Morgunblaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 19. júlí 1957 > MOP.G V N PT. ÍOIÐ «c Asíuinfíúenzan er vœg og ólíklegt að hún geti orðið hœttulegur faraldur Islnndsraeístaranét í golii holdið í Hverogerði og Rvk Sexfánda golfþingi íslands nýlega lokið f GÆR 18. júlí var 16. golfþing fslands haldið í golfskálanum í Reykjavík og hófst kl. 10.00 árdegis. Allir golfklúbbar í Golfsambandi íslands höfðu sent fulltrúa, samtals 10 og auk þess sat forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage, þingið. í Golfsambandinu eru 5 goifklúbbar og er mikill áhugi ríkjandi meðal þeirra allra. í BANDARÍSKA vikuritinu U.S. News and World Report er grein um Asíuinflúenzuna svonefndu, og þar sem ætla má, að lesendur blaðsins hafi áhuga á að kynna ;ér efni hennar, verður hér á eftir drepið á hið helzta í laus- iegri þýðingu. Blaðið bendir fyrst á, að þessi nýja inflúenza hafi geisað á ýms- um landsvæðum, en á öðrum hafi veikin aðeins stungið sér niður ennþá. Hversu hættuleg er Asíu- inflúenzan, spyr blaðið? Inflúenz an, sem geisað hefir undanfarið í Asíulöndunum og hætta er á að berist til Evrópu og Ameríku, er væg. Dánartalan er tiltölulega mjög lág. Menn eru aðeins veikir í þrjá eða fjóra daga, fá höfuð- verk, beinverki og háan hita. En hví þá allt þetta umtal um veikina? Vegna þess að svo margir fá hana. Svo virðist sem aðeins fáir menn séu ónæmir fyrir henni. Veikin fer eins og eldur í sinu um þau landsvæði, sem hún er einu sinni komin til. Sums stað- ar þar, sem veikin hefir herjað, hefir annar hver maður fengið hana, á nokkrum stöðum hefir jafnvel hver einasti maður tekið veikina. Hvernig fá menn veikina? Menn fá Asíuveikina eins og aðrar tegundir af inflúenzu. Að- allega berast veirurnar með hósta og hnerra smitberanna. Heil- brigður maður getur borið veik- ina án þess að fá hana nokk- urn tíma. Hvemig getið þér vitað, að þér séuð með veikina? Einkenni hennar koma í ljós mjög fljótt eftir smitun. Venju- lega verða menn skyndilega slappir, og fá e.t.v. í sig hroll. Stundum fylgir höfuðverkur, ó- gleði og uppköst. Hitinn kemst upp í 38—39 stig, en fer stundum hærra. — Þá geta menn einnig fengið dálítinn hósta og orðið sárir í hálsinum. Bein- verkirnir koma aðallega fram í fótum og baki. Hvað er hægt að gera, ef mað- ur fær veikina? Heldur lítið. Enn er ekkert lyf til við inflúenzuveirunni, svo að læknar verða að halda sig að þeim lyfjum, sem draga úr bein- verkjunum og minnka hitann. Nauðsynlegt er að leggjast í rúm- ið. Hægt er að gefa fúkkalyf og súlfa til að koma í veg fyrir hættulega fylgikvilla, s.s. lungna bólgu, sem getur fylgt í kjölfar inflúenzunnar. Er ekki til bóluefni við inflú- enzu? Jú, en það er aðeins notað í því skyni að koma í veg fyrir, að menn taki veikina, en það er gagnslaust sem lyf eftir að veikin hefir blossað upp. Veiran, sem veldur Asíuveikinni er ný af nálinni. (Því má skjóta hér inn í, að síðustu fregnir herma, að Bandaríkjamenn séu nú að fram leiða bóluefni við inflúenzunni, en greinin er skrifuð áður en tilraunum þeirra með slíkt bólu- efni var lokið. Hins vegar segir, að bóluefnið verði sennilega til- búið með haustinu og megi reikna með því, að það verði svo áhrifamikið, að það geti komið í veg fyrir, að bólusettir menn fái veikina). I greininni segir ennfremur: Sennilegt er, að síð- ar .verði bóluefni við Asíuveik- inni sett í bóluefni við öllum öðrum tegundum inflúenzu. Hversu lengi varir ónæmið fyrir inflúenzu? Á meðan faraldurinn gengur yfir. Ónæmi hefir ekki myndazt í líkamanum fyrr en hálfum mán uði eftir að bólusetning hefir farið fram, svo að bólusetning er gagnlaus eftir að faraldurinn hefir látið á sér kræla. Venjan er sú, að bólusetja menn við inflúenzu á haustin, svo að ónæm ið dugi yfir veturinn. Væri ráðlegt að bólusetja alla, þegar bóluefnið er fyrir hendi? Hver og einn ætti að fara eftir ráðleggingum læknis síns í þess- um efnum .... Einkum ætti að bólusetja þá, sem þola illa fylgikvilla, s.s. gamalmenni og ungböm. Herjar inflúenzan með á- kveðnu millibili? Ýmsar skoðanir hafa verið uppi í þessum efnum. Til eru nokkrar tegundir inflúenzuveira og ein þeirra — a-gerðin — virðist geisa annað eða þriðja hvert ár. Síð- asti stórfaraldurinn var 1953. B- gerðin virðist koma með fjögurra eða fimm ára millibili. Síðasti stórfaraldurinn var 1952. Veiran, sem veldur Asíu-innflú enzunni, heyrir til a-gerðinni. Dr. Maurice R. Hilleman, sérfræðing- ur í veirusjúkdómum, einangr- aði þessa nýju veirutegund á sínum tíma. Hann heldur, að veik in muni breiðast út um heim all- an. Gæti þessi nýja tegund inflú- enzu, sem er væg, breytzt í drep- sótt? Sérfræðingar vilja helzt segja sem minnst um það. Þeir benda þó á, að flest dauðsföll í inflú- enzudrepsóttinni, sem herjaði 1918, hafi átt rætur að rekja til fylgikvilla, eins og lungnabólgu, en ekki til sjálfrar inflúenzunn- ar. Þeir eru þeirra skoðunar, að jafnvel þótt þessi nýja veira breytist og verði lífshættuleg, þá muni sagan frá 1918 ekki endur- taka sig vegna fúkkalyfjanna og annarra þeirra lyfja, sem fyrir hendi eru. STJÓRNIN ENDURKJÖRIN Forseti þingsins var kjörinn Gunnar Schram, Akureyri, en þingskrifari, Sveinn Snorrason, Reykjavík. Dagskrárliðir voru eins og venju lega og ríkti eining og prúð- mennska í störfum þingsins. Stjórn Golfsambandsins var öll endurkjörin: — Ólafur Gíslason forseti sam- bandsins og meðstjórnendur: Björn Pétursson, Reykjavík, Jó- hann Þorkelsson, Akureyri, Lárus Ársælsson, Vestmannaeyjum. Öldunga-keppni í golfi var ákveðið að færi fram sama dag á á Golfvellinum í Reykjavík og var tilkynnt um 6 þátttakendur. ÍSLANDSMEISTARAMÓT íslandsmeistaramót var ákveð- ið að fari fram á Golfvellinum í Hveragerði og Reykjavík, þann- ig að fyrstu 18 holurnar verði leiknar í Hveragerði í dag 19 júli og hefst keppnin kl 1 s.d. Næstu 18 holurnar verða leiknar á Golf- vellinum í Reykjavík, laugardag- inn 20. júlí og síðan 36 holur í Reykjavik 21. júlí og lýkur þá ís- landsmeistaramótinu. Þátttakendur í meistarakeppn- inni verða 40. Koppreiðor hestamannaíélagsins Sraóra holdnar oð Sondlækjarósi Keppl var um „Hreppasvipuna” Hæli, 17. júlí 1957. SÍÐASTLIÐINN sunnudag hafði hestmannafélagið Smári kapp- reiðar og góðhestakeppni á skeiðvelli sínum við Sandlækjarós. Til keppni voru skráðir 33 hestar. Helztu úrslit urðu þessi: Á skeiði hlaut verðlaun Jarpur' frá Hvítárbakka og rann hanti skeiðið á 28 sek. í folahlaupi sigraði Blakkur Ei- riks Bragasonar, Eyrarbakka á 20,5 sek. Annar var Hringur Steins Einarssonar, Eyrarbakka á 20,6 sek. Þriðji var Blesi Magn- úsar Sigurðssonar, Bryðjuholti á 20,9 sek. 300 METRA STÖKK: 1. Ör Óskars Indriðasonar, Ásatúni á 24,1 sek. 2. Sörli Sveins G. Sveinssonar, Hrafnkelsstöðum á 24,5 sek. 3. Brúnn Hárlaugs Ingvars- sonar, Austurhlíð á 24,8 sek. 350 METRA STÖKK: 1. Krummi Kristins Ingvars- sonar, Austurhlíð á 28,0 sek. 2. Háfeti Ingvars Eiríkssonar, Efri-Reykjum á 29,0 sek. 3. Stjarni Magnúsar Sigurðs- sonar, Bryðjuholti á 29,3 sek. HLAUT „HREPPASVIPUNA" f góðhestakepni bar sigur úr býtum Gola Jóns Helgasonar á Miðhúsum. Hlaut hún „Hreppa- svipuna", sem er farandgripur. Gola er 15 vetra dóttir Skugga frá Bjarnarnesi, glæsilegt gang- og viljahross. Þótti hún vel að sigrinum komin. Kappreiðarnar voru fjölsóttar, fónx vel fram og gengu greiðlega. Nokkur mótvindur var, sem ætla má að hafi dregið nokkuð úr hlaupahraða hrossanna. Fréttaritari. Kemst ekki inn RENNE, 18. júlí — Þjófur nokk ur arkar nú þjóðvegina í Normandí af því hann kemst ekki inn í fangelsið, þar sem hann á að vera. Stafar það af því, að franskir fangaverðir eru komnir í verkfall. Henri Moulin var dæmdur í viku fangelsi í Coutan- ces-fangelsinu, en þegar hann kom þangað til að afplána sök sína, neituðu verðirnir að útfylla nauðsynlega pappíra, og komst Moulin því ekki inn. Hann átti ekki peninga til að komast heim til sín, en var skipað að leggja land undir fót og snauta heim í eigin bæ. Reykjavík skipl nið- iir í úiburðarhverfi PÓSTSTJÓRNIN hefur nú gefið út „Götuskrá fyrir Reykjavík" til leiðbeiningar um utanáskriftir pósts, en Reykjavík hefur nú ver- ið skipt niður í útburðarhverfi og eru þau sex talsins, og verða fyrst um sinn. ÚTBURÐARHVERFIN Enginn póstáritun er nú lengur til sem heitir Reykjavík, heldur Reykjavík, N. Reykjavík, NV., Reykjavík SV., Reykjavík NA., Reykjavík A og Reykjavík SA. Til þess að auðvelda áritun til Reykjavíkur hefur póststjórnin gefið út „Götuskrá fyrir Reykja- vík“ sem verður send öllum póst- stofum og póstafgreiðslum á land inu og verður hún þar til sölu. MIKILVÆG AÐSTOD Telur póststjórnin að þegar póstur er þanig merktur með hverfisbókstöfum verði sundur lestur allur fljótari og skil verði öruggari. Hestamót „Geysis“ í Ranoár vallasý siu haldið síðastliðinn sunmidag Sýning unghrossa á mófinu vakfi mikla afhygli SIGLUFIRBI, 18. júlí. — Um 10 skip fengu síld í nótt úti við Kol- beinsey öll um og innan við 100 tunnur. Þessi skip eru komin hingað: Guðmundur Þórðarson RE, Sjöfn VE, Bergur og Særún. Afli skipanna var saltaður. Síldin sem Guðmundur Þórðar- son fékk var veidd austur við Rauðunúpa og var falleg söltunar sild. í dag er norðangola og kalt á miðunum. — Guðjón. Búib að alhirða AKRANESI, 13. júlí — Búið er að alhirða að heita má fyrri slátt af túnum á tveim bæjum utan Skarðsheiðar. Er það á bæjunum Eystra-Miðfelli og Hlíð í Hval- fjarðarstrandarhreppi. Búið er að slá allt túnið í Akrakoti í Innri-Akraneshreppi. öll taðan er komin þurr upp í sæti, aðeins eftir að hirða inn. —Oddur. HELLU, Rang., 13. júlí. — Hið^ árlega hestamót „Geysis" í Rang- árvallasýslu var haldið á Gadda- staðaflötum sunnudaginn 7. júlí s.l. Veður var mjög gott þennan dag og mikill mannfjöldi var saman kominn á flötunum, eitt- hvað á annað þúsund manns. Formaður Hestamannafélagsins „Geysis", Lárus Gíslason, hrepp- stjóri Miðhúsum setti mótið með ræðu, að henni loknni hófst sýn- ing unghrossa — fjögurra til sex vetra — í tamningu, er þetta nýr þáttur í mótum „Geysis" og mjög skemmtilegur. Komu þarna fram fimmtán hross á öllum stigum tamningar og vakt mesta athygli Freyfaxi 6 v. eigandi Jónas Guð- mundsson, Núpi. Þar næst fór fram góðhestasýn- ing og komu þar fram seytján hestar. Beztan dóm og fyrstu verðlaun hlaut Þráinn, eigandi Magnús Guðmundsson, Uxa- hrygg, önnur verðlaun hlaut Fluga, eigandi Árni Jóhannsson frá Teigi og þriðju verðlaun hlaut Hörður, eigandi Steinar Magnús- son, Ámagerði. Var þá komið að hlaupunum og í þéim tóku þátt sextán hestar alls. f folahlaupi sigraði Lýsingur frá Fróðholti á 20,9 sek. annar varð Freyfaxi frá Núpi á 21,0 sek. Á 300 m spretti sigraði Roði úr Reykjavík á 23,2 sek., annar varð Jarpur frá Varmadal á 23,6 sek. Á 350 m. spretti sigraði Sokki frá Bakkakoti á 27,1 sek., annar varð Hringur frá Selfossi á 27,7 sek. Að kappreiðunum loknum var dansað í Hellubíói og skemmti fólk sér hið bezta. H. J. Tllraun með gatna- gerð á Akranesl AKRANESI, 18. júlí — Götunum hér hefur lengi verið viðbrugðið fyrir hvað þær eru holóftar. Nú á að gera tilraun til endurbóta með því að topplagsfylla um 120 metra langan spöl á Skólabraut inni. Búið er að taka þar upp úr götunni 20 cm. þykkt lag og byrj- að á að fylla upp í veginn með mulningi. Síðan á að valta og sandfylla þar á eftir. Loks á að sprauta yfir með bitumen og strá í það grófum sandi. Þegar búið er að valta í síðasta sinn á slit- lagið að vera fullgert. —Oddur. „Drottningin64 fullskipuð DRONNING ALEXANDRINE, sem er nú eina skipið, sem held- ur uppi áætlunarferðum milli fs- lands og útlanda, kom hingað laust eftir hádegi í gær frá Kaup- mannahöfn fullskipuð farþegum, eða með um 150 manns. Skipið kom einnig með allmikið af vör- um. — Héðan siglir skipið um hádegisbilið á morgun áleiðis til Kaupmannahafnar og verða með skipinu þangað um 200 farþegar. Bryggjubyggingin á Gjögri gengur vel GJÖGRI, Ströndum, 18. júlí — Þurrkar hafa verið hér undan- farna daga. Unnið er stöðugt við byggingu bryggju hér á Gjögri og miðar verkinu vel áfram miðað við allar aðstæður. Selveiði í Ófeigsfirði er nú lok- ið. Alls voru veiddir 128 selir og er það svipað og var í fyrra. — Regína. Dulles leyfir blaða mömuim til Kína WASHINGTON, 18. júlí: — John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna gaf í dag sam- þykki sitt við því að takmarkað- ur fjöldi bandarískra blaða- manna fengi að fara til kínverska alþýðulýðveldisins. Samkomulag um fjölda þeirra, sem fara mega, náðist hins vegar ekki, þegar Dulles ræddi við fimm helztu ritstjóra Bandaríkjanna. Utan- ríkisráðuneytið mun rannsaka málið nánar, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Sprengjur í Alsír ALGEIRSBORG, 18. júlí: — Einn lögreglumaður var drepinn og fjórir særðir í nokkrum spreng- ingum, sem áttu sér stað á göt- um Algeirsborgar í kvöld. Spreng ingarnar voru gerðar á þremur aðalgötum borgarinnar. í bæ nokkrum í Vestur-Alsír kastaði uppreisnarmaður sprengju inn í veitingahús og tveir gestanna særðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.