk St.
3 3 0 0 12:0 6
Keflavík
Þróttur
Suðurnes
Vestm.eyjar
Víkingur
Kópavogur
3
1
0
0
0
1 9:4
1 8:7
0 2:2
2 3:5
3 1:17 0
Félagslíf
Handknattleiksstúlkur Ármanns
Æfing í kvöld kl. 8 á íþrótta-
svæðinu. — Mætið allar.
Ferðafélag íslands
fer fjórar skemmtiferðir um n.k.
helgi, þrjár 1% dags ferðir og
eina sunnudagsferð.
f Þórsmörk.
í Landmannalaugar.
Að Hvítárvatni, Hveravöllum
®g Kerlingarfjöllum.
Lagt af stað í allar ferðirnar kl.
2 á laugardag frá Austurvelli. —
Fjórða ferðin er gönguför á Eesju
Lagt af stað á sunnudagsmorgun
inn kl. 9 frá Austurvelli og ekið
að Mógilsá, gengið þaðan á fjall-
ið. Farmiðar eru seldir í skrif-
■tofu félagsins, Túngötu 5, sími
82533.
komin til þess að vekja áhuga
kvenna á frjálsum íþróttum
og munu í því tilefni verða hald-
in námskeið fyrir stúlkur í 4
daga hér í Reykjavík. Námskeið-
in fara fram á íþróttasvæði Ár-
manns og KR og byrja í dag kl.
5 e. h. á Ármannsvellinum, og
eru allar stúlkur velkomnar
þangað, sem hafa áhuga á frjáls-
um íþróttum.
Inkeri Talivitie mun aðstoða
við námskeiðið. Hún er stúdent
og lærir íþróttafræði við finnsk-
an háskóla og lýkur námi á
næstu tveim árum. Komið hefur
til orða að hún komi þá aftur til
íslands til þess að kenna frjálsar
íþróttir, jafnframt mun hún þá
hafa lokið við háskólapróf í fim-
leikafræði.
Þar sem þessar íþróttakonur
dveljast mjög stuttan tíma hér á
landi, eru stúlkur hvattar til að
sækja námskeiðið strax og er
vonandi að stúlkur utan af landi
er dveljast hér og tóku þátt í móti
UMFÍ, hafi ástæður til þess að
nota þetta tækifæri og kynnast
þessum íþróttakonum og kennslu
þeirra.
Sérstök nefnd hefur verið
skipuð af íþróttasambandi ís-
lands til að annast móttökur og
dvöl finnsku kvennanna og eru
í henni:
Jens Guðbjörnsson, Stefán
Runólfsson, Sigríður Valgeirs-
dóttir, Guðrún Nielsen og Þor-
gerður Gísladóttir.
VESTUR á Valhúsahæð eru
fiskhjallar á stóru svæði, sem
skreið var hengd á til þerris. Það
hefir viðrað vel fyrir hana, enda
er hún sérlega falleg, og
mennirnir sem standa upp í mitti
í henni, eru að tína hana af rán
um og láta á bíl, sem flytur hana
tii geymslu í flugskýli suður á
Reykjavíkurflugvelli. — Þessa
skreið hefur Ingvar Vilhjálms-
son, einn helzti útgerðarmaður
hér í Reykjavík látið herða.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Enn vart við lófur
á Hólsfjöllum
HÓLSFJÖLLUM, 3. júlí: — Enn
hefur tófu orðið vart síðan í vor
en þá var unnið greni í Grím-
staðarnúpum. Hér norðan byggð-
arinnar eru nokkur greni en í
vor urðu menn ekki varir tófu í
þeim. En nú fyrir skömmu varð
Ólafur bóndi Stefánsson á Víði-
hóli var við að lömb vantaði
undir ær hjá honum.
Theódór Gunnlaugsson, Bjarma-
landi, Axarfirði var þegar látinn
vita og brá hann skjótt við, kom
og athugaði málið. Hann fann
yrðlinga í tveim grenjum en sá
enga tófu. Ólafur vildi iUa una
þessum málalokum og gekk af
stað með byssu sína. Eftir
skamma göngu mætti hann tófu á
förnum vegi og heilsaði henni
með viðeigandi kveðju og munu
þau ekki hittast hérna megin i
ný. —
Um helgina var fórum við Ól-
afur á silungsveiðar út í svonefnt
Bunguvatn. Að lokinni silungs
veiðinni gekk Ólafur upp að
greni sem hann fann þar skammt
frá í vor. Varð hann þar var við
yrðlinga. Hafði hann haft byssu
sína með í ferðinni og ákvað
því að liggja á greninu um nótt-
ina.
Ekki varð hann var við tófu en
náði tveim yrðlingum og töldum
við að þar væri ekki meira að
hafa. Þarna hefðu sennilega verið
yrðlingar læðunnar sem Ólafur
hafði áður skotið. — Víkinguc.
Lílil síldarverk-
smiðja í Ólafsfirði
ÓLAFSFIRÐI, 3. júlí. — Feit-
fiskvinnslutæki hafa nú verið sett
£ fiskimjölsverksmiðjuna hér, sv®
að nú getur hún unnið bæði síld
og karfa.
Þetta er að vísu lítil verk-
smiðja, vinnur tæpast meira en
300 mál á sólarhring, en samt
kemur hún að miklu gagni við
vinnslu á karfabeinum og síldarúr
gangi frá söltunarstöðvunum. Ur-
gangurinn hefir verið nýttur þann
ig undanfarin ár, að vörubílstjór-
arnir hafa fengið hann ókeypis
og ekið honum til Siglufjarðar.
Verðmæti þessa úrgangs mun
hafa verið yfir hundrað þúsund
krónur síðasta ár.
Saltað verður hér á tveimur
stöðum eins og í fyrra og þess nú
aðeins beðið að síld veiðist.
Ánægðir með
bændaförina
BÚÐARDAL, 2. júlí. — Bændur
úr Dalasýslu og konur þerra, eru
nýkomnir úr bændaför um Norð-
urland og austur á Hérað. Lætur
fólkið mjög vel yfir ferðinni sem
var ánægjuleg í alla staði. Var
það mjög heppið með veður allan
tímann. Ferðafólkið rómar mjög
viðtökur allar í ferðalaginu.
BÚÐARDAL, 2. júlí. — Sláttur
er almennt ekki hafinn hér, en
víða er heyskapur þó byrjaður
lítilsháttar. Spretta er sæmileg en
með seinna móti. Kuldi er þessa
dagana og daufur þurrkur. Ekk-
ert hefur verið hirt ennþá. —Elís.
Samkomnr
Hjálpræðisherinn.
Samkoma í kvöld kl. 20,30. —
Velkomin!
K. F. U. K. — Vindáshlíð.
Hlíðarfundur í kvöld kl. 8,30.
Fjölbreytt dagskrá Mætum allar.
Stjórnin.
nn
ra Ný sending m
1 Sumarkjólar I
Jf úr frönskum popplinefnum &
Hanzkar
hvítir og mislitir
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5,
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glóddu mig á 70 ára
afmæli mínu 26. júní með gjöfum, skeytum, blómum,
heimsóknum og hlýjum handtökum.
Drottinn blessi ykkur öll.
Helga Pétursdóttir.
Ég þakka öllum innilega, sem glöddu mig g fimmtugs-
afmælinu mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Eiríkur Guðmundsson,
Ölduslóð 7, Hafnarfirði.
Innilegt þakklæti fyrir þá vinsemd er mér var sýnd á
margvíslegan hátt á sjötugsafmælinu, sem mér verður
ógleymanlegt.
Guð blessi ykkur öll.
Sören Valentínusson,
Austurgötu 26, Keflavík.
VALGERÐUR GISLADOTTIR
frá Hólum í Biskupstungum, andaðist að Elliheimilinu
Grund 30. júní. Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstud. 5. júlí kl. 3 e.h.
Aðstandendur.
Jarðarför dóttur minnar
JÓHÖNNU
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júlí, kl. II ár-
degis.
Skúli Kolbeinsson,
Blönduhlíð 25.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirrá, er sýnt hafa sam-
úð og hluttekningu er sonur okkar
SIGHVATUR GUÐMUNDSSON
frá Nesi, Stykkishólmi, lézt af slysförum 20. apríl sL
Fyrir hönd systkina hans og annarra vandamanna.
Halldóra ísleifsdóttir, Guðmundur Finnsson.
Ekkjan
RAGNHILDUR GUÐMUNDSDOTTIR
frá Sandaseli andaðist 3. júlí að heimili sínu Hverfisgötu
46, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna.
Páll Hjörleifsson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við 'fráfall og út-
för
MARGRETAR SIGURDARDÓTTUR
frá Brekkum
Ólafur Á. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson,
Jónína Þorláksdóttir, Marta Jónsdóttir.