Morgunblaðið - 19.07.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.07.1957, Qupperneq 3
Föstudagur 19. júlí 1957 MORCTJNBLAÐIÐ * Nokkrir samkomugestir fyrir framan gamla Hólabæinn Heim að Hólum .Þessi hugsun held ég að hafi verið efst í buga okkar allra Hólamanna sunnudagsmorgun- inn 14. júlí, þegar halda átti há- tíðlegt 75 ára afmæli Hólaskóla. Straumur gamalla minninga og tilhlökkun að fá ef til vill að hitta félaga frá skólaárum. Stuttur aðskilnaður hjá yngri nemendum, en kannske 10, 20 eða 30 ár, já jafnvel síðan um aldamót, það gefur manni tilefni til að hugsa, skyldi maður þá þekkja þennan eða hinn, sem ef til vill hefir tækifæri til að koma að Hólum þennan dag. Dagurinn rann upp bjartur og fagur eins og hann getur fegurst- ur orðið, í okkar fagra héraði; annað veifið var þó eins og þoka legðist yfir, því vegirnir voru svo þurrir, að bílarnir skildu eftir langa slóð af ryki, sem raunar var óþægilegt fyrir vegfarendur aila. Ég hafði lofað að mæta snemma á Hólum, þar sem ég var í nefnd sem sjá átti um mót Hólamanna. Farkost fékk ég hjá góðum næt- urgesti, Ásgeiri Jónssyni, sem skilaði mér að Hólum áður en að- albílaumferð byrjaði. Þegar nálg aðist Hóla, var næstum óslitin röð af bílum og tjöldum, sem sleg ið hafði verið upp um nóttina eða kvöldið áður, af vegfarendum, er ætluðu að Hólum. Það er mikill undirbúningur og erfiði, sem fylgir öðru eins hófi og þarna átti að hefjast, kemur þetta vitanlega mest niður á hús bændum, sem alla yfirumsjón og ábyrgð hafa, allir eru á þönum, hver þarf að vinna sitt verk svo að í engu verði áfátt þegar há- tíðin hefst. Ekki fara stúlkurnar þá varhluta af öllu umstanginu, því hver og einn vill hafa mat sinn og engar refjar. Gestir eru mjög margir komnir, sem hugsa þarf um og svo allt annað, sem gera þarf. Já, mikið er að gera, meira en við gestirnir gerum okkur grein fyrir. Áður en varir er komið fast að þeim tíma, er mótið á að hefjast, Heim að Hólum hefir drifið geysi mannfjöldi, svo að líklegast hefir sjaldan verið eins fjölmennt þar á samkomu. Eftir því sem næst var komizt voru á fjórða hundr- að Hólamenn mættir, var þeim raðað eftir skólaaldri í flokka. Þeir elztu, sem voru vitanlega fá- mennir, fyrst og gengu skólastjór ar með þeim. Öll þessi skrúð- ganga gekk frá gamla bænum niður í kirkju, fylltist hún alveg af Hólamönnum og þeirra fólki og varð fjöldi að standa, einnig var vitanlega mikill fjöldi manns sem ekki komst inn í kirkjuna. Dómkirkjupresturinn, sr. Björn Björnsson, flutti stutta guðsþjón- ustu, en kirkjukór Sauðárkróks, undir stjórn Eyþórs Stefánssonar söng. Þetta var mjög hátíðleg at- höfn. Lagið „Heyr himna smið- ur“ er mjög fallegt, enda vel með farið af kórnum, eins og öll lög- in er sungin voru. Eftir kirkjuathöfnina, byrjaði útidagskrá með því að skólastjóri Kristján Karlsson setti samkom- una, þar á eftir voru haldnar 4 ræður, af forsætisráðherra, Gísla Magnússyni í Eyhildarholti og skólastjórunum fyrrverandi, Páli og Steingrími. Gísli minntist lát- inna skólastjóra, og eins og vænta mátti, fórst honum það með ágætum, enda prýðilegt ræðuefni, þar sem um slíka mann kostamenn var rætt. Á milli allra þessara erinda söng karlakórinn Heimir, undir stjórn Jóns Björns- sonar. Á eftir ræðunum komu nokkrir aðilar fram og færðu skólanum gjafir og árnaðaróskir. Skólastjórahjónin, Páll og Guð- rún Hannesdóttir, gáfu málverk eftir Svein Þórarinsson, Svarf- dælingar málverk af Svarfaðar- dal, eftir Freymóð Jóhannesson. Hljóðfæri var skólanum gefið og margar merkileg- ar bókagjafir. Þá talaði Sigurður Sigurðsson sýslumaður Skagfirð- inga og hyllti núverandi og fyrr- verandi skólastjórahjón, sem set- ið hafa á staðnum. Jón Haralds- son flutti einnig skólanum kvæði. Áður en þessari dagskrá lauk söng allur mannfjöldinn 2 lög undir stjórn Friðbjarnar Trausta sonar söngstjóra skólans. Þá var aðaldagskrá samkom- unnar lokið en Hólamönnum ætl aður tími þar til dans skyldi hef j ast, til að hittast og rifja upp gömul kynni. Var þetta vel þeg- ið, hópuðust nú bekkjarbræður saman, létu mynda sig og reyndu eftir því sem hægt var, að nota þennan stutta tíma til að rifja upp gamlar minningar. Kvikmyndir voru einnig tekn- ar af þessum vinafundum eins og af allri athöfninni. Nógar veiting ar var hægt að fá á staðnum. Og svo byrjaði dansinn undir glymj- andi hljómsveitarmúsík, sem okkur eldri Hólamönnum hefði þótt harla gott að dansa eftir á okkar skólaárum. í sambandi við þessi hátíðahöld voru sýnd gömul og ný landbúnaðarverkfæri og vélar. Páll Zóphoníasson vék nokkuð í ræðu sinni að gömlum minn- ingum frá Hólum og sagði m.a.: Við vorum 29, sem komum hingað sem nýsveinar haustið 1903. Síðan bættust þrír við, svo árgangurinn varð 32. Þá var nú öðru vísi umhorfs hér en nú. Skólahúsið sem flutt var úr Hrís- ey og endurbyggt af Hermanni 1891 og 1892 hérna suður á hól- um, var eina húsið. Vér bjuggum þar allir, er að skólanum stóðu, en bóndinn í bænum. Þar voru okkar var haldið bœndanámskeið, þá komu hér bændur víða að. Þeir voru hér viku, hlýddu á er- indi og ræddu sín áhugamál á kvöldfundum. Og þá fórum við oft í reitog við þá. Og alltaf unn- um við skólapiltar. Mér er minnis stætt, þegar við völdum 3 þá minnstu, og yngstu úr hópnum og settum þá á móti þeim þrem bændum, sem taldir voru mann- skapsmestir, og strákarnir drógu þá eins og fis. Allir vissu að bænd urnir höfðu margfalt afl á við strákana þrjá, en þeir voru sam- taka strákarnir, en bændurnir ekki. Þeir voru tákn tímans, þar sem hver vann að sínu og sér, vildi vera og var að mikiu leyti sjálfum sér nógur, en strákarnir voru tákn þess, sem koma skal, samvinnunnar, samtaka fjöldans. Og við vorum samtaka þá, Hóla- menn. Enn betur komu samtök- okkar í ljós um vorið, rétt áður en við fórum. Þá fórum við með kað- alinn hérna niður í Vaglabrekk- una, völdum fyrirliða, eins og til bændaglímu, er kusu síðan menn til skiptis úr hópnum og nú skyldi vita, hvor hefði. 26 á hvorum enda, og nú var tekizt á um þenn- an 2” kaðal, og ekkert gekk. En allt í einu fannst báðum, að nú væru þeir að byrja að vinna, og kallað var af endamönnum: Sam- taka nú: Þá skullu allir á rassinn, kaðallinn hafði slitnað í miðju, eins og hann hefði verið skorinn sundur með hníf. Enginn ætiaði að trúa sínum eigin augum og héldu hann vera orðinn fúinn. En ekkert benti til þess, enda voru SláKSIEINáR Mannfjöldinn fyrir framan bændaskólann að Hólum kennslustofurnar tvær, og í ann- arri vorum við 32 og þar lásum við allir saman og það gekk vel. Við sváfum tveir saman í hverju rúmi og sváfum vel, höfðum hita hver af öðrum, og það kom sér vel, því aðeins á spítalanum var hægt að hita upp, en þó aldrei gert, því enginn várð veikur. Ekki þurftum við að reyna að kveikja ljós að morgni til á kvistinum, en þar sváfum við 14, ef við höfðum neyðzt til að loka glugga vegna stórhríðar, eða það hafði verið stillilogn, fyrr en dyr og gluggi hafði verið opnað. En við sváfum ágætlega og engum varð mis- dægurt hvorugan veturinn. Loft- leysið kom ekki að sök. Við æfðum leikfimi í kjallara hússins, og þar var svo lágt undir loft, að við gátum ekki almenni- lega rétt upp hendur í standandi leikfimi-æfingum. Þetta var örlítil mynd af því, sem við skólapiltarnir bjuggum við, og nú skulið þið bera það saman við það, sem nú er, og þið sjáið muninn. Og líklega ætti ykk ur að líða betur, sem hér starfið nú. En ég veit þó ekki, hvort svo er. Okkur leið ágætlega. Við vor- um hæst-ánægðir. En af því að leikfimihúsið þótti nú ekki gott, þá vorum við oft úti við leikfim- ina, og fórum í snjókast, á skauta eða skíði, og oft þreyttum við reiptog. Við höfðum kaðal, sem var 2” sver, tjöruborinn, og hann var óspart notaður. Seinni veturinn partarnir notaðir mörg ár á eftir og síðast sá ég þá 1910.En svona voru kraftar okkar Hólamanna orðnir samstilltir, og aldrei hefur mér orðið ljósara, hversu samtök og samvinna, þar sem allra hugur beinist að sama marki, fá áorkað, en þá. Islenzk kona í Kaupmannahöfn látin KAUPMANNAHAFNARDAG- BLAÐIÐ Berlinske Tidende, segir frá því, að nýlega hafi látizt í Sankti Jósefspítalanum í Kaup- mannahöfn Siðríður Sigurðardótt ir, sem þar hafi unnið yfir 30 ár sem aðstoðarstúlka. Sigríður var 50 ára að aldri. í blaðinu segir, að Sigríður hafi verið mjög vel látin af læknum spítalans, starfsliði og sjúkling- um. Hún hafi verið mjög sam- vizkusöm í starfi og aðlaðandi í allri framkomu. Hún tók nnkilli tryggð við sjúklingana og heim- sóti oft eldra fólk sem fluttist burt af spítalanum. Sigríður var mjög vel virt af samstarfsfólki sínu og er hennar sárt saknað á Sankti Jósefsspít- alanum. LAS VEGAS. — Kjarnorku- sprenging var gerð í gær 1 Nev- ada-eyðimörkinni. HúmorIeysi“ Á föstudaginn var birtist svo- hljóðandi grein í Tímanum: „Tíminn hefur um skeið birt skemmtilegar vísur um atburði dagsins, eftir kunnan húmorista. Er þar fjallað um málefni í létt- um tón og vinsælum. Það cr at- hyglisvert ,að Morgunblaðið hef- ur nú margsinnis sótt sér stjórn- málavizku í vísur þessar. Hefur a.m.k. þrisvar lagt út af einni vísu í síðasta kvæði, telur þar birtast mikla opinberun í pólitík. Það fer ekki ofsögum af þvi, að þeir eru húmorlausir, ráðsmenn- irnir í Morgunblaðshöllinni". Vísa sú, sem hér um ræðir, hljóðar svo: „Gengur lítt að leysa vanda, og líkur til að fleira strandi því auðveldlega öllu stranda einnig má á þurru landi“. Ekki skal efazt um að á rit- stjórnarskrifstofu Tímans sé „vin- sælt“ að kveða svo um stjórn Hermanns Jónassonar. En hætt er við, að Hermanni sjálfum gangi enn erfiðlegar að skilja húmorinn“ í þessari lýsingu en jafnvel „ráðsmönnunum í Morg- unblaðshöllinni“. Mikil breyting f Vísi var hinn 9. júlí sagt irá erlendri konu, sem komið hafði hingað til lands 1907 og aftur nú, að 50 árum liðnum. Blaðið segir svo frá: „Þótti henni að sjálfsögðu mik- ið til þess koma, hver breyting hefur orðið hér á þessu 50 ára tímabili, sem liðið er frá heim- sókn hennar, og komst hún svo að orði við leiðsögumann sinn, að hún hefði ekki trúað því, að slíkt gæti átt sér stað, ef henni hefði verið sagt frá því“. Slík er lýsingin á breytinguin í Reykjavík og nágrenni. „Allt líkt opf var“ Nokkrum dögum síðar, þ.e. 12. júlí, birti Alþýðublaðið viðtal við Vestur-fslending, Ólaf Bjarnason, sem kom heim aftur eftir 54 ár. Blaðið segir: Honum finnst Reykjavík falleg borg. Og hann undr- ast hve framfarir hafa verið miklar og margt er orðið breytt hjá því sem var. Hann hef- ur ferðast um Austurland og kom- ið á æskustöðvarnar, en hann var uppalin á Bóndastöðum í Hjalta- staðaþinghá, og haitn segir: „Það er flest orðið breytt hjá ykkur, nema auðvitað svipur landsins, og svo finnst mér að á æskustöðvpnum sé allt líkt og var“. Ólafi finnst flest breytt nema svipur landsins og ástandið á æskustöðvunum. Því miður er þetta rétt sfeð. Þar sem Fram- sóknarflokkurinn er allsráðandi eins og fyrir austan, er þróunin mörgum áratugum á eftir. Ummæli Hannesar Hannes á horninu gefur í gær lýsingu á ástandinu hér á landi eftir 17 ára yfirráð „fhaldsins": „Hvergi í heiminum líður fólki eins vel almennt og hér á íslandi. Hvergi eru kjör fólksins eins jöfn hvergi eins miklir möguleikar til þess að mennta börnin. Hvergi er samhjálp eins rík og hér —“ Allt er þetta rétt, en Hannes bætir við: „— Okkúr hefur einmitt tekizt þetta með því að hafa taumhald á sprikli einstakra manna. Hitt er svo allt annað mál, að fagfélög og einstakir hákarlar sprikla nú svo að til vandræða horfir“. Hvar værum við, ef einstakling- arnir hættu að „sprikla“ og hverj- Íir hafa hingað til hælzt mest um yfir mætti fagfélaganna?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.