Morgunblaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. júlí 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Verður Grétu Gurbo skipuð á bekk með Helenu fögru, Kleó- pöfru og Sulome? Þribja grein um æv/ Grétu Garbo Grcta Garbo í hlutverki Kamelíufrúarinnar RöDD hennar er djúp, þrótt- mikil og dimm. Hún býr yfir öllum þeim rómuðu, skáld- legu töfrum, sem hafa gert þessa útlendu, sænsku konu að einni tilkomumestu kvikmyndaleik- konu vorra tíma.“ Þannig komst einn gagnrýnandinn að orði um rödd Grétu Garbos, sem menn höfðu í mikilli eftirvæntingu beð- ið eftir að heyra. "Ar 'ik' ★ í*ó að Gréta hefði verið kjörin „drottning þöglu kvik- myndanna“, stóð hún engu síð- ur en allir aðrir kvikmynda- leikarar þess tíma augliti til auglits við mikinn vanda, er talmyndirnar komu til sög- unnar. Fjölmörgum kvik- myndaleikurum var vísað á dyr, af því að raddir þeirra fullnægðu ekki þeim kröfum, sem talmyndirnar gerðu. Eink um stóð þetta erlendum kvik- myndaleikurum fyrir þrifum, enda hurfu þeir hópum saman frá Hollywood. 'fc Ac r ★ FYRSTA TALMYNDIN Fyrsta talmyndin, sem Gréta lék í, var „Anna Christie", gerð eftir leikriti Eugene O’Neills. Það var Grétu til mikils hagræðis, að Anna var ung, sænsk stúlka, sem hafði alizt upp í Bandaríkj- unum og talaði enskuna með er- lendum hreim. „Anna Christie“ var frumsýnd í New York 1930. Leikstjórinn hafði hagað því svo, að áhorfendur urðu að bíða þess nokkra stund, að Gréta léti til sín heyra. Gréta hlaut almennt lof fyrir leik sinn í „Önnu Christie“, en sjálf var hún óá- nægð með fyrstu talmyndina. ★ ★ ★ En gagnrýnendur voru sam- jnála um, að Gréta væri engu minna töfrandi í talmynd en í þöglu myndunum, og forráða- menn MGM voru himinlifandi. Samningur Grétu við MGM gilti tvö ár í viðbót, og félagið lét Grétu hafa nóg að starfa. Á þessum tveim árum lék hún í sex kvikmyndum, þ. á m. „Sús- önnu Lenox“, „Mata Hari“ og „Grand Hótel“. — Engin þessara mynda jók hróður hennar. Kvik- myndir þessar fengu yfirleitt lé- lega dóma, en leikur Garbos þótti jafnan „sannfærandi“ „fram úrskarandi", „ágætur" eða „galla- laus“. Á „ÉG HEFI VERIÐ STEINDAUÐ í MÖRG ÁR“ Einn gagnrýnandinn, Mary Cass Canfield, sagði samt Grétu óspart til syndanna, og Gréta hefði fyrst allra viðurkennt, að Mary Cass Canfield hefði mikið til síns máls. Gréta var óánægð með hlutverk- in og leik sinn. Hún var orðin þreytt á að leika „slæmar“ konur og' þjarkaði oft við Louis. B. Mayer og Harry Edington til að reyna að fá tilkomumeiri hlut- verk. Óneitanlega einkenndist leikur hennar á þessum árum af deyfð og þar var ekki að- eins hlutverkunum um aS kenna. Deyfðin átti einnig rætur sínar í einkalífi hennar. Hún var orðin ennþá hlédræg- ari og einrænni. Eftir erfið- an og langan vinnudag gekk leikstjóri nokkur eitt sinn til hennar og sagði: „Þér eruð þreytuleg, það er bezt, að þér farið heim. Þér hljótið að vera hálfdauð.“ Það varð ofurlítil þögn, áður en hún svaraði: „Dauð? Ég hefi verið stein- dauð í mörg ár.“ ★ „ÞANNIG ERU KARLMENNIRNIR. .. .“ „Kona, sem þráði ást og var vel þess verð að vera elskuð, en gat ekki. tileinkað sér þá auð- mýkt, sem er skilyrði fyrir hvers konar ást.“ Þannig hefir André Maurois lýst George Sand. Og þessi lýsing á vafalaust líka við um Grétu Garbo. Hún var nú 25 ára, auðug, fræg og talin feg- ursta kona í heimi. Hún gat veitt sér allt, sem hugur hennar girnt- ist — nema ef vera skyldi ást. Þeir karlmenn, sem hún kynnt- ist, ollu henni vonbrigðum. Oft höfðu þeir gert sig seka um að ræða opinberlega um kynni sín við hana, og það þóttu henni svik 5 tryggðum. „Þannig eru karl- mennirnir," segir hún í „Önnu Christie“. „Ó, hvað ég hata þá alla.“ Það varð ekki betur séð en þessi orð ættu einnig við um hana sjálfa. ★ ★ ★ Grétu þótti ekki lengur nógu friðsælt við Chevy Chase Drive. Heimilisfang hennar var nú þekkt og aðdáendur tóku að skrifa henni, og þeir áköfustu gerðust jafnvel svo djarfir að hringja dyrabjöllunni og spyrja um hana. Hún fluttist í annað hús í Beverley Hills, en ekki leið á löngu, þar til hún fluttist aftur í hús við San Vincente Boulevard í Brentwood í Santa Monica. „Hér ætla ég að búa svo lengi sem ég verð í Hollywood", sagði hún við Edington. Á' FERÐAKOFFORT í SKILNAÐARGJÖF Gréta Garbo ætlar að yfir- gefa Hollywood og setjast að í Svíþjóð fyrir fullt og allt. Þannig hljóðaði fréttatilkynningin frá MGM, er samningur Grétu var útrunninn í júní 1932. Forráða- menn MGM gáfu henni ferða- koffort að skilnaði. ★ ★ ★ Gréta dvaldist í Svíþjóð átta mánuði. Hún lifði kyrrlátu lífi og tókst að komast að mestu hjá ofsóknum blaðamanna og ljós- myndara. Kynni hennar og Max nokkurs Gumpels, verkfræðings, vöktu samt talsverða athygli, og enn einu sinni komst sú saga á kreik, að Gréta hefði í hyggju að giftast. Gréta og Max Gump- el voru kunnug frá fornu fari. Þau höfðu þekkzt, er Gréta vann hjá PUB. En ekkert var hæft í því, að Gréta hefði hjónaband í huga. Þau léku tennis, og Gump el, sem var kræfur kaupsýslu- maður, aðstoðaði Grétu við að koma fé sínu í fasteignir í Stokk- hólmi. ★ „KRISTÍN DROTTNING“ Áður en Gréta hélt heim til Svíþjóðar, hafði hún lesið ævisögu Kristínar Svíadrottn- ingar. Gréta hafði orðið hrif- in af þessari sérvitru sænsku drottningu, sem var uppi á 18. öld og vildi helzt ganga í karlmannsfötum. Kristin drottning hafði verið mjög andvíg hjónabandi, en engu síður var hún umsetin biðl- um. Hún var örlát á fé, fast- eignir og titla við gæðinga sína, svo að þegnum hennar ofbauð, og lét þá drottningin af völdum, aðeins 28 ára göm- ul, hélt til Rómar og dvaldist þar til dauðadags. ★ ★ ★ Með því skilyrði að fá að leika Kristínu drottningu bauð Gréta MGM upp á nýjan samning, og forráðamenn félagsins féllust um yrðalaust á þetta. En þeir voru ekki eins hrifnir af öðrum skil- yrðum, sem Gréta setti: Hún vildi aðeins leika í tveim kvik- myndum á ári og fá 250 þús. dollara fyrir hvora. ★ VINSAMLEG EN HÁTTVÍS Það vakti talsverða undrun, að Gréta skyldi velja John Gil- bert sem mótleikara í „Kristínu drottningu“. Ferill Gilberts sem kvikmyndaleikara var á enda, er talmyndirnar komu til sögunnar. Rödd hans var há og mjó og hæfði engan veginn hetju og elsk huga. En val Grétu var ekki vanhugsað. Ýmsir höfðu komið til greina, þ. á m. Franchot Tone, Nils Asther og Laurence Olivier. En útlit Gilberts hæfði bezt hlutverki ungs, laglegs Spán- verja, og Grétu háfði verið tjáð að bæta mætti rödd hans með nýjum tæknilegum aðferðum. Þetta gaf tilefni til umtals um fornar ástir þeirra Grétu og Gil- berts. Framkoma Grétu við Gil- bert var mjög vinsamleg, en afar háttvís. Hins vegar tókst vinátta með Grétu og leikstjóranum, Rouben Mamoulia. Hann var fæddur í Rússlandi, lærður í Par- ís, fágaður, hugmyndaríkúr og ágætur leikstjóri. Gréta bar mik- ið traust til hans og tók gagn- rýni hans alltaf til greina. Er Mamoulian keypti nýtt hús í Beverley Hills, tóku menn þeg- ar að bollaleggja um væntanlegt hjónaband, en þetta ástarævin- týri varð sízt haldbetra en þau, sem á undan voru gengin. > ★ „HVAÐ KEMUR MÉR ÞETTA YIÐ?“ „Kristín drottning“ fékk mjög góða dóma í heild. Einkum féll loftið samt Grétu í skaut, og jafnvel hin kröfuharða Mary Cass Canfield hefði ekk- ert út á Grétu að setja. En í blaðadómum var varla minnzt á John Gilbert. Eftir þetta lék hann aðeins í einni kvikmynd. Hann lézt 1936. Er Gréta frétti andlát hans, kvað hún hafa sagt: „Hvað kemur mér þetta við?“ Sjálf var Gréta ekki ánægð með leik sinn í „Kristínu drottningu“. „Ég reyndi að vera sænsk í húð og hár“, sagði hún í viðtali við sænskan blaðamann. „En það er erfitt að vinna, eins og maður sjálfur helzt vill í Hollywood... Það er ekkert rúm fyrir list. Hið eina, sem skiptir máli, eru pen- ingar“. 1935 lék Gréta Garbo hlutverk Önnu Karenínu í annað sinn. Samkvæmt dómi New York-blað anna var þetta bezt leikna kven- hlutverk þessa árs, og á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum var „Anna Kerenína“ kjörin „bezta erlenda kvikmynd ársins". Gréta stundaði jafnan vinnu sína af mikilli alúð og alvöru. Leikstjórarnir uppgötvuðu sér til mikillar gleði, að frægasta leikkonan í Hollywood var einnig samvinnuþýðust. Hún var að vísu sérvitur á sinn hátt. T.d. kom það varla fyrir, að hún ynni mínútu fram yfir ákveðinn tíma. En hún vann af kappi í vinnutímanum, og flestar kvikmyndir, sem hún lék í, voru teknar á skemmri tíma en aðrar. Hún mætti jafn an vel undirbúin til vinnu. Þar að auki — eins og Ernst Lubitsch orðaði það — var hún ekki „ákafur aðdáandi sinnar eigin spegilmyndar", eins og svo margar aðrar leik- konur. Að þessu var mikill tímasparnaður. ★ „KAMELÍUFRÚIN" Margir eru þeirrar skoðunar, að Gréta hafi náð lengst á listabraut inni í hlutverki „Kamelíufrúar- innar“, sem var frumsýnd 1937. Einkum hlaut Gréta mikið lof fyrir lokaatriðið, er Kamelíufrúin beið dauða síns. Robert Taylor lék annað aðalhlutverkið, hinn unga elskhuga. „Meðan „Kame- líufrúin" var æfð, talaði Garbo ekki mikið við Róbert Taylor. „Hún var kurteis, en hlédræg“, segir George Cukor, leikstjóri. „Allan tímann varð hún að telja sér trú um, að hann væri raun- verulega ungi maðurinn í kvik- myndinni, og hún vissi, að hún mundi sennilega uppgötva, að hann var aðeins ungur strák- hvolpur eins og hinir, ef hún kynntist honum nánar“. ★ ★ ★ Miklu var kostað til næstu kvik myndar sem Gréta lék í, „María Walewska". Leikararnir voru dýr keyptir. Charles Boyer í hlut- verki Napóleons og Garbo í hlut- verki Maríu. Sviðsetningarnar voru stórkostlegar enda komst einn gagnrýnandanna svo að orði: „Allt var þetta ofhlaðið“. ★ STOKOWSKI En aðdáendur Grétu höfðu ekki minni áhuga á einkalífi hennar en kvikmyndaferli. Þær sögur gengu nú f jöllunum hærra, að loksins hefði Garbo Frh. á bls. 19. lle de France til Bandaríkjanna 1949. Hún skellti bílhurðinni við nefið á myndasmiðum og blaðamönnum. En einum Ijósmyndaranna tókst að ná þessari dæmigerðu mynd. Hversu margir muna ekki eftir Grétu Garbo í hlutverki Kristinar drottningar? Myndin er úr lokaatriði kvikmyndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.