Morgunblaðið - 04.07.1957, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 4. júlí 1957
ORLOF h/f
ALMÓÐLEG
FERÐASKRIFSTQFA
□-------------□
Þýðing
Svernr Haraldsson
□-------------□
eftir
John
Steinbeck
f
I
72 t
== I
I
Lee svaraði ekki.
Adam talaði án þess að opna
augun: — „Konan mín er ekki
heima. Hún er farin í heimsókn“.
„Var hún ekki hér, þegar þetta
kom fyrir?“ Horace skotraði aug-
unum til Juliusar og sá undar-
legan svip á andliti hans. Munn-
vikin sveigðust upp í háðslegu
glotti og Horace hugsaði með
sér: — „Hann veit meira en ég.
Hann myndi verða góður héraðs-
fógeti“. Svo leit hann aftur á
Adam: — „Þetta fer nú að verða
nolskuð torskilið“, sagði hann.
„Konan yðar ól barn — tvö börn
— fyrir hálfum mánuði og nú er
hún farin í ferðalag. Tók hún
börnin með sér? Mér fannst ég
heyra í þeim rétt áðan“. Horace
laut niður að rúminu og snerti
kreppta hægri hönd Adams. —
„Ég get ekki hætt yfirheyrslunni,
þótt ég feginn vildi“, sagði hann
og hækkaði róminn. — „Trask,
nú krefst ég þess skilyrðislaust
að þér segið mér hvað það var,
sem fyrir yður kom. Ég spyr ekki
vegna forvitni. Ég er skyldugur
til þess, sem vörður laganna. Ann
aðhvort opnið þér nú augun og
segið mér allt eins og er, eða ég
fer með yður til héraðsfógetans,
jafnvel þótt þér kunnið að vera
hættulega særður".
Adam lauk upp augunum og
þau voru tómleg og svipbrigða-
laus. Og rödd hans var hljómlaus,
lífvana. Það var eins og hann
mælti fram orð á tungu, sem hann
skildi ekki sjálfur.
. „Konan mín er farin“.
„Hvert er hún farin?“
„Ég veit það ekki“.
„Hvað meinið þér með því?“
„Ég veit ekki hvert hún fór“.
Julius greip nú í fyrsta skipti
fram í fyrir þeim: Hvers
vegna fór hún?“, spurði hann.
„Ég veit það ekki“.
Horace sagð með auðheyrðri
gremju — í röddinni: — „Nú verð
ið þér að fara að gæta að yður,
hr. Trask. Þér eruð að leika
hættulegan leik og ég hræðist
þær hugsanir sem hjá mér eru
vaknaðar. Þér hljótið að þekkja
orsakirnar“.
„Nei, ég veit ekki hvers vegna
hún fór?“
„Yar hún kannske veik? Hegð-
aði hún sér nokkuð undarlega í
seinni tíð?“
„Nei“.
Horace leit við: — „Ching
Chong, vitið þér nokkuð um
þetta?“
„Ég fara til King City laugar-
dag. Koma heim kannske klukk-
an tólf í nótt. Finna mister Trask
á gólfinu".
,.Svo að þér voruð ekki hér
þegar það skeði?“
„Nei, mister“.
„Nú jæja, Trask. Þá verð ég
aftur að snúa mér að yður. Drag-
ið þér tjaldið örlítið frá gluggan-
um, Ching Chong, svo að ég sjái
handa minna skil. Já, þetta er
strax betra.
Jæja Trask, nú ætla ég að gefa
yður enn þá eitt tækifæri og ég
er hræddur um að það verði það
síðasta. Konan yðar fór sína leið.
Skaut hún yður?“
„Það var slys“.
„Gott og vel, segjum bara að
það hafi verið slys. En var byss-
an í höndum hennar, þegar skot-
ið reið af?“
„Það var slys“.
„Þér gerið mér sannarlega ekki
auðveldara fyrir. En segjum nú
svo, að hún hafi farið leiðar.sinn-
ar. Þá verðum við að finna hana,
ekki satt? Hvað hafið þið verið
iengi í hjónabandi?"
„Næstum eitt ár“.
„Hvað hét hún áður en þér
kvæntust henni?“
' Það var löng þögn en svo sagði
Adam lágt: — Það segi ég engum
manni. Ég lofaði henni því“.
„Gætið yður nú. Hvaðan kom
hún?“
„Ég veit það ekki“.
„Hr. Trask, með þessu áfram-
haldi hlýtur leið yðar að liggja
beint í fangaklefann og það mjög
bráðlega. Lýsið henni nú fyrir
okkur. Hvað há?“
Augu Adams ljómuðu: — „Ekki
há, lítil og grönn“.
„Jæja, sjáum tiL Hvernig hára-
litur? Augun?“
„Hún var yndislega fögur“.
„Var?“
„Er“.
„Nokkur ör eða einkenni?"
„Oh, nei — jú, ör á enninu“.
„Þér vitið ekki hvað hún heit-
ir, þér vitið ekki hvaðan hún
kom, þér vitið ekki hvert hún
fór og þér getið ekki lýst henni.
Haldið þér að ég sé alger fáviti?“
Adam sagði: — „Hún átti sér
leyndarmál. Ég hét henni því, að
spyrja aldrei neins. Hún var
hrædd við einhvern". Og án nokk
urs fyrirvara brast Adam í grát.
Allur líkami hans kipptist til og
titraði og andardrátturinn kom
í slitróttum ekkasogum. Það var
grátur hins örvæntingarfulla, yf-
irbugaða og vonlausa.
Horace kenndi vaxandi með-
aumkunar. — „Komdu hérna
DURRSCHRRF
RAKVÉLABLÖÐIN
hafa farið sannkallaða sigurför um
landið. Reynið fasan durascharf
rakvélablöðin og sannfærist i
gæði þeirra. Þér getið ekk
dæmt um beztu rakvéla-
blöðin fyrr en þér h<
reyntfasan duraschar
Einkaum boð:
BJÖRN ARNÓRSSON
Bankastræti 10, Reykjavík
Það var eins og augun í Adam
stækkuðu og þau voru vot og
rauðhvörmótt: — „Það var slys“
hvíslaði hann.
„Sá nokkur það? Var konan
yðar viðstödd þegar það gerðist?"
Adam svaraði ekki og Horace
sá að hann lá með lokuð augun.
— „Hr. Trask“, sagði hann. „Ég
veit að þér eruð veikur maður.
Ég er að reyna að gera yður þetta
eins létt og frekast er kostur.
Hvers vegna hvílið þér yður nú
ekki á meðan ég tala við konuna
yðar?“.
Hann beið stundarkorn, en
snéri sér svo að dyrunum, þar
sem Lee stóð hreyfingarlaus: —
„Ching Chong, segið missy að ég
vilji gjarnan fá að tala við hana
í nokkrar mínútur".
„Já, ég hélt að það kynni að
vera gagnlegt".
Julius Eusliadi stóð og hlustaði
með athygli, án þess að leggja
nokkuð til málanna.
Horace andvarpaði, lagði
skammbyssuna á kommóðuna og
lét tóma skothylkið við hlið henn
ar: „Eins og yður er kunnugt",
sagði hann — „þá hefi ég verið
vara-fógeti hér í aðeins stuttan
tíma. Ég vonaði að það myndi
verða skemmtilegt starf og ætl-
aði að sækja um héraðsfógeta-
embættið eftir nokkur ár. En ég
ei eklci vandanum vaxinn. Starf-
ið hefur ekki reynzt mér neinn
leikur — “.
Adam horfði á hann .sýnilega
órór.
„Ég held að það hafi aldrei
neinn verið hræddur við mig áð-
ur — reiður við mig, kannske —
en ekki hræddur. Það er eitthvað
svo leiðinlegt — gerir mann
skömmustulegan“.
Julius sagði gremjulega: —
„Þú verður að gera skyldu þína.
Ekki geturðu hlaupið frá skyld-
um og ábyrgð núna á stundinni".
„Jú, víst gæti ég það — ef ég
vildi. Nú jæja, allt verður að
hafa sinn gang. Hr. Trask, þér
voruð í bandaríska riddaralið-
inu. Vopn riddaraliðsins eru að-
allega hermannarifflar og skamm
byssur. Þér —“. Hann þagði and-
artak — „Hvað var það sem kom
fyrir, hr. Trask?“
7. júlí hefst „Sex
landa sýn II“, ferðast
verður um Dan-
mörku, Þýzkaland,
Holland, Belgíu,
Frakkland og Lux-
shbourg, Tilkynnið
þátttöku sem fyrst.
18. júli lagt af stað
í „Norðurlandaferö
H“, þ.e. ekið um Dan-
mörku, Svíþjoð og
Noreg, einnig ferðast
með skipi til Visby á
Gotlandi. Nokkur
pláss. laus.
27. júlí hefst hin eftir
sótta ferð „Kaup-
mannahöfn — Ham-
aorð — París Lon
don“. Örfá pláss eru
ennþá iaus.
Edens
f>Q<K*4X”>*»M****,^^,’*4»**’*'í**'*,***‘M’*,**'**‘*”‘*,*,****‘'*‘*,’,***,**,*M*
M A R K tJ S Eftir Ed Dodd
1) — Ég ætti að vera komin
heim núna, en ég sé ekkert vegna
þokunnar . . . og ég hefi ekki nóg
benzín til þess að snúa aftur til
St. Lovite.
2) — Hvað er þetta? Sex| 3) — ... Pabbi er að reyna
veðurathugunarbelgir í tveimur I að gefa mér til kynna hvar áin
röðum ... er. Ja, ég verð að hætta á það.
inn í hina stofuna, Julius“, sagði
hann og gekk á undan inn í borð-
stofuna. — „Jæja Julius, segðu
mér nú þitt álit, Er hann brjálað-
ur?“
„Ég veit það ekki“.
„Drap hann hana?“
„Mér datt það í hug áðan“.
„Mér líka“, sagði Horace. —
„Herra minn trúr“. Hann þaut
inn í svefnherbergið og kom aft-
ur með skammbyssuna og skot-
hylkin. — „Ég gleymdi þessu“,
sagði hann afsakandi. — „Ég held
víst ekki lengi þessu starfi mínu“.
Julius sagði: — „Hvað hefurðu
hugsað þér að gera?“
„Mér er það alger ráðgáta. Ég
sagðist ekki geta tekið þig með
sem lögregluþjón, en réttu upp
hægri hendina".
„Ég vil ekki vinna eið, Horace.
Ég ætla að halda áfram til Salin-
as“.
„Þú hefur ekki um neitt að
velja, Julius. Ef þú réttir ekki
upp bölvaða lúkuna, þá neyðist
ég tilað taka þig fastan“.
Julius rétti hikandi upp hend-
ina og endurtók eiðstafinn. —-
,,Og þetta eru þakkirnar fyrir
það að koma með þér“, sagði
hann. — „Faðir minn mun flá
mig lifandi. Jæja, hvað gerum
við nú?“
Horace sagði: — „Nú ætla ég
að fara og finna héraðsfógetann.
Helzt hefði ég viljað taka Trask
með mér, en ég þori bara ekki
að hreyfa við honum. Þú verður
að bíða hérna, Julius. Um annað
er ekki að ræða. Hefurðu skamm
byssu?“.
„Nei“.
„Jæja, taktu þá þessa og hérna
er stjarnan mín“. Hann losaði
hana úr treyjunni sinni og rétti
Juliusi.
„Hvað heldurðu að þú verðir
lengi?“
„Ekki lengur en nauðsyn kref-
ur. Sást þú frú Trask nokkurn
tíma, Julius?"
„Nei, aldrei“.
„Ég ekki heldur. Og ég verð að
segja fógetanum að Trask viti
hvorki nafn hennar né annað. Og
hún er ekki stór og hún er falleg.
Ja, er það nú lýsing. Ég held að
ég ætti að segja af mér embætt-
inu, áður en ég tala við fógetann,
því að hann er viss með að reka
mig á eftir. Heldurðu að hann
hafi kálað henni?"
„Hvernig í fjandanum ætti ég
að vita það?“
„Vertu nú ekki að æsa þig
upp“.
Julius tók skammbyssuna, setti
patrónurnar í skothylkið aftur
og vó hana í hendi sér. — „Á ég
að gefa þér gott ráð, Horace?"
„Já, mér veitir víst sannarlega
ekki af því og þótt fleiri væru“.
„Jæja, Samúel Hamilton þekkti
siJÍItvarpið
Fimmtudagur 4. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19.30 Harmonikulög (plöt
ur). 20.30 Náttúra íslands; IX.
erindi: Segulmögnun bergs á ís-
landi (Þorbjörn Sigurgeirsson,
magister). 20.55 Tónleikar (plöt-
ur).- 21.30 Útvarpssagan; „Synir
trúboðanna" eftir Pearl S. Buck;
(Séra Sveinn Víkingur). 22.10
Upplestur: Kristján Sigurðsson
frá Brúnastöðum flytur frum-
ortar stökur. 22.25 Sinfónískir
tónleikar (plötur). 23.00 Ðag-
skrárlok.
Föstudagur 5. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Létt lög (plötur). 20.30 „Um
víða veröld“. — Ævar Kvaran
leikari flytur þáttinn. 21.15. Al-
þjóðasamtök stúdenta í Reykja-
vík: Viðtöl og frásagnir (Friðrik
Ólafsson skákmeistari o. fl.). 21.
40 Tónleikar (plötur). 22.10 Garð
yrkjuþáttur: Eyðing illgresis
(Agnar Guðnason, ráðunautur).
22.25 Harmonikulög: (plötur).
23.00 Dagskrárlok.