Morgunblaðið - 10.08.1957, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.08.1957, Qupperneq 4
4 MORGVNBl4Ð1Ð Laugardagur10.ágúst1957 í dag er 222. dagur ársins. Laugardagur 10. ágúst. Árdegisflæði kl. 6,21. Síðdegisflæði kl. 18,40. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sanaa stað frá kl. 18—8. Sími 15030 NæturvörSur er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Ennfremur eru Holtsapótek, Apótek Austurbæjar og Vesturbæjarapótek opin dag- lega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Þrjú síðasttalin • apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Simi 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka iaga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—i6 og 19—21. Helga daga kl. 13—-16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Akurevri: — Næturvörður er í Stjömu-apóteki, sími 1718. Næt- urlæknir er Bjami Rafnar. KSMessur Á MORGUN: Dómkirkjan: — Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja. Kl. 11 f.h. — Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Siðferðileg endurreisn (Moral re- armament). Innri-Njarðvikurkirkja: Messa kl. 2 síðdegis. Séra Bjöm Jónsson. Keflavíkurkirkja. -— Messa kl. 5 síðd. — Séra Bjöm Jónsson. Kaþólska kirkjan: Lágmessa ki. 8,30 árdegis. Hámessa og pré dikun kl. 10 árdegis. Laugarneskirkja: — Messa kl. 11 f. h. Séra Gaiðar Svavarsson. Stórólfshvolskirkja: — Messa W. 2 e. h. — Sóknarprstur. Elliheimilið. — Messað kl. 2 á morgun. Séra Björn O. Björnsson. Neskirkja. — Messa kl. 11. — Séra Björn O. Björnsson. (S?l Brúðkaup I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Óskari J. Þor- lákssyni ungfrú Sólveig Kristins- dóttir, afgreiðslustúlka og Einar Guðniundsson, verkfræðinemi. — Heimili þeirra verður að Skipa- sundi 46. 1 dag verðá gefin saman í hjónaband af séia Jóni Auðuns ungfrú Auður Kjartansdóttir, Ás- vallagötu 4S og Gunnar Egilsson, Auðarstræti 15. — Heimili brúð- hjónanna verður að Ásvallag. 49. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Jóni Auðuns ungfrú Sigrún Bender og Snorri Aðal- steinsson. — Heimili þeirra verð- ir að Guðrúnargötu 5. 1 dag verða gefin saman í hjóna band ungfrú Guðný Hannesdóttir, verzlunarmær, Ránargötu 33 og Jón Guðm. Axelsson, sjómaður, Framnesvegi 62. Heimili brúð- hjónanna verður á Ránargötu 33. S.l. sunnudag voru gefin saman af séra Þorsteini Björnsson, ung- frú María Einarsdóttir, Skúlag. 56 og Sölvi Sigurðsson, Skúlagötu 58. — Heimili þeirra er á Skúla- götu 58. Nýl. voru gefin saman í hjóna- band af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Bergljót Jórunn Sigur- bjömsdóttir og Sigfús Þór Bárð- arson, vél3tjóri. — Heimili þeirra er að Bogahlíð 12. Ennfremur ungfrú María Ingv- arsdóttir, Hávallagötu 36 og Hall dór Ingimundarson. Heimili þeirra e_' að Hringbraut 82. Ennfremur ungfrú Jónía Jóns- dóttir og Hreiðar Björnsson. Heim ili þeirra er að Básenda 4. Ennfr. ungfrú Guðný Guðnad. og Sigmundur Sigurgeirsson, bíl- stjóri. Heimili þeirra er að Meðal holti 13. Nýlega voru gefin saman, á Hvammstanga, ungfrú Jóna Jóns dóttir frá Fáskrúðsfirði og Gunn- ar Jónsson, lögregluþjónn, Rvík. Heimili þeirra er að Suðurlands- braut 92. Hjönaefni Nýlega hafa kunngert trúlofun sína Margrét Björnsdóttir frá Efra-Seli í Landsveit og Konráð J. Andrésson, Jafnaskarði í Mýra sýslu. — Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Aldís Guðbjörnsdottir, starfsstúlka í Þórskaffi og Guð- mundur Eiríksson 2. vélstjóri á Dísai'felli. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Guðrún Hermannsdóttir, Týsgötu 1, Rvík og Alfred Christensen, Borris, Stjem., Jót- landi. Skipin Eimskipafélag Íslands h.f.: — Dettifoss er í Hamborg. Fjallfoss foss er í Antwerpen. Goðafoss fór f á Vestmannaeyjum í gærkveldi til Rvíkur. Gullfoss fer frá Rvík kl. 12 á áhádegi í dag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Siglufirði í fyrradag til Óiafsfjarðar, Hríseyjar og Dalvík ur. Reykjafoss fór frá Þingeyri í gærmorgun til Bíidudals, Patreks fjarðar og Stykkishólms. Tiölla- foss fór frá Rvík 3. þ.m. til New York. Tungufoss fór frá Húsavík í gærkveldi til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Di-angajökull fermir í Hamborg um 12. ágúst til Rvík- ur. Vatnajökull fe.rmir í Hamborg pm 15. ágúst til Rvíkur. Katla fermir í Kaupmannahöfn og Gautaborg um 20. ágúst til Rvik- ur. — Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Kristiansand á leið til Þórshafn ar. Esja er væntanleg til Rvíkur árdegis í dag að vestan úr hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er á Norðurlandshöfnum. Skaftfelling- ur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Skipadeild S. I. S.: — Hvassa- fell er á Siglufirði. Fer væntan- lega í kvöld til Helsingfors og Ho Chi Minh, forseti Norður- Vietnam hefir að undanförnu verið á ferðalagi um Evrópu og heimsótt lönd þau, er komm unistar hafa sölsað undir sig. Ábo. Arnarfell er væntanlegt til Leningrad í dag. Jök ilfell er vænt anlegt til Riga í dag. Dísarfell fór 6. þ.m. áleiðis til Abo og Hangö. Litlafell er í Reykjavík. Helga- fell fór frá Þorlákshöfn í gær á- leiðis til Stettin. Hamrafell fór frá Reykjavík 5. þ.m. áleiðis til Batum. Eimskipafélag Reykjuvíkur h.f.: Katla er í Ventspils. — Askja er í Kotka. R3Flugvélar- Flugfélag íslands h. f.,: Milli- la daflug: Hrimfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22,50 í kvöld. — Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í fyrramálið. Gullfaxi fer til Kaup mannahafnar og Hamborgar kl. 09,00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 15,40 á rrvorgun. Innanlandsflug: — I dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir, Isafjarðar, Siglufjarðar og V estmann aeyj a. Tmislegt Orð lí/sins: — Pví að ef þér tryðuð Móse, þá tryðuð þér og mér, því að hann hefur ritað um mig. En er þér tráið ekki ritum hans, hvemig ættuð þér þá að trúa orðum minum? Jóh. 5, U6-U7. KirkjuritiS, 7. hefti þ. árg., er nýkomið út. Efni: Heilindi og hug sjónalíf. Prestastefnan 1957. Setn ing Prestastefnunnar. Ávarp biskups. Yfirlitsskýrsla biskups. Aðrar gjörðir prestastefuunnar. Pistlar. Freyvangur. Aðalfundur Prestafélags Islands. Ferðafélag íslands fer 12 daga ferð um Miðlandsöræfin. Lagt af stað á miðvikudag 14. ágúst kl. 8 f.h. og ekið austur fyrir Tungnaá o«r til Fiskivatna, en þaðan norð- ur um Illugaver og Jökuldal (Nýjadal). Þaðan austur í Ódáða hraun til Dyngjufjalla, Öskju og Herðubreiðarlinda og svo ofan í Mývatnssveit. Farið, á heimleið, um Auðkúluheiði til Hveravalla og Kerlingafjalla. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Túngötu 5, sími 19533. — Friðun fugla. — Enn eru allir fuglar alfriðaðir, nema kjói, veiði bjalla og hrafn. Friðunartíma nokkurra tegunda lýkur sem hér segir: 15. ágúst fyrir máfa, sval-t fugl og lunda. — 20. ágúst fyrir gæsir, fýl, súlu, skarfa, lóm, flór- goða og toppendur. — 31. ágúst fyrir urtönd, grafönd, skúfönd, duggönd, hrafnsönd, stokkönd, — rauðhöfðaönd og hávellu. — Aðr- ar endur njóta friðunar allt árið. (Frá Dýravemdunarfél. Islands). Farsóttir í Reykjavík vikuna 20.—27. júlí 1957, samkvæmt skýrslum 11 (10) starfandi lækna: Hálsbólga ............. 43 (33) Kvefsótt .............. 40 (45) Iðrakvef ............. 4 (13) Kveflungnabólga ........ 1 ( 1) Hlaupabóla ............. 1 ( 2) LeiSrétting: — I auglýsingu í fimmtudagablaðinu misritaðist nafn Eggerts Ólafssonar prófasts á Kvennabrekku. Var hann sagð- ur Eggertsson. Á/engisneytendur: — Auk þess sem áfengið veldur yður sjálf um tjðni á sál og líkama, veldur það einnig ástvinum yðar sorg og vonleysi og að lokum leggur það heimili yðar í rúst. — Umdæmis- stúkan. Aheit&samskot Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, sent mér nýlega af séra Sigur- jóni Guðjónssyni, prófasti í Saur- bæ. — Gjöf, 10 þús. kr. frá Þuríði Guðnadóttur og börnum hennar, Þórisstöðum á Hvalfjarðarströnd, til minningar um Ólaf bónda Magnússon á Þórisstöðum. Gjöf 5 þús. kr. (til orgelsjóðs kirkjunn- ar) frá Brynjólfi Einarssyni og sonum hans, Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarsti'önd, til minningar um frú Ástríði Þorláksdóttur, Hrafnabjörgum. — Gjöf, 5 þús. kr., frá frú Magnúsínu Jónsdótt- ur, til minningar um mann henn- ar, Engilbert Jónsson frá Bjart- eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Gjöf, 3 hundruð kr., frá "rú Sig- ríði Jónsdúttur frá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Frá Friðjóni Runólfssyni, Akranesi kr. 903,70. Úr safnbauk kii-kjunnar 28. júl. s.l., kr. 1433,20. Úr safnbauk kirkjunnar 5. ág. kr. 1.525,00. Úr safnbauk á Ferstiklu kr. 91,80. Matthíax Þáríiarnon. Hatlgrímskirkja í Saurhæ, afh. Mbl.: S V kr. 25,00; kona af Vest urlandi 100,00; Þ Þ Ó Sth., 100,09 N N 100,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: Fanný Benónýs kr. 100,00; Þ H 200,00; áheit Ólafur Sævar 50,00; g. áh. S J 50,00; K 100,00. Gjafir og áheit til Skálholts. — Frá E R áh., Þorlákssjóður, kr. 30,00; frá I B áh., Þorlákssjóður kr. 100,00; frá F B áh., Þorláks- sjóður kr. 150,00; frá Þ M áh., Þorlákssjóður kr. 300,00; frá Páli Guðmundssyni, Leslie, Sask., Cana da, gjöf kr. 10.000,00. -— Móttaka viðurkennd með þökkum. — F. h. Skálholtsfélagsins. SigurbjSm Einarsson. Strandakirkja, afh. Mbl.: G og O Hafnarf., kr. 50,00; Guðbjörg 25,00; g. áheit 20,00; N N 50,00; g. áheit 100,00; R Þ 100,00; G G 25,00; T 50,00; H og G 150,00; g. og nýtt áh. 150,00; S G 10,00; G G 30,00; S J 250,00, G E 250,00; No. 11 kr. 20,00; N N 200,00; H P 25,00; Á Á 100,00; Þ G 30,00; G S 100,00; g. áh. Gerða, Keflavík, 50,00; Á H 100,00; E S K 50,00; H E 20,00; g. áh. 50,00; 300 N N g. áheit 100,00; Guðmundur 100,00 N N 30,00; Þ E 25,00; g. og nýtt áh. A S 30,00; H Þ 50,00; N N 20,00; G S G 200,00; Þuríður 300,00; M S 50,00; G G 25,00; g. áh. H S 100,00; g. áh. 50,00; áh. B H 50,00; Jón 100,00; þakk- lát 10,00; áh. Helga 50,00. Söfn Bæjarbókasafn Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29A, sími 12308, útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. — Lesstofa kl. 10—12 og 1—10, laugardaga 10—- 12 og 1—4. Lokað á sunnudögum yfir sumarmánuðina. — Útibú Hólmgarði 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5— 7. Hofsvallagötu 16 opið hvern virkan dag nema laugardaga kl. 6—7. Efstasundi 36 opið mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5,30 til 7,30; Listasafn rikisins er til húsa I Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafn ið: Opið á sur-.udögum kl. 13—16 Listasafn F.inars Jónssonar, Hnit björgum, er opið alla daga frá kL 1.30—3,30. ðiáttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— ló. -mið moiyuriKajjUiii —— Vi?S verðum nú orðnar eins og |>essar Jwrna, áður en við verðuni búnar með alit safnið. fERDINAND Skyttan hæfir ■ mark O. Connor hafði heyrt, að vinur hans, Murphy, væri kvænt: r, en langur tími le'I, þar til hann fékk tækifæri til að sjá konuna. Þó kom að því að þau mættu Connor og honum >á við gráti þegar bann sá, að hún var með hárkollu, gler- augu, tréfót »g falskar tennur sem glömruðu við hverja hreyf- ingu konunnar. — Hvað meinarðu með að kvæn ast þessari nom? hvíslaði hann að vini sínum. — Blessaður vertu, þú þarft ekki að hvísla, hún er heyrnar- laus lika. ★ — Geturðu ekki teiknað skripa- mynd af mér? — Það er alveg óþarfi. — Nú hvers vegna? — Líttu bara f spegilinn. ★ Tveir ölvaðir menn sátu Inni á veitingahúsi og rasddu um alvörn lifsins. — Mig dreymdi undarlegan draum í nótt, sagði annar. — Mig dreymdi að allt í einu fðru tugir af litlum körlum að klifra upp eftir mér. Þeir voru með rauð ar húfur á höfðinu, í grænum föt- um og litlum rauðum skóm sem hringuðu sig upp að framan. — Já, svaraði vinur hans, og það voru gulllitaðar bjöllur á tán um á skónum. — Hvemig veiztu það? — Það eru tveir ennþá á 5x1- inni á þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.